NT - 30.03.1985, Síða 16
Laugardagur 30. mars 1985 16
Halldór og Megas ræda um
Passíusálmana - bitist á
um landshlutaútvarp o.s.frv.
■ Sitthvaö áhugavcrt er í
þættinum Hér og nú, scm cr á
dagskrá útvarps kl. I4. í dag.
Það eru þeir fréttamennirnir
Atli Rúnar Halldórsson, Giss-
ur Sigurðsson og Gunnar E.
Kvaran sem sjá um þáttinn í
dag.
Sumum kann að finnast
forvitnilegast að fá þar tækifæri
til að hlýða á þá Halldór Lax-
ness og Megas ræða saman unt
Passíusálmana, en Halldór er
nú u.þ.b. að Ijúka lestri þeirra
í útvarp og Megas ætlar að
flytja þá á sinn máta unt pásk-
ana. Þar kemur reyndar í Ijós
að þeir eru frændur, en eru nú
að hittast í fyrsta skipti.
íþróttaunnendur hafa áreið-
anlega gaman af að heyra talað
við Siglfirðinga beint í sam-
bandi við fyrirhugað skíða-
landsmót þar um páskana. Og
handboltaunncndur láta ekki
fram hjá sér fara viðtal við
Ragnar Örn Pétursson sem
kominn verður til Spánar til að
lýsa síðari leik Víkings og
Barcelona í Evrópukeppni í
handknattleik, en sem kunn-
ugt er fór -fyrri leikur liðanna
fram hér í Reykjavík s.l.
sunnudag og lauk með glæsi-
legum sigri Víkinga, 20:13, en
því höfðu Spánverjarnir
greinilega ekki átt von á enda
eru þeir núverandi Evrópu-
meistarar. Ekki er ósennilegt
að þeir ætli sér að hefna ófar-
anna í leiknum á Spáni nú og
ætlar Ragnar að gefa útvarps-
hlustendum hér aðeins smjör-
þefinn af andrúmsloftinu þar
rétt fyrir leikinn. Sjálf lýsingin
hefst svo kl. 17.
Talað verður við helstu for-
kólfa í Vestmannaeyjum og á
Selfossi en þeir eru þessa dag-
ana að bítast á um landshluta-
útvarp og telja báðir aðilar
sjálfsagt að sitt pláss hljóti
hnossið.
Sitthvað fleira verður tekið
til umfjöllunnar.
Sjóræningjar, skylmingar og afbrýðisemi
■ Bræöurnir frá Ballantrae
(Master of Balla.urac) luitir
laugardagsmynd Sjónvarpsins og
er gerð eftir samncfndri skáld-
sögu Roberts Louis Stevenson.
Sagan gerist á IS. öld og í þessari
ævintýramy lá áhorfendur aö
líta sjóræmngja. skylmingabar-
daga. Indíánabyggöir og atriði
sviðseti i París, Indlandi og
Skotlandi.
Þar segir frá fcðgum sem búa
á ættaróðali sínu í Skotlandi,
Durie. Faðirinn (John Gielgud)
ræður þar ríkjum sem vera ber.
en synirnir Henry (Richard
Thomas) og James (Michael
York), sem eru vægast sagt mjög
ólíkir, leggja hug á sömu stúlk-
un;i Alison (Finola Hughes).
í upphafi myndarinnar fá áhor-
fcndur að fylgjast meö Stuart-
uppreisninni 1755. Karl prins
tekur land i Skotlandi og ætlar
sér að ná krúnunni aftur á sitt
vald úr höndum Georgs konungs.
Duries-fcðgarnir togast á milli
hollustu sitinar við Karl og ættar-
óðalið. Þaö verður úr að faðir-
inn ákveður að James skuli berj-
ast'fyrir Karl en Henry sláist i liö
með kónginum.
Þegar Karl bíður ósigur við
Culloden eru allir þeir sem börð-
ust við hlið hans lýstir útlagar og
þar með cr James gert ókleift að
snúa aftur heim. Ilann flýr frá
Skotlandi um borö í sjóræningja-
skipi.
