NT - 29.01.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 29. janúar 1985 4 Blaðll
1 ÁBÓT Tölvur o g tækni
■ Hewlett Packttrd er eitt af
stóru nöfnunum í tölvuheimin-
um. Hér á landi hafa vörur frá
fyrirtækinu veriö til sölu hjá
umboðsaðila en þann 1. febrúar
n.k. verður formlegasett á lagg-
irnar fyrirtækið HP á íslandi.
Fyrirtækið veröur mcð húsnæði
að Höfðabakka 9. Ráðinn hefur
verið framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, Frosti Bergsson, sem
var áður hjá Tölvudeild Kristj-
áns Ó. Skagfjörð hf. NT lagði
leið sína í bráðabirgðahúsnæði
HP í Húsi verslunarinnarog tók
tali Friðþjóf Johnson, sölu - og
markaðsstjóra fyrirtækisins hér
á landi. Hann starfaöi áður hjá
HP í Danmörku.
Eruð þið bjartsýnir á vel-
gengni Hewlett Packard hér á
landi?
Já, það hefur sýnt sig að það„
er beöið cftir HP á markaðnum
og þótt við höfum ekki formlega
hafið starfsemi okkar hefur
fyrirtækið nú á s.l. 3 mánuðum
gert samninga fyrir um fimmtíu
milljónir króna og eru samnin-
garnir við Iffeyrissjóði innan
SAL og verkalýðshreyfinguna
stærstu samningarnir. Þessi tala
lofar ntjög góðu um vclgengni
HP á íslandi í framtíðinni.
Keniur HP til ineð að hafa
sérstöðu á markaðnuin?
HP cr í eigu erlcndra aöila og
það citt veitir okkur nokkra
sérstöðu og gerir okkur kleift að
taka málin föstum tökum strax
í upphafi og býður upp á ýmsa
■ Friðþjófur Johnson sölu og markaðsstjóri hjá HP á íslandi.
■ Sjáðu það er nóg að snerta bara, og hún uppfyllir allar þínar óskir.
þróunar á því markaðssviði og
ekki er barist um fjármagnið
meðal deilda í ólíkum atvinnu-
greinum eins og stundum vill
brenna við hjá öðrum.
Er ekki hætt við að fyrirtæki
sem HP missi fótanna hérlendis
og hreinlega gangi út af mark-
aðnum?
Nei það er engin hætta á því
að þeir aðilar sem kaupa tölvur
og annan vélbúnað frá HP verði
skildir eftir með sárt ennið og
enga eða slæma viðhalsþjón-
ustu. Sem dæmi um það hversu
góð þjónusta er hjá HP. þar
sem það hefur þegar haslað sér
völl má nefna að í skoðana-
könnun, sem fyrirtækið Data-
pro heldur árlega varðandi gæði
og þjónustu og birtir í tölvu-
tímaritinu Computer World,
hefur Hewlett Packard verið í
1. sæti undanfarin 4 ár. Það er
eitt helsta markmið fyrirtækis-
ins að vera með bestu þjónustu
sem völ er á. Það kostar mikið
en skilar sér aftur með því að
ánægðir viðskiptavinir skipta
aftur og aftur við fyrirtækið.
Af hverju var HP svona lengi á
leiðinni til íslands og eru þið
ekki búnir að missa af lestinni?
Fyrir tíu árum eða svo gerði
HP úttekt á íslenska markaðn-
um og kom þá í Ijós að ekkf var
hægt að bjóða það öryggi í
möguleika varðandi lang-
tímaáætlanir. Viö þurfum ekki
ætíð að krcfjast hagnaðar strax
á öllum þeim verkefnum sem
viö tökum þátt í. HP er fjár-
magnað með eigin hagnaði og
engar langtímaskuldir finnast á
ársreikningum HP. HP er for-
ystufyrirtæki á sviöi rafeinda-
tækni og fjárfestir ckki í öðrum
greinum, þannig er fjármunum
fyrirtækisins einungis varið til
NT-mvndir Sverrir.
Nýjung:
Hewlett Packard
tölvur á íslandi
- formleg opnun þann fyrsta febrúar
Heimilistæki hf:
Wang línan á uppleið
Höfum náð um 15% af markaðnum hérlendis segir Örn
Guðmundsson deildarstjóri tölvudeildar hjá Heimilistækjum.
