NT - 21.01.1985, Blaðsíða 11
Mánudagur 21.janúar 1984 1.1
T
Árdís Pálsdóttir
Kveðja og þökk f rá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur
Hinn 25. nóvember 1916
fæddist þeim Guðlaugsstaða-
hjónunum Guðrúnu Björns-
dóttur húsfreyju og Páli hónda
og hreppstjóra Hannessyni 10.
barnið. Það var rauðhærð
stúlka, sem jrau gáfu hið von-
glaða nafn Ardís. Alls eignuð-
ust þau hjón 12 börn, 7 þeirra
komust til fullorðinsára og einn
son misstu þau uppkominn.
Árdís ólst upp í tápmiklum
systkinahóp sem síðar átti eftir
að láta mikið að sér kveða í
þjóðlífinu eins og þau eiga kyn
til og Ardís var engra eftirbát-
ur. Hún leitaði víða mennta,
var einn vetur við nám í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og lauk
prófi úr Samvinnuskólanum
vorið 1936, eftir tveggja vetra
nám þar. Næsta ár hóf hún nám
í hárgreiðslu og við hárgreiðslu
starfaði hún alla ævi.
Árdís var mikil félagshyggju-
kona og tók þátt félagsmálum
stéttar sinnar af þeim eldhug og
þeirri atorku, sem henni var í
brjóst lagin. Hún sat í stjórn
Hárgreiðslumeistarafélags ís-
lands í 18 ár, þar af var hún 10
ár formaður. Hún var fulltrúi í
stjórn Vinnuveitendasambands
íslands 1965-1970.18árvarhún
fulltrúi í Iðnráði og sat einnig í
prófanefnd hárgreiðslumeistara
í 8 ár-' og í skólanefnd fagskól-
ans sat hún líka fyrstu árin, sem
hann starfaði. Af ofangreindu
má sjá að Árdís hefur unnið
starfsgrein sinni mikið gagn og
fórnað miklum tíma og orku
iðngreininni og stéttarfélögum
sínum til heilla. Slík störf eru
sjaldan ofþökkuð.
Árið 1959 var Soroptimista-
klúbbur Reykjavíkur stofnaður
og var Árdís einn ,stofnfélag-
anna. í klúbbnum starfaði Árdís
til æviloka og vann málefnum
þeim, sem klúbburinn fékkst
við ómetanlegt gagn. Árdís sat
tvívegis 'í stjórn klúbbsins og
átti einnig sæti í stjórn styrktar-
sjóðs hans. En markmið styrkt-
arsjóðsins er að styðja til náms
ungmenni sem höllum fæti
standa í samfélaginu. Hugur
Árdísar til þessarar viðleiti
styrktarsjóðsins og þeirra ung-
menna sem stuðning klúbbsins
hlutu var heill og ótrauður og
viljum við klúbbfélagar hennar
þakka bæði henni og fólkinu
hennar fyrir norðan þá liðveislu
og aðstoð sem þau hafa veitt
okkur í áranna rás.
Síðastliðið sumar kenndi
Árdís lasleika og fór í hjarta-
þræðingu og nú er hún öll,
skyndilega og óviðbúið okkur
vinum hennar og félögum. Hún
lést 11. janúar síðastliðinn.
Húnaflói breiðir víðan faðm
móti norðri, fjallgarðar fagrir á
báða vegu flóans en grasgefnir
dalir með laxám og víðar,
gjöfular heiðar inn til landsins.
Ardís bar sterkt svipmót heima-
byggðar sinar, hreinskiptin,
broshýr og hlý, gjöful og greið-
vikin en orðhvöt á stundum og
skipti engu, hver í hlut átti,
fyndist henni réttu máli hallað
eða hlutur lítilmagna fyrir borð
borinn. Og þannig munum við
soroptimistasystur Árdísar
minnast hennar með þökk, virð-
ingu og söknuði.
Einkasyni hennar Páli Hann-
essyni og tengdadótturinni
Rannveigu Halldórsdóttur og
sonum þeirra þremur sendum
við samúðarkveðjur.
Guðrún Halldórsdóttir.
Árdís Pálsdóttir, hár-
greiðslumeistari, lést á Borgar-
spítalanum þann 11. þ.m. Hún
hafði kennt sjúkleika um nokk-
urn tíma, en vegna dugnaðar og
viljaþreks stundaði hún vinnu
sína til dauðadags.
