NT - 15.04.1985, Qupperneq 5
fíT? Mánudagur 15. apríl 1985 5
lltlí Fréttir
Ungir íbúðakaupendur streyma í Gamla- og Vesturbæinn:
Yf ir helmingur íbúðakaup-
enda undir 33ja ára aldri
Fólk yfir 50 ára kaupir nú miklu minni íbúðir en áður
■ Meira en helmingur - 52%
- allra íbúðakaupenda á höfuð-
borgarsvæðinu á s.l. ári var ungt
fólk, 32ja ára eða yngra. Athygli
vekur að 4% af öllum seldum
íbúðum voru keypt af bráðungu
fólki, þ.e. 21 árs og yngra og
hafði það hlutfall tvöfaldast
hvort sem borið er saman við
árið 1982 eða 1980. íbúðakaup-
endur í þessum yngsta aldurs-
flokki eru hlutfallslega álíka
margir eða jafnvel fleiri en í
hópi fólks yfir 40 ára að aldri
þegar tekið er tillit til fjölda í
hverjum aldursárgangi. Petta
kemur fram í skýrslu nefndar
þeirrar sem unnið hefur að
könnun á fasteignamarkaðinum
á vegum félagsmálaráðherra.
Þá kemur fram að um 4 af
hverjum 10 kaupendum í
Reykjavík, 32ja ára og yngri
hafa keypt íbúðir sínar í Gamla
bænum eða Vesturbænum í
Reykjavík, en í hópi þeirra sem
eldri voru var þetta hlutfall
aðeins um 19%. í eldri hópnum
völdu aftur á móti 42% að
kaupa í Breiðholti og Hraunbæ,
jafnframt því sem hverfi eins
og: Tún, Teigar, Kleppsholt,
Sund, Vogar og Heimar njóta
mikilla vinsælda.
Stærð íbúða sem fólk kaupir
er mjög misjöfn eftir aldri kaup-
enda. Athyglisvert er að kaup-
endur yfir fimmtugt kaupa sér í
auknum mæli litlar íbúðir. Um
70% fólks á þessum aldri sem
keypti í fyrra festu sér 3ja
herbergja íbúð eða minni, en
aðeins 2% einbýlis- eða raðhús,
samanborið við um 15% 4 árum
áður. Kaupendur á aldrinum
33ja til 50 ára voru hins vegar
stórhuga - uni 62% þeirra
keyptu 4ra herbergja íbúðireða
stærri, en það hlutfall var unt
45% árið 1980. Úr þessum hópi
komu og kaupendur að 2 af
hverjum 3 einbýlis- og raðhús-
um sem seld voru, en afganginn
af þeim má segja að keyptur
hafi verið af fólki í kringum
þrítugt. í hópi 26 ára kaupenda
og yngri voru það hins vegar yfir
9 af hverjum 10 sem keyptu 3ja
herbergja íbúð eða ntinni, en
það hlutfall var 75% árið 1980.
Aðeins 1% af þessum ungu
kaupendunt keypti sérbýli.
Af seldunt íbúðurn á höfuð-
borgarsvæðinu á s.l. ári voru
um 81% í Reykjavík, urn 11%
í Kópavogi og tæp 8% í Hafnar-
firði. Athygli vekur að einungis
0,6% af öllum sölunt voru íbúð-
ir í Garðabæ eða Seltjarnarnesi,
en þar eru þó um 5% allra íbúða
á svæðinu.
Kaupmannasamtökin and-
víg virðisaukaskattinum
■ Fulltrúaráð Kaupmannasam- opinbera, auk þess sem innheimta
taka íslands varar við þeim hug- skattsins verði kostnaðarsamari
myndum sem uppi eru um að taka fyrir öll fyrirtæki í landinu.
upp virðisaukaskatt hér ý landi. Jafnframt telur fulltrúaráð
M.a. erbentáaðinnheimtaskatts- Kaupmannasamtakanna að
ins muni verulega auka þa þegn- endurskoða beri lög um söluskatt
skylduvinnu sem kaupmönnum er með það fyrir augum að einfalda
gert að inna af hendi fyrir hið framkvæmd þeirra.
■ Hanna Gunnarsdóttir við eitt verka sinna. NT-mynd: Ami Bjama.
