NT - 08.03.1985, Síða 15
Fóstudagur 8. mars 1985 15 — Blðð II
■ Tvær gleðikvennanna úr Gísl: Coletta (Guðrún Gísladóttir) og Meg (Margrét Helga Jóhannsdóttir).
Stórglæsilegt bingó verður
haldið í Sjálfstæðishúsinu
Hamraborg 1 í Kópavogi,
laugardaginn 9. mars kl. 14.30.
Mætið tímanlega til að ná í
spjöld. Vonumst til að sjá sem
flesta. Stórglæsilegir vinningar
í boði.
Fjáröflunarnefnd kirkjufélags
Digranesprestakalls
Rut Rebekka á vinnustofu.
Síðasta sýningarhelgi sýningar
Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur
■ NústenduryfirsýningRut-
ar Rebekku Sigurjónsdóttur
að Kjarvalsstöðum, en henni
lýkur sunnudaginn 10. mars.
Á sýningunni eru 44 verk,
málverk og grafík. Rut Re-
bekka stundaði nám í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og
Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Er útskrifuð 1982.
Hún hefur dvalist í gistivinnu-
stofu í Danmörku á vegum
Nordisk Kunstcenter 1984.
Rut Rebekka hefur haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum.
■ Frá sýningu Kristjönu Samper.
Skúlptúrsýningu Kristjönu Samper lýkur um helgina
■ Á þriðja þúsund manns
hafa þegar skoðaða sýningu
Kristjönu Samper að Kjarvals-
stöðum. Á sýningunni eru 24
verk, flest unnin í leir á s.l.
tveim árum.
Kristjana stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykja-
vík, Myndlista- og ihandíða-
skóla íslands og University of
Arizona í Bandaríkjunum.
Sýning Kristjönu er opin frá
kl. 14.00-22.00 oglýkursunnu-
daginn 10. mars.
Þrjú leikrit um helgina
Leikfélag Reykjavíkur:
Agnes - barn Guðs
■ í kvöld (föstudagskvöld)
er bandaríska verðlauna-
leikritið Agnes - barn Guðs
sýnt hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur. Guðrún Gísladóttir leikur
aðalhlutverkið, en einnig leika
þær Sigríður Hagalín og Guð-
rún Ásmundsdóttir. Þórhildur
Porleifsdóttir er leikstjóri.
Dagbók Önnu Frank
■ Á laugardagskvöldið er
Dagbók Önnu Frank sýnd, en
leikritið hefur gengið frá því
snemma í haust. Leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson. Guðrún
Kristmannsdóttir hefur hlotið
mikið hrós fyrir leik sinn sem
Anna Frank. Guðbjörg Thor-
oddsen hefur tekið við hlut-
verki Margrétar, systur
hennar. Foreldrana leika
Sigurður Karlsson og Valgerð-
■ Sýningar hefjast á ný í
Þjóðleikhúsinu að kvöldi laug-
ardags 9. mars og verður þá
67. sýning á söngleiknum Gæj-
um og píum eftir Loesser,
Swerling og Burrovvs.
Sunnudaginn 10. mars verð-
ur sýning á barnaleikritinu
Kardemommubænum eftir
Thorbjörn Egner kl. 14.00.
Sunnudaginn verður síðan
6. sýning á Rashomon eftir
Fay og Michael Kanin og á
Litla sviðinu verður Gertrude
Kvikmyndaklúbburinn
Norðurljós sýnir
í Norræna húsinu
Sunnudaginn 10. mars kl.
16.00 (kl. 4) sýnii kvikmynda-
klúbburinn Norðurljós dönsku
gamanmyndina „Stövsuger-
banden“ frá 1963. í aðalhiut-
verkum eru Clara Pontoppi-
dan, Henrik Benzon, Gunnar
Lauring, Henning Moritzen
o.fl. Leikstjóri er Bent Christ-
ensen. Myndin er svart-hvít,
með dönsku tali og sýningar-
tími er 100 mínútur.
Sýnt verður í fundarsal
Norræna hússins og gilda að-
gangskort kvikmyndaklúbbs-
ur Dan, en alls koma 10 leikar-
ar fram í sýningunni.
