NT - 08.03.1985, Blaðsíða 6
Föstudagur 8. mars 1985 6 — Bldð II
LlL Vide omairl kaður
Níels Árni Lund forstöðumaður Kvikmyndaeftirlitsinstekinntali
í tilefni af því að ofbeldismyndir voru gerðar upptækar
Við þurfum tíma til aðlögunar
■ Þann 1. febrúar sendi dómsmála-
ráöuneytiö öllum lögreglustjórum
landsins bréf þar sem bent var á aö
samkvæmt lögum nr. 33/1983 voru
ofbeldiskvikmyndir bannaðar hér á
landi. I bréfinu segir m.a.: „Meö
lögum nr. 33/1983 fylgdi listi yfir
kvikntyndir, sem voru bannaðar. Síð-
an hefur Kvikmyndaeftirlit ríkisins
skoðaö þúsundir kvikmynda og
skýringin á því af hverju myndir, sem
áöur fyrr hafa verið sýndar í bíói (t.d.
Scanners), eru nú á bannlista.
En hvað er ofbeldi? í 1. grein laga
nr. 33/1983 segir m.a.: „Bannið tekur
ckki til kvikmynda, þar sem sýning
ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna
upplýsingagiidis kvikmyndarinnar
eða vegna listræns gildis hennar."
kvikmyndum ber innflytjendum
skylda til þess að koma nteð mynd-
bönd í skoðun til Kvikmyndaeftirlits-
ins. Hefur það ekki verið gert sem
skyldi að þínu áliti?
„Nei, það hefur ekki verið gcrt sem
skyldi en þeim fer fjölgandi innflytj-
endum sem konta með rnyndir til
okkar, sérstaklega eftir þessa rassíu.
Nú gera þeir sér betur grein fyrir því
að það er allra hagur.
- Hvað er það helst sem hefur verið
ábótavant hjá innflytjendum?
„Aðallega það hversu seint við
fáunr myndirnar, efnið þarf að berast
strax til Kvikmyndaeftirlitsins, svo
við getum merkt þær.“
í sambandi við myndirnar Happy
Birthday to me og Confessional
Murders, segir Níels að rétthafi, í
þessu tilfelli Skífan, hafi merkt spól-
urnar sjálfur með miðum frá Kvik-
myndaeftirliti ríkisins.
- Níels, má ekki ætla að Ríkis-
saksóknari muni gefa út kæru á hend-
ur Skífunni og láta hann svara til saka
þar sem þetta athæfi hans varðar
sektum eða varðhaldi allt að 12
mánuðum?
brjóta margar þeirra tvímælalaust í
bága við lög um bann við ofbeldis-
kvikmyndum og hefur Kvikmynda-
eftirlitið útbúið lista yfir myndir, sem
úrskurðaðar hafa verið sem bann-
myndir (alls 67 myndir)."
Kvikmyndaeftirlitið sendi dóms-
málaráðuneytinu beiðni þess efnis að
lögreglan gerði samræmt átak í eftir-
liti með kvikmyndum sem eru á
myndböndum, en í 3. grein laga um
ofbeldiskvikm'yndir segir að barna-
verndarnefndir og löggæslumenn
skuli hafa eftirlit af þessu tagi með
höndum.
Lög um bann við
ofbeldiskvikmyndum
Hér á síðunni eru lögin birt eins og
þau hljóða, lesendum NT til fróð-
leiks. Lögin eru samþykkt á Alþingi
23. mars 1983 en reglugerð um bann
við ofbeldiskvikmyndum var ekki til-
búin fyrr en 21. desember 1983.
5. grein reglugerðarinnar er svo-
hljóðandi: „Reglugerð þessi, sem sett
er skv. lögum nr. 33/1983 öðlast
þegar gildi og gildir til ársloka 1987
nema annað verði ákveðið.“
Fyrir gildistöku þessara laga var
ekki hægt að banna mynd alfarið á
íslandi, aðeins hægt að banna þær
innan 16 ára aldurs. Nokkrar þeirra
mynda, sem eru á bannlistanum,
voru fluttar inn áður en lögin tóku
gildi og fengu blessun Kvikmyndaeft-
irlitsins til sýninga í bíói meðan engin
lög bönnuðu eldri en 16 ára að horfa
á ofbeldismyndir. Hér er því komin
Þeir sem ákveða hvað er ofbeldi og
hvað telst ekki ofbeldi er Kvikmynda-
eftirlitið. Kvikmyndaeftirlitið er skip-
að til 5 ára í senn af Menntamálaráð-
herra að fenginni umsögn frá Barna-
verndarráði. Í Kvikmyndaeftirlitinu
eiga sæti sex menn, fjórir aðalmenn
og tveir til vara.
