NT - 21.01.1985, Blaðsíða 13

NT - 21.01.1985, Blaðsíða 13
oooooooooooooooooooooooooooooooooo Wi' Mánudagur 21. janúar 1984 12 \\i' Mánudagur 21. janúar 1984 13 LlL Útlönd HL Útlönd OOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOQOO o o o o o o o ^annprbaticrsíluntn Crla Snorrabraut 44 Pósthólf 5249 - Sími 91-14290 Gas- spreng- ing Fjórir létust þar af tíu mánaða barn í gassprengingu í gær í smáborginni Woerden í Hollandi. Sex heimili lögðust í rúst en gassprengingin varð í húsaröð. Húsaröðin sem samanstendur af átta '] íbúðum skemmdist illa en flestar íbúðirnar voru tómar þegar atburðurinn gerðist. Þeir sem dóu voru 24 ára maður, 18 ára kona hans, barn þeirra og yngri bróðir mannsins. I Ekkierennljósthvað : olli sprengingunni en mögulegt er að gas hafi lekið úr frosnum i gasrörum. Símamynd: -POLFOTO. | Frakkland: Mitterrand kominn Staðan á Nýju-Kaledóníu óbreytt Paris-Kiuler ■ Francois Mitterrand, for- seti Frakklands, kom til París í gær úr ferð sinni til Nýju- Kaledóníu. Flann var ákaft gagnrýndur fyrir skyndiför sína af stjórnarandstöðunni, en þangað fór hann til stuðn- ings við áætlun stjórnarinnar umsjálfstæði Nýju-Kaledóníu. í ræðu sem hann flutti skömmu fyrir brottför sína frá eyjunum á laugardag, hvatti hann íbúana til að taka þátt í almennum kosningum um sjálfstæði evianna. För hans kom í kjölfarið á dauða leiðtoga Kanaka, frum- byggja cyjanna, en hann var skotinn af lögreglu ásamt helsta samstarfsmanni sínum. Mjög róstusamt hefur verið á eyjunum vegna sjálfstæðisbar- áttunnar þar og hafa 19 látist í átökum síöan í nóvember s.l. Hvítir landnemar eru and- vígir sjálfstæöi eyjanna og mótmæltu um 20.()()() þeirra áætlun stjórnar Mitterrand á heim meðan á dvöl forsetans stóð. Þeir hafa skipulagt mótmæli í París í dag. Mitterrand átti viðræður við fulltrúa beggja deiluaðila en fréttaskýrendur hafa sagt að í viðræöum sínum hafi forsetinn ekki haft neitt nýtt fram að færa í deilunni. Líbanon: ísraelsmenn hefja brottflutning sinn Tel Aviv-Reuler: ■ ísraelsher hóf brottflutning tækja og hergagna frá Suður Líbanon í gær. Par með er fyrsta skrefið stigið í áætlun Israelsmanna um brottflutning herafla þeirra frá Líbanon. Vika er liöin síðan ísraels- menn samþykktu áætlun um brottflutning herja sinna en brottflutningunum frá vestur- hluta Líbanon verður lokið fyrir sumarbyrjun samkvæmt áætlun þeirra. ísraelsmenn hafa sagt að þeir niuni selja gæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna hergögn sem of dýrt er að flytja til ísraels. Forsætisráðherra Líbanon, Rashid Karami sagði á laugar- dag að stjórn Líbanon væri tilbúin til „viðræðna um brott- flutning og dagsetningar". ísraelsmenn bundu cnda á viðræöur þeirra við Líbanon- mcnn fyrir viku þegar þeim þótíi sýnt að þeir gætu ekki komist að samkomulagi um hlutverk gæslusveita Sam- einuðu þjóðanna í brottflutn- ingunum. Þegar ísraclsmenn hófu flutn- inga sína í gær frá borginni Sídon, slökktu þeir öll götuljós en flestir íbúarnir héldu sig innandyra af öryggisástæðum. I gærmorgun átti sér stað stórskotaliðsbardagi í tvo tíma á hæðurn austur af Beirút. Átökin voru sögö milli Drúsa og líbanska hersins. ísraelsmenn réðust inn Lí- banon í júní 1982 en talið er að um 10.001) ísraleskir hermenn séu í Líbanon. Njósnamálið