Hanna Gunnarsdótt-
ir í Ásmundarsal
■ Hanna Gunnarsdóttir opnaði sýningu um helgina á 38 vatnslita-
ntyndum í Ásmundarsal, Freyjugötu. Flestar myndirnar eru
landslagsmyndir.
Eftir nám við Myndjistarskólann í Reykjavík nant Hanna við
listaskóla í Bretlandi og Þýskalandi og 1978 lauk hún burtfararprófi
í innanhússhönnun frá Cuyahoga College í Ohio. Hún hefur tekið
þátt í nokkrum samsýningum erlendis og sýning hennar nú er þriðja
einkasýning hennar á íslandi.
Verkalýðsfélagið Rangæingur:
10 nýjar íbúðir
fyrir aldraða
■ Verkalýðsfélagið Rangæingur
hefur ákveðið að láta hanna og skipu-
leggja 10 íbúðir fyrir aldraða félags-
menn sína á Hvolsvelli og hefur verið
sótt um byggingarlóðir í því skyni.
Áætlað er að fyrstu húsin verði reist
næstkomandi sumar.
Verkalýðsfélagið ntun fjármagna
íbúðirnar og selja þær fullfrágengnar
að utan og innan ásamt lóðum og
miðað verður við byggingarkostnað-
arverð þeirra. Þá er fyrirhugað að
íbúðunum fylgi hagstæð lán.
í fréttatilkynningu frá Verkalýðsfé-
laginu Rangæingi segir m.a. að gert
sé ráð fyrir að íbúðirnar verði seldar
einstaklingum og þeir einir hafi heim-
ild til þess að kaupa íbúðirnar og búa
í þeim sem eru fullgildir félagsmenn
Rangæings og orðnir 63 ára. Félagið
gerir ráð fyrir frávikum varðandi
aldur ef um öryrkja er að ræða.
■ Myndin var tekin við afhendingu heiðursskjalsins.
Félag matvörukaupmanna:
Heiðruðu Mjólkur-
samsölu Reykjavíkur
■ Félag matvörukaupmanna heiðraði
nýlega Mjólkursamsöluna í Reykjavík
fyrir eindæma góða þjónustu Mjólkur-
samsölunnar við kaupmenn.
Ólafur Björnsson, formaður Félags
matvörukaupmanna, afhenti Guðlaugi
Björgvinssyni, forstjóra Mjólkursams-
ölunnar, heiðursskjal félagsins með
þökkum fyrir góða þjónustu, aukið
vöruval og vandaða framleiðslu.
í fréttatilkynningu frá Félagi mat-
vörukaupmanna kemur fram að aðeins
tvö fyrirtæki hafi áður hlotið þessa
viðurkenningu, Osta og smjörsalan sf.
og Síld og fiskur.
Eldvarnafræðslumynd
■ Tveir af starfsmönnum fyrirtækisins
1. Pálmasonar hafa geTt fræðslumynd á
myndbandi, þar sem fjallað er um
eldvarnir. Meðal þess semmyndintekur
á er meðferðhandslökkvitækja,eldvarn-
arteppa, reykskynjara og komið er inn
á flest það sem almenningur þarf að vita
um eldvarnir.
Myndin er einkaframtak þeirra
Höskuldur Blöndal og Sigurðar Ás-
mundssonar. I samtali við NT sögðu
þeir félagar að lengi hefði verið á
döfinni hjá ýmsum aðilum, að gera
mynd sem þessa, en aldrei orðið úr fyrr
en nú að þeir tóku af skarið.
Ætlunin með gerð myndarinnar er að
hún konii til sýningar sem víðast út um
land og verði um leið til þess að bæta úr
þeirri brýnu þörf sem hefur verið á
mynd til fræðslu um eldvarnir fyrir
almenning. Myndin tekur um tuttugu
mínútur í sýningu.
■ Sigurður t.v. og Höskuldur t.h. hafa
gert mynd um eldvarnir upp á eigin
spýtur. NT mynd Ari.
Heit vínarbrauð
beint úr ofninum
kl. 14.30
O O afsláttur
ÁiV /U millikl. 14.30 og 16.00
Bakaríið
Krínglan
Stanmri 2