NT - 05.03.1985, Síða 1
Norrænn þróunarsjóður
SIJ fyrir vestursvæðið
■ Ráðherranefndin leggur heimamanna dugi hvergi til að hrinda í framkvæmd nýskopun
fram tvær tillögur á Norður- fjármagna endurbætur eða í atvinnulífinu. Er bent á að
landaráðsþingi varðandi vest-
ursvæðið, Færeyjar, ísland og
Grænland sem er stærsti en
jafnframt strjálbýlasti hluti
Norðurlanda. Er stefnt að efl-
ingu svæðisbundis starfs til
aukningar fjölbreytni í at-i
vinnulífinu og lagt til að stofn-l
aður verði norrænn þróunar-i
sjóður fyrir vestursvæðið. ]
Lagt er til að jafnvægi í
atvinnulífi á þessum slóðum
verði náð með því að styrkja
flutninga og samgöngur, ferða-
þjónustu, verslun, iðnað og
fleira í stað þess að leggja
einhliða kapp á hefðbundnar
atvinnugreínar eins og fisk-
veiðar og hvers konar sjávar-
nytjar. Er bent á að sparnaður
grannþjóðirnar gætu orðið að
miklu liði með ráðgjöf og fleira
á þessu sviði. Ef viljayfirlýsing
verður samþykkt á þessu þingi
um stofnun sjóðsins verður
sérstök tillaga um stofnun
sjóðsins lögð fyrir efnahags-
málanefndina síðar á árinu svo
að sjóðurinn geti tekið til starfa
snemma á árinu 1986.
■ Norðurlandaráðsþing, hið
33. í röðinni hófst í Þjóð-
leikhúsinu í gær og stendur
fram á fóstudag. Margt merkra
mála liggur fyrir þinginu og
getur það orðið stefnumark-
andi fyrir framtíð norrænnar
samvinnu. N I-mvnd: Svtrrir
Sjá bls. 2,3 og 24
Almenn óánægja meðal
sjómanna á fundunum
samningurinn felldur á Neskaupsstað
■ Mikil ólga var meðal sjó-
manna á kynningarfundum víða
um iand í gærkvöld, þar sem
nýgerður kjarasamningur sjó-
manna og útgerðarmanna var
kynntur.
Sjómönnum fannst kostnað-
arhlutdeildin ekki hafa verið
lagfærð sem skyldi, og heyrðust
víða miklar óánægjuraddir á
fundunum. Á Neskaupsstað
hefur þegar farið fram atkvæða-
greiðsla um samningana, og
féllu atkvæði þannig að tuttugu
sögðu nei, en átján sögðu já.
Einn seðill var ógildur.
Á fundi sem sjómannafélag
Reykjavíkur hélt í gær, var
auðheyrt á mönnum að þeir
töldu samninginn ekki jafn góð-
an og vonir stóðu til. í Keflavík,
Vestmannaeyjum, Siglufirði,
Akureyri og Hornafirði voru
uppi almennar óánægju raddir
um samninginn, og var að heyra
á mönnum áð ekki hefði tekist
sem skyldi.
Á Siglufirði var atkvæða-
greiðslu um samningana frestað
þar til í dag. Þá greiddu Siglfirð-
ingar atkvæði um hvort verkfalli
skyldi frestað á miðnætti, og
varð niðurstaða fundarmanna
að verkfalli skyldi ekki frestað
fyrr en almenn talning atkvæða
hefði farið fram hjá ríkissátta-
semjara síðar í vikunni.
■ Kristjan Ragnarsson formaður LÍÚ tekur í hendina á Óskari
Vigfússyni formanni Sjómannasambandsins. NT-mynd: Robcn
Hafrannsóknarstofnun í sam-
vinnu við útgerðar- og sjómenn:
Togað á 600 stöð-
um á fimm togurum
■ Hafrannsóknarstofnun í
samvinnu við útgerðarmenn og
sjómenn heldur í dag í rúmlega
tveggja vikna leiðangur til rann-
sókna og mælinga á botnfisk-
stofnum umhverfis landið. I
leiðangurinn er farið á fimm
japönskum skuttogurum með
þeim áhöfnum sem á þeim eru
ásamt 5 mönnum frá Hafrann-
sóknarstofnun á hverju skipi.
