NT - 12.04.1985, Blaðsíða 6
■ Bette Grable var einhver aleftirsóttasta feguröardís Holly-
wood á stríðsárunum. Einkum þótti hún hafa fagra fótleggi. Hún
var ein aðaldraumadís hermannanna sem hengdu myndir af henni
upp á skáphurðirnar sínar í hermannaskálunum, svokölluð
„pin-up“ stúlka. Hún fer með hlutverk Jill í myndinni í kvöld.
■ Það er grátlegt til þess að hugsa hvernig farið er með matvæli
í allsnægtarlöndunum á sama tíma og stór hluti mannkyns sveltur
heilu hungri. _________________________
Sjónvarp föstudag kl. 21.40;
Baráttan um brauðið
Föstudagur 12. apríl 1985 6 Blað II
Utvarp sunnudag kl. 17.
Með á nótunum:
Spurningakeppni
■ Baráttan um brauðið nefn-
ist bresk heimildamynd, sem
sýnd verður í sjónvarpi í kvöld,
föstudag, kl. 21.40.
Að undanförnu hefur um-
ræða heimsins einkum beinst
að matarskorti og hungri, enda
eru það vágestir sem stór hluti
heintsins á við að etja. En á
ýmsum öðrum svæðum í heini-
inum horfir málið öðru vísi
við. Þar er aðalvandamálið
offramleiðsla á landbúnaöar-
vörum, og myndin í kvöld
fjallar einmitt um það og bar-
áttu vestrænna þjóða um
markaði fyrir korn og önnur
matvæli.
■ Föstudagsmyndin að þessu
sinni er komin nokkuð til ára
sinna. Hún hefur hlotið nafnið
Martröð á íslensku, en á frum-
málinu er nafnið „I Wake up
Screaming", og er bandarísk,
frá árinu 1941 í svart hvítu.
Þar segir frá fallegu stúlk-
unni Vicky, sem hefur með
hjálp vinar síns Frankie tekist
að vinna sig upp úr því að
ganga um beina á kaffihúsi til
þess að vekja athygli fólks í
skemmtanaiðnaðinum, og það
svo rækilega að henni hefur
borist tilboð um að koma til
Hollywood.
Þar fór hún á bak við Frank-
ie velgerðarmann sinn og er
þaö trúlega ekki í eina skiptið.
Vicky kemst nefnilega aldrei
til Hollywood. í staðinn finnst
hún myrt í íbúð sinni í Ncw
York, þar sem hún býr með
systur sinni Jill.
Fljótlega kemur í ljós að
lögregluforinginn sem fer með
rannsókn á morðinu er stað-
Þar fá sjónvarpsáhorfendur
að sjá til hvaða ráða er gripið
í löndum Efnahagsbandalags
Evrópu t.d., þarsem landbún-
aðarvörurnar hrannast upp.
Þær taka til sín fé frá upphafi
til enda, þar sem fyrst þarf að
greiða styrki til framleiðslunn-
ar, síðan geymslukostnað og
að síðustu þarf að kosta til
eyðingar hennar að stórum
hluta. Og þetta vandamál er
ekki eingöngu bundiö við lönd
Efnahagsbandalagsins. Á
sama tíma deyja milljónir úr
næringarskorti í vanþróuðum
löndum.
Þýðandi myndarinnar er
Bogi Arnar Finnbogason.
ráðinn í því að Frankie sé
sekur um glæpinn. Hann neyð-
ist þó til að láta Frankie lausan
vegna skorts á sönnunargögn-
um, en gerir lítið úr því, þegar
Jill heldur því fram að eitt sinn
þegar hún heilsaði upp á systur
sína á kaffihúsinu, þar sem
hún vann þá hafi hún séð
lögregluforingjann gægjast inn
um glugga.
Svo fer að Frankie og Jill sjá
sameiginlegan óvin í lögreglu-
foringjanum og upphefst nú
mikill eltingarleikur þar sem
erfitt er að sjá fyrir hvorir
muni hafa yfirhöndina.
Með aðalhlutverk í martröð-
inni fara þau Bette Grable
(Jill), Victor Mature (Fra-
nkie), Carole Landis (Vicky)
og Laird Ciegar (lögreglufor-
inginn), en þau voru í hópi
vinsælustu leikara í Hollywood
á þessum árum. Leikstjóri er
H. Bruce Humberstone.
Þýðandi er Kristmann Eiðs-
son.