Níels var fyrst spurður hvort hon-
um fyndist það óeðlilegt þótt kvartað
væri yfir því að sumar myndanna ættu
ekki heima á bannlistanum?
„Vissulega orkar mat okkar á því
hvaða myndir teljast ofbeldismyndir
alltaf tvímælis, en um allar þær
myndir, sem bannaðar voru í þessari
lotu, var algjör samstaða hjá okkur í
Kvikmyndaeftirlitinu. Ég vil að það
komi fram að þessar 67 myndir, sem
birtust á listanum 18. febrúar, teljasi
ólöglegar til sölu, dreifingar og sýn-
inga á íslandi frá og með deginum
sem listinn birtist.“
- Hvert er helsta viðmið Kvik-
myndaeftirlitsins þegar verið er að
meta ofbeldismyndir?
„Nú, mynd sem hefur engan raun-
verulegan söguþráð, aðeins ofbeldi á
ofbeldi ofan, taumlaust blóðbað án
listræns tilgangs, teldist „ofbeldis-
mynd.“
- Hefur komið upp ágreiningur,
Níels, um það hvort leyfa eigi mynd
til sýningar eður ei?
„Svo sem áður hefur komið fram
höfurn við verið sammála í dómum
okkar hingað til.“
- Níels, frá gildistöku laganna
(21.12.83) um bann við ofbeldis-
Stj.tíð. A, 33/1983.
um bann við ofbeldiskvikmyndum.
Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki rnínu:
1. gr.
Bannað er að framleiða í landinu eða flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir, sbr. 2. mgr.
Sala, dreifing og sýning mynda af þessu tagi er bönnuð í íslenskri lögsögu frá gildistöku
laganna.
..Olbeldiskvikmynd" merkir í lögum þessum kvikmynd, þar sem sérstaklega er sósf
eftir að sýna hvers kvns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar drápsaðferðir.
Bannið lekur ekki til kvikmynda, þar _sem_ sýning ofbeldis telst eiaa rétt á sér vcuna
upplýsingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns gildis hennar. Ekki tekur bann heldur til
kvikmynda, sem hlotið hafa viðurkenningu skoöunarmanna, sbr. VI. kafla laga nr. 53/1966.
Ef ástæða þykir til, er skoöunarmönnum þó heimilt að meta að nýju sýningarhæfni
kvikmynda, sem áður hafa veriö metnar.
„Kvikmynd" merkir í lögum þessum myndefni af hvaða tæknibúnaði sem er, hvort sem
ætlað er til sýningar í kvikmyndahúsum. sjónvarpi eða öðrurn myndflutningstækjum.
2. gr.
Skoðunarmenn kvikmynda, sbr. VI. kafla laga nr. 53/1966, leggja mat á sýningarhæfni
kvikmynda. Skulu innflytjendur, framleiðendur eða dreifingaraðilar og sýnendur kvik-
mynda kveðja skoðunarmenn til þess að skoða kvikmyndir áður en þær eru teknar til
sýningar og greiða kostnað við skoðun þeirra, skv. reglum sem ráðherra setur.
3. gr.
Barnaverndarnefndir og löggæslumenn skulu hafa eftirlit meö því, að aðeins sé'u sýndar
kvikmyndir, sem kvikmyndaeftirlit hefur leyft, eða slíkt efni selt eða leigt á myndböndum
eða myndplötum.
4. gr.
Brot gegn ákvæðum þessara laga varðar sektum eða varöhaldi allt að 12 mánuðum.
Gera skal upptækar ólöglegar k\ikmyndir samk\. lögum þessum.
5. gr.
Menntamálaráöherra skal setja reglugerð um framkvæmd laga þessara.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1987.
Cljört í Reykjavík, 23. mars 1983.
Vigdís Finnbogadóttir.
(L. S.)
lngvar Gtslason.