NT


NT - 11.02.1985, Síða 6

NT - 11.02.1985, Síða 6
Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri: 1. grein Stefnumótun og forsendur hennar I Stefna fyrri ára ■ Naumast er hægt að tala um eiginlega stefnu í landbúnaðar- málum á Islandi fyrr en kemur fram á 3. áratug þessarar aldar. Um síðustu aldamót bjuggu yfi'r 80% þjóðarinnar í svcitum landsins og lögmál hins forna bændasamfélags, þar sem aðal- atriðið var að hvert býli væri sjálfu sér nægt um flesta hluti, voru þá enn í fullu gildi Á 19. öldinni var mest unnið að eflingu landbúnaðarins án beinna lagaákvæða en þegar þétt- býli tók að vaxa og nýir atvinnu- vegir að cflast um og upp úr síðustu aldamótum breyttist aö- staða landhúnaðarins og hann fór að eiga í samkeppni við aðra atvinnuvegi um vinnuafl, fjár- magn og fyrirgreiðslu hins opin- bcrra. Á 3.-5. áratug aldarinnar var hlutur landbúnaðarins í hinu breytta þjóðfélagi 20. aldarinnar styrktur með margvíslegri laga- setningu á Alþingi. Enda þótt ekki væri um samræmda löggjöf að ræða eða yfirlýsingu Alþingis markaði þessi lagasetning þá op- inberu landbúnaðarstefnu sem fylgt hefur veriö á íslandi síðustu áratugi. f>au lögsent hér um ræðireru: 1. Jarðræktarlögin sem fyrst voru samþykkt árið 1923 og höfðu í upphafi það markmið að koma fastri skipan á yfir- stjórn ræktunarm'ála og aö ríkið styrkti bændur og aðra ræktunarmcnn til ræktunar. 2. Nýbýlalöggjöfin frá 1936, en tilskipanir og lög um nýbýli og cndurhyggingu jarða voru allt frani að 1970 cinn stærsti þátt- urinn í áhrifum ríkisvaldsins til skipulagsbrcytinga í land- búnaði. Benda má á að á árunum 1950 til 1970 voru stoínuð748 nýbýli og endurbyggðar 175 eyðijarðir hér á landi. 3. Búfjárræktarlög voru sam- þykkt árið 1931. en meö þcim var komið á heildarskipulagi í kynbótastarfsemi í landinu og stefnt markvisst að umbótum í fóðrun búfjárins. 4. Á sviði fjármála voru á þessu tímabili samþykkt lög um, Búnaöarbanka íslands áriö 1929 ög um Stofnlánadcild landbúnaðarins áriö 1962. 5. Loks ætla ég aö nefna Afurða- sölulögin frá 1934 og lögin um Framlciðsluráð landbúnaðar- insfrá 1947. Markmið þessara tveggja lagabálka er annars vegar að koma á sem nicstri hagkvæmni við vinnslu ogsölu búvara og að tryggja bændum tilteknar tekjur. Þetta er sá lagalegi rammi sem mótaði landbúnaðarstcfnuna allt fram til ársins 1979. í lagasetn- ingu þessari virðast felast fjögur mcgin markmið: Efling landbúnaðarins til að full- nægja þörfum þjóðarinnar fyrir búvörur og tryggja þar meö ör- yggi hennar. I ööru lagi er stefnt að því að tryggja þcim, sem búvörufram- lciðslu stunda, hliðstæðar tekjur og aðrar tiltcknar stéttir hafa. I þriðja lagi er stefnt að auknum afköstum og hagræðingu til þcss að stuðla að lægra vöruverði. í fjóröa lagi felst í stefnunni rík viðlcitni til þess að viðhalda jafn- vægi í byggð landsins. I heild her þessi stefna vott um stórhug og vtðsýni þeirra manna, sem mestan þátt áttu í að móta hana og kjark þeirra til að bregð- ast við þeim örðugleikum sem við var að glíma. Á öllum þessum sviðum hefur orðið gífurlegur árangur, þótt takmarkinu hafi ekki að fullu verið náð, til dæmis að því er varðar tekjur bænda borið saman við tekjur annarra stétta. Stefna þessi ber þess hinsvcgar vott, að hún mótast af lagasetn- ingu, sem samþykkt var á nær þriggja áratuga tímabili og að í því efni var ekki fylgt neinni heildaráætlun, heldur brugðist við aðsteðjandi þörfum og vandamálum. Þá er það einkennandi fvrir