NT - 12.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 8
Fösfudagur 12. apríl 1985 8 Blað II Laxveiði 1984: Veiðin var rúmum þriðjungi lakari - miðað við meðaltal síðustu tíu ára ■ Alls veiddust 41.089 laxar, að heildarþunga 159.770 kíló árið 1984. Samkvæmt upplýs- ingum veiðimálastofnunar, mun það vera þriðjungi lakara í en árlegt meðaltal síðastlið- inna tíu ára, og fimmtungi lakara en árlegt meðaltal síð-1 ustu tuttugu ára. Árið 1984 er fimmtánda í röð bestu veiðiára hér á landi. Meðalþungi laxins var 3,9 kíló (nálægt átta pundum), og er það vel yfir meðallagi. Auk villta laxins voru framleidd 107 þúsund kíló af eldislaxi. Óvenju mikið var um stóran lax í ánum sumarið 1984. Lax tveggja ára og eldri setti ríku- legan svip á veiðiskap í ýmsum ám. Þetta gerðist á sama tíma og ár sem eru þekktar fyrir stóran fisk, komu verr út hvað fjölda laxa snertir. Þetta tengist góðumgöngum ársgamalsfisks sumarið 1983 þegar góður bati kom í veiðina í ám á Suður- og Vesturlandi. Sú á sem gaf mestan afla í fyrra var Laxá í Kjós ásamt Bugðu, með 1734 laxa. Önnur var Elliðaár, en þar veiddist 1331 lax. Þriðja í röðinni var Laxá í Aðaldal með 1256 laxa. Fjórða varð Þverá í Borgar- firði með 1082 laxa. Síðan komu Grímsá ásamt Tunguá, Hvítá í Árnessýslu. l.axá í Dölum, Norðurá í Borgarfirði, Laxá í Leirársveit, og tíunda í röðinni var Stóra-Laxá í Hreppum. Netaveiði var með lakara móti miðað við síðustu ár, og sem dæmi má ncfna að á vatna- svæði Hvítár í Borgarfirði veiddust alls 3.465 laxar í net, en 3.846 á stöng, og er það um 43% lakari veiði í net, en meðaltal síðustu tíu ár. Á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár veiddust alls 7.887 laxar, þaraf 5.405 í net, og 2.482 á stöng. Þetta er þriðjungi lélegri veiði en meðaltal síðustu tíu ára. í Þjórsá veiddust í net tæplega 1300 laxar og er það talsvert undir meðallagi. Þrátt fyrir að laxagengd ■ Lax stekkur í Elliðaánuni. Nú fer að styttast í að veiði- menn geti tekið fram veiðiútbúnaðinn, og farið að huga að væntanlegum veiðiskap. ■ Beðið eftir þeim StÓra í Laxá í KjÓS. NT-mynd: Gunnþór væri góð í upphafi veiðitímans í fyrra, reyndust þær vonir sem menn gerðu sér um áframhald- andi góðæri, vera tálvonir ein- ar, þar sem aldrei kom neinn kraftur í smálaxagönguna, og ársgamli fiskurinn reyndist óvcnju smár. Þá trufluðu flóð í ám veiðina, og þá sérstaklega netaveiði. í byrjun síðasta sumars var full ástæða til bjart- sýni, þar sem laxinn gekk bæði vel og snemma, og um vænan fisk var að ræða. Því miður var framhaldið ekki eins og lax- veiðimenn hefðu kosið. Áin sem hafði hæstu meðal- þyngd á árinu 1984, var Sandá í Þistilfirði, en meðalþyngdin þar var 11,3 pund. Ekki komu nema 35 fiskar á land úr ánni en hafa þeir allir verið vænir, ef marka má tölur frá veiðimála- stofnun. Fast á eftir Sandá kemur Laxá í Aðaldal með meðalþyngdina 11,2 pund og 1256 laxa eftir sumarið. Laxá í Aðaldal hefur verið á niðurleið alveg síðan árið 1978, þegar veiddust 3063 laxar. Árið 1983 var veiðin 1109 fiskar. Síðan verður aukning síðastliðið ár um 150 fiska, og virðist sern áin sé í einhverri uppsveiflu. Annars ef litið er á þær upplýsingar sem veiðimála- stofnun sendi frá sér til þess að gefa yfirsýn yfir laxveiði árið 1984, kemur í ljós að veiði var víðast hvar mun lakari en árið áður. Þetta kemur í ljós, ef litið er á nokkrar ár, sem hafa átt góðu gengi að fagna. Álftá á Mýrum er á sem hefur verið í örum vexti síðastliðin þrjú ár, og náði hún hámarki árið 1983 þegar veiddust 485 laxar. Síðan í fyrra veiðast ekki nema 268 laxar. Burtséð frá því hversu mikil fækkun varð, er aflinn viðunandi, þegar litið er á þá staðreynd að einungis er veitt á tvær stangir í ánni. Þverá í Borgarfirði má einnig muna sinn fífil fegurri. Árið 1983 kom 1901 lax á land, en ekki nema 1082 í fyrra. Veiði hefur minnkað í mörgum öðrum ám, og má ■ Lax tekinn í Elliðaánum í fossinum. Elliðaárnar voru næst aflahæstar veiðiáa síðasta sumar. NT-mvnd: Róberi nefna Laxá í Ásum, sem skil- aði ekki nema 625 löxum í fyrra, en hún hefur yfirleitt verið vel yfir þúsundinu. Víði- dalsá, þrátt fyrirgóðan meðal- þunga, dettur niður á sama deyfðarplanið með 625 laxa, en hefur yfirleitt verið vel yfir þúsund laxa markinu. Þrátt fyrir að þessar helstu ár hafi ekki staðið undir björtustu vonum manna, eru aðrar ár, sem fara vaxandi, og öruggt að veiðimenn fara að renna til þeirra hýrari auga. Stóra-Laxá í Hreppum hefur verið í vexti, og bætti við sig rúmum tvö hundruð löxum, og var með tíu aflahæstu veiðián- um árið 1984. Þá hefur Hvítá í Árnessýslu bætt við sig, enn frekar, og er nú komin í hóp bestu veiðiáa á landinu, eftir að hafa verið í talsverðri lægð um tíma, eða allt frá árinu 1980, þegar áin datt úr rúmum þúsund fiskum, og niður í 300. Nú hefur Hvítá hinsvegar aftur náð sínum sess meðal stang- veiðiáa. Á meðan Hvítá og Stóra- Laxá í Hreppum eru að skipa sér háan sess meðal veiðiáa, eru aðrar ár á stöðugri niður- leið og sker sig sérstaklega úr Miðfjarðará, sem árið 1977 var næst hæsta áin yfir landið á eftir Laxá í Aðaldal. Úr Mið- fjarðará kom 2581 lax árið 1977, en sfðan hefur fjöldi laxa minnkað jafnt og þétt fram til ársins í fyrra þegar að áin gefur af sér 583 laxa. Miðfjarðará er nú í fimmtánda sæti yfir afla- hæstu veiðiár á landinu. Laxáí Kjós með flesta laxa Sandá í Þistil' firði með hæsta meðal- þungann -'nn ■ ■ Sá fjórði þreyttur í Laxá í Kjós. Fengsæll vciðimaður í ailahæstu veiöiá á íslandi árið 1984.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.