Á Durie er gengið út frá því
sem að vísu að James sé dauður
bróðir hans gengur að eiga Ali-
son. En ekki líður á löngu þar til
fjölskyldan fær staðfest að James
er enn á lífi og í fjárþröng. Þcgar
hann loks snýr aftur heim grípur
hann til sinna ráða til að sverta
bróður sinn í augum föður þeirra
og Alisons.
Þýðandi myndarinnar er
Kristmann Eiðsson og sýning
hennar stcndur í tæpar 3 klst.
■ Þeir Durie-feðgar (t.f.v.) Henry, faðirinn og James vilja
mikið til vinna að halda ættaróðalinu, en þeir bræður eru ólíkir
og afbrýðisamir hvor út í annan. Meðal annars keppa þeir um
ástir Alison og i þeirri samkeppni er ekki alltaf beitt sem
vönduðustum meðulum.
■ Samstarfskona þeirra Þóris (t.v.) og Eiríks (t.h.) Elín Hirst
kemur óvænt við sögu í þætti þeirra félaga Dæmalaus veröld, sem
er á dagskrá rásar 2 á niorgun.
(NT-mynd: Árni Bjarna)
ið í fréttum,í vikunni og svo
segja frá ýmsu scm ekki hefur
komið fram í fjölmiðlunt og
má búast við að þar kenni
ýmissa furöulcgra grasa og
jafnvel gamansamra.
Tónlistina ætla þeir félagar
að liafa sem fjölbreyttasta og
gjarna að cinhverju leyti í
tcngslum við þaö sem þeir eru
að spjalla um.
Verkaskipting þeirra er sú,
að Eiríkur ætlar að greina frá
því sem gerst hefur innan-
lands, en Þórir, sem er víðför-
ull ferðamaóur sjálfur, ætlar
að skýra frá erlcndum viðburð-
um.
Sjónvarp laugardag kl. 21.30:
Utvarp laugardag kl. 14
Rás 2 sunnudag
kl. 15.
Öðru vísi
frétta-
þáttur
og músík
■ Nýr þáttur er á dagskrá
Rásar 2 á niorgun, sunnudag
kl. 15-16. Nefnist hann Dæma-
laus veröld og eru stjórnendur
hans Eiríkur Jónsson og Þórir
Guðmundsson, sem báðir eru
blaðamenn við DV. Viö spurð-
um Þóri hvers konar þáttur
væri hér á ferðinni.
„Þetta er þáttur þar sem við
ætlum að fara yfir það sem
Itefur veriö að gerast í vikunni
á undan, ætlum að spjalla um
það vítt og breitt í léttum dúr
á inilli laga,“ scgir Þórir. Ekki
vill hann taka undir að þetta sé
fréttaþáttur í venjulegri
niynd, hcldur ætli þeir félagar
að styðjast viö það sem er að
gerast og tengja saman frétt-
irnar öðru vísi en venjulega er
gcrt. Þeir ætla bæði að fjalla
örlítið um það sem hcfur kom-
■ Sonja B. Jónsdóttir ræðir við
tvo meðlimi Musica Antiqua í
Glugganum annað kvöld.
NT-mynd Ari
Sjónvarp sunnudag
Sýnt úr
Hvítum mávum
ogrætt
við Valgeir
■ Glugginn er á dagskrá sjón-
varps annað kvöld kl. 20.55. Þar
veroa sýnd atriði úr kvikmynd-
inni Hvítum máfum og rætt við
Valgeir Guðjónsson. aðstoðar-
leikstjóra og aðalhandritshöf-
und.
Hrafnhildur Schram heimsæk-
ir Hallgrím Helgason, myndlist-
armann, á vinnustofu hans og
ræðir við listamanninn um verk
hans.
Musica Antiqua flytja verk frá
endurreisnartímanum í viðeig-
andi búningum með dönsum að
hætti þeirra tíma. Sonja B. Jóns-
dóttir ræðir við tvo úr hópnum,
Camillu Söderberg og Snorra
Örn Snorrason.
