NT

Ulloq

NT - 19.01.1985, Qupperneq 21

NT - 19.01.1985, Qupperneq 21
f % '* »? t Utl Laugardagur 19. janúar 1985 21 Ariel Sharon keniur hér úr réttarsalnum í New York ásamt konu sinni Lili.simamvnd poi.foto Sharon gegn Time: Skrif Time dæmd ósönn New York-Reuter ■ Dómstóll sem fjallar um 50 milljón dollara skaöabótakröfu Ariels Sharon gegn tímaritinu Time felldi úrskurð Sharon í vil í gær. Sharon höfðaöi meiðyrðamál gegn tímaritinu sem hafði birt greinar þar sem fullyrt var að fjöldamorð líbanskra falangista á Palestínumönnum hafi verið gerð með samráði og vilja Sharons. Atburðirnir gerðust 1982 í Beirut en Sharon var þá varn- armálaráðherra ísraels. Samkvæmt niðurstöðu dóms- ins í gær voru greinaskrifin ekki á rökum reist og fullyrðingar tímaritsins um ábyrgð og vitund Sharons um atburðina ekki Dómurinn á eftir að úrskurða hvort tímaritið hafi haft vit- neskju um að greinarnar voru ósannar en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag- inn s.l. að skrif Time hafi verið ærumeiðandi. Sharon vinnur málið ef dóm- urinn úrskuröar að ritstjórnin hafi haft vitneskju urn að grein- arnar voru ósannar. Bandaríkin: 70% verðlækkun í innanlandsflugi New York-Rvuter. ■ Prjú stærstu flugfélögin í Bandaríkjunum hafa lækkað fargjöld á innanlandsflug- leiðum um allt að 70%. Það er talið að þetta fargjalda- stríð bandarískra flugfélaga á innanlandsflugleiðum kunni einnig að nú til alþjóð- legra flugleiða. Flugfélögin United Airlin- es og Northwest Airlines til- kynntu strax að þau myndu lækka sín fargjöld jafn mikið og American Airlines. Fjármálaspekingar í Wall Strect sögðu að þessar miklu fargjaldalækkanir hefðu komið mjög á óvart og spáðu því að þær myndu leiða til þess að rekstrarhagnaður flugfélaganna minnkaði. Verðbréf í öllum helstu flugfélögum í Bandaríkjun- um lækkuðu strax mikiö viö þessar fréttir. Talsmenn American Airl- ines segja að þcir hyggist láta verðlækkanirnar ná til allra flugleiða félagsins. Flugfélög í öðrum löndum geta því neyðst til að lækka fargjöld sin líka á næstunni til sam- ræmis við lækkanir hjá Am- erican Airlines. V-Þýskaland: 26 slösuðust í sprengingu Köln-Reuler ■ Gífurleg sprenging varð í olíuhreinsunarstöð í nágrenni Kölnar í gær. 26 slösuðust þar af tveir alvarlega. Eldtungurog reykmökkur teygðu sig hundruó metra í loft upp og tugirslökkvi- bíla og sjúkrabíla komu á slys- staö sögðu sjónarvottar. Lögreglan taldi að efnagevm- ir liafi sprungið í loft upp. Kona gerir keisaraskurð á sjálfri sér Peking-Reutcr ■ Konanokkurí Suð- ur-Kína greip til þess ráðs að gera keisara- skurð á sjálfri sér vegna þess hvað fæðingin gekk illa að sögn Pek- ing-kvöldblaðsins. í frétt, sem blaðið birti um þennan atburö í gær. segir að konan hafi notað eldhúshníf til að hjálpa dóttursinni í heiminn þann 25. des- ember á síðasta ári. Þetta var annað barn konunnar sem var flutt á sjúkrahús daginn eftir ásamt dótturinni. Að sögn heilsast mæðgun- um vel þrátt fyrir | ótrúlegu fæðingu. Sprengingin varð í þeim hluta oiíuhreinsunarstöðvarinnar sent framleiðir ethylene. Smærri sprengingar áttu sér stað í langan tíma eftir aðal sprenginguna. Öll umferð um helstu hrað- brautina til Bonn stöðvaðist. en hraðbrautin liggur gegnum at- hafnasvæði hreinsunarstöðvar- innar. Síðasta meiriháttar sprenging í olíuhreinsunarstöð átti sérstað í Mexíkóborg í nóvember s.l. Pá létust um 400 manns og 300 heimili lögðust í rúst. ■ 26 slosuöust í sprengingu í v-þýskri olíuhreinsunarstöð í gær. Gífurlegur reykniökkur teygðis sig í um km lueð yfir athaln- svæði Reinische Olienwerke. símamymt roi.Fo ro Aukinn hagnaður hjá IBM New * ork-Rculcr ■ Hagnaðut hjá bandaríska stórfyrir- tækinu ÍBM jókst um 20% á síðasta ári og talsmcnn fyrirtækisins segja að hagnaðurinn hefði orðið enn meiri ef gengi dollarans hefði ckki hækkað svona mikið. IBM er stærsta tölvu- fyrirtæki heims. Hagn- aöur þess árið 1984 var 6,58 milljarðar dollara sem er betra en fjár- málaspekingar liöföu almennt búist viö. Á þessu ári mun IBM leggja aðaláhersluna á stórar tölvur frekar en litlar heimilistölvur sem fyrirtækið seldi mikiö af á síðasta ári. Indverskir embættismenn handteknir fyrir njósnir Nvja Dclhi-Rcutcr ■ Sjö embættismenn á Ind- landi voru handteknir vegna gruns um njósnir samkvæmt frásögn indversku fréttastof- unnar UNI. Samkvæmt fréttastofunni unnu að minnsta kosti þrír hinna handteknu fyrir ráðuncyt- isskrifstofu forsætisráðherrans. Rajivs Gandhi og tveir voru aðstoðarráðuneytisstjórar og tveir ráðherraritarar. Rajiv Gandhi skýrði þing- heimi sjálfur frá handtökunum scm kornu mjög á óvart. Hann sagði að hinir handteknu væru grunaðir um starfsemi sem bryti gegn hagsmunum Indverja og að sérhver ríkisstjórn yrði aö leggja áherslu á varðvcislu ríkis- leyndarmála. Samkvæmt UNl fundust lcyniskjöl heima hjá sumum hinna ákæröu en ekki hefur enn verið skýrt frá því hvaöa ríki þeir eru ákærðir fyrir að hafa starfað fyrir. Upp komst um mennina i kjölfar rannsóknar á öryggis- málum ríkisins. ■ Rajiv Gandlii skýrði indverska þinginu sjálfur frá liandtöku njósnaranna.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.