NT - 09.02.1985, Blaðsíða 9
öí
Leiðarvísir til
málvöndunar
■ Gætum tungunnar er
heitiö á snotru riti sem
Hið íslenska bókmenntafé-
iag gefur út. I því er að
finna smáklausur, sem
birtust í dagblöðunum um
skeið undir fyrirsögninni
sem ritlingurinn er heitinn
eftir.
Ritari áhugasamtaka
um íslenskt mál, Helgi
Hálfdanar fylgir
klausunum úr hiaði og
minnist þess er blöðin
lögðu eitthvað af mörkum
til að sporna við áleitnum
málvillum. Helgi skrifar:
Góð samvinna tókst við
blöðin þegar í upphafi, og
ýmsir meðal lesenda
hvöttu til áframhalds. Pó
er skemmst frá því að
segja, að misjafnlega fór
um framkvæmdir. Baga-
legast var, að ósjaldan
þurfti prentvillupúkinn að
leggja sitt til málanna.
Tókst þá stundum svo
hrapallega til, að ráðlagðar
voru þær málvillur, sem
annars var barist gegn.
Mjög var þetta þó misjafnt
eftir blöðum. En bæði af
þessum sökunr og öðrum
var horfið frá frekari að-
gerðum af hálfu dagblaða.
Nú eru hins vegar fjöl-
margir sem sakna þessa
þáttar í blöðunum og óska
að þar verði með einhverj-
um hætti framhald á. Pað
hefur því orðið að ráði að
tína saman blaðaklausur
þessar til birtingar á þann
hátt sem hér getur að líta,
og er þá haft á öllu hið
sama snið og var í dag-
blöðunum.
Kyrrlátar
hugleiðingar
■ Út er komin ljóðabókin
„Tveir fuglar og langspil"
eftir Jón Friðrik Arason.
Þetta er önnur Ijóðabók
Jóns en sú fyrri heitir
„Ljfshvörf" og kom út 1971.
í bókinni eru 21 stutt Ijóð
að efni til kyrrlátar hug-
leiðingar um lífið, ástina og
þann heim sem við búum í.
Jón er fæddur 1949 og ólst
upp í Reykjavík, en hefur
undanfarin 10 ár búið meira
og minna í Barcelona á
Spáni.
Bókin er prentuð í Prent-
smiðjunni Hólum hf. og gef-
in út á kostnað höfundar.
Biblíudagurinn
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudaginn 10.
febrúar 1985.
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma í Safnaðar-
heimili Árbæjarsóknar kl.
10.30. Guðsþjónusta í Safnað-
arheimilinu kl. 2.00. Organ-
leikari Smári Ólason. Tekið á
móti gjöfum til Hins ísl. biblíu-
félags. Kirkjukaffi á vegunr
Kvenfélags Árbæjarsóknar
eftir messu.
Miðvikudagur: fyrirbænastund
f Safnaðarheimilinu kl. 10.30.
Sr. Guðmundur Porsteinsson.
Áskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Messa kl. 2.00. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson prédikar. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Messa kl. 14.000 í Breiðholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Guðsþjónustakl. 14.00.
Organleikari Guðni Þ. Guð-
mundsson. Aðalfundur Kvenfé-
lags Bústaðakirkju mánudags-
kvöld kl. 20.30. Æskulýðs-
fundur þriðjudagskvöld kl.
20.00. Félagsstarf aldraðra
miðvikudag kl. 2-5. Sr. Ólafur
Skúlason.
Digranesprestakall
Barnasamkoma í Safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11.00. Guðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 2.00. Biblíulest-
ur í Safnaða'rheimilinu
fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan
Laugardag: Barnasamkoma í
kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes
M. Sigurðardóttir.
Sunnudag: Messa kl. 11.00.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Messa kl. 2.00. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Börnin flytja
bænir og ritningartexta. Sr.
Þórir Stephensen. Dómkórinn
syngur, organleikari Marteinn
H. Friðriksson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr.
Lárus Halldórsson.
Fella- og Hólaprestakall
Laugardag: Barnasamkoma í
Hólabrekkuskóla kl. 14.00.
Sunnudag: Barnasamkoma í
Fellaskóla kl. 11.00. Guðs-
þjónusta í Menningarmiðstöð-
inni við Gerðuberg kl. 14.00.
