NT - 08.03.1985, Síða 14
Föstudagur 8. mars 1985 14-Blaðll
Helgin framundan
„Algjór draumur“
í Gallerí Langbrók
■ Á morgun, laugardaginn
9. mars, verðuropnuö í Gallerí
Langbrók sýning á brúðum eftir
súrrealistann Sjón. Brúðurnar
eru „Nobody’s Baby Dolls“ og
þyggja nöfn sín af frægunr
konum úr sögunni. Á sýning-
unni verða meðal annarra Ger-
trude Stein, Emily Bronté,
Flora Tristan og Billie Holly-
day.
Sjón hefur haldið eina
einkasýningu áður, í Skruggu-
búð 1982, og svo tekið þátt í
ýmsum samsýningum. Sjón er
einnig höfundur nokkurra
Ijóðabóka'og munu þær liggja
til sýnis.
Opnun sýningarinnar verður
frá kl. 14-18 og eru allir vel-
komnir. Sýningin stendur til
24. mars og verður opin kl.
12-18 virka daga en kl. 14-18
um helgar.
Kynning á
Myndlistaskólanum
í Reykjavík
Kynningarsýningar úr deild-
um skólans standa nú yfir fram
í mafmánuð. Kynningar eru
fyrir gesti á laugardögum frá
kl. 14.00-18.00.
Laugardaginn 9. mars er
kynning á verkum nemenda úr
málaradeildum. Opið verður
fyrir gesti, sem fyrr segir, frá
kl. 14.00 til 18.00.
Sýning Magnúsar
í Listmunahúsinu
í Listmunahúsinu Lækjar-
götu 2 stendur yfir myndlistar-
sýning Magnúsar Kjartansson-
ar. Á sýningunni eru u.þ.b. 30
verk unnin á sl. tveim árum.
Þau eru unnin með ýmis konar
tækni s.s. vatns-, þekju- og
akrýllitum sem og Ijósnæmum
efnum og tækni frá bernsku
Ijósmyndunarinnar. Sýningin,
serh er sölusýning, er opin
virka daga kl. 10-18, laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-18,
lokað mánudaga. Sýningin
stendur til 17. mars.
Útivistarferðir
Góuferð í Þúrsmörk 8.-10.
mars
Frábær gisting í Útivistar-
skálanum. Gönguferðir. Góu-
gleði með pottrétti o.fl. Uppl.
og farmiðar á skrifst., Lækj-
argötu 6a, sími/símsvari:
14606.
Tunglskinsganga um Rauð-
hóla fimmtudaginn 7. mars kl.
20.
Sunnudagsferðir 10. mars
Kl. 10.30 Yflr Kjöl á skíðum.
Skemmtileg skíðaganga. Verð
350 kr.
Kl. 13.00 Kræklingafjara í
Hvalfirði. Létt fjöruganga við
Hvítanes og Fossá. Tilvalin
fjölskylduferð. Kræklingur
steiktur á staðnum. Verð 350
kr. Fríttf. börnm. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Afmælisárshátíð í tilefni 10
ára afmælis Útivistar verður í
Félagsheimilinu Hlégarði laug-
ard. 23. mars. Allir velkomnir.
Fjölbreytt dagskrá. Pantið
miða tímanlega.
Afmælisganga nr. 1 verður
stinnudaginn 24. mars. Frítt.
Útivistarfélagar sem enn hafa
ekki greitt gíróseðla fyrir ár-
gjaldið 1984, vinsamlegastger-
ið skil. Sjáumst.
Ferðafélagið Útivist.
Sunnudagsferðir F.í.
Ferðafélag íslands gengst
fyrir tveimur dagsferðum
sunnudaginn 10. mars:
Kl. 10.30 - Gengið um Svína-
skarð, en það er skarðið milli
Móskarðshnúka og Skálafells.
Um Svínaskarð lá fyrrum al-
faraleið milli Mosfellssveitar
og Kjósar. Skarðið er í 481 m
yfir sjó.
Kl. 13.00 Meðalfell (363) í
Kjós. Létt ganga en góður
útsýnisstaður.
Brottför í báðar ferðirnar
frá Umferðarmiðstöðinni aust-
anmegin. Farmiðar seldir við
bíl, en frítt er fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Athugið að Myndakvöld
verður miðvikudag 13. mars.
Neskirkja
Samverustund aldraðra
verður á morgun, laugardag.
Farið verður í heimsókn til
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga í Holtagörðum. Bílferð
frá kirkjunni kl. 15. Pátttaka
tilkynnist kirkjuverði í síma
16783 milli kl. 17-18.
Séra Frank M. Halldórsson
Laugardagskaffi
Kvennahúss
Laugardaginn 9. mars verð-
ur opið hús og „laugardags-
kaffi" í Kvennahúsinu. Um-
ræðuefni dagsins verður getn-
aðarvarnir, og mun Þóra Fis-
cher ræða um nýjustu tækni-
framfarir á því sviði og rædd
verður spurningin hvort hér sé
á ferðinni tækni til frekari
kúgunar eða frelsis okkar.
Ráðsfundir
Málfreyja
■ Nú um helgina fara fram
ráðsfundir Málfreyja að Hótel
Loftleiðum.
Á morgun, laugardag, byrj-
ar fundur kl. 13. Kl. 17 hefst
svo ræðukeppni frá 6 deildum
. á íslensku og tveim deildum á
ensku. Á sunnudag hefst svo
fundur kl. 12 og verður þá
fræðsla um dómarastörf og
kappræður.
Fundirnir eru öllum opnir.
■ Úr leikritinu Rashomon, sem sýnt er á sunndagskvöld kl. 20.30 í Þjóðleikhúsinu.
Sýning Jóhönnu Boga-
dóttur í Norræna húsinu
■ Jóhanna Bogadóttir opnar
sýningu á málverkum og
grafíkmyndum í sýningarsal
Norræna hússins á laugardag
■ Jóhanna Bogadóttir við
eitt verka sjnna.
(NT mynd Ari).
9. mars kl. 15.00. Sýningin
verður opin frá kl. 15.00-22.00
til 17. mars.
Sérstök athygli er vakin á
því að sýningin verður einungis
opin í rúma viku (9.-17. mars),
en opnun sýningarinnar var
frestað vegna veikinda lista-
konunnar.
Flóamarkaður
Árnesingakórsins
■ Árnesingakórinn í Reykja-
vík lieldur flóamarkað bæði
laugardag og sunnudag kl.
14.00 að Borgartúni 3.