NT


NT - 11.02.1985, Side 14

NT - 11.02.1985, Side 14
Mánudagur 11. febrúar 1985 14 Einræður Darios Fo um Lasarus og upprisu hans ■ Kl. 20.40 í kvöld (mánu- dagskvöld) verður sýndur 3. þáttur af „Einræðum" eftir Dario Fo. Þetta er næstsíðasti þátturinn í þessari syrpu, því að alls flytur Asko Sarkola fjóra slíka. Þessa einræðuþætti hefur sjónvarpið fengið frá Nordvision - Finnska sjón- varpinu. Þátturinn í kvöld lieit- ir „Lasarus reistur frá dauð- ■ Dr. Jón Hnefíll Aðal- ■ Sonur Jóns, Jakob,les meö steinsson tekur saman spjall honum í kvöld ýmsan fróðleik um þjóðfræði og hefur gaman um útilegumenn. af. ■ Fyrsti liður Kvöldvöku, sem hefst í útvarpi kl. 20.40 í kvöld, er spjall um þjóðfræði, sem dr. Jón HnefiilAðalsteins- son tekur saman að venju. Lesandi með honum er Jakob S. Jónsson. Dr. Jón Hnefill er með spjall sitt um þjóðfræði í kvöldvök- um á mánudögum, nánast vikulega. Hann segir það til- ganginn með þessu spjalli að segja hverju sinni eitthvað upplýsandi í sambandi við þjóðfræðina, varpa einhverju Ijósi og setja í nýtt samhengi. Segist hann verða var við að þetta mælist vel fyrir hann fái ákaflega ánægjuleg viðbrögð frá hlustendum, svo að hann hafi mikið gaman af að vinna þessa þætti. Það er því ekki úr vegi að hnýsast í hvaða efni verði tekið til umfjöllunar í kvöld. „í kvöld spjalla ég svolítið um útilegumannasögur sem fyrirbæri í þjóðsögunum. Það verður lesið úr útilegumanna- sögum, s.s. ein saga sem er dæmigerð fyrir margt af þeim minnum sem þar koma fyrir. Þá verður lesið svolítið um trú útilegumanna, en það var stundum talið að þeir trúðu svolítið öðru en byggðamenn. Menn voru ekki alveg vissir um alltaf að þeir væru kristnir. Þeir trúðu á Skeggávalda eða Skuggavald. Til eru nokkrar útilegumannabænir og Matthí- as Jochumsson vitnar svolítið til þessarar trúar útilegumanna í Skugga-Sveini," segir dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Eftir 25 ár kemur „sá látni“ogberaðdyrum ■ Dónárvalsar heitir ný þýsk sjónvarpsmynd, sem er á dagskrá kl. 21.25 í kvöld. Hún var sýnd á Locarno kvik- myndahátíðinni 1984 og fékk þar bronsverðlaun og auk þess sérstök verðlaun og umsögn dómnefndar. Söguþráður myndarinnar snýst um tvær manncskjur, sem reyna að taka upp á ný samband sitt, sem hafði slitnað -með sviplegum hætti 25 árum áður. Taddek og Judith voru meðlimir í mótspyrnuhreyf- ingu í Ungverjalandi. í upp- reisninni 1956 urðu þau við- skila og urðu að flýja land. Taddek er svikinn í hendur lögreglunnar en hún kemst undan og sest aö í Vínarborg. .ludith er sagt að Taddck sé látinn, og reynir hún að byggja líf sitt upp á ný. Rúmum 25 árum eftir þessa örlagaríku atburði fær hún óvænta heim- sókn. Leikstjóri er Xaver Schwarzenberger og í aðal- hlutverkumeruChristiane Hör- ■ Einar Gunnar Einarssun kynnir hlustendum Rásar 2 Jóreyk að vestan. - í verð- fauna- myndinnii Dónár- völsum biger, Hans Michael Rehberg og Axel Corti. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Rás 2 kl. 15.00-16. „Sama gamla sveitalínan“ ■ í Vínarborg settist Judith að og kannski hefur hún dansað þar „Dónárvalsinn", en myndin í kvöld ber það nafn. Sjálfsagt hefur hún líka leitað huggunar í Stefánsdómkirkjunni í Vín, eins og ótal aðrir hafa gert ölduin saman. ■ Þáttur Einars Gunnars Einarssonar Jóreykur að vest- an er á dagskrá Rásar 2 kl. 15 í dag. Aðspurður sl. föstudag, hvað hann hygðist ætla helst að leika í dag, sagðist hann fullvinna þáttinn á sunnudög- um, fyrr gæfist ekki tími til þess, svo að hann vildi sem minnst segja, enn sem komið væri. Ekki vildum við láta við svo búið standa og spurðum, hvort hann hefði ekki afmark- að einhverjar línur í þættinum. Því svaraði hann að bragði: - Línur? Það verður sama gamla sveitalínan! Við nánari grennslan kom í Ijós, að Einar Gunnar var aðeins búinn að hugleiða málið og hafði látið sér detta í hug að leika eitthvað af „týndu" lög- um þekktra listamanna, þ.e. þeim lögum, sem lent hafa á plötum með lögum, sem hafa slegið í gegn. Önnur lög á sömu plötu vilja nefnilega ■ „týnast". EinarGunnar nefndi smáskífur, svonefndar „singles", sem oft eru gefnar út eingöngu vegna lagsins á annarri hliðinni, sem yfirleitt erkölluð