NT - 14.02.1985, Blaðsíða 23
■ Brotið var á Þorbirni Jenssyni fyrirliða. Júgóslavar komust upp með að leika mjög grófan varnarleik í gærkvöldi.
Ísland-Júgóslavia:
W
Sagt eftir
leikinn
■ Kristján Arason:
Ég fann mig alls ekki í
þessum leik. Ég var sér-
lega slakur í síðari hálf-
leik. Það gekk hreinlega
ekkert upp og allt sem ég
reyndi að gera klúðraðist
einhvern veginn. Ég er
mjög vonsvikinn en það
eru ekki alltaf jól.
Bogdan landsliðsþjálfari:
Að tapa leiknum í
kvöld með 5 mörkum er
fullmikið. Júgóslavarnir
voru betri og áttu skilið
að sigra, en þetta var of
stórt. Dönsku dómararn-
ir misstu tök á leiknum og
leyföu Júgóslövum að
komast upp með of gróf-
an leik. Við eigum mest-
an möguleikann í dag.
Bjarni Guðmundsson:
Ég er mjög óánægður
rneð dómgæslu í þessum
leik. Þessir Júgóslavar
höguðu sér stórilla og
dönsku dómararnir sáu
aldrei neitt athugavert
við leik þeirra.
Júgóslavneski þjálfarinn
Zivkovic Zoran:
Við stefnum auðvitað
að sigri á morgun. Við
erum með marga góða
leikmenn og ég held að
úthaldið hjá okkur sé
betra en hjá íslendingum
þannig að við eigum meiri
möguleika í þriðja leikn-
um. í kvöld voru bæði
liðin taugatrekkt, og allt
lék í lyndi hjá íslending-
unurn meðan þeir höfðu
úthald og „taktík" en þá
skortir greinilega úthald,
það sást í síðari hálfleik.
Islendingar yf irspilaðir af
Júgóslövum í seinni hálfleik
- eftir að hafa verið yfir í hálfleik 8-7
■ Júgósiavar báru sigurorð af
íslendingum í landsleik í hand-
knattleik sem fram fór í íþrótta-
húsinu í Vestmannaeyjum í
gærkvöldi. Lokatölur leiksins
urðu 20-15, eftir að íslendingar
höfðu haft ytír í leikhléi 8-7.
Leikurinn var nokkuð tvískipt-
ur. Fyrri hálfleikurinn var góð-
ur hjá íslenska liðinu. Þeir
spiluðu kröftuga sókn, með
Sigurð Gunnarsson sem sinn
besta mann, og varnarleikurinn
var afar sterkur.
Júgóslavneska liðið spilaði
þófkennt í fyrri hálfleik. og var
sóknin hreint og beint léleg.
Síðari hálfleikurinn var alger
andstæða þess fyrri. Júgóslavar
spiluðu rnjög góða vörn, en um
leið grófa. og ekki bætti úr skák
að dómararnir dönsku voru
afar slakir. íslenska liðið átti
slæman seinni hálfleik, og sér-
staklega var sóknarleikurinn í
molum.
Gangur leiksins í stuttu máli
var þannig: Júgóslavarnir sem
hófu leikinn í gær, voru allir frá
liðinu Sabac sem FH-ingar
mæta í fjögurra liða úrslitum
Evrópumeistarakeppninnar.
Júgóslavar hófu leikinn, og
strax á fyrstu mínútu varði
Einar Þorvarðarson glæsilega
skot af línu. Vukovic opnar
leikinn með ntarki af línu. Sig-
urður Gunnarsson jafnar
metin. Næsta rnark var júgó-
slavneskt að uppruna og átti
Vujovié heiðurinn af því. Nú
sögðu íslendingarnir stopp og
gerðu næstu fjögur mörk. Um
miðjan fyrri hálfleik var staðan
orðin 5-2 fyrir fslendinga. Und-
ir lok leiksins var staðan 8-5
fyrir Island. Þegar þrjár mínút-
ur eru til leiksloka taka Júgó-
slavar Sigurö Gunnarsson úr
umferð, og gafst það vel. Isak-
ovic skorar tvö síðustu mörkin
í hálfleiknum, og staðan var
8-7 í leikhléi eins og áður segir.
Vörn tslenska liösins í fyrri
hálfleik var góð, þeir léku
framarlega, og börðust vel, með
Pál Ölafsson sem „indíána".
Sóknin var sterk, með Sigurð
Gunnarsson besta mann íslenska
liðsins í fararbroddi, ogskoraði
hann fjögur mörk í fyrri hálf-
leik. íslendingar byrjuðu síðari
hálfleikinn vel, og var staðan
12-10, þegarliðið varáhálfleik-
in, en þá kom afar slakur kafli
hjá íslenska liðinu, og Júgó-
slavar komast yfir. Þegarseinni
hálfleikur var hálfnaður var
staðan 15-13 Júgóslövum íhag.
