NT - 05.03.1985, Síða 9

NT - 05.03.1985, Síða 9
Þridjudagur 5. mars 1985 9 Enn um bankamálin ■ ■■ „Sameining við Útvegs- bankann er engin lausn“ - segir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans ■ „Pegar rætt er um hug- myndir að sameiningu banka, þá hefur lengi verið talað um möguleika á sameiningu Út- vegsbanka og Búnaðarbanka. ég er þeirrar skoðunar að sú lausn sé alls ekki æskileg fyrir Búnaðarbankann, og kannski ekki fyrir hvorugan bankann,“ sagði Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, í sam- tali við NT í tilefni af ummæl- um Halldórs Guðbjarnarson- ar, bankastjóra Útvegsbank- ans, á viðskiptalífssíðu í síð- ustu viku. „Búnaðarbankinn á ekki í neinum erfiðleikum,“ sagði Stefán ennfremur. „Eigin- fjárstaða bankans er sterk, og lausafjárstaðaviðunandi. Pessi sameining sem rætt er um yrði ekki til hagsbóta fyrir Búnað- arbankann, nema síður væri.“ Stefán taldi það byggt á mis- skilningi að með sameiningu Búnaðarbanka og Útvegs- banka kæmi öflugur banki sem hefði um þriðjung innlána í bankakerfinu. „Menn verða að gera sér grein fyrir að ráðstafa ekki sparifé á þennan hátt. Fólk er frjálst að því að flytja sitt sparifé. Það er óraunhæft að gera ráð fyrir að þessi samein- aði banki verði jafnstór og bankarnir tveir eru til samans nú. Ég hef trú á að menn séu það bundnir hvorum banka um sig, og andstaðan við sam- einingu svo mikil, að þessi nýi banki yrði mun veikari en hinir tveir,“ „Það eru fleiri vandkvæði á slíkri sameiningu,“ hélt Stefán áfram. „Það hefur t.d. lítið verið rætt um þann viðkvæma þátt sem eru starfsmannamál- in. Þetta snýst um starfsöryggi starfsfólks, lífeyrismál og annað. Lífeyrissjóður starfs- manna Búnaðarbankans er mjög sterkur. Bankinn hefur á undanförnum árum lagt veru- lega fjármuni í varasjóð, sem veitir starfsfólki bankans ör- yggi sem það metur. Starfs- fólkið er ekki tilbúið til að ganga út í óvissuna í þessum efnurn." Stefán Pálsson sagði það ekki rétt hjá Halldóri Guð- bjarnasyni að bankamála- ■ Stefán Pálsson, banka- stjóri. nefndin hefði 1973 gert beina tillögu um sameiningu Útvegs- og Búnaðarbanka. Nefndin hefði velt þessari hugmynd fyr- ir sér, en tekið fram að hún hefði ekki lokið athugun á hagkvæmni slíkrar sameiningar. „Það hefur líka mjög margt breyst á þessum tólf árum. Þau sjónarmið sem þá voru uppi gilda ekki í ár. Ég held að menn hafi fest í þessu gamla fari og komist bara ekki upp úr því.“ En þar sem bankastjóri Bún- aðarbankans er andvígur sam- einingu við Útvegsbankann, hvaða aðrar hugmyndir hefur hann þá um fækkun banka? „Ég held að það megi velta fyrir sér ýmsum öðrum lausn- um. Ef menn eru í alvöru að huga að sterkari rekstrarein- ingu, þá held ég að það ætti með frjálsum samningum að stuðla að sameiningu einka- bankanna. Einnig kæmi til greina að einhver ríkisbank- anna kæmi inn í þá samein- ingu. Þá þarf að huga sterklega að stöðu sparisjóðanna með sam- einingu við banka í huga til að gera þá virkari í uppbyggingu atvinnulífsins. Að lokum er ekki útilokað að hugsa sér að leggja niður banka en skipta starfseminni upp. Það er nefnd starfandi sem hefur öll þessi mál til athugun- ar, hún hefur ekki ennþá skilað af sér og er býsna undarlegt ef búið er að ákveða lausnina fyrirfram.