NT - 19.03.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 19. mars 1985
Frárennslismál Reykvíkinga:
„Óskiljanlegt af heil-
brigðisyfirvöldum að
láta þetta viðgangast“
- umsögn heilbrigðisráðuneytisins um ástandið í fjörum borgarlandsins
■ „Að okkar mati er hér um
mjög aivarlegt mál að ræða,“
sagði Jón Ingimarsson, skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráöu-
neytinu, er NT innti hann eftir
umsögn heilbrigðisráðuneytis-
ins um ástandið í frárennslismál-
um höfuðborgarinnar sem sent
var ríkissaksóknara, fyrir
skömmu.
Eins og lesendur NT rekur
e.t.v. minni til, fór NT fram á
opinbera rannsókn vegna frá-
gangs á skólpræsum í fjörum
borgarlandsins, í desember síð-
astliðnum. Höfðu fróðir aðilar
lýst því yfir í NT að Reykja-
víkurfjörur væru heilsuspillandi
og í sumum tilfellum lífshættu-
legar þeim sem þar eiga leið um.
Málið var sent ríkissaksókn-
ara sem sendi það til umsagnar
í heilbrigðisráðuneytið. Sú um-
sögn liggur nú fyrir, og eins og
fram hefur komið, staðfestir
hún ummæli viðmælenda NT
um ófremdarástand í þessum
efnum.
„Af myndum ogöðrum gögn-
um sem málinu fylgdu, er Ijóst
að það er alls ekki rétt gengið
frá frárennslislögnum og
óskiljanlegt að heilbrigðisyfir-
völd skuli láta þetta viðgang-
ast,“ sagði Jón Ingimarsson og
bætti því við að víða mætti bæta
ástandið verulega með litlum
tilkostnaði ef vilji væri fyrir
hendi. Jón gat þess að frárennsl-
islagnirnar ættu að ná út fyrir
stórstraumsfjöruborð, en í
mörgum tilfellum væri skólpið
látið renna beint fram af sjávar-
kantinum.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem fengust hjá ríkissak-
sóknaraembættinu, þá hefur
mál þetta ekki verið tekið til
frekari meðferðar enn. Pétur
Guðgeirsson, fulltrúi hjá ríkis-
saksóknara kvaðst ekki geta
sagt um það hvað yrði gert næst
í málinu enda væru mörg önnur
mál til meðferðar. „Málin verða
bara að hafa sinn gang,“ sagði
hann, en tjáði sig ekki frekar.
■ Samkvæmt heilbrigðisreglugerðum þá eiga frárcnnslislagnirnar
að ná út fyrir stórstraumsfjöruborð, en eins og þessi mynd ber með
sér, þá er víða pottur brotinn í þeim efnum.Ni-mvnd: Arni Bjama
■ Jón Óttar Ragnarsson
matvælafræðingur.
Athugasemd
vegna
Tarkovskí-
málsins
■ Vegna einstaklega
villandi ummæla Magnús-
ar Ólafssonar ritstjóra, í
NT vil ég taka fram eftir-
farandi:
1. Háskólabíó hefur
keypt og greitt fyrir
sýningarrétt á þeim
fjórum myndum Tark-
ovskís sem rússneska
sendiráðið reyndi að
stöðva sýningu á.
2. Rússneska sendiráðið
véfengir þennan rétt
þótt hann sé keyptur
með fullkomlega lög-
legum hætti eftir hefð-
bundnum leiðum án
þess þó að framvísa
svo mikið sem blað-
snifsi máli sínu til
stuðnings.
3. Rússneska sendiráðið
útilokaði þegar í upp-
hafi þann möguleika að
Tarkovskínefndin gæti
fest kaup á sýningar-
réttinum af Rússunum
í tæka tíð fyrir hátíðina
ef svo ótrúlega vildi til
að réttur Háskólabíós
yrði véfengdur.
Að öllu samanlögðu
hefur framkoma rússn-
eska sendiráðsins verið
með slíkum endemum í
þessu máli að það gegnir
mikilli furðu að ritstjóri
virts dagblaðs skuli reyna
að bera í bætifláka fyrir
það.
Jón Óttar Ragnarsson
framkvæmdastjóri
Tarkovskínefndarinnar
Húsavík:
Frumsýndu gleðileik
inn „Ástin sigrar"
- við mikinn fögnuð áhorfenda
Frá fréttaritara NT í Húsavík, Hafliða Jó-
steinssyni.
■ Á föstudag frumsýndi Leik-
félag Húsavíkur gleði- og gam-
anieikinn „Ástin sigrar“ eftir
Ólaf Hauk Símonarson undir
leikstjórn Þórhalls Sigurðs-
sonar, en Þjóðleikhúsið sýndi
Leikfélagi Húsavíkur þá velvild
og skilning á 85 ára afmæli LH
að gefa Þórhalli frí til að leik-
stýra verkinu.
Það mætti vera steindauð
manneskja sem ekki hlær og
hrífst með undir tveggja
klukkustunda fyndnu og bráð-
skemmtilegu verki. Þótt „Ástin
sigrar" sé fyrst og fremst gert til
að leikhúsgestir geti gefið hlát-
urkitlunum lausan tauminn þá
e'r ýmislegt alvarlegt sem býr að
baki spaugilegu aðhlátursefninu
sem stanslaust streymir frá hin-
um ýmsu persónum leikritsins.
Jón Friðrik Benónýsson fer
með eitt stærsta hlutverkið af
mikilli innlifun og gerði þessum
yfirmáta ástfangna furðufugli
ágæt skil. Lofaði öllu fögru í
einu orði en var svo tilbúinn að
gleyma öllum Joforðum í næstu
andrá. Skemmtileg persóna í
öllu því ástaupplifelsi nútímans.