Sigurður Gunnarsson skorar
14. rhark íslands, með upp-
stökki. Bjarni Guðmundsson
fiskar víti, sem Kristján Arason
tók, og ætlaði Kristján að vippa
yfir Basié markvörð, en boltinn
fór yfir slána. Gott tækifæri
forgörðum þar. Þegar sex mín-
útur voru til leiksloka, er stað-
an 17-15. Þær sex mínútur sem
eftir lifðu af leiktímanum, skor-
uðu íslendingar ekkert mark,
en Júgóslavar bættu við þremur
mörkum. og sigruðu í leiknum
með 20 mörkum gegn 15.
í síðari hálfleik misstu
dönsku dómararnir tökin á
lciknunt, og komust Júgóslavar
upp með mjög grófa vörn.
Mörk Islands gerðu: Siguröur
Gunnarsson 6, Kristján Ara-
son, Þorbjörn Jensson og
Bjarni Guðmundsson 2, Guð-
mundur Guðmundsson, Þor-
bergur Aðalsteinsson og Páll
Ólafsson 1 mark hver. Isakovic
skoraði mest þeirra Júgóslava,
eða 8 mörk, og var óstöðvandi.
Minning:
íslendingar léku
meðsorgarbönd
■ Karla- og kvenna-
landsliðið í blaki léku
með sorgarbönd í lands-
leikjunum sem fram fóru
í gærkvöldi. Minnst var
fallins félaga Sigurðar
Björnssonar, sem lést af
slysförum í Malaysíu síð-
astliðinn sunnudag. F.ftir
að fyrsta uppgjöf hafði
verið gefin upp í leik
kvennalandsliðsins, gripu
íslensku stúlkurnar
boltann, og þögn var í
salnum í eina mínútu.
Sigurður Björnsson lék
og æfði með fyrstudeild-
arliði Fram, einnig var
hann þekktur dómari, í
blakíþróttinni. Sigurður
var 25 ára gamall.
Mjólkurbikarinn:
Sunderland í
■ Tveir leikir voru fyrir-
hugaðir í undanúrslitum í
gærkvöldi í enska mjólkur-
bikarnum, Sunderland lék
við Chelsea og Ipswich átti
að leika við Norwich. Sund-
erland sigraði með tveimur
mörkum gegn engu. Colin
West skoraði bæði mörk
Sunderland, og bæði úr víti.
Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir
Sunderland. Chelsea missti
Joe McClougan útaf snemma
í leiknum, og Colin Lee
meiddist í leiknum, og lék
það sem eftir var leiksins
hálfmeiddur. Leikmenn
Chelsea voru í raun ekki
nema tíu þar sem Colin var
meidddur. 33.000 áhorfend-
úrslit
ur komu á leikinn.
Fresta varð leik Ipswich
og Norwich. þar sem aðstæð-
ur voru það slæmar, að ekki
var taliö leikhæft.
Ekki voru nema þessir
tveir leikir fyrirhugaðir, í
Milk cup, en einn leikur fór
fram í þriðju deild. Bradford
sigraði Bristol Rovers 2-0.
Blaklandsliðið í Færeyjum:
Tvöfaldur sigur
yfir Færeyingum
Kvennaliðið sigraði 3*0 - Kristján Már Unnarsson maður leiksins
■ Það var tvöfaldur sigur hjá
íslensku blaklandsliðunum í
Færeyjuin í gærkvöldi. Karla-
landsliðið sigraði með þremur
hrinum gegn einni, og kven-
mennirnir gerðu enn betur og
unnu færeysku stúlkurnar 3-0.
Kvennaleikurinn var spenn-
andi þrátt fyrir að íslensku
stúlkurnar hefðu yfirhöndina
allan leikinn. Hrinurnar fóru
sem hér segir: 15-11, 15-10, og
15-10. Það setti nokkuð svip
sinn á leik stúlknanna að
minnst var félaga sem fallinn
er frá, Sigurðar Björnssonar.
sem minnst er hér á síðunni.
Karlaliðið sigraði í leik
sínum, og var sá leikur einnig
æsispennandi og öruggt að
áhorfendur fengu mikið fyrir
auranasína. Einsogáðursegir
endaði leikurinn með 3-1 fyrir
ísland. í fyrstu hrinunni byrj-
uðu íslendingar með látum og
komust í 9-0. Staðan var síðan
14stiggegn3,en ílokhrinunn-
ar náðu færeysku strákarnir að
bjarga andlitinu og lokatölur
hrinunnar urðu 15-6 fyrir ís-
lendinga. í næstu hrinu sigruöu
færeysku strákarnir. þeir náðu
upp góðri baráttu, og urðu
lokatölur hrinunnar 10-15 fyrir
Færeyinga. Þessi hrina hleypti
mikilli spennu í leikinn. Is-
lensku strákarnir voru ekki af
baki dottnir, og sigruöu næstu
hrinu með 15-2. Lokahrinan
varaði í hvorki meira né minna
en 35 mínútur, og urðu loka-
tölur 19-17 fyrir íslendinga.
íslenskur sigur í höfn.
Maður leiksins var nýliðinn
Kristján Már Unnarsson sem
lék hreint ótrúlega vel. Krist-
ján lék allan leikinn. og áttu
færeyskir frændur okkar ekk-
ert svar við föstum skell hans.
Kristján Már er leikmaður
með fyrstudeildarliði Fram, og
sá eini þeirrá sem er í landslið-
inu.