“ Úr áliti bankamálanefndar ■ Álit stjórnskipaðrar bankamálanefndar 1983 hefur spunnist inn í umræður manna um sameiningu banka. Vegna athugasemda Stefáns Pálsson- ar í viðtalinu á síðunni er hér birtur sá kafli úr skýrslu banka- málanefndarinnar sem fjallar um fækkun banka: „Nefndin kemst að þeirri almennu niðurstöðu, að æski- legt sé að stefna að því, að viðskiptabankarnir verði í framtíðinni ekki fleiri en þrír til fjórir, en með því væri tryggð eðlileg samkeppni. Væri þá t.d. eðlilegt, að tveir af þeim væru ríkisbankar, en tveir hlutafélagsbankar. Eigi að stefna að því, að ríkis- bönkunum fækki úr þremur í tvo, virðist sú leið helst koma til greina, að það gerist með sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbankans, og hefur nefndin gert sérstaka athugun á því, hvernig framkvæma megi slíka sameiningu og hvaða vandamál væru henni samfara. Nefndin leggur þó áherslu á, að henni hefur ekki unnist tími til að kanna nægi- lega rekstrarlega hagkvæmni þeirrar sameiningar, þegar sleppir áhrifum bættrar eigin- fjárstöðu. Verði úr þessari sameiningu, telur nefndin enn- fremur æskilegt, að Iðnaðar- bankinn verði eiginlega tengd- ur hinum nýja banka með þeim hætti, að hlutafé ríkisins í Iðnaðarbankanum verði af- hent honum til eignar. Augljóst er, að beinasta leið ríkisvaldsins til þess að fækka bönkum felst í því að sameina ríkisbankana, sem það ræður sjálft yfir. Nefndin vill hins vegar leggja áherslu á það, að ekki eru veigaminni rök fyrir því að sameina hlutafélaga- bankana, sem bæði eru miklu minni og meira einhliða í upp- byggingu en ríkisbankarnir. Bendir nefndin sérstaklega á þá möguleika, að Samvinnu- bankinn og Alþýðubankinn verði sameinaðir, svo og Versl- unarbankinn og Iðnaðarbank- inn, nema svo fari að Iðnaðar- bankinn verði tengdur hinum nýja ríkisbanka." Nú situr enn ný bankamála- nefnd að störfum, sú þriðja á rúmum áratug. Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor, formaður nefndarinnar sagði í samtali við NT að nefndin myndi síðar í vor skila tillögum sínum til bankamálaráðherra. Rikisstyrkir sem % af GNP Norðmenn eru með hæsta ríkisstyrki Kóreu og Japan - 3.900 tonn á síðasta ári Sautjánföldun freðfisks til Suður- ■ íslenskir ráðherrar og al- þingismenn deildu á dögunum um styrki norska ríkisins til' norsks sjávarútvegs. Töldu sumir þennan stuðning ógna samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. í tölum sem OECD hefur birt kemur í ljós að Norðmenn veita vissulega mikla ríkisstyrki til atvinnufyr- irtækja einkaaðila, líklega mesta styrki, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, allra aðild- arríkja OECD. En aðeins lítill hluti þessara styrkja fara til sjávarútvegs: um 90% ríkis- stuðningsins rennur til land- búnaðar og iðnaðar. Samkvæmt ritgerð Hall- gríms Snorrasonar í Klemensar- bók, sem kom út í gær, námu framleiðslustyrkir til fyrirtækja 4,5% afþjóðarútgjöldum árs- ins 1982 á íslandi. Þar af voru styrkir til sjávarútvegs hverf- andi, og helstir framlag til Aflatryggingasjóðs og verð- bætur á línufisk. ■ Á síðasta ári fluttu íslensk- ir aðilar út samtals 3.900 tonn af frystum fiski til Japans og Suður-Kóreu. Árið áður flutt- um við hins vegar út aðeins 235 tonn af freðflski til þessara landa. Þannig tæplega sautján- faldaðist þessi útflutningur okkar að magni til, frá árinu 1983 til 1984. Það er fyrst og fremst karfi og grálúða sem um er að ræða. Stærsta útflutningsaðilarnir á Hilmar Sigurðsson. Hannes Þ. Sigurðsson. Ólafur Bergsson. Breytingar hjá Sjóvá ■ Verulegar skipulagsbreyt- ingar hafa verið gerðar hjá Sjóváaðundanförnu. Fyrirtæk- inu hefur hefur verið skipt upp í fjögur meginsvið og hafa forstöðumenn verið ráðnir til þeirra. Tilgangur breytinganna er að styrkja rekstur