NT - 28.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 28.03.1985, Blaðsíða 11
líl' Fimmtudagur 28. mars 1985 11 Vettvangur Opið bréf til póst- og símamálastjóra: Hús illa merkt og útburðarhverfin úrelt ■ Opið bréf til Jóns Skúlasonar, póst- og síma- málastjóra, frá nokkrum bréfberum á útibúi R-l. Liðið er hátt á aðra öld síðan hinn mæti maður Ari landpóstur Guð- mundsson, fyrirrennari okkar bréfbera, lagði upp frá Reykjarfirði við ísa- fjarðardjúp í sína fyrstu póstferð og jafnframt þá fyrstu hér á landi. Téður merkisatburður átti sér stað hinn 10. febrúar 1782 og má telja hann fyrsta vísi að póstþjónustu hér- lendis. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg bréf verið borin út. Um- svif póstþjónustunnar hafa stóraukist og miklar endurbætur verið gerðar á henni til að mætá kröfum viðskiptavina hverjusinni. En sjaldan er það, að einskis sé áfátt. Einn þátt- ur hinnar ágætu þjónustu hefur að okkar mati verið látinn sitja á hakanum, þ.e.a.s. bréfaútburðurinn; sá þáttur er rekur enda- hnútinn á alla almenna bréfadreifingu. Okkur bréfberum leik- ur hugur á að vita eftir hvaða reglum hafi verið farið er útburðarhverfin voru mæld út og ákvörðuð á sínum tíma og ekki hvað síst hve sú skipting sé gömul. Bersýnilegt er að skiptingin er komin all- mikið til ára sinna, vægast sagt. Hún er orðin það úrelt og úr sér gengin að okkur bréfbera undrar að hún skuli enn vera við lýði. Við skorum á yður, háttvirtur póst- og síma- málastjóri, að sjá til þess að gerð verði gangskör að því, að útburðarhverfi bréfbera verði mæld út á ný og ákvörðuð í samræmi við. þreyttan póstþunga hverfannaogjöfnuðþann- ig innbyrðis, eins og frek- ast verði unnt. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Fleira er það sem okkur bréfberum þykir vera ábótavant í okkar starfi. Til að mynda er það áber- andi hve hús eru illa merkt hér í bæ. Það virðist sem fólki veitist það erfitt að setja nöfn sín á bréfarifur (ef þær eru til staðar á annað borð) eða á hurðir íbúðarhúsa sinna. eins og það ætti nú að vera og er í augum okkar bréfbera auðvelt verk í framkvæmd. Eins og mál- um er háttað nú má telja þau hús til undantekninga, sem vel eru merkt. Ríkj- andi ástand hefur valdið og veldur okkur bréfber- um stöðugum og miklum óþægindum, þar sem okk- ur er ómögulegt að vita með vissu hverjir búi í þeim húsum, sem við ber- um út í. Þetta býður einnig hættunni heim; bréf geta hafnað á röngum áfanga- stað, t.d. vegna rangrar utanáskriftar eða flutn- inga, og legið þar tímun- um saman í vanskilum og jafnvel á þann hátt glatast í pósti. í reglugerð um póst- þjónustu sem sett var sam- kvæmt 26. grein póstlaga nr. 31/1940 er að finna reglur sem lúta að framan- greindum atriðum. Okkur bréfberum þykir fara vel á því að birta hér nokkrar greinar úr hinni mætu reglugerð. 10.2.2 Almenna bréfa- póstsendingar teljast lög- lega afhentar, er brétberi hefur fengið þær í hendur viðtakanda sjálfum eða einhverjum á heimili hans, eða látið þær í gegnum bréfarifu á íbúðarhurð viðtakanda eða í bréfa- kassa... 10.4.1. í þéttbýli og annars staðar sem bréfaút- burður fer fram, er sett það skilyrði fyrir útburði, að kassar eða bréfarifur séu á eða við útihurðir ein-, tví- og þríbýlishúsa, en þar sem fleiri en 3 íbúöir hafa sameiginlegan inngang, skulu húseigend- ur setja upp póstkassa- samstæður. 10.4.4. Við hverja íþróttir fornmanna ■ Á háskólatónleikum 13. marz fluttti Snorri Örn Snorrason verk Johns Dowland fyrir lútu. Dow- land (1562-1626) var íri, dvaldist mest í Frakklandi og Pýzkalandi framan af ævi, unz hann gerðist kon- unglegur lútuleikari við hirð Kirstjáns IV Dana- kóngs árið 1598. Þar var hann í 8 ár, en snéri þá heim til Bretlands og gerð- ist einn af 6 konunglegum lútuleikurum í London. Dowland samdi mikið af einleiksverkum fyrir lútu, en hærra ber þó safn hans í þremur bindum af söng- lögum. John Dowland telst í fremstu röl meðai tónskálda þessa tíma, og heyrist oft á tónleikum þar sem lúta kemur við sögu. Snorri Örn flutti