Foreldrar Árdísar voru þau
merku hjón Guðrún Björns-
dóttir og Páll Hannesson á Guð-
laugsstöðum í Blöndudal, en
þar bjuggu þau stórbúi um langa
hríð, rómuð fyrir rausn og
myndarskap og sérlega góða
umgengni bæði utan húss og
innan.
Ekki verður ætt Árdísar rakin
nánar hér, en geta má þess að
forfeður hennar voru bæði fé-
lagshyggju- og athafnamenn og
þá eiginleika fékk hún að
erfðum.
Árdís var yngst þeirra lands-
kunnu Guðlaugsstaðasystkina.
Hún dvaldi í foreldrahúsum sín
æsku- og uppvaxtarár, en fór
síðan til náms að Laugarvatni
og í Samvinnuskólann. Að
loknu prófi þar hélt hún til
Akureyrar og lærði hárgreiðslu,
fékk síðan meistararéttindi í
þeirri iðn og rak eigin stofu
„Hárgreiðslustofuna Feminu"
um langan tíma, en síðustu árin
stundaði hún hárgreiðslu á
heimili sínu.
Á Akureyri gengu þau í
hjónaband, Árdís og Hannes
Marteinsson húsasmiður, en
slitu samvistum. Sonur þeirra
Páll, sem ber nafn afa síns. er
lærður húsasmiður, mikill dugn-
aðarmaður og góður sonur,
kvæntur Rannveigu Halldórs-
dóttur frá Hróarsholti í Flóa,
ágætri konu. Þau eiga þrjá unga
og efnilega syni og bar amma
þeirra mikla umhyggju fyrir vel-
ferð þeirra.
í starfi sínu naut Árdís mikilla
vinsælda, bæði fyrir lagvirkni og
kunnáttu, enda fór hún margar
ferðir til annarra landa í þeim
erindum að endurhæfa sig í
starfinu og fylgjast með nýjung-
um, sem voru að gerast á þeim
vettvangi. Þá má ekki gleyma
glaðværð hennar og þeim hress-
andi blæ, sem ávallt fylgdi henni
og hóf aðra upp yfir hversdags-
leikann. Margarkonurvoru við-
skiptavinir hennar árum saman,
jafnvel áratugum og sakna nú
vinar í stað.
Fædd 15. febr. 1908.
Dáin 2. janúar 1985.
Hinn 10. þessa mánaðar var
til moldar borin Oddný Guð-
mundsdóttir kennari og rithöf-
undur. Hún var fædd að Hóli
á Langanesi og ólst þar upp í
foreldrahúsum ásamt bræðrum
sínum Gísla og Gunnari.
Oddný tók gagnfræðapróf á
Akureyri árið 1929 ogstundaði
síðar nám við Fornby Folkhög-
skola í Svíþjóð árið 1933,
Norræna lýðháskólann í Genf
árið 1936 og International Höj-
skoli í Danmörku árið 1937.
Árið 1940, að loknu námi,
hóf Oddný lífsstarf sitt, kenn-
arastarfið. Hún stundaði far-
kennslu víða um land og valdi
þá oft afskekkta staði, t.d.
kenndi hún víða á Vestfjörð-
um og á Ströndum. Mér þykir
trúlegt að hún hafi verið síðasti
farkennari á íslandi. Á sumrin
vann hún ýmis störf, oftast til
sveita, og ferðaðist þá um
landið á hjóli. Má með sanni
segja að hún hafi farið um nær
alla akvegi landsins á hjóli.
Oddný var alltaf sískrifandi
og var meðal annars fréttaritari
íslenska ríkisútvarpsins meðan
hún var við nám í Svíþjóð.
Árið 1943 kom út eftir hana
fyrsta skáldsagan, „Svo skal
böl bæta“. Síðar komu út eftir
hana skáldsögurnar „Veltiár",
„Tveir júnídagar", „Á því
herrans ári“ og „Skuld“. Einn-
Félagsmál lét Árdís til sín
taka, hún var um tíma formaður
Félags hárgreiðslumeistara.
Sinnti hún þar, sem annars
staðar, verkefnum sínum af
samviskusemi og alkunnum
dugnaði.
