NT - 09.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 09.02.1985, Blaðsíða 3
w Laugardagur 9. febrúar 1985 3 Aukið aðhald á öll- um sviðum fjármála - er megin inntak efnahagstillagna ríkisstjórnarinnar ■ 50 milljónir til nýsköpunar í atvinnulífínu er meðal þeirra ráðstafana sem Albert Guðmundsson og Steingrímur Hermannsson kynntu í gær til bjargar þjóöarbúinu. Auk þess er fyrirhugað aðhald á öllum sviðum. NT-mynd: Árni Bjarna ■ „Vaxandi erlendar skuldir ásamt viðskiptahalla og hættu á þenslu innanlands, eru alvarlegustu grundvallar- vandamálin, sem taka verður föstum tökum. Það verður gert með auknu aðhaldi á öllum sviðum fjármála og peningamála.“ Þetta er stefið í efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær af oddvitum stjórnarflokkanna Stein- grími Hermannssyni forsætisráðherra og Alberti Guð- mundssyni fjármálaráðherra. Meginatriði aðhaldssteínunn- ar eru þau að dregið verður úr áætlun um erlendar lántökur í ár um 1000 milljónir. Pað verð- ur gert með því að draga úr lántökuáætlun opinberra aðila m.a. Landsvirkjunar, og þörf rfkissjóðs fyrirerlendlán. Verk- efni ríkisins verða í auknum mæli fjármögnuð innanlands. Á árinu 1986 verða þannig ekki tekin erlend lán til A eða B hluta ríkissjóðs, umfram af- borganir. Þá er gert ráð fyrir hertu eftirliti með skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda og að lágmarksviðurlög við skatt- svikum verði ákveðin þreföld sú tala sem svikin er undan. Pá er gert ráð fyrir sérstakri hrað- braut í dómskerfinu til að af- greiða skattsvikamál. 1 tillögunum er gert ráð fyrir því að aðflutningsgjöld verði samræmd og einfölduð og vöru- gjald endurskoðað í tengslum við þær breytingar. Virðisauka- skattur komi í stað söluskatts og því lýst yfir að í heild hafi þær breytingar í skattamálum það markmið að létta sköttum af almennum launþegum. í farvatninu er nú lagafrum- varp um fækkun viðskiptabanka og í tillögunum er rætt um að peningastjórn verði styrkt, m.a. verði sett útlánamörk fyrir lána- stofnanir og beitt sveigjanlegri vaxtastefnu sem taki'mið af raunvöxtum af erlendum lánum þjóðarinnar á hverjum tíma, en þeir eru nú um 6 af hundraði. Húsnæðismálunt eru gerð ít- arleg skil í tillögunum. Gert er ráð fyrir því að veita skattaíviln- anir vegna sparnaðar á bundn- um reikningum til íbúðarkaupa. hliðstætt þeim frádrætti, sem nú er heimilaður til hlutabréfa- kaupa. Þá hafa reglur um hús- næðislán verið teknar til gagn- gerrar endurskoðunar. Lánin verða bundin við ákveðnar stærðir íbúða og þeir sem byggja í fyrsta eða annað sinn fá forgang. Þá eru ákvæði unr sérstaka aðstoð til handa húsbyggjend- urn og kaupendum sem eru í greiðsluerfiðleikum. í tillögunum eru boðuð laga- frumvörp unt stjórnkerfið. stofnun þróunarfélags til ný- sköpunar atvinnulífs og sjóða, en ríkisstjórnin hefur nú endan- lega ákveðið að veita 50 milljón- ir til nýsköpunar atvinnulífs. Tillögur eru boðaðar um ný framleiðsluráðslög og lög um jarðræktarstyrki, lög um Seðla- banka, viðskiptabanka og spari- sjóði og frumvarp um sveitar- stjórnarmál. Morgunblaðið um Albert Guðmundsson: Varðhundur hins opinbera kerf is ■ Þetta er ekki fyrsti leiðarinn sem ég fæ í Morg- unblaðinu og vonandi ekki sá síðasti,“ sagði Albert Guðinundsson fjármála- ráðherra á blaðamannafundi í gær, en í Morgunblaðinu í gær er fjallað um stjórnarat- hafnir Alberts Guðmunds- sonar og honum ekki vand- aðar kveðjurnar. Ráðherrann er varaður við efni auglýsinganna sem send- ar eru út í lians nafni þar sem menn eru varaðir við skatt- svikum og sýnt er fram á nauðsyn samneyslunnar. Talað er um varðhundahald hins opinbera kerfis og það hafi ekki minnkað í tíð Al- berts Guðmundssonar. Þá er sett ofaní við ráðherrann fyr- ir að vilja flytja Reykjavík- urflugvöll. Blaðið efast um að Albert hafi nægilega glöggt tímaskyn sem fjár- málaráðherra. Þessi leiðari kemur sama dag og Albert mætir sem oddviti ráðherra Sjálfstæðis- flokksins til að kynna efna- hagstillögur ríkisstjórnarinn- ar, en í suntar og haust var Þorsteinn Pálsson í því hlut- verki. ---------- VERÐLÆKKUN Dráttarvélar íýmsum stærðum. Með eða án framdrífs. Mjög gott verð á öllum stærðum T.d. 1294 62 ha. með drifi á öllum hjólum og fullkomnasta búnaði á aðeins kr. 510.00.- Bendum sérstaklega á hinn fjölþætta búnað, svo sem: Frábæra aðstöðu fyrir stjórnanda. — Hijóðeinangrað hús með sléttu gólfi, lituðu gleri ogfrábæru útsýni. Auk þess er öllum stjórnbúnaði komið fyrir á þægilegasta máta fyrir stjórnandann. Kynnið ykkur verð og greiðslukjör Boðið er upp á tvennskonar gírkassa Annarsvegar 12 hraðastig áfram og 4 afturábak Hinsvegar vökvaskiptan (Hydra-Shift) Þann fullkomnasta sem við þekkjum. Járnhálsi 2 ÞÉR TEKST ÞAÐ MEÐ &XI3 O C7 DtO 110 Reykjavík Sími 83266.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.