NT - 15.04.1985, Page 1

NT - 15.04.1985, Page 1
Allir sem einn! ■ „Hífum í brædur allir sem einn“ gætu verið einkunnarorð þessarar myndar af nýkjörnum for- manni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, en bæði Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson voru endurkjörnir án telj- andi mótstöðu á 26. lands- fundi Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð Oddsson fékk næst flest atkvæði, bæði við kjör formanns og varaformanns, staðreynd sem e.t.v. gefur til kynna hver sé erfðaprinsinn á sjálfstæðisheimilinu. Sjá fréttir af landsfundi á bls. 2. NT-mynd: Ámi Bjama 107 ára ■ í gær lést á V ífilsstaða- hæli Jenný Guðmunds- dóttir frá Vestmannaeyj- um, en hún var elst íslend- inga, 107 ára gömul. Jenný var fædd í Land- eyjum en fluttist ung til Vestmannaeyja og bjó þar allt til eldgossins 1973. Þá flutti hún til Reykjavíkur og átti ekki afturkvæmt til Vestmannaeyja. Ölvaður ökufantur: ■ Þó áburðarverð liggi fyr- ir nú á næstu dögum hefjast flutningar á áburði til bænda ekki fyrr en samið hefur verið um greiðslur og er staða margra þeirra svo slæm að mönnum er til efs að þeir geti lagt fram greiðslutrygg- ingu fyrir áburðinum. Þá er staða Kaupfélaganna víða slæm en þau hafa keypt áburðinn af Áburðarverk- smiðjunni og selt bændum. „Við erum ekki búnir að semja við Áburðarverk- smiðjuna og ég þori ekki að segja til um hvernig það gengur. Það getur svo farið að sumir bændur fái áburð og aðrir ekki. Við þurfum að fá okkar greiðslutryggingu," sagði Olafur Sverrisson kaupfélagsstjóri í Borgar- nesi, þegar NT innti hann eftir áburðarkaupum. Ólaf- ur kvaðst álíta að þeir bænd- ur sem svo illa væru stæðir að þeir gætu ekki lagt fram greiðslutryggingu skiptu tugum en alls er hálft fimmta hundrað bænda á svæði Kaupfélags Borgfirð- inga. Samkvæmt heimildum NT er ástandið svipað víðast, hvar um landið. Aðspurður kvaðst Ólafur ekki muna eftir eins slæmri. stöðu bænda á 27 ára starfs- ferli sínum hjá Kaupfélög- um, fyrst á Blönduósi og síðan í Borgarnesi síðustu 17 árin. Þó hefðu árin 1967 til ’69 verið slæm. í sama streng tók Þorsteinn Sveins- son kaupfélagsstjóri á Egils- stöðum í samtali við NT en hann á að baki 36 ára feril hjá Kaupfélögum þar eystra. Þorsteinn sagði að hann sæi ekki hvernig kaupfélögin gætu verið milliliðir í áburð- arkaupunum við óbreytt kjör frá í fyrra. Enn er því óvíst hvenær áburðarflutningar geta hafist að einhverju marki en víst er að margir vildu þegar vera byrjaðir. ■ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á afmæli í dag. Vigdís er fædd fimm- tánda apríi árið 1930 og verður hún því fimmtíu og fimrn ára í dag. Lést í gær Óvíst hvort þeir geti lagt fram greiðslu tryggingu fyrir áburði Húná afmæli Akureyri: Fimm á slysadeild ■ Harður árekstur varð á Drottningarbraut á Akureyri í gærdag, þegar rákust saman tvær fólksbifreiðar. Fimm manns voru í bílunum, og voru allir fluttir á slysadeild. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli fólksins voru. Bílarnir munu báðir vera ónýtir, eða hauga- matur eins og lögreglan orðaði það. Stakk af eftir fjórar ákeyrslur ■ Ölvaður ökumaður á tveggja tonna amerískri drossíu kom víða við í Reykjavík aðfaranótt sunnudags því áður en yfir lauk hafði hann valdið fjór- Vestmannaeyjar: Tví-kjálka- brotinn eftir árás ■ Maður varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags, þegar hann var að koma af skemmtistað. Um þrjú leytið um nóttina fékk lögreglan tilkynningu um að maður lægi í götunni á Strandveginum. Þeg- ar lögreglan kom á staðinn var maðurinn mjög illa farinn í andliti, tvíkjálkabrotinn og blóðugur. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur til læknismeð- ferðar á laugardag. Málið er í höndum lögreglu og er unnið að rannsókn þess. um árekstrum og lent í elt- ingaleik við lögreglu og aðra ökumenn. Lögreglunni barst fyrst vitneskja um manninn þegar hann lenti í árekstri við Miklatorg. Maðurinn ók í burtu af slysstað en annar ökumaður elti hann og barst leikurinn vestur í bæ, og var hraðinn á bílunum allt upp undir hundrað km. á klst.. í vesturbænum tókst lögreglu að króa ökumanninn af í nágrenni heimilis hans. I ljós kom að bílstjórinn var mikið ölvaður og bíllinn var töluvert skemmdur. Að sögn lögreglu var hægt að rekja þrjá árekstra við kyrr- stæða bíla til bíls þess ölv- aða, og einn af þílunum, bílaleigubíll frá Flugleiðum, má heita ónýtur. Útlitið er dökkt í íslenskum landbúnaði: Getur hluti bænda ekki borið á tunin í sumar? Ægisíða: Ung stúlka fyrir bíl ■ Átta ára stúlka varð fyrir bíl fyrir utan heimili sitt á Ægisíðu s.l. laugar- dagskvöld. Stúlkan var. flutt á slysadeild þar sem meiðsli hennar voru at- huguð, en hún reyndist lítt meidd. Stúlkan var að elta hund sem hafði slopp- ið úr vörslu hennar út á götuna, og varð hún þá fyrir bifreiðinni sem kom akandi úr vesturátt.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.