Þar sem saman kom gott fólk
á gleðistundum, var Árdís hrók-
ur alls fagnaðar og vakti allra
athygli. Réði þar um mikill
persónuleiki hennar ásamt
skemmtilegu frásagnarefni, er
hún setti fram á sinn sérkenni-
lega hátt, því kímnigáfu átti
hún í ríkum mæli. Á merkisdög-.
um í lífi sínu hélt hún veislur
góðar. Söfnuðust þá til hennar
vinir og vandamenn, naut sín þá
vel hennar meðfædda rausn og
höfðingsskapur.
Þriðjudaginn 22. þ.m. verður
Árdís jarðsett í fjölskyldugraf-
reit heima á Guðlaugsstöðum.
Þá er ferðinni lokið, þar sem
hún var hafin. Hún hafði, eins
og flestir aðrir, átt sínar gleði-
stundir og sína erfiðleika. Á
erfiðleikunum sigraðist hún og
æfinlega dugði hún best, þegar
mest á reyndi. Það er háftur
þeirra, sem mikið fá í vöggu-
gjöf-
Að leiðarlokum viljum við
hjónin færa henni innilegar
þakkir fyrir vináttu og tryggð
frá fyrstu kynnum og biðjum
Guð að blessa för hennar og
heimkomu til þess staðar, seni
henni er búinn.
Kamma og Jón Benediktsson,
Höfnum
ig skrifaði Oddný smásögur og
greinar í blöð og tímarit.
Nokkur Ieikrit samdi hún og
voru sum þeirra flutt í útvarp-
inu, t.d. „Vellýgni Bjarni",
„Hraði“ og „Fósturlandsins
freyja“. Einnig fékkst Oddný
við þýðingar. Árið 1982 kom
út eftir hana unglingabók,
„Haustnætur í Berjadal" og
sama ár kom út ljóðabók,
„Kvæði og kviðlingar“.
- Kynni okkar Oddnýjar hóf-
ust þegar hún var kennarinn
minn veturinn 1948-49 á
Skógarströnd. Vinátta okkar
hefur haldist síðan.
Það voru alltaf fagnaðar-
fundir þegar Oddný kom á
hjólinu sínu á sumrin og dvaldi
þá oft um lengri eða skemmri
Oddný Gunnhildur
Guðmundsdóttir
Björgvin Magnússon
bóndi Höskuldsstaðaseli
Fæddur 18. apríl 1903.
Dáinn 31. desember 1984.
Mig langar að minnast þín
kæri vinur að leiðarlokum.
Björgvin Magnússon var
fæddur á Skriðustekk hér í sveit
og átti heima í Breiðdal alla
sína æfi. Hann var alla æfi mjög
hneigður fyrir landbúnað og
helgaði honum alla sína starfs-
krafta. Ungur hugðist hann fara
í bændaskóla en af því varð þó
ekki. Hann var mjög góður
hestamaður, átti fallega og vel
tamda hesta sem hann tamdi
sjálfur. Hann tók oft þátt í
hrossasýningum og kappreiðum
og var þar oftast í fremstu röð
og hlutu hross hans oft verð-
laun. Ég man vel eitt sinn er við
urðum samferða þegar ég var
ungur, að Björgvin bauð mér að
koma á bak gæðingi sínum. Ég
minnist þess enn hve gæðingur
hans var fjörugur, ganggóður
og vel taminn. Margir aðrir
munu hafa svipaða sögu að
segja. Björgvin var ágætur fjár-
maður og átti margar fallegar
kindur, enda kynbætti hann fé
sitt og beitti sér fyrir kynbótum
sauðfjár á félagslegum grund-
velli. Hann hirti og fóðraði fé
sitt mjög vel, enda hafði hann
mikla ánægju af að umgangast
sauðfé ekki síður en hross.
Hann beitti sér einnig fyrir kyn-
bótum í nautgriparækt og var
tíma hjá foreldrum mínum.
Oddný var fræðabrunnur og
veitti okkur krökkunum óspart
af þeim brunni.
Oddnýv var einstaklega
trygglynd og góður vinur vina
sinna. Heyrt hef ég að hún hafi
á ferðum sínum um landið oft
staldrað við á barnmörgum
heimilum og saumað alklæðn-
að á allan hópinn ef þess þurfti
með.
