NT - 19.01.1985, Side 13
Laugardagur 19. janúar 1985 13
Litlar plötur:
1 1. NELLIETHEELEPHANT...
2 2 UPSIDE DOWN.........
3 3 RATS ...............
418 COLDTURKEY...........
5 4 THE PRICE/1984 ......
613 RESURRECTION JOE ....
7 26 POLICE OFFICER......
811 HOLLOW EYES..........
9 6 STRIKE..............
10 8 GREEN FIELDS OF FRANCE
vinstBldðlistirm
Hver man eftír Creedence
Clearwater Revival?
Fogerty með
soloplotu
■ Hver man ekki þá gömlu góðu daga þegar Creedence
Clearwater Revival var upp á sitt besta og sendi hvert
topplagið á eftir öðru frá sér?
Nú er John Fogerty kominn með nýja plötu sem hann
kallar „Centerfield1*. Meðal laga á henni eru „The Old
Man Down The Road“, „Rock And Roll Girls“, „I Saw It
On TV“ og „Zanz Kant Dance“. Öll lögin eru samin af
honum sjálfum.
Þeir sem enn eru veikir fyrir Creedence-sándinu ættu
að kunna að meta þessa plötu en einnig hefur synthið
náð inn í nokkur laganna.
Eftir að CCR hættu 1972 kom kántríplata frá Fogerty
„Blue Ridge Rangers“ þar sem hann sá um allan
hljóðfæraleik sjálfur. 1975 kom „John Fogerty" með
hitlaginu „Rocki’n All Over The World", en síðan hefur
verið hijótt um kappann.
Nýja platan hefur þegar fengið góðar viðtökur úti í
hinum stóra heimi og ætti að verða „comeback" fyrir
þennan gamla og góða rokkara.
John Fogerty fremstur í flokki CCR.
:unum“ á Kafvöyahátíðinni í Noregi sumarið 1983.NT-mynd: áþj
slands
Utnefningu til Grammy-
verðlaunanna lokið:
Prince, Cindy og Tina
um flest beirra!
■ Prince, Cindy Lauper og Tina
Turner hlutu hvert um sig 5 útnefning-
ar til hinna árlegu Grammy verðlauna,
sem eru svar hljómplötuiðnaðarins
við Óskarsverðlaununum í kvikmynda-
bransanum.
Urslit verða tiikynnt 26. febrúar í
beinni sjónvarpssendingu til 24 landa.
í fyrra sópaði Michael Jackson til
sín verðlaununum i flestum flokkum
en að þessu sinni er hann einungis
tilnefndur til verðlauna fyrir besta
video „Thriller“.
Prínce, Cindy Lauperog TinaTurner
eiga i harðri baráttu um verðlaunin
fyrir popp-plötu ársins, i samkeppni
við Lionel Richie og Bruce Spring-
steen.
Bandarískir listamenn eru nær ein-
ráðir í útnelningunni en breska hljóm-
sveitin Frankie Goes to Hollywood
hlaut útnefningu sem besta nýja
hljónisveitin og Shena Easton var
útnefnd besta söngkona.
Yoko Ono og John heitinn Lennon
hlutu útnefningu fyrir bestu tal-plötu,
„Heartplay".
beriast