NT


NT - 11.02.1985, Síða 5

NT - 11.02.1985, Síða 5
Mánudagur 11. febrúar 1985 5 Dómsmálaráðuneylið: Hraðvirkari með ferð skattamála Skipuð hefur verið nefnd sem skilar áliti 1. mars ■ Dómsmálaráöherra hefur skipaö nefnd til þess að gera tillögur um hraðari og skilvirk- ari meðferð skattsvika- og efna- hagsbrotamála í dómskerfmu. Nefndinni er ætlað að skila áliti í síðasta lagi 1. mars næstkom- andi. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Geirsson ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráöu- nevtinu. Auk hans eiga sæti í nefndinni ríkissaksóknari, yfir- sakadómari, skattrannsókna- stjóri og rannsóknarlögreglu- stjóri. Jón Helgason dóms- og kirkju- málaráðherra sagði í samtali við NT að ástæðan fyrir því að nefndin ætti að hraða störfum sínum jafn mikið og raun ber vitni, stafi af því að það mikið Irafi verið fjallað um þessi mál, að ekki væri ástæða til þess að velta þessu lengi fyrir sér. „Stærri skattsvika- og efna- hagsbrotamál. hafa ekki verið mörg síðastliðin ár. Fimm nrál af þessu tagi hafa komið til sakadóms á sjö árum. og hefur meðferð þeirra tekið svo árum skiptir, og því mikilvægt að koma á fljótvirkari meðferð, fyrir þessi mál“. Þá benti Jón einnig á það að ekki þyrfti endilega að vera um stærri mál að ræða, heldur þyrfti að hraða öllum málum af þessu tagi í dómskerfinu. Fram kemur í fréttatilkynn- ingunni frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, að hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar séu m.a. að koma á fót sérstökum deildum við enrbætti ríkissaksóknara og við sakadóm Reykjavíkur, þar sem mál þessi fái forgang. Bjórsamlag Ámunnar: Innleggið er brennivín og úttektin bjórlíki Saksóknaraembættið hefur fengið málið til athugunar ■ Bjórsamlagi Ámunnar var hleypt af stokkunum á fímmtu- dag. Starfsemi samlagsins er með svipuðu sniði og annarra samlaga sem landsmenn þekkja, til dæmis mjólkursam- laga, nema í þessu tilviki er innleggið ekki mjólk, heldur kláravín og viský. semi, og hal'a okkur borist gögn til upplýsingar um málið. Við fáum ótal erindi þar sem vakin er athygli á ýmisskonar starfsemi og hljóta þau mál ýmisskonar afgreiðslu." Bjórsamlag Ámunnar er hið fyrsta sinnar tegundar, og er starfsemin allsérstök. Félags- menn verða að undirrita sanrn- ing þar sem þeir staðfesta að þeir liafi aldur til þess að kaupa áfengi. Eingöngu er hægt að leggja inn löglega fengið áfengi frá útsölustöðum Á.T.V.R. Fyrsta innlegg félagsmanns mið- ast við þrjár flöskur af kláravíni og eina flösku af viský. Eftir þetta innlegg, og kaup á geymslu- tækjum fyrir bjórinn, sem kosta 2.760. kr. (þau ódýrustu) getur samlagsmaður farið að taka út bjórlíki sem blandað er úr Tuborg eða Carlsberg bjór- grunni. Styrkleiki bjórsins er á bjlinu 4,99%-5,02%. ■ Guttormur Einarsson tekur á móti einum þeirra hjórsamlagssamninginn í gærdag. Lögreglustjóri lét fara fram rannsókn á starfsemi samlags- ins, og hefur vakið athygli ríkis- saksóknara á þeirri starfsemi sem fram fer hjá samlaginu. f samtali við Jónatan Sveinsson saksóknara, kom fram að lög- reglustjóri hefði komið erindinu á framfæri við embættið. „Hér er ekki um kæru að ræða, lög- undirrituðu reglustjóri er eingöngu að vekja NT-mynd Ari. athygli okkar á þessari starf- Aðalfundur Manneldis- félagsins ■ Manneldisfélag íslands mun halda aðalfund sinn á þriðju- dagskvöld í stoíu 101 í Lög- bergi, Háskóla íslands. Að loknum aðalfundarstörfum flyt- ur dr. Sigmundur Guðbjarnar- son, prófessor,erindi um Áhrif streitu og fæðufitu á hjarta- vöðva. Eru félagsmenn hvattir til að mæta á fundinn. íslenska óperan: Fíatinn sem saknað hefur verið í tæpa sex mánuði: Fann fyrst stolna bíl- inn og keypti hann svo ■ Fyrir tæpum sex mánuð- uni var Fiat-bifreið stolið frá Grettisgötu í Reykjavík og spurðist ekkert til hennar fyrr en um síðustu helgi, þegar hún fannst óvænt í stóru bílskýli við Krumma- hóla í Breiðholti. Var þar ungur Reyðfirðingur á ferð, en bifreiðin hafði vakið at- hygli hans fyrir þær sakir að hann