■ Á sunnudag kl. 17 er
hleypt af stokkunum í útvarpi
nýjum þætti, spurningaþætti
um tónlist sem hefur verið
gefið nafnið Með á nótunum.
Stjórnandi er Páll Heiðar Jóns-
son og dómari er Þorkell Sigur-
björnsson. Við inntum Pál
Heiðar eftir því hvað hér væri
á ferðinni.
„Tónlistardeild útvarpsins á
frumkvæðið að þessari þátta-
gerð og vill þar með minnast
þess að í ár er svokallað ár
tónlistarinnar samkvæmt á-
kvörðun Evrópuráðsins,“ segir
Páll Heiðar. Hann bætir því
við að þetta ár sé vel til þessar-
ar útnefningar fallið því að þá
sé merkisafmæli „nokkurra
jöfra“, s.s. Bachs, Hándels,
Schútz og Albans Berg, svo að
nokkrir séu nefndir.
Formið á þættinum verður
það að í stað þéss að einn
maður standi fyrir svörum eða
tveir eigist við, keppa tveir
þriggja manna hópar og er
ætlunin að leita til afmarkaðra
hópa, s.s. starfsmannafélaga
fjölmennra vinnustaða, þar
sem búast má við að alltaf séu
einhverjir sent hafa áhuga á
tónlist þeirri, sem Páll Heiðar
kallar „alvörutónlist“. í fyrsta
þættinum, sem reyndar er
sendur út beint, eigast þannig
við keppendur úr hópi starfs-
manna Stjórnarráðsins annars
vegar og hins vegar starfsmenn
í Húsi verslunarinnar. „Okkur
fannst fara vel á því að setja þá
saman sem standa fyrir einka-
framtakinu og embættis-
mennskunni," segir Páll Heið-
ar. Úti í sal sitja svo vinnufél-
agarnir og hvetja sína menn til
dáða.
I hverjum þætti kemur fram
einleikari eða einsöngvari,
nemandi í tónlistarskóla sem
kominn er að lokaprófi og í
fyrsta þættinum verður það
nemandi Tónlistarskólans í
Reykjavík, elsta tónlistarskóla
landsins.
AIls koma 16 hópar til með
að taka þátt í þessari keppni.
Leitað verður eftir almennri
þekkingu á tónlist en leikreglur
verða nánar útskýrðar í þættin-
um.
■ Þorkell Sigurbjörnsson er
dómari í þáttunum og á einnig
aðalhlutdeild í spumingunum.
Hans úrskurður er endanlegur
og verður ekki áfrýjaðlNT-mjnd
Róbert
■ Páll Heiðar Jónsson er mikill áhugamaður um „alvörutónlist“
NT-mynd GE
Sjónvarp föstudag kl. 22.30:
Glæsipían og lög-
regluforinginn
Föstudagur
12. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. Til-
kynningar
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld-
inu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorö - Elín Erla
Hansdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Kalli ullarskott" eftir R.W. Esc-
ameyer Guðrún Snæbjörnsdóttir
lýkur lestri þýðingar Eyjólfs Guð-
mundssonar (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Það er svo margt að minnast
á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns-
son Helgi Þorláksson les (14).
14.30 Á léttu nótunum Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar a. Óbó-
konsert í C-dúr eftir Joseph Haydn.
Kurt Kalmus leikur með Kammer-
sveitinni í Múnchen; Hans Sta-
dlmair stjórnar. b. Píanókonsert
op. 38 eftir Samuel Barber. John
Browning leikur með Sinfóniu-
hljómsveitinni i Cleveland; George
Szell stjórnar.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðuriregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Sigurður Pét-
ursson og Stellurímur Guðrún
Björk Ingólfsdóttir tekur saman og
flytur. bv. Frá Eiríki i Snæhvammi
Rósa Gisladóttir frá Krossgerði les
úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sig-
fússonar. c. Söngfélag Skaftfell-
inga i Reykjavík syngur undir
stjórn Þorvalds Björnssonar d.
Guðlaug H. Þorvaldsdóttir.
