NT - 15.04.1985, Page 4

NT - 15.04.1985, Page 4
Mánudagur 15. apríl 1985 4 ■ Kúluhús Kristjáns Bogasonar hefur vakið athygli i Vest- mannaeyjum bæði fyrir óvenjulegt útlit og merkilega lágan kyndingarkostnað. Grunnur hússins sem er um 280 fermetrar, ásamt veggjum upp í 45 til 90 cm. hæð er steyptur. Yfirbyggingin er úr timbri, klædd vatnsheldum krossvið og síðan gúmídúk yst. í húsinu eru nú matvöruverslun og bakarí á neðri hæð en uppi er Kristján að innrétta 160 fermetra íbúð. NT-myndir: Inga Gísla Kynding ódýr ■ Vestmannaeyingum stóð að þessu sinni tii boða að gera páskainnkaupin í tveim nýjum verslunum sem þar voru opnaðar rétt fyrir pásk- ana. Kristján Bogáson opn- aði þá matvöruverslun í kúluhúsinu sínu við Vestur- veg, sem gengur undir nafn- inu Kúluhúsið, enn sem komið er a.m.k. og Bergur Sigmundsson, bakarameist- ari opnaði nýtt bakarí - Kökuhús Villberg - einnig í kúluhúsinu. Kristján tók raunar kúlu- húsið í notkun fyrir um 11 mánuðum undir annarskon- ar starfsemi. Við á NThöfum haft spurnir af að kunnugir hafi undrast lágan kynding- arkostnað í húsinu þetta tæpa ár. Kristján kvaðst kannski ekki hafa hárná- kvæmar tölur, en heitavatns- notkunin hjá honum hafi reiknast um 0,6 tonn af vatni pr. rúmmetra yfir árið, sem sé aðeins um þriðjungur af því sem talin sé meðal heita- vatnsnotkun. Kúluhúsið við Vesturveg er um 1.400 rúmmetrar að stærð, sem skiptist í 280 fer- metra á verslunarhæð og 160 fermetra íbúð á efri hæð, sem ekki er alveg fulllokið. iímsm d læi Drekkum mjólk ' Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Til þess að bein líkamans vaxi eðlilega í œsku og haldi styrk sínum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir ekki kalk sjálfur en verður að treysta á að daglega berist honum nœgilegt magn til að halda eðllegri líkamsstarfsemi gangandi. 99% af kalkinu fertil beina og tanna; hjá börnum og unglingum til að byggja upp eðlilegan vöxt; hjá fullorðnu fólki til að viðhalda styrknum og hjá ófrískum konum og brjóstmœðrum til viðhalds eigin líkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu f brjóstum. Kalkið gegnir því veigamiklu hlutverki og skortur á því getur haft slœmar afleiðingar. Algengasta einkennið er beinþynning, hrörnunarsjúkdómur sem veldur stökkum og brothœttum beinum auk breytinga á líkamsvexti. Með daglegri mjólkurneyslu má vinna gegn kalkskorti og afleiðingum hans, byggja upp sterk bein hjá börnum og unglingum og viðhalda styrknum hjá fullorðnu fólki. Afleiðingar beinþynningar HÆÐ 140 Helstu heimildir: Bæklinqurinn Kalk og beinþynning efír dr. Jón Óltar Ragnarsson og Nutrition and Physical Filness. 11. úta.. eftir Briggs og Calloway, Holt Reinhardt and Winston, 1984. ALDUR Hvernig beinþynning ieikur útlitið A. Eðlileg lögun og eðlileg hœð B. Bogið bak og minni hœð C. Herðakistill og enn minni hœð MJÓLKURDAGSNEFND Doktor í eðlisfræði ■ Sverrir Ólafsson hefur lokið doktors- prófi í fræðilegri eðlisfræði við háskólann í Karlsruhe í Vestur-Pýskalandi. í doktorsritgerð sinni, sem ber titilinn: „Supergravity in six dimensions“ beitir Sverrir stærðfræðilegum aðferðum til rann- sókna á eiginleikum öreinda er kunna að gegna mikilvægu hlutverki í skammtasviðs- kenningum og í þyngdaraflsfræði. Eftir stúdentspróf stundaði Sverrir nám í lífefnafræði við háskólann í Túbingen í Vestur-Þýskalandi, en síðan í eðlisfræði og stærðfræði við sama háskóla. Hann lauk Diplóm-prófi árið 1979. Frá 1980 stundaði hann framhaldsnám við háskólann í Karlsruhe en er nú lektor í hagnýtri stærðfræði við Department of Mat- hematics við Kings College í London. Samtökin 78 ■ Nýlega eru komnar út tvær bækur, sem Samtökin 78 eiga hlut að í samstarfi við félög lesbía og homma erlendis. Fyrra ritið er: Nordisk Bibliografi: Hom- oseksualitet. Pað er skrá yfir bækur sem gefnar eru út á Norðurlöndum og varða málefni lesbía og homma. Hún er gefin út með styrk frá Norræna menningarmála- sjóðnum. Hin síðari er: IGA Pink Book 1985, eða bleika bókin. Undirtitill bókarinnar er: Yfirlit um kúgun og frelsi lesbía og homma í veröldinni. fbókinni er meðal annarsgrein eftir Guðna Baldursson þar sem hann segir að félagslegt misrétti á Islandi sé geysilegt og að Samtökunum 78 sé kunnugt um fjölda manna sem hafa misst atvinnu eða leiguhúsnæði vegna þess að kunnugt varð um samkynhneigð þeirra. Niðjamót í Hróarsdal ■ Niðjar Jónasar Jónssonar bónda og smáskammtalæknis í Hróarsdal halda niðja- mót í júlí í sumar og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að hafa samband við einhverja umsjónarmenn mótsins; Pál í síma 91-82505, Þórarin bónda í Hróarsdal og er sími um Sauðárkrók eða Sigurð á Akureyri í síma 22529. Mótið verður haldið í Hróarsdal og með svipuðu sniði og mót sömu ættar 1980. Geta mótsgestir tjaldað í túninu. Aðalhátíðin verður laugardaginn 27. júlí. Vímuefni: Hvað er það? ■ Komnir eru út tveir upplýsingabækling- ar um vímuefni á vegum Æskulýðsráðs og Félagsmálaráðs Reykjavíkur. Annar er ætlaður unglingum en hinn foreldrum. í bæklingunum er að finna ítarlegar upplýsingar um kannabisefni, róandi vím- uefni, verkjadeyfandi vímuefni, örvandi vímuefni, skynvilluefni, lífræn leysiefni og áfengi. Fjallað er um helstu einkenni þessara efna, áhrif þeirra, skaðsemi og neysluvenj- ur. Þá eru í bæklingunum tilgreindir þeir aðilar sem veita fræðslu og aðstoð þeim sem lenda í erfiðleikum vegna eigin neyslu eða annarra. Bæklingunum verður komið á framfæri við grunnskólana í borginni, félagsmið- stöðvarnar, Félagsmálastofnun og aðra þá aðila sem sinna ungu fólki og félagslegri þjónustu.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.