fyrirtækis- ins og auka og bæta þjónust- una. Forstöðumaður fjármála- sviðs hefur verið ráðinn Hilm- ar Sigurðsson, viðskipta- fræðingur. Hann er nýkominn til starfa hjá Sjóvá. Forstöðu- maður þjónustusviðs er Hann- es Þ. Sigurðsson, en hann hef- ur starfað hjá Sjóvá síðan 1950. Forstöðumaður tjóna- sviðs er Ólafur Bergsson, sem starfað hefur hjá Sjóvá síðan 1945. Markaðs- og stjórnun- arsvið munu heyra undir Sig- urjón Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóra. Sjóvá er nú meðal stærstu tryggingafélaga landsins, sem veitir alhliða tryggingaþjón- ustu. Hluti breytinganna nú felst í stafi að þróun vátrygg- inga, og mun félagið innan tíðar kynna margvíslegar nýj- ungar í vátryggingamálum, sem munu standa viðskiptavin- um þess til boða. Framkvæmdastjóri Sjóvá er Einar Sveinsson. síðasta ári voru þrír, Samband- ið með 2.400 tonn, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna með um 1.000 tonn, og Hekla hf. með um 500 tonn. Verðmæti þessa útflutnings í fyrra varð um 156 milljónir króna. Árið áður var verðmætið um 9 milljónir króna. Á föstu dollaraverði jukust verðmætin fjórtánfalt á milli áranna. „Það er engum vafa undir- orpið að þessir nýju markaðir buðu í fyrra upp á hærra verði heldur en gömlu markaðirnir í Vestur-Evrópu og í Banda- ríkjunum," sagði Sigurður Markússon, framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS í samtali við NT. Hann bætti því við að sala til Evrópu hafi verið sérstaklega erfið í fyrra vegna slæmrar stöðu Evrópu- mynta. En hverjar eru framtíðar- horfurnar í þessum viðskipt- um? Egill Jónsson hjá Heklu sagði NT að fyrirtækið hefði nú gert samning um tífalda sölu á karfa til Japan á þessu ári frá því í fyrra, eða á 5000 tonnum. Kvaðst Egill vera bjartsýnn á að Heklu tækist að afla a.m.k. 3^1000 tonna af þessu magni til afhendingar. „Eftirspurnin virðist ætla að haldast a.m.k. að sinni. Hún byggir á því að þjóðirnar fá ekki nægilega mikið af þessum íisktegundum á sínum liefð- bundnu miðum. En það kann að fara svo í framtíðinni að þær verði sjálfum sér nógar um þær, þó engin teikn séu um það ennþá,“ sagði Sigurður Markússon. Verðþróun getur einnig haft áhrif. Guðmundur H. Garð- arsson hjá Sölumiðstöðinni sagði að í síðasta mánuði hefði orðið 6-14% verðhækkun á karfapakkningum í Bandaríkj- unum. En þá væri þess að gæta að ekki væri um nákvæmlega sömu pakkningar að ræða og seldar væru til Japans og Kór- eu. Eldi h.f. í Grindavík hyggur á framkvæmdir: Stækkun í 5001. árlega slátrun ■ Laxeldisfyrirtækið Eldi h.f. í Grindavík íhugar nú að stórauka starfsemi sína. Er ætlun fyrirtækisins að byggja laxeldisaðstöðu sína upp í‘ sumar og haust, og stefna ó- trautt að 500 tonna slátrun strax á næsta ári. „Við erum komnir með stærstan hluta þeirra seiða sem við þurfum í þetta“, sagði Gunnar Þórðarson, stjórnar- formaður Eldis, í samtali við NT, en bætti því við að í Kollafjarðarstöð ríkisins hefði Eldi átt pöntuð seiði, sem það tæki ekki vegna sjúkdóms sem kom þar upp fyrr í vetur; þetta kynni að tefja stækkunaráætl- anirnar eitthvað. Talsverðar framkvæmdir fylgja stækkun laxeldisstöðvar Eldis, og taldi Gunnar Þórðar- son að þær myndu kosta á bilinu 50-60 milljónir króna. Hluthöfum í Eldi fjölgaði verulega í haust, þegar ein- staklingar og fyrirtæki á ísa- firði og í Reykjavík, sem marg- ir stunda útgerð og fiskvinnslu fyrir, keyptu hlut í félaginu. ■ Efnilegur Eldis-lax í stöðinni að Húsatóftum í Grindavík.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.