í gegnum árin höfum við
Oddný oft átt góðar stundir
saman þegar við ræddum sam-
eiginleg áhugamál. Oddný
hafði brennandi áhuga á þjóð-
málum og óbugandi trú á landi
og þjóð. Friðarmál og mann-
réttindi voru henni ofarlega í
huga og alltaf var hún trúr
málsvari þeirra sem minna
mega sín í lífinu. Einnig hafði
hún unun af að ræða um bók-
menntir og listir. Eitt áhuga-
efni held ég þó að hafi verið
ofar flestu öðru hjá Oddnýju
en það var ritun og meðferð á
íslensku máli. Hún ritaði
margar greinar í blöð um þetta
efni og gaf út bókina „Orða-
leppar og aðrar ljótar syrpur“.
Síðustu árin, eftir að Oddný
hætti kennslu, dvaldist hún á
Langanesi í grennd við æsku-
stöðvar sínar, á Þórshöfn.
Bakkafirði og Raufarhöfn, og
hélt áfram að stunda ritstörf, og
á Raufarhöfn var hún búsett er
hún lést.
Með Oddnýju er horfin
merkileg kona og einn besti
útvörður íslenskrar tungu en
verk hennar munu lifa og bera
henni vitni um ókomin ár.
Ég þakka Oddnýju fyrir all-
ar þær ánægjustundir sem við
áttum saman og sendi ættingj-
um hennar og vinum samúðar-
kveðjur. Ég vil svo Ijúka þess-
um línum með síðasta Ijóðinu
úr ljóðabók Oddnýjar.
Ekki var stormurinn alltaf hlýr
utan við gamla bœinn.
Eldarnir brunnu allir þrír,
til ösku handan við sœinn.
Forlögin verða flestum dýr.
og fjarri er, að ég kveini.
Eldarnir brunnu, allir þrír,
engri skepnu að meini.
Emilía Guðmundsdóttir.
driffjöður í að stofnað var naut-
griparæktarfélag í Breiðdal og í
framhaldi af því keypt kynbóta-
naut sunnan úr Hruna-
mannahreppi út af hinni lands-
frægu kú Huppu frá Kluftum.
Hann var einn af hvatamönn-
um að stofnað var sauðfjárrækt-
arfélag Breiðdæla, því hann
gerði sér glögga grein fyrir því
að meiri líkur voru á því að ná
árangri í kynbótum á félagsleg-
um grundvelli en án þess. Árið
1953 eða sama ár og sauðfjár-
ræktarfélagið var stofnað var
ákveðið að kaupa kynbótafé frá
sauðfjárræktarfélaginu Þistli í
Þistilfirði, en þar var þá talið
vera eitt besta kynbótafé á land-
inu. Björgvin átti stóran þátt í
þeirri ákvörðun. Hann var einn
þeirra þriggja bænda sem
ákveðið var að senda norður til
kaupa á fénu. Sýnir það hve
gott traust bændur hér í Breið-
dal höfðu á honum. Keyptur
var bílfarmur af fé, þar á meðal
15 lambhrútar sem dreifðust á
ýmsa bæi í Breiðdal. Urðu
margir þeirra mjög fallegar
kindur. Fjórum árum seinna
var fyrsta héraðssýning á hrút-
um haldin að Egilsstöðum fyrir
Múlasýslur. Þá var einn þessara
hrúta dæmdur fallegasti hrútur
í Múlasýslum.
Ég man fyrst eftir Björgvin
sem bónda á Skriðu. Ungur að
árum fór ég oft og heimsótti
hann á vetrum og skoðaði féð
hjá honum. Höfðum við báðir
mikla ánægju af því. Björgvin
var mikill félagsmálamaður.
Ungur var hann ötull liðsmaður
í ungmennafélagi sveitarinnar.
Hann starfaði mikið í Búnaðar-
félagi Breiðdæla, var lengi í
stjórn þess, þar af formaður í 9
ár. Þá var hann lengi annar af
tveimur fulltrúum búnaðarfé-
lagsins á aðalfundum Búnaðar-
sambands Austurlands og einn-
ig á kjörmannafundum Múla-
sýslna þar sem kosnir eru fulltrú-
ar á aðalfund Stéttarsambands
bænda. Þessa fundi hafði hann
gaman af að sækja, enda þar til
umræðu áhugamál hans.
