NT - 23.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 23.03.1985, Blaðsíða 7
Verkfæri ■ Þvingur með plasthlífum er gott að nota á heflaðan við, þar sem þær skilja ekki eftir merki í viðnum. ■ Nokkrar gerðir af litlum þvingum. ■ Þvingukjaftar sem settir eru upp á 3/4 tonunu rör. Mismunandi langar þvingur. ■ Kantlímingarþvingan sem fest er á stóra þvingu. „Afþvingum fæég aldrei nóg“ ■ „Þvingur eru aukahendurnar sem halda meðan maður sjálfur heldur áfram með verkið. Og í rauninni eignast maður aldrei nógu margar,“ segir einn viðmælanda blaðsins sem er áhugamaður um smíðar. - „Sjálfur á ég fimmtíu stykki en samt sem áður kemur fyrir að mig vanti eina eða tvær.“ I þessari grein gefur hann meðal annars ráðleggingar um hvernig á að byrja að safna þvingum og hvernig þær eru notaðar. Þriðja höndin Þvingan er hugvitsamleg uppfinn- ings og með henni er hægt að leysa mörg vandamál. Oft kemur það fyrir að maður þarfnast einhvers til að halda efni sem verið er að vinna með, einhvers sem getur haldið saman límd- um hlutum í pressu, einhvers sem getur haldið saman ólíkum hlutum og svo framvegis. I stuttu máli sagt þriðju handarinnar. Þvingurnar ráða við þetta allt sam-' an og hægt er að kaupa þær í griplengdum frá einum millimetra upp í marga metra. Gömul, góð ráð Þvingurnar eru hertar misjafnlega fast. Ef á að herða mjög fast er rétt að fylgja gamla góða ráðinu og spýta í lófana fyrst. Rakar hendur gefa betri mótstöðu og betra grip á þving- unni. En eitt verða menn að hafa í huga: Það er sjaldan sem herða á þvingu með öllum þeim kröftum sem maður á til. Jafnt átak er betra, einnig fyrir þvinguna sem getur orðið skökk og kraftlaus ef harkalega er tekið á henni. Jafnt átak með fleiri en einni þvingu er miklu betra. Menn geta Ient í því að geta ekki losað þvingu sem hefur verið hert of fast. Eitt gott hamarshögg á hreyfan- lega kjaftinn nægir oftast til að losa ofherta þvingu, en það er algjört neyðarúrræði og fer illa með þving- una. Stórar þvingur fyrst í uppbyggingu eru allar þvingur eins. Stærðin greinir þær helst hverja frá annarri. Spurningin verður því alltaf þegar kaupa á þvingu, hvaða stærð henti best. Það má segja að langar, stórar þvingur megi nota við flestar aðstæð- ur, því stór þvinga getur pressað saman mjög litla hluti. Ég mæli því með að byrja á að kaupa tvær stórar þvingur, sem gefa marga möguleika. Til dæmis má nefna þvingur sem hægt er að spanna 30-40 cm. Slíkar þvingur slitna mjög seint og koma til með að endast lengi. 50 þvingur of lítið En stórar þvingur eru dýrar og það er þungt og óhentugt að vinna með þær við smáa hluti. Þess vegna mæli ég með að menn kaupi næst þrjár til fjórar af minnstu gerðunum, þær eru um leið ódýrastar. Reyndar getur maður keypt eina til tvær svona við og við eða þegar maður þarfnast þeirra og þá í þeirri stærð sem vantar. Maður eignast aldrei of margar. Sjálfur á ég fimmtíu segir áhugamaður um smíðar. stykki en samt sem áður kemur fyrir að mig vanti eina eða tvær. maður notar þvinguna lítið. Þess vegna er það mikilvægt að kunna vel við þvinguna, ckki bara aö hún sé ódýr. Þvingan stillt Stífar þvingur má smyrja með smá smurningu. Gamlir smiðir smyrja reyndar þvingurnar sínar. Eg hef þó aðeins smurt fáeinar þvingur. sérstak- lega ef þær hafa gleymst úti í rigningu og ryðgað. Nú eru á markaðnunt þvingur með plasthlífum á pressuflötunum. Þessar hlífar er ntjög gott að hafa þegar verið er að þvinga saman heflað timbur, þvi þa>r skilja ekki eftir merki í viðnum. Ef notaðar eru þvingur án plasthlífa verður að sctja lista undir kjafta þvingunnar til að varna því að för komi í heflaða viðinn. Auðvelt er að taka hlífarnar af þvingunum þegar þær eru notaðar á hluti með efnum sem geta eyðilagt þær, eða ójafna. harða hluti. Ein stór Það cru til nokkrar gerðir af þving- um sem ætlaðar eru til sérstakra nota. Til dærnis má ncfna kantlírningar- þ\inguna. Ég mæli þó ekki með að menn séu að kaupa slíkar þvingur nema þeir hafi sérstaka þörf fyrir þær. Kaupið frekar venjulegar þvingur, þær er hægt að nota til flestra hluta. En það er ein sérstök gerð sem kemur sér vel að eiga. Það er langa þvingan. Það gerist oft að það þarf að þvinga eitthvað saman sem er mjög breitt. Jafnvel þó maður eigi ekki nema eina langa þvingu er hægt að afreka mikið með henni. Mögulegt er að hafa þvinguna eins langa og hugurinn girnist með því að fá sér þvingukjafta sem settir eru upp á rör. Notið hugmyndaflugið Reyndar er hægt að finna út margar lausnir þegar vantar þvingu. Til dæm- is er hefilbekkurinn stór þvinga. Þeir sem eiga hefilbekk eiga því þá þegar langa þvingu. Fyrir þá er því oft nóg að fá sér eina langa þvingu. Oft er hægt að þvinga saman hluti nteð því að spenna stoðir eða rafta ntilli hlutanna og veggs eða lofts. Með þvingu er líka hægt að pressa inn nagla þar sem lítið pláss er fyrir hamar óg þvinguna ntá nota sem rörtöng eða skiftilykil á stóra hluti sem þarf að losa eða herða. Skortur á hugmyndaflugi er það eina sem takmarkar það hvað hægt er að gera með þvingum. Uppáhaldsþvingan Fljótlega eignast maður uppáhalds- þvingur sem teknar eru fram yfir aðrar. Þær fara betur í höndinni, renna betur, það er auðveldara að skrúfa þær fastar, þær eru léttar, en þó sterkar og líta vel út. Því miður er ekki auðvelt að út- skýra hvað gerir þvingu að upp- áhaldsþvingu. Útlitið hefur mikið að segja. Maður fellur fyrir laginu á henni, hvernig hún fer f hendi og þyngdinni. Hún er glæsileg, létt og sterk. Uppáhaldsþvingurnar notar maður meira en aðrar þess vegna verða þær liðugar og meðfærilegar. Þvinga, sem lítið er notuð, kemur til með að ryðga og verða stíf að skrúfa. Hreyfanlegi kjafturinn fer líka að renna illa. Þetta tefur fyrir og VERSLANIR - KAUPFÉLÖG REIÐVÖRUR FYRIR HESTAMENN Framleiðum flestar gerðir reiðtygja. Beisli, tauma, múla, gjarðir, ístaðsólar, járningasvuntur og margt fleira. Bjóðum einnig upp á reiðtygi unnin í cromleður. Veljið íslenskt. LEÐUKVTNNUSTOFAN VOGALANDI6 simi 83140

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.