Svanhildur Sigurjónsdóttir les kafla
eftir Emil Björnsson úr bókinni
„Móðir mín húsfreyjan". Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.30 Andrzej Panufnik Atli Heimir
Sveinsson ræðir um pólska tón-
skáldið Andrzej Panufnik og Sin-
fóníuhljómsveitin í Boston leikur
„Sinfonia Votiva" undir stjórn Seji
Ozawa.
22.00 „Hliðin á sléttunni" Silja Aðal-
steinsdóttir les Ijóð eftir Stefán
Hörð Grímsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Úr blöndukútnum - Sverrir
Páll Erlendsson (RÚVAK)
23.15 Á sveitalinunni: Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (RÚVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Nætur-
útvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00
Laugardagur
13. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.20 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Benedikt Benediktsson talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnarssonar frá
kvöldinu áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.) Óskalög
sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku-
lokin.
15.15 Listapopp - Gunnar Salvars-
son
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 islenskt mál Jón Hilmar Jóns-
son flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður
P. Njarðvík.
17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif-
ur Þórarinsson.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurtregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Á hvað trúir hamingjusam-
asta þjóð í heimi? Umsjón: Valdís
Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs-
dóttir.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn hans“
eftir Jules Verne Ragnheiður Arn-
ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs-
sonar (18).
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Bjarni Marteinsson
20.50 Parísarkommúnan. Fyrsti
þáttur. Umsjón: Þorleifur Friðriks-
son. Lesarar: Steinunn Egilsdóttir
og Grétar Halldórsson.
21.30 Kvöldtónleikar Þættir úr si-
gildum tónverkum.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Mínervu.
Greinarmunur austurlenskrar
og vesturlenskrar hugsunar.
Arthúr Björgvin Bollason ræðir við
Gunnar Dal rithöfund.
23.15 Óperettutónlist.
24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
14. apríl
8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar
Jónsson prófastur flytur ritningar-
orð og bæn.
8.10 Fréttir
8.15 Veðuriregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Sinfóníu-
hljómsveit Berlínarútvarpsins leik-
ur. Ferenc Fricsay stjórnar.
9.00 Morguntónleikar „En er kveld
var komið", kantata nr. 42 á 1. sd.
e. páska, eftir Jóhann Sebastian
Bach. Paul Esswood, Kurt Equiluz,
Ruud van der Meerog Vinardreng-
jakórinn syngja með Concentus
musicus-kammersveitinni í Vínar-
borg; Nikolaus Harnoncourt
stjórnar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00 Messa í Skarðskirkju í
Landsveit (Hljóðritað 24. mars
s.l.) Prestur: séra Hannes Guð-
mundsson. Organleikari: Anna
Magnúsdóttir. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Glefsur úr fslenskri stjórn-
málasögu - Stéttastjórnmálin.
2. þáttur: Ólafur Friðrlksson.
Sigríður Ingvarsdóttir tók saman.
Lesari með henni: Sigriður Ey-
þórsdóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Frá fyrstu
alþjóðlegu „Mirjam Helin" söng-
keppninni i Helsinki dagana 14.-22
ágúst í fyrra. Fu Hai-Jing, Dilbér,
Olaf Bár, Tanja Kauppinen, Liang
Ning, Vladimir Tjsernov og Satu
Sippola-Nurminen syngja aríur og
einsöngslög eftir Verdi, Bellini,
Mozart, Grieg, Sibelius og Puccini
með Sinfóníuhljómsveit finnska út-
varpsins; Leif Segerstan stjórnar.
15.15 Þú ert það sem þú etur Þáttur
í umsjón Guðna Rúnars Agnars-
sonar.
16.20 Um vfsindi og fræði. Um
sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir
íslensk fiskiskip. Þorgeir Páls-
son dósent flytur sunnudagser-
indi.
17.00 Með á nótunum. Spurninga-
keppni um tónlist. 1. þáttur.
Stjórnandi: Páll Heiðar Jónsson.
Dómari: Þorkell Sigurbjörnsson.
18.00 Á vori Helgi Skúli Kjartansson
spjallar viö hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals-og
umræðuþáttur um fréttamennsku
og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall-
grímur Thorsteinsson.
20.00 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir
unglinga.
21.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.30 Útvarpssagan: „Folda" eftir
ThorVilhjálmsson. Höfundurles.
22.00 Tónleikar.