þessa lagasetningu hversu cin- dreginni framleiðslustefnu er fylgt og hvergi gert ráð fyrir því að grípa þurfi til framlcióslulctj- andi aðgerða. Á það ber þó að líta að á þessum árum var ríkjandi hér skortur á öllum helstu landbún- aðarvörum öðrum en kindakjöti, og því eðlilegt að tilhugsunin um framleiðslustjórnun væri mönn- um fjarlæg. Þá er enn eitt scm verður áberandi þegar þessi löggjöf er athuguð nú en það er að hún er sniðin við þarfir hinna hefð- bundnu búgreina nautgripa-, og sauðfjárræktar, enda voru þær svo til cinráðar í íslenskum land- búnaði á þeim tíma. Um 1960 verða þáttaskil í íslenskum landbúnaði. Sauðfjár- ræktin hafði þá náö sér á strik á ný eftir búsifjar þær sem fjárpest- irnar ollu og útflutningur kinda- kjöts var hafinn á ný í vcrulegu magni. Mjólkurframleiðslan full- nægði nú einnig þörfum lands- manna og útflutningur mjólkur- vara hófst. t’að ár eru ákvæðin um útflutn- ingsbæturnar lögfest en það fól í raun í sér þá pólitísku ákvörðun aö stefna skyldi að útflutningi á hluta af búvöruframleiðslunni. Hafa verður í huga að þá voru forscndur til útflutnings búvara allt aðrar en nú þar sem tiltölu- lega lítilla útflutningsbóta var þörf. Þegar 5 árum síðar eða verð- lagsárið 1965/1966 var útflutning- urinn kominn yfir 10% markið og hefur aöeins fjórum sinnum farið verulega undir það mark þau 20 ár sem síðan eru liðin. Framsýnir menn í hópi bænda bentu þegar árið 1966 á þá hættu sem þcssi þróun gæti skapað og aö nauðsynlegt væri að geta stjórnað framleiðslumagninu. ■ Framsýnir menn í hópi bænda bentu þegar árið 1966 á þá hættu sem þessi þróun gæti skapað og að nauðsynlegt væri að geta stjórnað framleiðslumagn- inu. Þessum aðvörunum var ckki sinnt og benda má á ýmsar póli- tískar ákvarðanir frá þessu tíma- bili sem urðu til þess að ýta undir aukna framleiðslu svo sem brcytinguna á jarðræktarlögun- um árið 1965 og breyttar lána- reglur Stofnlánadeildar og aukin lánageta árið 1973. II Stefnubreytingin 1979 Með breytingunni sem gerð var á lögununt um Framleiðslu- ráö landbúnaðarins og með breytingu á jarðræktarlögunum árið I979 hefst nýr kapituli í íslenskri búnaðarsögu. Þá er í ■ Það þarf að hafa í huga þegar þessi staða er metin að í upphafi 8. áratugar- ins var útflutningur búvara tiltölulega hagstæður. Þannig fengust 89% inn- lends heildsöluverðs fyrir dilkakjöt í Sví- þjóð og 40-50% innlends heildsöluverðs fyrir ost sem seldur var til Bandaríkj- anna. fyrsta sinn opinberlega horfið frá þeirri eindregnu framleiðslu- stefnu sem fylgt hafði verið ára- tugina á undan. Lögin fólu í sér heimildir til stjórnunar á naut- gripa- og sauðfjárframleiðslunni mcð búmarki og skatti á innflutt kjarnfóður og dregið var úr fram- lögum til ræktunar og bygginga. Jafnframt var auknum fjár- munum beint til uppbyggingar nýrra búgreina. Aðdragandi þcssarar stefnu- breytingar var mjög aukin fram- leiðsla mjólkur og kindakjöts á árunum 1970-1978. Á þcssum árum jókst mjólk- urframleiðslan úr 100 milljónum lítra í 120mil!jónirogframleiðsla kindakjöts jókst úr 11 þús. tonn- um í 15.500 tonn. Ástæður þessarar aukningar má m.a. rekja til aukinnar ný- ræktar á árunum 1963-1970 og stóraukinnar grænfóðurræktar upp úr 1970. Almenn bjartsýni ríkti meðal bænda á þessum árum, framkvæmdir við útihúsa- byggingar voru miklar enda stóð mönnum þá til boða lánsfé til slíkra framkvæmda, langt undir raunvirði peninga. Það þarf að hafa í huga þegar þessi staða er metin að í upphafi 