NT - 01.03.1985, Blaðsíða 15

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 15
 Hk' Föstudagur 1. mars 1985 IlL ÁBÓT Helgin framundan 15 Blaðll Klassapíur í Nýlista- safninu við Vatnsstíg ■ Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Klassapíur í Nýlista- safninu Vatnsstíg sunnudag 3. mars kl. 20.30. Það er 5. sýning, en leikritið var frum- sýnt 18. febrúar sl. Klassapíur fjallar um mann- leg örlög. í leikritinu leiða saman hesta sína fulltrúar allra stétta frá 9. öld og til vorra daga. Miðapantanir í síma 14350. Beisk tár Petru von Kant ■ Verðlaunastykkið Beisk tár Petru von Kant verður sýnt á Kjarvalsstöðum laugardag kl. 16.00, sunnudag kl. 16.00 og mánudag kl. 20.30. Petta er næstsíðasta sýningarhelgi. Miðapantanir í síma 26131 ■ Sólveig Halldórsdóttir og Sigurjóna Sverrisdóttir í lilutverkum sínum í leikritinu Klassapíur. Sýningar Þjóðleikhússins ■ Vegna þings Norðurland- aráðs verður Þjóðleikhúsið ekki með neinar sýningar dag- ana 2. til 8. mars, - en í dag, föstudaginn 1. mars. verður Kardemommubxrinn eftir Thorbjörn Egner á dagskrá kl. 15.00, og er þegar uppselt á þá sýningu. Leikritið verður næst sýnt sunnud. 10. mars. Þá verður söngleikurinn Gæjar og píur á dagskrá í kvöld og er sömuleiðis uppselt á þá sýningu. Verkið verður næst sýnt laugardagskvöldið 9. mars. Síðustu sýningar á Litla og stóra Kláusi ■ Nú um helgina verða síð- ustu sýningar Revíuleikhússins á Litla Kláusi og stóra Kláusi. Sýningarnar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag kl. 14. Miðapantanir eru í sjálfvirkum símsvara 46600. ■ Úr söngleiknum Gæjar og píur. Edda Heiðrún Bachman og fleiri leikarar sönglciksins. Keflavíkurkirkja Æskulvðs- og fjölskylduguðs- þjónusta verður í Keflavíkur- kirkju kl. 14.00. Fermingar- börn flytja frásagnir og leik- þátt, Guðlaug Pálsdóttir leikur einleik á flautu. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Sóknarprestur. Hjólastólarall í Laugardalshöll ■ Sunnudaginn 3. mars kl. 14.00 verður haldið hjólastóla- rall í Laugardálshöllinni. Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, skipuleggur rallið í tilefni af 25 ára afmæli samtak- anna á liðnu ári. Þar ieiða saman „stóla" sína landskunn- ir stjórnmálamenn, þrautþjálf- aðir íþróttamenn og úrvals- sveit fatlaðs fólks í hjólastól- um. Rallið er í formi firma- keppni, og felst íþvt' að komast yfir ýmsar hindranir í hjólas- tól. Skemmtiatriði verða í keppnishléúm. Aðgangur er ókeypis og vandaðri mótsskrá verður einnig dreift ókeypis. ■ UrDUUS-húsi Hljóðfæraleikur í DUUS-husi á sunnu* dagskvöld ■ í DUUS-húsi á sunnudags- kvöldið verður tekin upp ný- breytni, en þá koma þeir Kol- beinn Bjarnason flautuleikari og Páll Evjólfsson gítarleikari með hljóðfæri sín og ætla að leika fyrir gesti hússins. Hér er ekki um hefðbundna tónleika að ræða. heldur fer spiliríið eftir því hvernig stemmningin þróast, bæði hjá þeim félögum og gestum hússins. Kolbeinn hóf einmitt flautu- nám í Grjótaþorpinu, hjá Manuelu Wiesler, og er nú eiginlega kominn á bcrnsku- slóðir í tónlistinni, mcð smá útúrdúr í Sviss og New York. Páll Jærði liins vegar sína list í smáþorpi á Spáni, svo að þeir þurfa eflaust að byrja á því að stilla saman „strengi" sína og sameina þá þeim ólíku tónlistar- áhrifum sem þeir hljóta að hafa orðið fyrir í sínu námi. Agnes, Anna Frank og Draumurinn Hlutverkaskipti í Önnu Frank ■ Um helgina býður Leikfé- lag Reykjavíkur upp á þrjú úrvalsverk, sem öll hafa hlotið hinar bestu viðtökur. í kvöld er bandaríska leikritið AGN- ES - BARN GUÐS sýnt. en þetta spennandi leikrit fjallar öðrum þræði um sakamál: Nunna eignast barn. sem síðar finnst látið í klefa hennar- og jafnframt um hina veigamestu þætti lífs okkar: Hvernig vilj- um við verja því, hversu víð- feðmur er mannshugurinn, gerast ennþá kraftaverk? Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstýrir svningunni, þar sem Guðrún Ásniundsdóttir og Sigríður Hagalín sýna á sér nýjar hliðar í veigamiklum hlutverkum geðlæknis og abbadísar. Annað kvöld er DAGBÓK ÖNNU FRANK sýnd. en sýn- ingar eru nú komnar á fjórða tuginn og fer senn fækkandi. Þar hefur Guðrún Kristmanns- dóttir hrifið leikhúsgesti með leik sínum í titilhlutverkinu en alls konia 10 leikarar frani í sýningunni. Á sýningunni á morgun tekur Guðbjörg Thor- oddsen (Gísl . Jómfrú Ragn- heiður, Petra von Kant) við hlutverki Margrétar systur Önnu. Foreldra hennar leika Sigurður Karlsson og Valgerð- ur Dan. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Á sunnudagskvöld er 5. sýn- ing á nýjasta viðfangsefni leik- hússins DRAUMI Á JÓNS- MESSUNÓTT eftir William Shakespeare, þessum vinsæla gamanleik. Ást og ólgandi til- finningar, ungirclskendur, álf- ar og áhugaleikarar eru þar í brennidepli. Sýningin er unnin í samvinnu viö Nemenda- leikhús L.í. og koma 8 ungir leikarar þar fram auk 12 leikara Leikfélagsins. Með stærstu hlutverk fara Gísli Halldórsson, Þorstcinn Gunn- arsson, Bríet Héðinsdóttir, Þór H. Tulinius, Jakob Þór Einarsson, Rósa Þórsdóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Bókakynning í Norræna húsinu ■ Bókakynning norrænu scndikcnnaranna og bókasafns NH laugardaginn 2. mars kl. 15.01) Finnski sendikcnnarinn Hel- ena Porkola kynnir og ræðir um bækur. sem komið hafa út í Finnlandi á árinu 1984. Gest- ur á bókakynningunni verður finnska Ijóðskaídið og rithöf- undurinn Claes Andcrsson scm les úr vcrkum sínum. Næstu þrjá laugardaga á sama tíma kynna norrænu scndikcnnararnir bókaútgáfu landa sinna frá 1984. Gestir verða rithöfundarnir Kim Smáge frá Norcgi. Jacq- ucs Werup frá Svíþjóð og Sö- ren Ulrik Thomscn frá Dan- mörku. Dagskrá til heiðurs Antti Tuuri ■ Mánudaginn 4. mars kl. 20.30 vcröur í Norræna húsinu dagskrá til heiöurs finnska rit- höfundinum Antti Tuuri. Sem kunnugterhlaut finnski rithöfundurinn Antti Tuuri bókmcnntavcrölaun Norður- landaráös 1985 fyrir skáld- söguna Pohjammaa. Af því tilefni verður dagskrá á Norr- æna húsinu honum til heiðurs. Knut Ödegárd, forstjóri, býöur gcsti vclkomna, Heimir Pálsson, cand. mag. kynnir skáldið og fjallar um verð- launabókina. Antti Tuuri lcs upp. Atli Hcimir Svcinsson, tónskáld leikur eigin píanóverk. Náttúrubörn frá Nic- aragua Alþýðumálarar frá Solentiname ■ Laugardaginn 2. mars verður opnuð sýning í Lista- safni ÁSÍ sem nefnist „Náttúrubörn frá Nicaragua, alþýðumálarar frá Solenti- name“. Á sýningunni eru 41 olíumálverk eftir bændur á eyj- unni Solentiname. Á sýning- unni cr auk þess fjöldi Ijós- mynda frá byltingarbaráttunni í Nicaragua. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 24. mars og er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14.00-20.00 og um helgar klukkan 14.00-22.00. FERDALÖG Helgarferð FÍí Þórsmörk 8.-10.mars ■ Ferðafélag íslands fer helgarferð í Þórsmörk 8.-K). mars n.k. í fréttatilkynningu frá fclaginu segir: Helgarferð í Þórsmörk er skemmtileg til- breyting þegar dag fer að lcngja og veturinn setur enn sinn svip á umhvcrfiö. Feröafélagiö býöur upp á frábæra aðstoðu í Skagafjörðs- skála. Þar er svcfnpláss stúkað niður (4 í hcrb), miðstöðvar- hitun og rúmgóð setustofna. Fararstjóri fer í gönguferðir um Mörkina og cinnig cr far- þegum ráðlagt að hafa meö sér gönguskíði. Upplýsingar á skrifstofu FÍ Öldugötu 3. Sunnudagsferðir Fi ■ Ferðafélag íslands gengst fyrir tveim ferðum á sunnudag 3. mars. Klukkan 10.30 verður farin skíðaferð í nágrenni Skálafells á Mosfellsheiði, en kl. 13.00 verður farin ferð að Tröllafossi og Haukafjöllum. Ekið verður að Skeggjastöð- um, síðan gengið yfir Leirvogsá að Tröllafossi og síðan á Haukafjöll. Létt ganga í fal- legu umhverfi. Brottför verður frá Umferð- armiðstöðini, austanmegin. Farmiðar eru seldir við bíl, en frítt er fyrir börn í fylgd full- orðinna. Útivistarferðir Sunnudaginn 3. niars kl. 13.00 verður farin dagsferð. Gömul verleið - Reiöskarö - Njarðvíkurfiljar. Gengið uni Vogastapa, ganga fyrir unga sem aldna. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Brott- för verður frá BSÍ. bensínsölu og í Hafnarfirði við kirkju- garðinn. Þórsmörk í vetrarskrúða 8- 10 mars. Árleg góuferð og góugleði. Góð gisting í útivistarskálan- um í Básum. Gönguferðir, skíðagöngur og kvöldvaka. Fararstjórar: Kristján M. Baldursson og Ingibjörg S. Ás- geirsdóttir. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu Utivistar í Lækjargötu 6a.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.