Sr. Kristján Búason dósent,
prédikar. Sr. Hreinn Hjartar-
son.
Fríkirkjan í Reykjavík
Barnaguðsþjónsta kl. 11.00.
Guðspjallið í myndum. Barna-
sálmar og smábarnasöngvar.
Afmælisbörn boðin sérstak-
lega velkomin. Sunnudags-
póstur handa börnunum.
Framhaldssaga. Við hljóðfær-
ið Pavel Smid. Sr. Gunnar
Björnsson.
Grensáskirkja
Barnasamkoma kl. 11.00.
Messa með altarisgöngu kl.
14.00. Tekið á móti gjöfum til
Biblíufélagsins. Organleikari
Árni Arinbjarnarson. Aðal-
fundur Kvenfélags Grensás-
sóknar mánudagskvöld kl.
20.30. Æskulýðsstarf föstudag
milli kl. 5 og 7. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hallgrímskirkja
Laugardag 9. febr. kl. 10.00,
samvera fermingarbarna. Fé-
lagsvist kl. 3.00.
Sunnudag: Barnasamkoma og
messa kl. 11.00. Sr. Kjartan
Jónsson kristniboði prédikar.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Messa kl. 2.00 fyrir heyrnar-
skerta og aðstandendur þeirra.
Sr. Miyakó Þórðarson. Kvöld-
messa kl. 5.00. íhugun, altaris-
ganga. Sr. Karl Sigurbjörns-
son. Þriðjudag, fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30, beðið
fyrir sjúkum. Fimmtudag, 14.
febrúar, opið hús fyrir aldraða
kl. 14.30.
Landsspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Sr. Tómas Sveinsson. Messa
kl. 2.00. Sr. Arngrímur
Jónsson.
Kársnesprestakall
Laugardag: Barnasamkoma í
Safnaðarheimilinu Borgum kl.
ll.OOárd.
Sunnudag: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11.00 árd.
Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja
Óskastund barnanna kl. 11.00.
Söngur - sögur - leikir. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Prédikun
Eiríkur Stefánsson kennari.
Organleikari Jón Stefánsson.
Kl. 15.00 fundur um húsnæðis-
mál aldraðra í sókninni. Sókn-
arnefndin.
Laugarneskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Messa kl. 14.00. Bibilíudagur-
inn. Margrét Hróbjartsdóttir
safnaðarsystir prédikar. Sig-
ríður María Guðjónsdóttir
syngur einsöng. Mánudag 11.
febr. fundur fyrir foreldra og
forráðamenn fermingarbarn-
anna kl. 20.00 í nýja safnaðar-
heimilinu. Þriðjudag bæna-
guðsþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson.
Neskirkja
Laugardag: Samverustund
aldraðra kl. 16.00. Þorrahátíð.
■ L ból k i
Laugardagur 9. febrúar 1985
Alþingismennirnir Helgi Selj-
an og Karvel Pálmason flytja
gamanmál við undirleik Sig-
urðar Jónssonar tannlæknis.
Frú Hrefna Tynes stjórnar
samkvæmisleikjum. Fjölda-
söngur. Reynir Jónasson leik-
ur gömlu góðu lögin á harmon-
ikku. Matargestir eru beðnir
að tilkynna þátttöku í síma
16783 milli kl. 11 og 12 í dag
laugardag. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Sunnudag: Barnasamkoma kl.
11.00. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Guðsþjónusta kl.
14.00. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Mánudag: Bænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Miðvikudag: Bænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Fimmtudag: Biblíulestur kl.
20.00. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
Seljasókn
Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Barnaguðs-
þjónusta í íþróttahúsi Selja-
skólans kl. 10.30. Guðsþjón-
usta í Ölduselsskóla ki. 14.00.
Ólafur Jóhannsson skólaprest-
ur prédikar. Æskulýðskór
KFUM og K syngur. Þriðjudag
12. febr. fundur í Æskulýðsfé-
laginu Sela, Tindaseli 3, kl.
20.30. Aðaífundur. Fimmtu-
dag 14. febr. fyrirbænasam-
vera Tindaseli 3, kl. 20.30.
Sóknarprestur.
Seltjarnarnessókn
Barnasamkoma í sal Tónlist-
arskólans kl. 11.00. Sóknar-
nefndin.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Barnasamkoma kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel
og kórstjórn Þóra Guðmunds-
dóttir. Sr. Einar Eyjólfsson.