8. áratugarins var útflutningur búvara tiltölulega hagstæður. Þannig fengust 89% innlends heildsöluverðs fyrir dilkakjöt í Svíþjóð og 40-50% innlends heildsöluverðs fyrir ost sem seld- ur var til Bandaríkjanna. Þá er þess að geta að árið 1976 lækkaði verð á innfluttu kjarn- fóðri verulega vegna niöur- greiðslna erlendis og átti það mikinn þátt í aukinni framleiðslu mjólkur. Árið 1978 var svo komið að flytja þurfti úr landi 35% kinda- kjötsframleiðslunnar og mjólk- urframleiðslan var 20,3% um- fram innlendar þarfir. Samfara þessari miklu aukn- ingu útflutningsins fór stöðugt lækkandi það verð sem fékkst fyrir útfluttar búvörur í hlutfalli við verð þeirra innanlands. Þetta stafaði fyrst og fremst af hækkun verðlags hér innanlands og aukn- um niðurgreiðslum og útflutn- ingsstyrkjum á landbúnaðarvör- ur í nálægum löndum. Bein afleiðing þessarar þróun- ar varð svo það að hinar lög- boðnu útflutningsbætur sem bændum voru tryggðar frá 1960 nægðu til að bæta upp útflutningsverð á sífellt minna magni búvara. Verðlagsárið 1976/1977 vant- aði í fyrsta sinn verulega á að útflutningsbæturnar nægöu til þess að vcrðbæta allan útllutn- inginn og var svo næstu 5 verð- lagsár. Það sem á vantaði var að hluta brúað meö aukagreiðslum úr ríkissjóði. með greiðslum úr kjarnfóðursjóði og með skerð- ingu á verði til bænda. Þegar mest vantaði verðlagsárið 1979/ 1980 var útflutningsbótaþörfin 17% af heildarverðmæti búvöru- framleiðslunnar eða 72% um- fram 10% réttinn. Forustumönnum bænda var Ijóst að grundvöllurinn fyrir svo miklum útflutningi var með öllu brostinn og ef ekki hefði komið til viðbótar aðstoð ríkisins hefðu bændur orðið fyrir stórtjóni. Ef ekki hefðu fengist neinar viðbót- ar útflutningsbætur verðlagsárið 1979/1980 hefði samkvæmt lauslegum útreikningi vantað 20- 25% á launahlut bænda sem stunduðu nautgripa- og sauðfjár- rækt. Forustumönnum bænda var sem fyrr Ijóst í hvert óefni stefndi. Samkvæmt áskorun Búnaðar- þings árið 1977 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra Sjömanna- nefndina fyrri til þess að gera tillögur um stjórnun framleiðsl- unnar. Nefndin skilaði áliti um sumarið og aðalfundur Stéttar- sambandsins gerði þá um haustið einnig samþykktir um málið. Landbúnaðarráðherra lagði svo til breytingar á Framleiðslu- ráðslögum og jarðræktarlögum sem byggðu í öllum meginatrið- um á tillögum þessara aðila. Hér verður ekki farið nánar út í einstök atriði er varða laga- breytingarnar 1979 eða fram- kvæmd þeirra. í heild er óhætt að segja að þær Við segjum nei við f rjálshyggjuskólum ■ Gunnlaugur Ástgeirsson, menntaskólakennari, átti koll- gátuna í gær er hann sagði: „Það dugar ekki að eitt stjórn- vald vísi á annað.“ Umræðuefnið var uppsagnir kennara, og af orðum aðstoð- armanns Ragnhildar mennta- málaráðherra, Ingu Jónu Þórðardóttur, mátti helst ráða að Ragnhildur og ráðuneytið vildu allt gera fyrir kennara en hann Albert bara leyfði það ekki. Að vísu nefndi hún aldrei Albert á nafn, en blóraböggull dagsins var fjármálaráðuneyt- ið. Eins og kunnugt er orðið hafa allflestir framhaldsskóla- kennarar sagt upp störfum frá og með 1. mars. Aðdragandi uppsagna þeirra er alllangur. því eins og Kristján Thorlacius benti á hafa kjör kennara rýrn- að um tugi próscnta sl. áratug. Reyndar gat Kristján bent á skemmtilegt dæmi máli sínu til sönnunar. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt í fjölmiðlum að krónan nú væri jafngild krón- unni 1972. Menntaskóla- kennara nokkrum varð þá á að grafa upp launaseðil sinn frá 1972, en þá var hann að liefja kennslu. Þá, á byrjendalaun- um, fékk hann greiddar 40.000 krónur á mánuði en nú með 13 ára starfsreynslu fær hann 24.000 krónur í mánaðarlaun. Ennfremur kom fram á fundinum að unr fjórðungur allra framhaldsskólakennara stundar einhverja vinnu með- fram kennslunni, og segir það sína sögu. Notalegur fundur Annars var þessi þjóðmála- umræða á Gauknum nokkuð Ijúf og átakalítil. Haraldur Blöndal var mættur og bjugg- ust kennarar við einhverjum athugasemdum frá honum. Þær komu en voru frekar sak- lausar og virtist sem ekki fylgdi hugur máli, og reyndar var sem Haraldi leiddist. Kennarar voru í miklum meirihluta á Gauknum, og á tímabili svipaði samkomunni meira til baráttusamkomu en alvarlegrar umræðu. Inga Jóna var lítt sannfær- andi í málflutningi sínum og Kristján Thorlacius bar allan svip liins alvarlega þenkjandi embættismanns. Heimir Páls- son hafði neista og er gleðilegt til þess að vita að einhverjir liafi enn burði tii að ræða annað en prósentur. Þá var og mættur einhver sem, svo notuð séu orð Guð- mundar Ólafssonar, var með alþýðuna í munninum og hélt því m.a. fram að kennarar hefðu takamarkaðan vinnu- tíma. Sem betur fer eru slíkar bábiljur nú að gerast fátíðar. Frjálshyggjan í skólana Auk venjulegrar kjaraum- ræðu bar breytingar mennta- kerfisins á góma. Inga Jóna kvað kennara merkilega fljóta að bregðast neikvætt við „sér- kennilegum hugrnyndum". Kontu orð Ingu í kjölfar þess að einhver lýsti áhyggjum sínum vegna framkominna hugmynda um bónuskerfi í skólum þar sem kennurum yrði greitt í hlutfalli við þann nem- endafjölda er þeir treystu sér til að kenna. Við þessi ummæli Ingu varð af almennur hlátur, cn síðan var hún spurð hvort yrði metið til Itærri tekna að kenna slakari eða betri nemendum og varð fátt um svör. Einnig komu einkaskólar mjög inn í umræðuna og virtist sem allflestir kennarar á staðn- um væru lítt hrifnir af þeirri hugmynd. Frjálshyggjuskólar? Stephan G. Klettafjalla- skáld horfði grátandi á eftir skólapiltum en komst ekki sjálfur - af því að hann var af fátæku fólki en þeir af ríku. Er það þetta sem fólk vill? Og fyrir þá sem ganga með alþýðuna í munni og maga og níða jafnframt skóinn af kenn- urum og menntakerfinu af ein- hverjum óskiljanlegum hvötum, gæti reynst hollt að kynna sér raunverulega verka- lýðsbaráttu. Raunveruleg stéttarbarátta er ekki einvörðungu barátta um prósentur heldur einnig barátta fyrir jafnræði stétt- anna. Þar skiptir möguleiki til menntunar mestu. Ef menn skoða valdaskipt- ingu þjóðfélagsins þá er það fyrsta sern vekur athygli að allir þeir sem hafa völd í þjóð-' félaginu hafa menntun allir þeir sem hafa aðstöðu til að hafa áhrif eru menntaðir í einu eða öðru. Að vísu er eitthvert slangur af þingmönnum og öðrum áhrifamönnum sem ekki geta flaggað æðri menntun, en þeim fer fækk- andi. Það er þetta sem margir af fyrstu baráttumönnum félags- hyggjunnar áttuðu sig á og börðust þess vegna ákaft fyrir jöfnun aðstöðu til menntunar. Og nú vilja menn taka upp einkaskóla. Skóla þar sem skólagjöld gætu numið hundr- uðum þúsunda fyrirgóða skóla en sjálfsagt sæi ríkið hinum fyrir ódýrari skólum eða ó- keypis. Er það þetta sem menn vilja. Að gæði menntunar fari alfarið eftir því hverjar tekjur foreldra eru? Nei, nú er mál að linni frjálshyggjusókninni. Húnhef- ur nú þegar sett svip sinn á

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.