NT - 14.02.1985, Blaðsíða 1

NT - 14.02.1985, Blaðsíða 1
Rétthafamál í Bæjarþingi: Krefst lögbanns á tölvuforriti | „Brenr iivínsskattar“ Alberts: Færa veitinga- —i r-J i húsi *n i um og þjónum mill jónir króna Áfengisverð hækkað 31% um- fram almennt verðlag á s.l. ári ■ Bæjarþing Reykjavík tekur væntanlega í dag til dóms lög- bannsbeiðni Tölvubúðarinnarhf. á gcrð, notkun og drcifingu ís- lensku forritaþróunarinnar á svokölluðum Plús forritum og hugbúnaði. Telur lögbannsbeið- andi að forrit þessi hafi verið unnin í sínu fyrirtæki á þeim tíma þegar eigendur íslenskrar forrita- þróunar unnu þar en þeir síðan numið þau á brott með sér þegar þeir hættu störfum hjá Tölvubúð- inni og stofnuðu eigið fyrirtæki. Er hér um prófmál að ræða því hliðstætt mál um höfundarétt á forritum hefur ekki komið upp áður. Forritin sem hér um ræöir eru bókhaldsforrit og heita þau Plús forrit hjá báðum fyrirtækjun- um. ■ Sú ákvörðun fjármála- ráðuneytisins að auka tekjur ríkissjóðs með stóraukinni skattlagningu á áfengi hefur um leið fært vínveitingahúsn- um í landinu og harþjónum tugi milljóna króna tekjur - a.m.k. 30-40 milljónir kr. - umfram það sem aðrar at- vinnugreinar og aðrir launþegar hafa fengið í sinn hlut. Afengi hefur hækkað í verði um 66% að meðaltali á s.l. ári, á sama tíma og al- mennt verðlag hefur að með- altali hækkað um 26-27% og almcnn laun álíka mikið. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins hef- ur álagningarprósentu veit- ingahúsa ekki verið breytt á þessu tímabili, þannig að nærri lætur að tekjur veit- ingahúsa og barþjóna af á- fengissölu í húsunum hafi hækkaö um rúm 30% umfram almennar verðlags- og launa- hækkanir. Ymis fordæmi eru fyrir því, við svipaðar að- stæður, að álagningarpróes- enta í smásölu hafi verið lækkuð, cða krónutöluálagn- ing verið tekin upp í stað fastrar prósentuhækkunar. Þetta átti sér m.a. stað við verðlagningu á mjólk á áruni áður. „Hafi álagningarprósenta vínveitingahúsanna ekki ver- ið lækkuö og þjónustugjaldið er óbreytt, þá eru veitinga- húsin og þjónarnir beinlínis að hagnast á hinni auknu skattlagningu ríkisins á áfengið, sem gerð er til að fá fleiri krónur í ríkiskassann," sagði Jóhannes Gunnarsson. hjá Verðlagsstofnun m.a. þegar málið var borið undir hann. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um breytingu á álagningarprósentu veitinga- húsanna." sagði Ólafur W. Stefánsson, í dómsmálaráðu- neytinu. - Þessar verðhækk- anir á áfengi koma í nokkr- um bylgjum. Ég held að til lcngri tíma litiö svari þessar hækkanir nokkurn veginn til hækkana á kaupgjaldi. Það kom t.d. fram hjá stóru áfengismálanefndinni á sín- um tíma að áfengisverð hafi - fyrir t.d. 2-3 árum cöa svo - eitthvað dregist aftur úr í hlutfalli við annað verðlag, sagði Ólafur. Spasský vann Hansen ■ Aðeins ein skák vannst á afinælismóti Skáksainbandsins í gær- kvöldi. Iloris Spasský lagði Curt Hansen lieims- nieistara unglinga að velli og er þar mcö í efsta sæti, þútt það segi rcyndar ekki stóra sögu svo sncmma inóts. Keyrði yfir á rauðu Ijósi ■ Árekstur varö á mótum Höfða- bakka og Vesturlandsvegar í gær- dag þegar saman skullu fólksbifreið og lítil sendibifreið. Tvennt var í hvorum bíl. Hhiut ökumaðurfólks- bifreiðarinnar minni háttar meiðsli og var fluttur á slysadeild. Að sögn lögreglu er fullvíst að annar bíllinn hcfur ekið yfir á rauðu án þess að hægt sé að íullyrða nánar um tildrög slyssins. Skreiðarsölumenn í Nígeríu: Beðið eftir inn- flutningsheimild ■ Nígerísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað því, hvort þau muni heimila innflutning á ís- lenskri skreiö. Þrír tslcnskir skrciðarsölumenn hafa verið þar syðra á fjórðu viku til þess að þrýsta á nígerísk yfirvöld um þetta, svo og til aö þrýsla á um greiðslu á skuldum Nígcríu- Leigubílstjórar: Vilja 21% hækkun ■ Leigubílstjórar liafa sent verðlagsstjóra beiöni um að fá 21% hækkun á töxtum leigu- bíla. Málið hefur ekki veriö afgreitt. ■ Mikill vafnselgur varð á Laugvegi í gær er sfór vatnsæð rofnaði. Æðina rauf skurðgrafa er var að vinna við gröft. Sjá nánar bls. 2. NT-mynd: Kóbcrt. manna við skreiðarfram- leiðendur hér. Að sögn Hannesar Hall hjá Skrciðarsamlaginu er vonast eftirsvari Nígeríumanna á næst- unni. Hann sagöi, aö lslending- ar vildu selja þeim allar birgðir, sem til væru í landinu, 220-240 þúsund pakka. og nieira til. Viðbrögð Treholts við bók konu hans Sjá bls. 21 Heimsmeistaraeinvígmu í skák frestað um óákveðinn tíma Karpov með taugaáfall? Moskva-Reuter ■ Heimsmeistaraeinvíginu í skák hefur verið frestað um óákveðinn tíma og er heilsufari Karpovs kennt um. Kampomanes, ■ forseti FIDE, gaf fyrirskipun í gær um að fresta ætti 49. keppnis- skákinni, sem tefla átti í gær. Samkvæmt heimildum í Moskvu er ástæðan fyrir frest- uninni sú að Karpov er undir niiklu andlegu álagi og segja skákskýrendur að tvær síðustu skákirnar hafi Karpov teflt illa. Staðan í einvíginu er þannig að Karpov hefur unnið 5 skákir og þarf aðeins að vinna eina enn til að tryggja sér titilinn, en Kasparov hefur unnið 3, þar af tvær í síðustu tveimur skákum. Embættismenn við einvígið hafa neitað að staðfesta að Karpov væri veikur. en næsta skák einvígisins hefur ekki enn verið dagsett. Heimsmeistaraeinvígiö hófst 10. september og hefur staðið linnulaust síðan, en fyrir stuttu var skipt um einvígisstað - hætt að tefla í glæsilegri 18. aldar höll, og einvígið flutt í úthverfahótel. Samkvæmt heimildum í Moskvu er kostn- aður við einvígið orðinn ærinn og farinn að vaxa stjórnvöldum þar í augum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.