var einmitt á höttunum eftir grip af þessu tagi, og undraöist notkunarleysi ein- manalega Fiatsins í bílskýl- inu. Fór Reyðfirðingurinn að grennslast fyrir um hver eig- andi bifreiðarinnar var og eftir að hafa haft upp á hon- um bauðst hann til að kaupa Fíatinn. Eigandinn kom auð- vitað af fjöllum. enda ekki gert ráð fyrir öðru en að bifreiðin væri nú komin í frumparta sína á hinum að- skiljanlegustu bílapartasöl- um, og bjóst ekki við endur- fundum þeirra aftur. Við nánari skoðun reynd- ist bifreiðin ósködduð og næsta Ijóst að hún hefur verið tekin trausta taki ein- ungis til að flytja göngu- þreytta eða auralausa Breið- hyltinga til síns heima eftir skemmtun kvöldsins. En allt er gott þegar endir- inn er góður, því á föstudag- inn skipti hin forláta Fíat- bifreið um eiganda, og ekur nú Reyðfirðingurinn ungi um götur borgarinnar á nýjum fararskjóta. Naut hann sér- stakra viðskiptakjara við kaupin enda eðlilegt miðað við forsögu málsins. Með þessu ráðabruggi sínu virðist forsjónin hafa slegið a.m.k. tvær flugur í einu höggi. þ.e. upplýst eitt dularfyllsta bif- reiðahvarf seinni missera hér í höfuðborginni og í sama vetfangi leitt bifreiðina á vit nýs eiganda. Tollverðir kærðir af myndbandaleigumönnum ■ Þrír eigendur mynd- bandaieiga á höfuðborgar- svæðinu hafa kært til Rann- sóknarlögreglu ríkisins nafn- greindan tollvörð á Keflavík- urflugvelli, ónafngreinda samstarfsmann eða sam- starfsmenn hans, svo og einn félaga í samtökum rétthafa inyndbanda. Er þess krafist, að rannsókn málsins beinist að röngum og ástæðulausum sakargiftum, rangri og vill- andi skýrslugerð, röngum vitnisburði tollvarða hjá RLR, svo og embættisaf- glöpum tollvarða, er varðað gætu brottrekstri úr starfí, auk refsiábyrgðar. Forsaga kærunnar er sú, að tveir kærenda framvísuðu 400 ntyndbandaspólum til tollgæslunnar við kornu til landsins í síðasta mánuði. Er þeir ætluðu síðan að vitja þeirra í Reykjavík, höfðu töskurnar verið brotnar upp í viðurvist félagans í samtök- um rétthafa. Því næst voru myndbandaleigueigendurnir kærðir fyrir tollalagabrot. Telja þeir, að hér séu á ferðinni vítaverð vinnubrögð tollvarða, þar sem engin tollalög liefðu verið brotin, né tilraun gerð til þess. I Reynir Aðalsteinsson á Sprota, Torfastöðum, á Evrópumóti íslenskra hesta í Vestur-Þýskalandi. NT-mynd: mói. Íslenskir hestamenn: Leigja búgarð í Þýskalandi - til að kynna íslenska hestinn ■ Hinir víðfrægu hesta- og athafnamenn, Reynir Aðal- steinsson á Sigmundarstöðum og Herbert Ólason á Akureyri hafa tekið á léigu hestamiðstöð í Þýskalandi. Staðurinn heitir Falkenhorst og mun aðstaða þar vera öll hin besta, hesthús fyrir 60 hross. glæsileg reiðhöll með veitinga- sal, tveir hringvellir og skeið- braut. Hyggjast þeir félagar halda þar reiðnámskeið og hestamót en auk þess er ætlunin að flytja út hross frá íslandi og þjálfa jíau þar og selja. Að sögn Sveinbjarnar Eyjólfssonar, sem hefur með útflutning hrossa að gera í landbúnaðarráðuneytinu, er hér urn merkilega tilraun að ræða þar sem þarna skapist möguleikar á stóraukinni kynn- ingu og sölu íslenska hestsins. Reynir er farinn utan en ekki tókst að ná í Herbert í gær. Hádegis- tónleikar ■ Ólöf K. Harðardóttir sópr- an og Guðrún Kristinsdóttir pí- anóleikari ntunu flytja ljóð eftir Mozart, Beethoven, Schubert og Sibelius á hádegistónleikum í lslensku óperunni á þriðjudag. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er miðaverð 150 krónur. I Eldur I í Æðey I ■ Útihús í Æðey í ísa- I fjarðardjúpi brunnu á I föstudagsmorguninn. Eld- I ur kom upp í rafmagnsinn- I taki og brunnu mjólkur- I og tækjahús en bóndanum I tókst að ráða niðurlögum I eldsins áður en hann I breiddist frekar út. Slökkvi- I liðið á ísafirði var kvatt á I staðinn en aðstoð þess I var afþökkuð áður en bát- I ur liðsins var kominn út í I eyjuna. Bóndanum hafði I þá tekist að ráða niðurlög- I um eldsins. í Æðey býr ein fjöl- 1 skylda og rekur þar bland- ■ að fjár- og kúabú.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.