þarna ein 8 lög eða smáverk eftir Dowland. Fremur virtust þau hæglætisleg og inn- hverf flest, en þó færðist ofurlítið fjör í leikinn und- ir lokin, ég hygg í laginu Lady Hunsdon's Puffe. Mörg lög Dowlands eru afar hugljúf og hafa yfir sér hið sérkennilega heill- andi yfirbragð sem ein- kennir mörg brezk þjóðlög. Hins vegar held ég að Snorri Örn ætti að taka meira á í spila- mennsku sinni flutningur- inn var á stundum svo dauflegur að því var líkast sem listamaðurinn væri að stauta sig gegnum nóturn- ar í fyrsta sinn. Sem ætti að vera alveg þarflaust, því Snorri Örn er mjög kunnáttusamur spilari, hvort sem í hlut á gítar eða lúta. S.St. bréfarifu og/eða á hverj- um kassa skal vera skilti eða gluggi fyrir nöfn, minnst 26mmxl00mm, þar sem tilgreint er með stóru og skýru prentletri fullt nafn húsráðanda og annarra sem hjá honum búa... Húsverðir eða hús- félög í fjölbýlishúsum sjá um, að kassarnir séu rétt merktir á hverjum tíma og ber þeim einnig að útvega íbúalista fyrir viðkomandi hús... 10.4.7. Láti húseigend- ur undir höfuð leggjast að setja upp bréfarifu eða póstkassa skal póstmeist- ari eða stöðvarstjóri til- kynna í ábyrgðarbréfi til- tekinn frest til uppsetning- ar. 10.4.8. Hlýði húseig- endur ekki fyrirmælum þessurn innan hins tiltekna frests, og færi hann ekki fram gildar ástæður fyrir því, tekur póst- og síma- málastofnunin ákvörðun um, hvort útburði til húss- ins skuli hætt eða hvort ákvæðum skv. 22. gr. póst- laga skuli beitt, þ.e. við- takandi tekinn úr póst- sambandi. Þér getið nú rétt írnynd- að yður, háttvirtur póst- og símamálastjóri, að ef téðum reglum væri framfylgt, hve öll almenn bréfadreifing yrði okkur bréfberum þægilegri, jafn- framt því sem hún yrði Viðskiptavinum öruggari og skjótari en hún er þann dag í dag. Yður hlýtur að vera ljóst og hafa verið það fullljóst lengi að al- mennar bréfapóstssend- ingar eru í flestum tilfell- um afhentar ólöglega; af- hentar án þess að tryggt hafi verið að þær lendi í höndum þess viðtakanda, er utanáskriftin segir til um. Póst- og símamála- stjóri, yður sem ber að stjórna stofnuninni í „samræmi -við þá stefnu- mörkun, sem felst í lögum, reglum og fyrir- mælum æðri stjórnvalda", hví látið þér slík brot gegn * póstlögum viðgangast? Hví hafið þér eigi tekið í taumana? Ókkur er spurn. Til þess eru lög, að boðorð séu haldin. Við hvetjum yður því til að aðhafast eitthvað í málinu og það skjótt. Ef óbreytt ástand helst öllu lengur og ekkert verð- ur aðhafst til að færa það til betri vegar, þá neyð- umst við bréfberar til þess, samvisku okkar vegna, að grípa til örþrifaráða: Álmennar bréfapósts- sendingar til þeirra, sem eigi hafa séð sóma sinn í að setja upp vel merkta bréfarifu eða bréfakassa og ci§» er unnt að ná til er afhending er reynd.verður litið á sem óskilasending- ar, því okkur er eigi unnt að afhenda þær löglega nema að framangreindu sé fullnægt. Svo einfalt er þaö nú. Við hljótum að hafa fullan rétt til þessa, því vart hvetur háttvirtur póst- og símamálastjóri okkur bréfbera til að brjóta póstlög. Litlir púkar luma á hljóðum. Virðingarfyllst Fyrir hönd ,Bréfberaleikhúsið Dúfan“ Dagur Benediktsson Daníel Ingi Pétursson Skafti Ragnar Skaptason BLAÐBERA VANTAR ÖLDUGATA, BARUGATA, BRÆÐRABORGARSTÍGUR, UNNARSTÍGUR, MARARGATA, GARÐASTRÆTI. EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA í ÖLL HVERFI Síðumúli 15. Sími 686300 Orðsending Frá Seðiabankans og ríkisstjórnarinnar. Stjórn félagsins vill ekki láta þar við sitja, heldur vill hún fylgja eftir kröfu sinni um breytta vaxtastefnu. Til að fá gleggri yfirsýn um erfiðleika, sem einstaklingar hafa lent í vegna lánamála,, og til að móta nýjar tillögur í vaxtamálum, vill stjórn félagsins ná sambandi við sömu einstaklinga, og býður þeim að hafa samband við starfsmann félagsins og stjórnarmeð- limi á skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg 18 næstu virka daga milli kl. 13.30-18. Síminn á skrifstofunni er 24480. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.