Einn af þeim sem fer með
veigamikið og stórt hlutverk er
Arnar Björnsson. Þar kemur
fram óvenju fyndin persóna sem
undirritaður hló sig alveg mátt-
lausan af að sjá og heyra. Það
mætti segja mér að LH hafi
fundið þarna leikara sem eigi
eftir að láta meira að sér kveða
á fjölum gamla samkomuhúss-
ins okkar.
Þorkell Björnsson fer með
nokkuð veigamikið og skemmti-
legt hlutverk sem hann gerir
lifandi og hressilegt sem hans
var von og vísa. Kvenþjóðin á
þarna sína fulltrúa sem skila
hlutverkum sínum með sæmd
og sóma.
Snædís Gunnlaugsdóttir fer að
mínu mati á kostum í sínu
hlutverki; mátulega yfirdrifin í
ástarfuna sínum og vingjarn-
leika. Jákvæð persóna sem virð-
ist ekki bera kala til nokkurs
manns.
Anna Ragnarsdóttir er ágæt í
hlutverki sínu sem sýnir okkur
konu sem er að rífa sig lausa frá
fyrrverandi manni sínum en er
þó svolítið veik fyrir honum. En
vinnur samt að lokum sigur í
þessum átökum.
Margar aðrar skemmtilegar
persónur komu fram í þessum
gleðileik og gerðu sínum hlut-
verkum góð skil.
Að lokinni frumsýningu ætl-
aði lófatakinu aldrei að linna,
sem sýnir að leikhúsgestir vildu
á verðugan hátt sýna þakklæti
sitt til þeirra er gáfu okkur kost
á að hlæja rækilegajtessa kvöld-
stund í gamla samkomuhúsinu
okkar.
Er frumsýningu lauk voru
höfundur og leikstjóri kallaðir
upp á sviðið og færð blóm. Megi
þeir báðir hafa þakkir fyrir sitt
framlag á 85 ára afmæli LH.
Að lokum þetta. Megi Leikfé-
lag Húsavíkur hér eftir sem
hingað til halda uppi öflugu og
jákvæðu leikstarfi sem hluta af
mannlegri tilveru okkar á Húsa-
vík.
Atkvæðagreiðslu um sóknargjöld frestað í efri deild:
Fjármálaráðherra
boðar athugasemd'
ir í 2. umræðu!
■ Atkvæðagreiðslu var
frestað í efri deild Alþingis í
gær um frumvarp til laga um
sóknargjöld, þar sem fjár-
málaráðherra lýsti því yfir að
fjármálaráðuneytið hefði
ýmsar athugasemdir við
frumvarpið.
Engar athugasemdir komu
fram við frumvarpið hjá ráð-
herra við fyrstu umræðu en
minni hluti menntamála-
nefndar Ragnar Arnalds,
hefur sent frá sér nefndarálit
þar sem lýst er yfir samþykki
við þá meginstefnu frum-
varpsins að sóknargjöld
verði ekki lengur nefskattur
án tillits til tekna manna eins
og verið hefur, heldur tiltek-
inn hundraðshluti af útsvars-
stofni hvers gjaldskylds
manns. í frumvarpinu er lagt
til að sóknargjald skuli vera
0,2-0,4% af útsvarsstofni
hvers gjaldanda en hægt er
með heimild sóknarnefndar
að hækka gjöld allt að tvö-
földu, með samþykki kirkju-
málaráðherra. I nefndaráliti
Ragnars Arnalds er lagt til
að þetta ákvæði verði fellt
brott en í stað þess skuli 10%
af innheimtum sóknargjöld-
um lögð í jöfnunarsjóð sem
skal einkum ætlaður sóknar-
kirkjum þar sem tekjur
hrökkva ekki fyrir nauðsyn-
legum útgjöldum.
■ Verðandi stúdentar í Verzlunarskóla íslands kepptu í maraþonknattspyrnu 8. mars síðastliðinn.
Var þetta einn liður í fjáröflunarskyni fyrir utanlandsferð þeirra í vor. Keppnin fór fram í
Ármannsheimilinu í Reykjavík og stóð keppnin yfir í samfleytt 20 klukkustundir.
Til gamans má geta þess að staðan í leiksiok var 375 gegn 335.
Atvinnumála-
nefndfylgjandi
ríkismati
sjávarafurða
■ Atvinnumálanefnd hefur
sent frá sér nefndarálit um til-
lögu til þingsályktunar um að
leggja niður starfsemi ríkis-
mats sjávarafurða.
Er lagt til í nefndarálitinu að
tillögunni verði vísað frá þar
sem einungis séu liðnir rúmir
sjö mánuðir síðan að lög um
ríkismat sjávarafurða tóku gildi
og því hafi ekki fengist nægileg
reynsla af framkvæmd hinna
nýsettu laga.
Betri horfur í iðnaði eftir slakt síðasta ár
Framleiðsla síðasta árs minni en árið á undan
■ Fyrsti ársfjórðungur
þessa árs ætti að verða iðnaði
betri en síðasti ársfjórðungur
síðasta árs. Samkvæmt Hag-
sveifluvog iðnaðarins, sem
eru samandregnar niðurstöð-
ur könnunar á ástandi og
horfum í iðnaði.
Hagsveifluvogin spáir
betri framleiðsluhorfum,
betri söluhorfum og auknum
fjölda starfsmanna við iðnað.
Þá kemur einnig fram í
Hagsveifluvog iðnaðarins,
að framleiðsla og sala var
minni á síðasta ársfjórðungi
síðasta árs, en á samsvarandi
tíma 1983, en hins vegar
meiri en á þriðja ársfjórðungi
síðasta árs.