á Indlandi: Fengu viskí fyrir hernaðarleyndarmál Nvjá - Dchli ■ Frakkar köllúðu heim sendiráðsritara í gær eftir að dagblað í Nýju-Delhí hafði fullyrt að tveim frönskum sendiráðsmönnum hefði verið vísað úr landi. í síðustu viku voru em- bættismenn og kaupsýslumenn handteknir fyrir njósnir cr upp komst um 12 manna njósna- hring. I indversku blöðunum segir að njósnahringurinn hafi selt upplýsingar um mikilvæg hern- aðarleyndamál og látið sér nægja vískíflösku sem borgun. Upplýsingarnar sem seldar voru lutu m.a. að varnarsamn- ingum Indverja og Sovéf- manna. Njósnararnir vcittu upplýsingar um njósna-gerfi- hnetti. hergagnaframleiðsluog starfsemi indversku leyniþjón- ustunnar. Frakkar sögðust hafa kallað sendiráðsritarann heim til sér- fræðilegra viðræðna en maður- inn er sérfræðingur á sviði flugvélaiðnaðar. Franska utan- ríkisráðuneytið sagði að mál sendiráösritarans og njósna- málið væru alls óskyld mál, en inverska dagblaðið „Indian Express" vakti athygli á því að frönsk stjórnvöld hcföu ekki heinlínis neitað fullyrðingum um þátttöku mannsins í njósnum. Bandaríkin: Alþjóðadómstóllinn virtur að vettugi - Nicaragua gegn Bandaríkjunum VVashinjjloii-Kculer ■ Talsmaður Banda- ríkjastjórnar sagði um helgina að Bandaríkja- menn muni ekki taka þátt í frekari rannsókn Al- þjóðadómstólsins á stuðn- ingi Bandarík jamanna við skæruliða sem berjast gegn stjórn sandínista. Nicaraguamenn hafa krafist þess að dómurinn kveði upp úrskurð gegn stuðningi Bandaríkja- manna. Bandaríkjamenn hafa sagt að það sé ekki á valdi Alþjóðadómsins að gera slíka rannsókn og kveða upp dóm í málinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í nóvem- bcr á síöasta ári að hann hcfði lögsögu í málinu. í dómnum sitja 16 dómarar frá Vesturlöndum, þróun- arlöndum og verkalýðs- ríkjunum í austri. Álþjóðadómstóllinn felldi bráðabirgðaúrskurö í maí s.l. þar sem Banda- ríkjamönnum var fyrir- skipað aö hætta þegar í • stað stuðningi sínum viö skæruliöa. ■ Stjórn Reagans ve- fengir lögsögu Alþjóöa- dómstólsins í dómsrann- sókn á stuðningi Banda- ríkjamanna viö skæruliða sem berjast gegn stjórn Niearagua. Bandaríkjamenn munu ekki hlýöa úrskurði dóm- stólsins, en Alþjóöadóm- stóllinn starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. B a n da r í k j a me n n d rógu sig út úr Mcnningarmála- stofnun Sameinuðu þjóð- iinna um síöustu áramót. SÝNING ÁTILLÖGUM ÚR HUGMYNDASAMKEPPNI Póstsendum O O o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o ______________o oooooooooooooooooooooo ooo Baðmyndir stærð 12,5 x 12,5 cm. Harpa Stærð 44 x 95 cm. Verð kr. 985.- hann kr. 139.- Hún kr. 139 Sri Lanka: Tamilar fella 23 hermenn V-Þýskaland: Fiji: Tveir fellibyljir á þremur dögum Suva-Reuter ■ í gær stefndi annar fellibylurinn á þrem dögum að Suva, höfuðborg Fiji í Kyrrahafi. Að minnsta kosti 14 manns létust og 1.400 misstu heimili sín í fyrradag þegar fellibylurinn Eric gekk yfir Viti Levu- eyju sem er stærsta eyjan í Fiji. Nú óttast menn að fleiri niuni farast í dag þar sem allt benti til þess í gær aö fellibylurinn Nigel myndi fara sömu leið og fellibylur- inn Eric. Öll fjarskipti milii eyja rofnuðu í óveðrinu í fyrradag en Ijóst er að miklar skemmdir hafa orðið á mörgum eyjum öðrum en Viti Levu. Stjórnvöld