NT - 12.04.1985, Blaðsíða 5
Músíktil-
raunir ’85
Föstudagur 12. apríl 1985 5 Blað II
Þau vita allt um Duran
Duran og Wham!
Fylgst með gerð þáttarins Frístund
■ Síðastliðinn þriðjudag brá
blm. Unglingasíðunnar sér í
stutta heimsókn á Rás 2 og
fylgdist með útsendingu ung-
lingaþáttarins Frístund. í
Efstaleitinu voru þegar mættir
nokkrir krakkar, Eðvarði til að-
stoðar og sögðust þau öll vera
vön í þáttunum hjá honum.
Venjuiega eru 4-5 krakkar
sem aðstoða Eðvarð við þætt-
ina en í þetta sinn var ekki
nema ein aðstoðarþula, Elsa
Björk, með honum í þættin-
um, auk þess sem var spjallað
við Hönnu í Borgarnesi og
Sólveigu Halldórsdóttur
leikara, en hún kynnti starfs-
svið leikara. Guðrún María og
Ólafur Már úr Réttarholts-
skóla voru í stuttri heimsókn í
þáttinn en þau hafa oft komið
fram í þáttunum í vetur.
í þessum þætti fór allt rnjög
rólega frarn og var tímaáætlun
vel framfylgt. „Fyrir hvern þátt
er gert handrit sem verður að
fylgja mjög nákvæmlega og
eru eingöngu viðtölin í þáttun-
um ekki lesin beint úr hand-
riti“, sagði Eðvarð. Ennfremur
bætti hann við að ef textinn
færi eitthvað fram úr áætluðum
tíma þá kæmi það iðulega
beint niður á lögunum sem eru
spiluð í þættinum þannig að
þau verða stytt að einhverju
leyti.
Undirbúningur þáttanna
sagði Eðvarð að tæki venjulega
u.þ.b. 2 daga. Þar af fara urn 3
tímar í að opna bréfin sem
bærust og fara yfir þau. Mest-
megnis eru það þó bréf í get-
raunina sem berast en eins
væri alltaf mikið af bréfum
með fréttum úr félagslífi skól-
anna, fyrirspurnir um starfs-
kynningar o.þ.h.
Lang flest bréfin kæmu ef
getraunin fjallaði á einhvern
■ I gær fór fram í Tónabæ
fyrsta kvöld undanúrslita
Músíktilrauna ’85. Því miður
getum við ekki sagt frá því sem
fram fór í gærkvöldi en viljum
minna á áframhald keppninnar
sem verður 18. og 25. apríl.
Þann 26. þ.m. verður svo
úrslitakvöldið þar sem 6 efstu
hljómsveitirnar munu keppa
til verðlauna. Þá mun og koma
fram ísfirska hljómsveitin
Graft'k sem gestahljómsveit.
Hin kvöldin munu einnig koma
fram þekktar gestahljómsveit-
ir, s.s. Dúkkulísurnar, Drýsill
(sem spilaði í gær) og Rikshaw.
Aðgangur er 100 krónur.
■ Dúkkulísurnar; þær urðu
hlutskarpastar í síðustu Mús-
íktilraunum.
NT-mynd: Ari.
■ Hluti starfsfólks Frístundar, talið frá vinstri: Guðrún Maria,
Olafur Már, Eðvarð og Elsa Björk. NT-nmid: sr.
hátt um hljómsveitina Duran
Duran eða Wham! því það
virtist sem krakkarnir vissu
bókstaflega allt um þessar tvær
hljómsveitir.
Við þökkum svo Eðvarði og
öllum hinum sem stóðu að
þættinum, spjallið og minnum
á að þátturinn er alltaf á
dagskrá Rásar 2 á þriðjudög-
um milli kl. 17 og 18.
-ST.
Hátíð í hðll
- uppskeruhátið grunn-
skóla Reykjavíkur
■ Elsa Bjcirk les bréf frá
hlustendum.
sett kl. 14.30 síðasta vetrardag
með ávarpi unglings. Síðan
mun dagskráin hefjast af full-
um krafti þar sem öll Laugar-
dalshöllin verður nýtt handa
þeim fjölmörgu hópum sem
þarna munu koma fram.
í aðalsalnum munu hópar
troða upp með ýmis atriði á
sviði, svo sem tísku, - og
danssýningar. Ennfremur
munu skólarnir koma með atr-
iði frá árshátíðum sinna skóla
en baksalur Laugardalshallar-
innar mun verða notaður fyrir
önnur leikrit scm krefjast meiri
athygli og einbeitingar áhorf-
andans.
Það vcrður mikið um
keppnisgreinar, t.d. verður
keppt í ljósmyndun, borðtenn-
is og leiklist. Á meðan á hátíð-
inni stendur rnun „Carnival"
leikhópurtroða upp alltaföðru
hvoru á ýmsum stöðum í Höll-
inni.
Áætlanir eru um mikilfeng-
legar skreytingar á Höllinni
meðan á hátíðinni stendur.
Hver skóli mun koma með 9
fermctra listaverk sem krakk-
arnir hafa unnið. Auk þess
sem gríðarstór furðufugl mun
fylla rúm hins bogadregna þaks
aðalsalarins.
Það eru víst engar ýkjur að
segja að höllin ntuni iða af lífi
og starfsþrótti þessa hátíðar-
daga. Fjölmargir básar munu
verða opnir þar sem starfandi
verða verkstæði ýmiskonar,
svo sem í leðurvinnu, grímu-
gerð og fluguhnýtingum ásamt
ótal fleiru og mun gestum
bjóðast tækifæri til að spreyta
sig í þessum greinum.
í raun er hér um að ræða
þverskurðarmynd af grunn-
skólalífi Reykjavíkurborgar
og um leið kjörið tækifæri fyrir
foreldra og aðra aðstandendur
að kynna sér starf skólanna á
Ári æskunnar.
Sýningin er opin öllum al-
menningi og verður trúlega
engin svikinn af að líta inn í
Höllinni 24.og 25. apríl n.k.
-ST
■ Nú fer senn aö líða að því
að starfi grunnskólanna fari að
Ijúka. Eftir að hafa legið yfir
skruddunum frá því í septem-
ber fer að koma sá tími að
krakkarnir vilja halda sína eig-
in uppskeruhátíð og hefur hún
fengið tímasetninguna 24. og
25. apríl n.k. Uppskeruhátíðin
verður í raun lokahátíð tóm-
stundastarfs Grunnskóla
Reykjavíkur og nefnist Hátíð
í Höll.
Hátíðin verður væntanlega
■ Frá lciklistarstarfi í cinuin
af grunnskúlum höfuðborgar-
innar.