Loks verður litið inn á æfingu
í Bæjarbíói íHafnarfirði þarsem
Leikfélag Hafnarfjarðar var að
leggja síðustu hönd á undirbún-
ing frumsýningar á Rokkhjartað
slær. Leikstjóri er Þórunn Sig-
urðardóttir. Síðan voru leikar-
arnir fengnir til að flytja laga-
syrpu úr verkinu í siónvarossal.
Umsjónarmaður Gluggans er
sem tyrr Sveinbjörn I. Baldvins-
son og upptöku stjórnar Þrándur
Thoroddsen.
Laugardagur
30. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7 20 Leikfimi. Tónlrikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð
Astríður Haraldsdóttir talar.
8.15 Veðurlregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. rútdr.) Tón-
leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnarssonar frá
kvöldinu áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklínga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.) Óskalög
sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla. Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í viku-
lokin.
15.15 Listapopp Gunnar Salvars-
son.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Bókaþáttur Umsjón Njörður P.
Njarðvik.
17.00 Evrópukeppnin í handknatt-
leik Ragnar Örn Pétursson lýsir
leik Barcelona og Víkings í Barce-
lona.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Á hvað trúir hamingjusam-
asta þjóð i heimi? Umsjón: Valdis
Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs-
dóttir.
20.00 Utvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn hans“
eftir Jules Verne Ragnheiður Arn-
ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs-
sonar (14)
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Sigurður Alfonsson.
20.50 Sögustaðir á Norðurlandi.
Hólar i Hjaltadal. Þriðji og siðasti
þáttur. Umsjón: Hratnhildur Jóns-
dóttir. (RÚVAK)
21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr sí-
gildum tónverkum..
22.00 „Hrakningsrímur“ Hjalti
Rögnvaldsson les Ijóðaflokk eftir
Jóhannes úr Kötlum.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Minervu. Fors-
endur og tilgangur laga og
réttar. Arthúr Björgvin Bollason
ræöir við Garðar Gíslason borgar-
dómara.
23.15 Óperettutónlist
24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 til ki.
03.00.
Sunnudagur
31. mars
Pálmasunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar
Jónsson prófastur flytur ritningar-
orð og bæn.
8.10 Fréttir. j
8.15 Veðurfregnir. Fofustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Ýmsir flytjend-
ur.
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar a. „Ó kom í
hátign, Herra minn,“ kantanta nr.
162 á pálmasunnudegi eftir Jo-
hann Sebastian Bach. Anna Reyn-
olds, Peter Schreier og Theo
Adams syngja meö Bach-kórnum
og Bach-hljómsveitinni í Munchen;
Karl Richter stjórnar. b. Fíölukons-
ert nr. 3 í G-dúr K. 216 eftir
Woltgang Amadeus Mozart. Josef
Suk leikur með og stjórnar Kamm-
ersveitinni í Prag.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00Messa i Breiðholtsskóla
Prestur: Séra Lárus Halldórsson.
Organleikari: Daniel Jónasson. Há-
degistónleikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir.12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Glefsur úr íslenskri stjórn-
málasögu - Stéttastjórnmálin 1.
þáttur. Jónas Jónsson frá Hriflu.
Sigríður Ingvarsdóttir tók saman.
Lesari með henni: Sigriður Ey-
þórsdóttir.
14.30 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói 28. þ.m. (Fyrri hluti). Stjórn-
andi: Arthur Weísberg. a. „Inn-
gangur og Atoms l“ eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson. b. „Þrír staðir
á Nýja-Englandi“ ettir Charles
Ives. Kynnir: Jón Múli Árnason.
15.10 Varadagskrárstjóri i 46 mín-
útur og 39 sekúndur Valgeir
Guðjónsson stjórnar dagskránni.
(Áður útvarpað i október 1983).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um visindi og fræði. Vindafl
og nýting vindorku. Örn Helga-
son dósent flytur sunnudagserindi.
17.00 Frá píanótónleikum í Lúð-
víksborgarhöll sl. haust. Alfred
Brendel leíkur. a. Sónata í A-dúr
op. 2 nr.2 og b. Tilbrigði í Es-dúr
op. 35 „Eroica" eftir Ludwig van
Beethoven. c. Antante úr ófull-
gerðri sónötu í C-dúr eftir Franz
Schubért.