Ætlunin er að toga með botn-
vörpu á alls 600 stöðum um-
hverfis landið - stöðum sem
fyrirfram hafa verið ákveðnir af
fiskifræðingum í samvinnu við
skipstjórnarmenn víðs vegar um
landið, enda unnið að þessu
öllu í nánu samráði og samvinnu
við þá að sögn Ólafs Karvels
Pálssonar, fiskifræðings sem
verður leiðangursstjóri í þessum
leiðangri.
Meginmarkmiðiö með leið-
angrinum sagði Ólafur það að
reyna að mæla stofnstærð okkar
helstu botnfiskstofna - aðallega
þorsksins. en einnig margra
annarra fiskistofna. Ráðgert sé
að safna gögnum um rúmlega
20 fiskitegundir sem verða
mældar ásamt því að taka margs-
konar sýni önnur en varðandi
stofnstærðina, svo sem vöxt,
kynþroska og annað. Þ.e. að fá
fram almennar líffræðilegar
upplýsingar um þessa fiski-
stofna.
Til þessa hefur að sögn Ólafs
reynst erfitt að mæla fiskistofna
það nákvæmlega að hægt væri
að gefa nægilega góða fiskveiði-
ráðgjöf. Markmiðið nú sé að fá
úr því skorið hvort slík mæling
sé möguleg með þessari aðferð,
þ.e. svokallaðri mælingu með
botnvörpu. Leiðangur svo
margra skipa hefði verið ófram-
kvæmanlegur öðruvísi en að
leita til útvegsmanna og sjó-
manna um hjálp. Og á skipum
stofnunarinnar yrðu 600 tog
ekki tekin nema á óralöngum
tíma.
Þau skip sem fara í leiðangur-
inn eru: Arnar frá Skagaströnd,
Drangey frá Sauðárkróki, Hof-
fell frá Fáskrúðsfirði, Páll Páls-
son frá Hnífsdal og Vest-
mannaey.
■ Samninganefnd ríkisins
gengur á fund launamálaráðs
BHMR um fimmleytið í gxr. Á
fundinum hafnaði ráðið tilboði
samninganefndar ríkisins, og fór
ráðið fram á að nefndin skilaði
„alvöru tilboði".
Tilboð nefndarínnar var metið
á fimm prósent hækkun launa
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna.
Indriði H. Þorláksson formað-
ur samninganefndar ríkisins
sagði í samtali við NT að rætt
yrði við kennara á sama grund-
velli þrátt fyrír það ástand sem
ríkti í skóhmam.
Guðlaugur Ástgeirsson vara-
formaður HÍK taldi að þetta væri
ekki svar til lausnar í deilunni
Palme deilir á
bresku ríkis-
stjórnina vegna
mengunarmála
■ Olof Palme gagnrýndi'
bresku stjórnina harðlega í
ræðu sinni á þingi Norðurlanda-
ráðs í gær fyrir skort á samstarfs-
vilja varðandi umbætur til að
sporna við loftmengun. Hann
sagði mikið af þeirri loftmengun
sem nú herjar á Norðurlöndin
eiga rót sína að rekja til bresks
iðnaðar.
„Loftmengun er að eyði-
léggja skóga okkar og vötn,“
sagði Palme. Hann líkti þeirri
mengun sem stafarfrá Bretlandi
við umhverfisstríð Breta gagn-
vart nágrönnum sínum.
Bretland hefur neitað að
ganga í hinn svokallaða 30%
klúbb Evrópuríkja, en svo er
nefndur hópur landa sem hafa
skuldbundið sig til að vinna að
því að minnka loftmengunina
um 30%. Öll Norðurlöndin eru
þar á meðal. Unnið hefur verið
að því að fá A-Evrópulöndin til
samstarfs sem og Bretland.
Tregða Breta veldur því að
mengunarmálin eru að verða að
alvarlegu ágreiningsefni Bret-
lands og Norðurlandanna.
Hundurívarðhaldi
■ Hundur sem gengið
hefur laus í Fellahverfi
Breiðholts um nokkurt
skeið var í gær handsamað-
ur af lögreglu eftir ítrekað-
ar kvartanir vegna hans.
Flutti lögreglan seppa á
dýraspítalann þar sem
þess er beðið að einhverjir
eigendur vitji hans.