Fyrir nokkrum árum fékk
hann verðlaun úr sjóði á vegum
Búnaðarfélags Breiðdæla sem
veitti þá í fyrsta sinn viðurkenn-
ingu skrautritað skjal fyrir góða
fóðrun búfjár og mikla heyöfl-
un. Hann var forðagæslumaður
um langt skeið í Breiðdal. Þá
átti hann sæti í hreppsnefnd um
margra ára skeið og var lengi
sýslunefndarmaður fyrir Breið-
dalshrepp. Hann var mörg ár
einn af fulltrúum Breiðdals-
deildar kaupfélags Stöðfiðinga
á aðalfundum þess og átti lengi
sæti í stjórn þess félags. Var
hann gerður heiðursfélagi í
kaupfélaginu fyrir nokkrum
árum. Björgvin var markavörð-
ur Suður-Múlasýslu um langt
skeið, til dauðadags. Hann var
einn af stofnendum Veiðifélags
Breiðdæla og sat í fyrstu stjórn
þess. Fleiri félagsstörf mætti
telja sem Björgvin lagði lið.
Björgvin Magnússon var há-
vaxinn, beinvaxinn og fríður
sýnum. Hann var frábærlega
gestrisinn og munu margir
minnast ánægjulegra stunda á
heimili hans. Hann var greiðug-
ur með afbrigðum og vildi hvers
manns vanda leysa. f lífi hans
skiptust á skin og skúrir. Hann
missti tvær konur sínar eftir
stutta sambúð. Fyrstu konuna
Stefaníu Hannesdóttur missti
hann 1929. Þau eignuðust tvö
börn. Aðra konu sína Mareyju
Björgu Jónsdóttur missti hann
1940. Þeim varð líka tveggja
barna auðið. Þriðja konan
Ragnheiður Hóseasdóttir lifir
mann sinn. Þau eignuðust fjög-
ur börn. ÖIl börn Björgvins eru
á lífi og hið myndarlegasta fólk,
fjórir synir og fjórar dætur. Eins
og að líkum lætur var það mjög
þungt áfall fyrir Björgvin að
missa tvær konur sínar í blóma
lífsins. Hefði það orðið mörgum
manninum ofraun. En þegar
neyðin er stærst er hjálpin sem
betur fer oft næst. Stuttu eftir
lát annarrar konu hans tók
frænka hennar Ragnheiður að
sér að veita heimili hans for-
stöðu, þá tvftug að aldri. Ekki
hljóp hún frá því starfi þó ung
væri. Hún yfirgaf aldrei heimili
Björgvins og varð síðan þriðja
kona hans, og studdi hann í
blíðu og stríðu til æfiloka. Síð-
asta áratuginn átti Björgvin
öðru .hverju við vanheilsu að
stríða, en náði sér furðu vel
með köflum. Á allra síðustu
árum var hann orðinn mjög .
heilsuveill en hafði þó fótavist
oftari hverju. Síðast hitti ég
Björgvin á Breiðdalsvík 12. des-
ember. Var hann þá furðu vel
hress og hafði orð á því að sig
langaði að heimsækja mig og
spjalla við mig dagstund. Stuttu
síðar veiktist hann snögglega og
var fluttur á sjúkrahús. Þar dó
hann 31. desember.
Björgvin flutti með fjölskyldu
sína að Höskuldsstaðaseli vorið
1947 og bjó þar til dauðadags.
Síðustu árin var hann þó farinn .
að minnka mjög bú sitt vegna
vanheilsu og aldurs. í Höskulds-
staðaseli byggði Björgvin upp
öll hús með aðstoð sona sinna
og tengdasona og er mjög
myndarlega byggt og staðarlegt
heim að horfa. Hann var mikill
jarðræktarmaður. Lét hann
ræsa fram mýrar og rækta þar
tún, einnig sléttaði hann þurr-
lendi og breytti í tún. Þar er nú
eitt grasgefnasta, stærsta og fal-
legasta tún í Breiðdal. Björgvin
var bóndi af lífi og sál og unni
sveit sinni mjög. Þá var hann
líka mjög góður heimilisfaðir.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast honum vel um langt
skeið. Mér féll jafnan mjög vel
við hann enda áhugamál okkar
lík.
Ég vil að leiðarlokum þakka
af alúð ágæta viðkynningu um
áratuga skeið. Besta ósk sem ég
á sveit okkar til handa er að hún
eignist marga hans líka. Ég
votta Ragnheiði og afkomend-
um hans mína dýpstu samúð.,
Guð blessi minningu hans.
Gilsá, 9. janúar 1985.
Sigurður Lárusson,
Gilsá.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær
þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.