18.00 Vetrardagar Jónas Guð-
mundsson rithöfundur spjallar við
hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og
umræðuþáttur um fréttamennsku
og fjölmiðlastört. Umsjón: Hall-
grímur Thorsteinsson.
20.00 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir ung-
linga.
20.50 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.30 Útvarpssagan: „Folda" eftir
Thor Vilhjálmsson Höfundur les
(9).
22.00 Tónleikar
22.15 Veöurtregnir. Fréttir Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Galdrar og galdramenn
Umsjón: Haraldur I. Haraldsson.
(RÚVAK)
23.05 Djassþáttur Tómas Einars-
son.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur
30. mars
14:00-16:00 Léttur laugardagur
Stjórnandi: Ásgeir Tómasson.
16:00-18:00 Milii mála Stjórnandi:
Helqi Már Baröason.
HLE
24:00-24:45 Listappopp Endurtek-
inn þátlur frá rás 1. Stjórnandi:
Gunnar Salvarsson.
00.45-03.00 Næturvaktin Stjórnandi:
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar1.
Sunnudagur
31. mars
13:30-15:00 Krydd í tilveruna
Stjómandi: Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
15:00-16:00 Dæmalaus veröld
Stjórnendur: Eiríkur Jónsson og
Þórir Guðmundsson.
16:00-18:00 Vinsældarlisti hlust-
enda rásar 3 20 vinsælustu lögin
leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas-
son.
Laugardagur
30. mars
16.30 íþróttir Umsjónarmaður: Bjarni
Felixson.
18.30 Enska knattspyrnan.
19.25 Þytur í laufi Fjórði þáttur.
Breskur brúðumyndaflokkur i sex
þáttum. Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Við feðginin Ellefti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur í
þrettán þáttum. Þýöandi: Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Kollgátan Fimmti þáttur spurn-
ingakeppninnar - undanúrslit:
Aðalsteinn Ingólfsson og Ólafur
Bjarni Guðnason. Umsjónarmaö-
ur: lilugi Jökuisson.
21.30 Bræðurnir frá Ballantrae
(Master of Ballantrae) Ný banda-
risk sjónvarpsmynd gerð eftir sam-
netndri skáldsögu eftir Robert Lou-
is Stevenson. Leikstjóri: Dougias
Hickox. Aöalhlutverk: Richard
Thomas, Michael York, John Gi-
elgud, Finola Hughes og Timothy
Dalton. Myndin gerist á 18. öld og
er um deilur tveggja skoskra
bræöra og ævintýralega atburði
sem þær leiöa af sér. Þýðandi:
Kristmann Eiðsson.
00.15 Dagskrárlok.
Sunnudagur
31. mars
17.00 Sunnudagshugvekja.
17.10 Húsið á sléttunni 19. Sylvía-
seinni hluti Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi: Ósk-
ar Ingimarsson.
18.00 Stundin okkar Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Andrés Indriðason.
18.50 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón-
armaður: Magnús Bjarnfreösson.
20.55 Glugginn Þáttur um listir,
menningarmál og fleira. Umsjónar-
maður Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Stjórn upptöku: Þrándur Thor-
oddsen.
21.45 Rigolettó ópera í þremur þátt-
um eftir Giuseppe Verdi. Ný upp-
færsla flutt á ensku af Bresku
þjóðaróperunni undir stjórn Jon-
athans Millers. Hljómsveitarstjóri:
Mark Elder. Hér er sögusvið óper-
unnar hverfi ítalskra innflytjenda í
New York um miðbik 20. aldar. I
stað aðalsmanna í Mantúa á 16.
öld, koma mafíuforingjar en Rígo-
letto er barþjónn. Aðalhlutverk:
John Rawnsley, Marie McLaughl-
in, Arthur Davies. John Tomlinson
og Malcolm Rivers. Þýðandi: Ósk-
ar Ingimarsson. Sjónvarpið hefur
tvivegis sýnt Rigólettó áður i hefð-
bundnum búningi, 1975 og 1981.
00.15 Dagskrárlok.