NT - 01.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 3
■ Brynja Runólfsdóttir er í forsvari fyrir ferða- skrifstofuna Polaris. Hún hefur umsjón með dagleg- um rekstri hennar, en for- stjóri er Páll G. Jónsson. Við slógum á þráðinn til Brynju til að forvitnast um starfsemi Polaris. ♦ Hún fræddi okkur um það, að Polaris hefði fengið ferða- skrifstofuleyfi árið 1978, en áður hefði fyrirtækið rekið um- boðsskrifstofu fyrir Pan American, bandaríska flugfé- lagið, frá árinu 1976. Polaris er enn aðalumboðsskrifstofa PanAm á íslandi. - Hvernig ferðir hafið þið á boðstólum? -Við bjóðum hvað sem er, hvert sem er, sagði Brynja. - En á svona lítilli ferðaskrif- stofu verður þjónustan mun persónulegri en hjá hinum stóru. Hér starfa þrír menn, og allir eru vel inni í öllum málum sem við erum að fást við. Við höfum lagt aðaláherslu á við- skiptaferðir, og okkar helstu viðskiptavinir eru athafna- menn, sem þurfa að ferðast oft til útlanda starfs síns vegna. En að sjálfsögðu reynum við að þóknast öllum ferðamönn- um, og til dæmis erum við með skíðaferð í vetur. Hún verður Föstudagur 1. mars 1985 3 Blaðll Hvað sem er hvertsemer undir stjórn Valdimars Örn- ólfssonar, frá 9. til 23. mars. Staðurinm heitir Sahnbach og er skammt frá Salzburg. Þátt- taka í ferðinn er góð. - Fleiri liópferðir áætlaðar hjá ykkur? - Nei, við erum ekki með sólarlandaferðir í beinu leigu- flugi eins og aðrir, heldur fara okkar sólarferðir í gegnum er- lendar ferðaskrifstofur. Við höfum lagt áherslu á, að ná sambandi við góðar ferðaskrif- stofur, bæði í Bretlandi og Hollandi. Sumum hentar þetta betur, því að þegar út er komið má fá ýmist sjö eða fjórtán daga ferðir. ■ Skíðaferð til Sviss með Valdimar Örnólfssyni er næst á dagskrá, sagði Brynja Run- ólfsdóttir hjá Pólaris. Við höfum lagt mikla áherslu á að hafa alltaf til reiðu sem mestar og bestar upplýs- ingar um fargjöld innan Bandaríkjanna, og jafnframt höfum við leitast við að hafa alltaf nýjustu upplýsingar um : þessa svokölluðu Ameríku- passa. - Hvað eru Ameríkupassar? - Það eru fargjöld innan Bandaríkjanna, þar sem mað- ur er að vísu bundinn einu flugfélagi, en getur flogið á milli þriggja og allt upp í ellefu staða á landinu, - fyrir afskap- lega hagstætt verð. En aðsjálf- sögðu er verðið alltaf að breyt- ast, og það er mismunandi milli flugfclaga. - Hafið þið kannski sérhæft ykkur að einhverju leyti í Bandaríkjaferðum? - Ég veit ekki hvað skal segja um það, en líklega hefur þetta kontið til vegna tengsla okkar við Pan American. Fólk hringir hingað oft til að spyrj- ast fyrir um ýmislegt á vegum Pan Ameriean. En við erum að sjálfsögðu ekkert bundin PanAm eingöngu. Við reynum að sníða vinnu okkar eftir þörfum viökomandi ferða- manns. - í hverju eru umboösstörf fyrir PanAm helst fólgin? - Við höfum allar handbæk- ur flugfélagsins, viö eigum að hafa verö á öllum leiðum sent það flýgur á, og samskipti við félagið ganga mjög greitt, ef einhverjar upplýsingar vantar. Við sjáum auðvitaö um farseðlaútgáfu á þcirra leiöum, og höfum meöal annars verið með „Around the World" - miða. - Hvað kostar að fara um- hverfis jörðina? - Það kostar rúmar 55 þús- und krónur, frá Lundúnum til Lundúna. Þá er ekki innilalið 'verðiö héöan til Lundúna. rÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR Diskotek — Glæsileg tískusyning frá flónni í höndum The fashion force. Opið frá kl. 21—03. Kráin — fdda og Steinunn veröa á sínum eina og sanna staö. finnig spilar Þórarinn Gíslason á píanó. Opiö frá kl. 18—03. Diskótek — Moses Crasy fred veröa í diskó- tekinu. Opiö frá kl. 21—03. Kráin — Þórarinn Gíslason spilar á píanó fyr- ir matergesti. finnig veröur fdda og Stein- unn Djelly á staönum. Opiö í hádeginu og frá kl. 18—03. Diskótek — The fashion force meö enn eina stórglæsilega tískusýningu frá flónni. Kokteill borinn fram kl. 22—23. Opiö frá kl. 21—01. Kráin — f dda og Steinunn Djelly og Þórar- inn Gíslason skemmta hjá okkur í kvöld. Opiö í hádeginu og frá kl. 18—01. Sælgætiskynning frá GÓIJ hf. w »■■ »« n ... * * »« , !' i OPI \LLAR 1 IÐ l/ETUF l smitffukafl li

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.