NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 15.04.1985, Qupperneq 2

NT - 15.04.1985, Qupperneq 2
ÍT Mánudagur 15. apríl 1985 26. landsfundi sjálfstæðismanna lokið: „Stillt okkar strengi og styrkt pólitíska stöðu“ - sagði Þorsteinn Pálsson, sem endurkjörinn var formaður, í lokaorðum um árangur fundarins ■ Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, hinum 26. í röðinni, lauk í gærkvöldi og hverfur hann inn í söguna sem fundur lítilla átaka, um menn jafnt sem málefni. „Við höfum stillt saman strengi og styrkt okkar pólitísku stöðu,“ sagði Þorsteinn Pálsson nýendurkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins m.a. í lokaorð- um sínum og talaði um að á þessum landsfundi hefði tekist að snúa hinu póiitíska veðurfari á þann veg að framundan væri Full eining um forystu - segir Friðrik Sophusson ■ „Það er óhætt að slá því föstu að það ríkir full eining um forustu flokksins og þessi lands- fundur hefur sýnt það svart á hvítu,“ sagði Friðrik Sophusson nýendurkjörinn varaformaður Sjálfstæðistlokksins í samtali við NT í gær, en fyrir fundinn voru uppi raddir um það að forustan hefði ekki staðið sig nægilega vel og því mætti búast við mótframboðum. Verkefnaskrá I40ungrasjálf- stæðismanna, sem sett var fram í þingbyrjun, var samþykkt með litlum breytingum og hlaut góð- ar undirtektir landsfundarins. Friðrik var spurður álits á þessu „uppþoti" unga fólksins í Sjálf- stæðisflokknum. „Ég vil ekki: kalla þetta uppþot heldur afar eðlilegar athafnir ungra manna sem vilja raða í forgangsröð verkefnum og sýna og sanna að þeir hafi áhrif í Sjálfstæðis- flokknum, eins og þeir hafa alltaf haft.“ - Það hefur heyrst hér hjá þeim sem eru óánægðir með stefnuskrána að Sjálfstæðis- flokkurinn sé orðinn stærsti framsóknarflokkur þjóðarinn- ar. Er stefnuskráin ekki nógu skelegg? „Ég held að það hafi komið fram mjög mörg nýmæli á þess- um landsfundi, sem hefur verið fundur málefna. Minna hefur farið fyrir þeim kosningaslag sem einkennt hefur fundina á undanförnum árum og hér hafa verið snarpar umræður um grundvallarmálefni. “ - Eru sjálfstæðismenn al- mennt fylgjandi núverandi| stjórnarsamstarfi? „Það er ljóst að þingflokkur- inn stendur að stjórnarsamstarf- inu og styður stjórnina heilshug- ar. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að það eru margir sjálfstæðismenn sem telja að við ættum ekki að starfa með Framsóknarflokknum, nema að framsóknarmenn séu tilbúnir til að koma verulega til móts við okkar sjónarmið. Það hefur komið fram gagnrýni að undan- förnu um að við höfum verið heldur linir í samstarfinu, en þess ber og að geta að sömu viðhorfa gætir og innan Fram- sóknarflokksins. Og það hefur verið miklu harðari gagnrýni þar á stjórnarsamstarfið, sem hlýtur þá að þýða, að við höfum náð einhverjum af okkar málum fram.