segja að það taki að minnsta kosti viku að korna fjarskiptum á að nýju við aðrar eyjur og að þangað til verði líka rafmagnslaust. ■ Pershing II eldflaugar. Deil- urnar um þessar vítisvélar NATO hafa magnast að nýju eftir slysið í síðustu viku. LANDSBANKANS 21. -25. j anúar er haldin sýning á tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni Landsbankans. Sýningin er opin á venjulegum afgreiðslutíma í afgreiðslusal aðalbankans. LANDSBANKINN Banki allra landsmaima ( olomho-Kcutcr ■ Að minnsni kosti 23 hermenn fcllu og 11 óbreyttir horgararlétust aöfaranótt sunnudags í spreng- ingu. Skæruliöasveitir Tamila höföu komiö sprengju lyrir undir lest i Noröur-Sri Lanka. Hal't var cftir emhættismönnum að um 25 nranns hafi særst að auki. í lestinni voru um 201) hermenn og fjöldi óbreyttra horgiira á leiö til Colomho. Talsmenn hersins sögöu aö skæruliöar hali hafiö skothríö aö lcstinni cftir sprenginguna. Skæru- liöarnir bcrjast fyrir stofnun sjálf- stæös ríkis Tamila. en þeir eru unr IS% íhúa Sri Lanka. Járnhrautaslarfsmenn sögöu aö átta járnbrautarvagnar heföu skemmst af cllcfu. ■ Francois Mitterrand, forseti Frakklands, er hér í hópi kvenna af þjóðflokki frumbyggja Nýju-Kaledóníu. Myndin var tekin á laugardag þegar hann átti viðræður við fulltrúa Kanaka. Símamynd-POLFOTO Gagnrýnin á Per shing II blossar upp að nýju Bonn-DN ■ Hversu örugg er Pershing II eldflaugin. Einu ári eftirað V-Þjóðverjar samþykktu að NATO staðsetti meðaldræg- ar eldflaugar í landinu hafa deilur un. eldflaugarnar blossað upp aftur. Fyrir rúmri viku létust þrír hermenn við bandarísku her- stöðina við Heilbronn. Kviknað hafði í eldflauginni en hún hafði ekki enn verið hlaðin kjarnaoddi. Á ntánudag s.l. krafðist stjórnarandstaðan þess að staðsetning eldflauganna yrði þegar í stað stöðvuð. „Við stofnun lífi fólks í hættu með staðsetningu eld- flauganna í Þýskalandi. þær hafa margsinnis reynst óör- uggar". sagði einn þingmaður sósíaldemókrata í v-þýska þinginu. Andstæðingar eldflaug- anna sögðu að við prófanir á þeim hefði marg oft komið í ljós að þær spryngju á röng- unt stöðum, llygju í vitlausa átt eða flygju alis ekki. Sov- éska fréttastofan Tass varaði í fréttaskeyti viö slíkum óhöppunt og sagði þau geta leitt til þriöju heimsstyrjald- arinnar. Talasmaður flokks græn- ingja sagði að Þjóðverjar Itefðu byggt varnarkerfi sitt á vopnum sem virkuðu ekki. Hann sagði öruggast að hætta algerlega við staðsetningu eldflauganna. V-þýska ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd m.a. af Was- hington Post, fyrir að hafa ekki gefið út yfirlýsingar þeg- ar eftir slysið og dregið úr ótta fólks. Fórmaður varnamála- nefndar v-þýska þingsins var- aði við almennri skelfingu vegna slyssins og sagði að nokkurt öryggi fælist í því að kjarnaoddarnir eru settir í eldflaugarnar eftir að þeim hefur verið komið fyrir. Talsmaður ríkisstjórnar- innar sagði að hún myndi ekki senda frá sér yfirlýsingu fyrr en hún hefði fulivissu um hvað hefði raunverulega gerst. Gagnrýnin á eldflaugarnar snúast einkum um hversu lít- ið Þjóðverjar vita um þær. Upplýsingar um hvar eld- flaugarnar erú staðsettar, hversu margar þær eru og hvenær þær eru prófaðar eru af skornum skammti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.