75. sýning á Gísl
Órfáar sýningar eftir
■ Á sunnudagskvöldið er 75.
sýning á Gísl eftir Brendan
Behan í þýðingu Jónasar
Árnasonar en leikstjórn Stef-
áns Baldurssonar. Aðeins eru
nú eftir örfáar sýningar á
leikritinu. Jóhann Sigurðsson
leikur gíslinn, en mikill fjöldi
leikara syngja, leika og dansa
í leikritinu.
Draumur á
Jónsmessunótt
■ Nýjasta viðfangsefni Leik-
félags Reykjavíkur er Draum-
ur á Jónsmessunótt. Það leikrit
verður næst sýnt á þriðjudag
og fimmtudag. Uppselt hefur
verið á allar sýningar til þessa.
Stein Gertrude Stein Gertrude
Stein, eftir Marty Martin sýnt
20.30.
Fyrirhugað var að miðasala
hæfist á þessar sýningar fimm-
tudaginn 7. mars og var búið
að auglýsa það, en nú er ljóst
af því hversu fyrirferðarmikið
þing Norðurlandaráðs er, að
miðasala getur ekki hafist fyrr
en kl. 16.00 föstudaginn 8.
mars og eru leikhúsgestir
beðnir velvirðingar á þessu.
ins frá því í haust á sýninguna.
Einnig verður hægt að kaupa
miða við innganginn.
Næsta sýning á vegum kvik-
myndaklúbbsins verður sunnu-
daginn 31. mars og verður þá
sýnd kvikmyndin „Don Olsen
kommer til byen“ frá 1964.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í
Reykjavík verður með félags-
vist sunnudaginn 10. mars kl.
16.00 að Skeifunni 17, Ford-
húsinu. Góð verðlaun verða í
boði, en stjómandi vistarinnar
er Ingi Tryggvason.
Sýningar
Alþýðuleik-
hússins
Klassapíur
■ Alþýðuleikhúsið sýnir
um helgina leikritið
Klassapíur í Nýlistasafn-
inu við Vatnsstíg. Á
sunnudag kl. 20.00 verður
8. sýning á leikritinu.
Miðapantanir í síma 14350
og miðasala er niilli kl.
17.00 og 19.00.
Beisk tár Petru
von Kant
Síðasta sýningarhelgi
■ 50. sýning á leikritinu
Beisk tár Petru von Kant
laugardag kl. 15.00, 51.
sýning verður sunnudag
kl. 16.00 og 52. sýning
mánudag kl. 20.30. Sýnt
er að Kjarvalsstöðum.
Miðapantanir í síma
26131.
Sýning í Nýlistasafninu
Föstudaginn 8. mars opnar
Georg Guðni Hauksson mál-
verkasýningu í Nýlistasafninu
Vatnsstíg 36. Þetta er fyrsta
einkasýning hans, en áður hef-
ur hann tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Sýningin verður
opin virka daga kl. 16-20 og
um helgar kl. 16-20. Sýning-
unni lýkur 17. mars.
Kim Smáge gestur
í Norræna húsinu
Á laugardag 9. mars kl.
15.00 kynnir norski sendikenn-
arinn,TorUlset, nýjarnorskar
bækur í Norræna húsinu í sam-
vinnu við bókasafn þess. Þetta
er önnur bókmenntakynningin
af fjórum, sem haldnar verða í
mars.
Gestur á þessari norsku bók-
menntakynningu verður rit-
höfundurinn Kim Smáge. Hún
er fædd og uppalin á vestur-
strönd Noregs og starfar sem
framhaldsskólakennari í Ála-
sundi. Auk þess er hún kafari
- fyrsti köfunarkennari Noregs
- og í verkum hennar endur-
speglast vesturströndin og ver-
öld kafaranna.
Kim Smáge hefur fengið
bókmenntaverðlaun og bækur
hennar fengið mjög góðar við-
tökur.
Kynningin hefst kl. 15.00 og
allir eru velkomnir.
Sýningar í Þjóð-
leikhúsinu hefjast á ný