“ gróandi í þjóðlífinu. Að lokum hylltu fundargestir fósturjörð- ina með fjórföldu húrrahrópi. Stjórnmálaályktun lands- fundarins var samþykkt af meg- inþorra fundarmanna og náðist full samstaða um innihald henn- ar en nokkur átök urðu um ýmsa málaflokka, svo sem land- búnaðarmál, húsnæðismál og vaxtamál. Meðal þess sem lagt er til í ályktuninni er að reynt verði til þrautar í samstarfi við samtök launafólks og vinnuveit- enda að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði næsta haust og tryggja þann stöðugleika í efna- hagslífi sem sé forsenda heil- brigðrar atvinnustarfsemi. Er- lend skuldasöfnun verði stöðv- uð og náð hallalausum utanrík- isviðskiptum sem fyrst. Áfram verði dregið úr umsvifum hins opinbera og stefnt að hallalaus- um ríkisbúskap og haldið verði fast við áform um að fella niður tekjuskatt af almennum launa- tekjum. Lagt er til að verð- myndunarkerfi landbúnaðarins verði endurskoðað frá grunni og búvöruframleiðslan verði löguð að markaðsaðstæðum á næstu árum. Er lagt til að bænd- um verði auðvelduð sú aðlögun með uppbyggingu nýrrar arð- samrar atvinnu og verði varið til þess hluta fjár sem nú rennur til útflutningsbóta. Lagt er til að afnumdar vcrði hömlur á út- flutningi landbúnaðarvara og innflutningur á grænmeti og garðávöxtum verði gefinn frjáls þegar að innlend framleiðsla fullnægir ekki eftirspurn. Sigur- laug Bjarnadóttir frá Vigur gerði að umtalsefni í tengslum við stjórnmálaályktunina að þar væri ekki minnst á þróunina í launamálum og það misrétti sem væri við lýði. Vildi hún láta taka ákvæði um það efni inn í stefnuskrána en tillögunni var vísað til miðstjórnar. 140 ungir sjálfstæðismenn lögðu fram verkefnaskrá fyrir Sjáifstæðisflokkinn og var hún- samþykkt óbreytt, eftir að minniháttar breytingar höfðu verið gerðar á henni í stjórn- málaályktuninni en þó er kveðið fastar að orði um helstu baráttu- mál flokksins og meðal þpss sem uneir sjálfstæðismenn vilja ifá framgengt er að frjálsræðisþró- un á fjármagnsmarkaði verði haldið áfram, Ián til kaupa á eldra húsnæði verði a.m.k. 70% af nýbyggingarlánum, einka- rekstri í heilbrigðisþjónustu verði veitt aukið svigrúm, verk- takafyrirtæki sitji við sama borð með varnarliðsframkvæmdir, einkarekstri í skólakerfi verði gefið aukið svigrúm og einka- rekstur Pósts og síma á breið- bandskerfinu verði afnuminn. Þá er lagt til að stuðlað verði að frjálsri verðmyndun með lög- bundnu banni við hvers kyns hringamyndun, einokun eða ■ Atkvæðagreiðslan um formannsembættið var aldrei í tvísýnu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þegar upp var staðið hlaut Þorsteinn Pálsson 892 atkvæði af 955 greiddum. Næstur kom Davíð Oddsson með 20 atkvæði. NT-mynd: Árni Bjama. samkeppnishömlum en í stjórn- málaályktuninni segir: Lög verði sett gegn einokun og hringamyndun. í umræðum um atvinnumál gerði Hörður Einarsson harða hríð að „einokunarfyrirtækjum í sölu sjávarafurða“ eins og hann nefndi þau og beindi eink- um spjótum sínum að SH og SÍS. Bar hann fram tillögu um að frelsi í útflutningi sjávar- afurða yrði stóraukið, en tillagan hlaut ekki samþykki landsfund- arins og mátti heyra á mörgum þá að þeim þætti lítið fara fyrir hugsjónum flokksins, um frelsi einstaklingsins, þegar á hólminn væri komið. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavik: Vaxtalækkun og úrbæt ur í húsnæðismálum - meðal áhersluatriða í stjórnmálaályktun ■ Atvinna fyrir alla, dag- vinnutekjur sem nægi tii fram- færslu, endurbætur í húsnæðis- málum, vaxtalækkun, efling samvinnuhreyfingarinnar og eyðing tortryggni milli þéttbýlis og dreifbýlis eru meðal þess sem sérstök áhersla er lögð á í stjórnmálaályktun kjördæmis- þings Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem jafnframt var aðalfundur framsóknarfélag- anna í Reykjavík. í ályktuninni er lögð áhersla á að launþegar á íslandi beri allt of lítið úr býtum, þrátt fyrir að landið sé auðugt og bjóði upp á gnótt möguleika. Fagnað er til- lögum félagsmálaráðherra um úrbætur í húsnæðismálum en um leið lýst vilja til að ganga lengra. Lánakerfi verði að byggja upp þannig að launþegar þurfi aldrei að verja nema hóf- legum hluta tekna sinna til að standa undir húsnæðiskostnaði. Þá segir að okurvextir sogi til sín mikinn hluta af tekjum margra launþega og geri at- vinnufyrirtækjum ókleift að greiða mannsæmandi laun. Var bölvað klúður... ■ Mikið hefur allaböllum verið vorkunn þegar launaauki bankastjóranna komst fyrst á dagskrá. Hér hafði gamli guð- faðirinn frá Neskaupstað, Lúðvík Jósepsson bankaráðs- maður í Landsbanka gengið á undan bitlingamönnum ann- arra flokka í bankaráðum og gefið stjórum sínum þessar krónur. Ef frá er talinn Garðar Vestmannaeyingur Sigurðsson þá er ekki að sjá að aðrir fulltrúar alþýðunnar og sósíal- ismans hafi séð neitt athuga- vert við framtak Lúlla. Og svo þefaði NT málið uppi. Þar á eftir fylgdu öll hin blöðin fast á eftir, nema eitt. Þjóðviljinn þurfti heila páska- helgi til þess að þenkja hvernig skyldi nú klipið af skömminni, og komst hjá að móðga guð- föður sósíalismans í austri. Loks var birt frétt þar sem Lúðvík var leyft að komast að með komment um að þetta væri nú ekki svo slæmt þó þetta sé slæmt og margt annað verra, eða að minnsta kosti jafn slæmt. Eins og flokks- bróðir Lúðvíks orðaði það á Alþýðubandalagsfundi í síð- ustu viku; „ég rýndi mikið í einhverja þvælu eftir Lúðvík Jósepsson bankaráðsmann sem ég skildi hvorki upp né niður í.“ Sá sami allaballi var þá að leita að áliti þingflokks- ins en í þeim efnum upplýstist á sama fundi að þingflokkurinn kom saman vegna þessa strax laugardaginn fyrir páska og ræddi málið en hafði ekki kom- ist að niðurstöðu fyrr en á mánudag, á annan í páskum. „Þetta var bölvað klúður, það vitum við,“ sagði flokks- formaðurinn þegar hann skýrði frá vandræðunum. Nefnd fjallar um eigin störf ■ Að vísa tillögum til ríkis- stjórnarinnar er af mörgum talið það sama og að það eigi að „svæfa“ þær. Sama mun vera upp á teningnum með tillögur sem er vísað til mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, þær fara sjaldnast lengra. Því þótti það nokkuð skond- Nú getið þið fengið að vera með líka, strákar ið á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins að tillaga sem góð og grandvör útgerðar- kona á Akranesi lagði fram, um að miðstjórn yrði gerð að virkara stjórnarafli innan flokksins, var einmitt vísað til miðstjórnar til umfjöllunar! Kona þessi vildi einnig sjá hinn nýkjörna formann í embætti forsætisráðherra sem fyrst, án þess að efnt yrði til kosninga og þá um leið ættu sjálfstæðis- menn að taka yfir stjórnun sjávarútvegsmála. Að lokum taldi hún eðlilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins yrðu skikkaðir í upphafi hvers þings til að fara í 1/2 mánuð á sjó, til að kynnast vanda útgerðarinn- ar, og síðan væri hæfilegt fyrir þá að vinna í annan 1/2 mánuð í frystihúsi! r

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.