■ Heimilistæki hf. cru með
uniboð fyrir Wang tölvur. Fyrir
stuttu kom það fram í IHorgun-
hlaðinu að hlutur Wang tölva á
íslenska markaönuni væri í
kringum sex prósent. Aöspurö-
ur um hvort fyrirtækiö teldi
þetta vera réttar tölur svaraði
Orn Guðmundsson dcildar-
stjóri því til, að hlutur Wang
væri talsvert stærri, og skildi
hann ekki hvernig þessar tölur
væru fundnar „Eg tel aö við
eigum um það bil 15 prósent af
markaðnum og séum einhvcrs
staðar rétt á eftir Kristjáni Ó.
Skagljörð.
Wang V.S.
VS tölvubúnaðurinn var fyrst
settur á markaðinn 1978. Síðan
hefur hann þróast og endurnýj-
ast bæði livað varðar hugbúnað
og vélbúnað.
Einn meginkostur VS^tölv-
anna er sá að þær nota allar
sama stýrikerfið, en það þýðir
að ekki er þörf á umskrift eða
breytingum á forritum, ef
stækka þarf tölvubúnaðinn. VS
tölvurnar eru meö „virtual"
minni er flutning forrita milli
þeirra. Með „virtual" rninni er
forritið algerlega óháð stærð
minnis þar sem diskdrifið er
notað sem viðbót við það.
Einnig nota allartölvurnarsams
konar skjái, prentara og segul-
bandsstöðvar. Wang býöur VS
tölvurnar með mismunandi af-
kastagetu. allt frá VS 15. sem
býður uppá 16 útstöðvar og 10
skjái, til VS 300 með möguleika
á 384 útstöðvum og256skjáum.
Til þess að auka afköstin og
gera tölvunti meira aðlaðandi,
fer öll vinnsla frant í gegnum
valmyndir. Til þess að létta
notkun valmynda eru á lykil-
borðinu 16 forritanlegir lyklar
sem gefa möguleika á 32 mis-
munandi skipunum. Þessar
skipanir geta verið val á á-
kveðnu forriti eða vinnslu.
Forritunarmál á VS tölvurnar
er Basic. Cobol, PL/. RPGII og
Fortran 77. Tengja má saman
forrit þó þau séu ekki skrifuð á
sama máli. Til dæmis getur
Basicforrit notað Cobol undir-
forrit og öfugt.
Tengimöguleikar VS tölv-
anna við aðrar Wang tölvur eru
miklir og er t.d. hægt að tengja
eina eða fleiri VS tölvur saman
þar sem skjáir einnar VS tölvu
geta tengst við aðra og notendur
unnið í forritum og/eða flutt
gögn á milli. Einnig geta Wang
PC og Wang OIS kerfi unnið
sem skjáir tengdir við VS tölv-
urnar. Wangbýðureinnig tengi-
forrit til tengingar við aðrar
tölvur eins og IBM (ýmsar
gerðir) og DEC (VT 100)
Wang PC tölvur
Glænýtt afbrigði af PC tölv-
unni er væntanlegt seinna á
árinu frá Wangfyrirtækinu. Örn
vildi ekkert segja unt nýja af-
kvæmið á þessu stigi málsins
Hins vegar er Ijóst að Wang
menn eru að píofa sig áfram
með nettengingar senr geta orð-
ið að veruleika einhvern tíma á
þessu ári.
Þá verður sett ný minni tölva
á markaðinn sem er sérstaklega
ætluð fyrir einkaritara, og kem-
ur nýja tölvan til með að létta
rnikið starf einkaritara. þar sem
OA-kerfið (Office assistant)
býður uppá m.a. ritvinnslukerfi,
og fleiri hluti sem kemur til með
að gera starf einkaritarans mun
aðgengilegra og auðveidara.
Verðið á nýju mini tölvunum
verðursvipað ogdýrari ritvélun-
um sem eru á markaðnum,
þannig að það ætti ekki að
verða óyfirstíganlegur þrösk
uldur fyrir þá sem áhuga hafa á
fyrirbærinu.
Örn vildi taka það skýrt fram
að Wang tölvudeildin væri alís-
lenskt fyrirtæki. en ekki í eigu
erlendra stórfyrirtækja eins og
nokkur dæmi væru um hér á
landi um tölvufyrirtæki.
■ Wang tö
sést það ekl
tölvunni cr n
■ Örn Guðmundsson dc
ar hjá Heimilistækjum hf.