NT - 23.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 5
 7. tbl. mars 1985 5 - Blað II IlL ÁBÓT Innanhússo g utan Erlend gólfteppi á markaðnum: Ull, gervi- efni og svampbotnar ■ Gífurlegt úrval er af innfluttum gólfteppum á markaönum hér á landi og fjöldi verslana sem hefur þau á boðstólum. Til þess að fá innsýn í gerð þessara gólfteppa var talað við Hjört Guðbjartsson, framkvæmda- stjóra verslunarinnar Málarans, en sú verslun flytur inn gólfteppi frá Ege- teppaverksmiðjunum í Danmörku. Tuftingteppi „Þessi erlendu teppi eru svo til öll Tufting teppi og flest með svamp- botni. Að vísu eru einstaka tegundir með strigabotni. Svampundirlagið er með mismunandi styrkleika og í fram- leiðslu kemur það fljótandi á botn teppanna. Yfirleitt eru þessi teppi límd niður á gólf og við hér í verslun- inni ráðleggjum alfarið að gera það við öll gerviefni. Ef það er ekki gert vilja þau teygjast eftir því hvernig gengið er á þeim og það verður aldrei gott. f>að gengur með ullarteppi með svampbotni að líma þau niður með sérstöku límbandi, en yfirleitt er ráðlegt að heillíma þessi teppi niður. Mikið úrval er af lími til þessara nota. Ef að menn hyggjast taka teppi sín upp aftur er ráðlegt að líma þau aðeins niður með límbandi, en hætta er þá á að þau hreyfist og losni. Það á að vera hægt að taka heillímd teppi upp aftur ef svampbotninn er sterkur. Annars er hætta á að hann rifni. Á Egeteppunum sem við seljum er stöðugur og góður botn sem á að vera hægt að taka upp aftur. Úrval og efni Erlendu teppin eru gerð úr ull og gerviefnum eða blöndu af þessu tvennu. Það gerviefni sem helst er notað nefnist polyamid. Þessi teppi eru yfirleitt ódýrari en íslensku teppðin. Úrvalið er mjög fjölbreytt, .á mark- aðnum eru gólfteppi fyrir heimili og vinnustaði til dæmis skrifstofur og eru þau með öðru vísi botni en þau sem ætluð eru til heimilisnota. Einnig eru gólfteppi á markaðnum sem eru með sérstökum þráðum sem afrafmagna. Þetta hefur líka verið gert með sér- stökum efnum sem sett eru í teppin, en fyrrnefnda aðferðin er talin mun betri. { nokkur ár hafa Berberteppi verið á markaðnum og verið vinsæl. All- flestar erlendar verksmiðjur hafa framleitt þessi teppi. Þau eru Tufting teppi, en sérstaða þeirra liggur í að þau eru með lokaðri, grófri lykkju. íslensku Wilton ullarteppin hafa enst gífurlega vel. En ekki er alltaf víst að menn séu að leita að end- ingarmiklum gólfteppum þar sem tískan breytist og menn vilja skipta oft um teppi hjá sér. Til athugunar Þar sem það er gífurlegt úrval af erlendum teppum hér á markaðnum hefur það borið við að innan um hafi komið rusl og jafnvel ullarteppi sem greinilega eru notuð afgangsefni í. Fólk hefur lent í skakkaföllum vegna þessa. Það er því ákaflega þýðingarmikið hjá fólki sem er að velja sér teppi að það leiti sér upplýs- inga um efnismagn og framleiðanda. Það segir mikið til um gæði teppanna. Það er sem sagt ekki nóg að líta aðeins á verð og útlit.“ NT-mynd: Árni Bjama Úr verslun Málarans á Grensásvegi. Mðzds 323 Glæsllegur, rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með framdrifi. MEST FYRIR PENINGANA Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætisbak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóð- einangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blást- ur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Útispegill — Baksýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hituð afturrúða —- Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í farangursgeymslu (HB) — Barnaöryggis- læsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. Verð með öllu þessu aðeins kr. 337.900 til öryrkja ca kr. 237.900. Opið laugardag frá kl. 10—4 £ _______________ BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.