NT - 14.02.1985, Blaðsíða 12
Hugh Hefner gerði hana að forstjóra
christie Hefner var aðeins 29 ara þegar laðir hennar,
stórfyrirtækisins Playhoy.
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 12
■ Christina Onassis erfði fyrir 9 árum skipafyrirtæki föður síns Aristotle, sem bá r- ^ab',a Khashoggi var ekki nema 27i„ á u
■ Nathalie Hocq var gefið skartgri
afmælisgjöf. Henni hefur gengið rekst
og nú heldur hún því fram, að hennar
sjáifa sig.
Þær eru ungar og ríka
— en því fylgir mikil ábyrgð!
■ Hún er fædd 13. október
1%2 í húsi afa síns og ömniu í
verkamannahverfi í Sheffield.
Þar höfðu foreldrar hennar
fengið húsaskjól þangað til
faðir hennar hafði önglað sam-
an nógu miklum peningum til
að borga fyriríramgreiðslu í
leiguíbúð. A 22ja ára afmælis-
daginn í haust stóð faðir henn-
ar upp í veislunni og rakti
minningar frá því hún var lít
og rétti henni síðan lyklana að
rándýrum næturklúbbi og
sagði: - Gerðu svo vel. Nú átt
þú klúbbinn. Þú skalt reka
hann eins og þér sjálfri sýnist!
Faðirinn er Peter Stringfell-
ow, eigandi tveggja vinsælustu
klúbbanna í London um þessar
mundir, Stringfellows og The
Hippodrome, sem margir ís-
lcndingar hafa heimsótt.
Þ.e.a.s. hann á ekki lengur
Stringfellows, því að það er
einmitt klúbburinn sem hann
gaf dóttur sinni.
Sumir kunna að draga þá
ályktun að Karen hafi fæðst
með silfurskeið í munni og hafi
aldrei þurft að taka til hendinni
allt sitt líf. Ekkert er þó fjær
sanni. Foreldrar hennar skildu
þegar hún var aöeins 18 mán-
aða gömul og þá átti faðir
hennar enn langt í land með að
koma undirsigfótunum. Hann
giftist svo fljótlega aftur, Carol
heitir síðari kona hans, og
fljótlega fóru hjólin að snúast
hjá honum. Karen bjó hjá
mömmu sinni en hafði alltaf
mjög gott samband við föður
sinn. En þegar hún var orðin
12 ára ákvað hún að sér semdi
ekki við stjúpföður sinn og
tími væri kominn til að setjast
upp hjá pabba sínum og hans
fjölskyldu. Nú segir hún sam-
band sitt gott við báðar fjöl-
skyldurnar og hún sé rík að
eiga tvær fjölskyldur.
Karen var ekki fyrr komin
til vits og ára en hún fór að
aðstoða föður sinn við nætur-
klúbbareksturinn, sem kemur
henni vel nú. Enda segist hún
þekkja flest atriði sem nauð-
synleg séu til að reksturinn
gangi sem best. Þó er enn
ýmislegt sem hún þarf að
spyrja pabba um, og hún er
enn á nokkuð hálum ís þegar
hún þarf að gera það upp við
sig hvaða viðskiptavinir kunni
að vera óæskilegir. Það hefur
nefnilega komið fyrir hana að
vísa frá frægu og ríku fólki.
sem henni hefur ekki geðjast
að útlitinu á!
„Ég vinn svo sannarlega fyr-
ir kaupinu mínu,“ segir Karen
Stringfellow. „Ég vinn 12 tíma
á dag eða meira, 6 daga vik-
unnar og er borgað í samræmi
við vinnutímann. Ég verð að .
komast af með það kaup sem
ég vinn mér inn. Pabbi hefur
að vísu gefið mér bíl, en það
var í afmælisgjöf þegar ég varð
21 árs. Það er svo langt í frá að
pabbi hafi fært mér allt upp í
héndurnar."
Það er vonandi að Karen
gangi vel reksturinn, en flestar
stúlkur á hennar aldri eru að
fást við allt annað en að reka
og bera ábyrgð á stórfyrirtæki.
Hún er þó ekki alveg í sér-
flokki hvað það snertir og eru
önnur dæmi tínd til hér með.