Kirkja Óháðasafnaðarins
Messa kl. 14. Sr. Baldur Krist-
jánsson.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskóli verður í Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 10.30.
(Munið skólabílinn).
Messa er kl. 14.00 á vegum
Hins íslenska biblíufélags.
Þórhildur Ólafs, guðfræðingur
predikar. Björn Daði Krist-
jánsson leikur á flautu. Aðal-
fundur félagsins í Góðtempl-
arahúsinu að messu lokinni. -
Safnaðarstjórn, sóknarprest-
ur.
Félagsvist Húnvetningafélags-
ins
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík spilar félagsvist í Félags-
heimilinu, Skeifunni 17
(FORD-húsinu) á sunnudag-
inn 10. febrúar kl. 16.00.
Kristín Ketilsdóttir
Forsæti 1. Villingaholtshreppi
Fædd 6. ágúst 1914.
Dáin 3. febrúar 1985
Hún Kristín í austurbænum er
dáin.
Við þessa frétt vaknaði ég
sunnudagsmorguninn 3. febrú-
ar. Þessi frétt þurfti kannski
ekki að koma á óvart þeim
sem þekktu til Kristínar Ket-
ilsdóttur í Forsæti sem í dag er
til moldar borin, en hún hafði
í nokkur ár átt við vanheilsu
að stríða, og undanfarna mán-
uði sást að hverju stefndi. En
samt tekur það sinn tíma að
átta sig á því að kallið er
komið.
Kristín var gift Sigurjóni
Kristjánssyni föðurbróður
mínum og eignuðust þau 4
syni. Þau bjuggu allan sinn
búskap í Forsæti. Þar búa
einnig 3 synirnir en 1 býr í
Reykjavík.
Eg ætla ekki að rekja ævi-
sögu Kristínar náið, en mig
langar í fáum orðum að þakka
henni samfylgdina. Þar er mér
efst í huga mín uppvaxtarár í
Forsæti, þar sem ég var fyrstu
árin í sama húsinu og síðan á
sama hlaðinu.
Margar voru þær stundirnar
sem ég og systkini mín öll
dvöldum í austurbænum hjá
Kristínu og Nonna frænda,
höfðum þar afnot af öllum
verkfærum í smíðahúsinu og
fengum efni til að vinna úr,
bæði spýtur, nagla, o.fl. eða
þá við sátum inni og spiluðum
eða tefldum við strákana, og
aldrei man ég eftir að amast
væri við okkur. Þess í stað
fcngum við góðar ráðleggingar
og holl ráð, eins og væri það
okkar heimili. Fyrir þetta og
alla tryggð Kristínar í gegnum
árin erum við systkinin öll
rnjög þakklát. Hún fylgdist
alitaf vel með okkur og fjöl-
skyldum okkar allt fram á síð-
asta dag og ekki síst, ef hún
hélt að citthvað bjátaði á.
Ég hef oft hugsað um það
núna seinni árin hvað minning-
arnar frá þessum árum eru
sterkar og mér mikils virði og
þegar sú staðreynd blasir við,
að Kristín er horfin okkur til
annara heimkynna, lifir
minningin um góða og mikil-
hæfa konu, sent lærdómsríkt
var að þekkja.
Kristín var ákveðin í
skoðunum, en átti gott með að
gera að gamni sínu, trygglynd
var hún og rausnarleg í mcira
lagi, og það sem hún gerði og
sagði bar vott um að hugur
fylgdi máli. Hún var tilfinn-
ingarík og hafði næmt auga
fyrir því sem betur mátti fara í
lífinu.
Kristín var heimakær og
helgaði sig heimili og fjöl-
skyldu í gegnum árin á meðan
kraftar entust, og er óhætt að
segja að hún hafi skilað árang-
ursríku ævistarfi.
Elsku Nonni, megi Guð
styrkja þig og þína fjölskyldu
alla á þessari erfiðu stundu.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég og fjölskyldan öll
úr vesturbænum, Kristínu í
austurbænum.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í fridi,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Guðbjörg Þ. Gestsdóttir
HÓPUPPSAGNIR
KENNARA
— HRYNUR
MENNTAKERFIÐ?
Fulltrúar HÍK og menntamálaráðuneytisins mæta á fundinn.
Tryggvagötu 22