NT - 19.01.1985, Side 12
Laugardagur 19. janúar 1985 12
3
■ Madonna hefur
látið mikið að sér
kveða í USA að
undanförnu með
smellinn „Like a
Virgin". Hvort það er
korsettið sem hefur
þessi áhrif á Kanann,
| skal ósagt látið, en
pað hefur aukið mjög
vinsældir sínar að
^ndanförnu að sögn
sérfræðinga.
dálkUrInn
Fyrstu sætin hér og þar
■ Band Aid tróna enn á toppnum í Bretlandi þessa
vikuna með lagið „Do they know it’s Christmas?11 en í
Bandaríkjunum er það Madonna sem hefur forustuna.
Auðvitað heitir lagið „Like a Virgin1'.
Springsteen hefur orðið að vikja úr 2. sætinu fyrir
Madonnu. í Bretland) eru hinir og þessir með eina
safnplötuna enn. The Hits Album.
Fyrir 5 árum voru Pínk Floyd á toppnum í Bretlandi
með vegginn en fimm árum þar á undan gekk Ralph
McTell um stræti Lundúnaborgar í fyrsta sætinu. Rolf
15 árum síðan, Two little boys og fyrir 20 árum síðan
trónuðu Bítlarnir einu og sönnu í efsta sætinu með I Feel
Fine. Það er nú meira hvað tíminn líður!
15 toppkvikmyndir NME árið 1984
kvikmyndimar árið 1984 og birtum við lístann NT
lesendum til fróðleiks.
I 1. sæti er Under Fire sem sýnd var hér í sumar. Þá
kemur The Right Stuff, um fyrstu bandarí sku geimfarana.
( 3. sæti er Woody Allen með Broadway Danny Rose, þá
Wim Wenders Paris Texas og í 5. sæti er Sunday in the
Country eftir Bertrand Tavernier. Once Upon a Time in
America skipar 6. sætið og síðan koma The Big Chill,
Scareface, The South og Silkwood. Carmenæðið sem
hefur gengið yfir heiminn nær einníg til kvikmyndanna
og i 11. sæti er Prenom: Carmen eftir Godard. Coppola
er í 12. sæti með Rumble Fish og síðan reka lestina The
Ballad of Narayama, The Woman in Red og Sunless.
Vonandi að þær myndir sem ekki hafa verið sýndar hér
Kitling Joke komnir á kreik
Jaz og félagar eru íslendingum að góðu kunniren litið
hefur farið fyrir þeim að undanförnu. Þeir hafa staðið i
ströngu við plötuupptökur i Þýskalandi að undanförnu
A hliðin er „Love Like Blood“. Stór plata fylgir svo á eftir
nokkrum vikum seinna og hefur hún hlotið nafnið „Nlght
Time“. Útgáfunni verður fylgt úr hlaði með hljómleika-
ferðalagi um England.
Poppstirnin með sitthvað á prjónunum
1985 er þegar orðið 1/2 mánaðar gamalt og poppstírnin
eins og aðrir farin að planleggja framtíðina.
Malcolm McLaren ætlar að einbeita sér að kvikmyndum
en litlar likur eru á þvi að hann leiki í þeim sjálfur. Hann
ætlar að starfa í USA og vonast eftir að komast í samstarf
við Sam Shepard leikara og rithöfund.
Sade er að vinna lög fyrir plötu sem er væntanleg í april
ásamt lítilli plötu og hljómleikaferð um England til að
fylgja útgáfunni eftir. Hún fer í stutta hljómleikaferð um
USA í febrúar.
Paul Young er að leggja síðustu hönd á nýja plötu, sem
varð að fresta útgáfu á þegar hann missti röddina i lok
sumars. Líkur eru á að hann leggi upp í hljómleikaferð
um Evrópu og Bandaríkin þegar liður á sumarið.
The Cure koma með nýja singie í byrjun mars og stóra
plötu sem kynnt verður á hljómleikaferðum um England.
Prince er væntanlegur i hljómleikaferð til Englands
með vorinu og ný plata til að fylgja Purple Rain eftir, er í
burðarliðnum. Hann hefur verið útnefndur til 5 Grammy
verðlauna eins og greint er frá annars staðar hér á
siðunum.
Nik Kershaw er a leiðinni austur á bóginn, nánar til
tekiðtil Austuriandafjærogsamtímis mun hann heim-
sækja aðra heimshluta. Ný plata mun vera í uppsiglíngu
hjá honum.
Að lokum má geta þess að Howard Jones er að koma
með 45 snúninga skifu i lok þessa mánaðar og auðvitað
siglir 33 1/3 diskur í kjölfarið.
Nýr talctur — gömul s
Bono heillar fjöldann „úr fö
Reynt að fá U2 til I
- umboðsmaður þeirra neikvæður
U2 eru meðal vinsælustu
hljómsveitanna hér á landi
og hefur síðasta plata þeirra
gert það mjög gott bæði hér
heima og erlendis.
NT hafði af þvi spurnir að
Hallvarður E. Þórsson um-
boðsmaður hefði verið að
vinna í því að fá þá til lands-
ins og var því slegið á þráð-
inn til hans, til að forvitnast
um málavöxtu.
Hann kvaðst hafa haft
áhuga á þvi lengi að fá Bono
og félaga til landsins og
hefði verið unnið leynt og
Ijóst í málinu. Á tímabili
hefði verið von um að þeir
kæmu í sept./okt. en ekkert
varð af því vegna verkfalls-
ins.
Hallvarður var í London
um jólin og ræddi þá málin
við umboðsmann U2 en
hann hafði lítinn áhuga á því
að þeir færu til íslands. Mál-
ið er þó ekki dautt, en engar
líkur á því að af þessu geti
orðið næstu vikur og mán-
uði.
Sagðist Hallvarður ætla
að reyna að ná í hljómsveit-
armeðlimi sjálfa og ræða við
þá málin, því þeir væru
þannig manngerðir, að ef
þeir fengju áhuga á því að
koma, gæti ræst úr þessu.
Kostnaður er mikill við að
fá svona hljóms veit til lands-
ins og vantar átakanlega
einhvern stað til að spila á.
Einasti möguleikinn núna er
Laugardalshöllin en óheyri-
lega dýrt er að leigja hana.
Við krossum fingur og
vonum það besta, en það
skal endurtekið að ekkert er
ákveðið.
vinsældalistinn
- úr dreifbýlinu
Gestir á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki kjósa 10 bestui
lögin í hverri viku. Síðan er reiknaður út heildarlisti um|
hver mánaðamót. í áramótauppgjörinu varð niðurstað-
an þessi:
1. „Last Christmas“ með Wham
2. „Lili Marlene“ með Das Kapítal
3. „Little Diamond“ með Fox The Fox
4. „God Only Knows“ með David Bowie
5. „Go Go Party“ með Stuðmönnum
6. „Freedom“ með Wham
7. „Safe Your“ með Renaldo & Renada
8. „All through the Night“ með Cyndi Lauper
9. „Dr. Beat“ með Miami Sound Machine
10. „Heavens on Fire“ með Kiss
■ Pnncei
myndinni Purple
Rain