A-hlið. „Svogleymist B-hliðin og hverfur í skuggann, enda heldég að það sé gert ráð fyrir því, það lag er oft ekki neitt, neitt og bara haft með til að hafa eitthvað á Sjónvarp kl. 21.25: B-hliðinni,“ segir Einar Gunnar. Hann hefur nú í huganum að gera þátt um þau amerísku kántrý-lög, sem íslenskir hljómlistarmenn hafa samið íslenska texta við, spilað og gert fræg, og kennir þar marg- víslegra grasa. En þess verður eitthvað að bíða að sá þáttur komi fyrir eyru hlustenda. Útvarp kl. 20.40: Útilegumenn og útilegumannatrú Sjónvarp kl. 20.40: Mánudagur 11.febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Lög við Ijóð Steins Steinars og Kristjáns frá Djúpalæk. 14.00 „Blessuð skepnan“ eftir James Herriot Bryndís Viglunds- dóttir les þýðingu sína (3) 14.30 Miðdegistónleikar a. Fantasia um þjóðlagið „Greensleeves" eftir Vaughan Williams. St. Martin -in- the-Fields hljómsveitin leikur; Ne- ville Marriner stj. b. „Vespurnar", forleikur eftir Vaughan Williams. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leik- ur; André Previn stj. 14.45 Popphólfið Sigurður Kristins- son (RÚVAK) 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir, Dagskrá. 16.15. Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Pianóleik- ur a. Píanólög eftir Carl Tausig. Michael Ponti leikur. b. Ungverskir dansar eftir Johannes Brahms. Walter og Beatriz Klien leika fjór-. hent á píanó. 17.10 Síðdegisutvarp Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. 18.00 Snerting Umsjón: Gisli og Arnþór Helgasynir. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál. Valdimar Gunn- arsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Baldur Hermannsson eðlisfræðingurtalar 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir 20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóð- fræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur. Lesari með honum er Jakob S. Jónsson b. Leit að týndum hesti óskar Þórðarson frá Haga flytur eigin frásögn. c. Jóhann skytta og bjarndýrsveiðin Þór Magnússon þjóðminjavörður segir frá. Umsjón: Helga Ágústsdóttir 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna“ eftir Kurt Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir Svan Simonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (13) 22.00 Lestur Passíusálma (7) Les- ari: Halldór Laxness. Kristinn Hallsson syngur upphafsvers hvers sálms við gömul passiu- sálmalög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Skyggnst um á skólahlaði Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar fslands i Háskólabí- ói 7. þ.m. (síðari hluti) Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Sinfónia nr. 4 i B-dúr op. 60 eftir Ludwig van Beethoven. Kynnir: Jón Múli Árna- son 23.45 Fréttir. Dagskrárlok Mánudagur 11.febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Gunnlaugur Helgason. 14.00-15.00 Vagg og velta Stjórn- andi Gísli Sveinn Loftsson. 15:00-16:00 Jóreykur að vestan Stjórnandi: Einar Gunnar Einars- son. 16:00-17:00 Nálaraugað Reggítón- list, þátturinn helgaður Bob Marley sem hefði orðið fertugur 6. febrú- ar.Stjórnandi: Jónatan Garöars- son. 17:00-18:00 Taka tvö Lög úr þekktum kvikmyndum. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Mánudagur 11.febrúar 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu, Bósi, og Súsí og Tumi - þættir úr „Stundinni okkar". 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Einræður eftir Dario Fo 3. Lasarus reistur frá dauðum. Asko Sarkola flytur þriðja þátt af fjórum. Þýðandi Guðni Kolbeins- son (Nordvision - Finnska sjón- varpið). 20.50 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf- ur Hannesson 21.25 Dónárvalsar Ný þýsk sjón- varpsmynd. Leikstjóri: Xaver Schwarzenberger. Aðalhlutverk: Christiane Hörbiger, Hans Michael Rehberg og Axel Corti. Tadek og Júdit verða viðskila í uppreisninni í Ungverjalandi áriö 1956. Hann er svikinn í hendur lögreglunni en hún kemst undan og sest að í Vinarborg. Júdit veit ekki betur en Tadek sé látinn en að rúmum tuttugu árum liðnum fær hún óvænta heimsókn. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 23.00 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.