NT - 15.04.1985, Qupperneq 10
Mánudagur 15. apríl 1985 10
LkX Minning
Arngrímur Jóhann Ingimundarson
Odda í Bjarnarfirði
Fæddur 25. júlí 1920
' Dáinn 9. mars 1985.
Síminn hringdi upp úr hádeg-
isverði laugardaginn 9. mars.
„Þaö hafa orðið snöggar breyt-
ingar hér á heimilinu. Bróöir
þinn er ný látinn.“
Með þessum hógværlegu og
æðrulausu orðum lét Dísa í
Odda mig vita, að maður sinn,
hann Addi í Odda, væri allur.
Hafði látist af hjartaslagi í örm-
um þeirra mæðgna fyrir stundu.
Undanfarandi ár var honum að
aukast brjóstþyngsli og vanlið-
an, en var orðið mun léttara
eftir þriggja vikna sjúkrahúss
dvöl syðra fyrir nærri mánuði og
virtist vera að ná sér að veruleg-
um mun.
Foreldrar hans voru hjónin á
Svanshóli, Ólöf Ingimundar-
dóttir og lngimundur Jónsson,
og þar ólst Itann upp.
A fjórða ári missti hann föður
sinn, en móðirin lést 1952. Hún
hélt búskap áfram til vorsins
1942 meö aðstoð hálfbróður
síns, Ingimundar Grímssonar,
er hætti búskap í Reykjafirði til
þess aö aðstoða systur sína við
að koma börnunutn hennar 7 á
legg-
Þegar minnast skal bróður
síns kemur svo ótal margt upp í
hugann. Ekki hvað síst þegar
leiðir hafa aldrei skilið til fulls.
Eins og viö systkinin öll ólst
hann Addi upp við venjuleg
sveitarstörf áður en vélaöldin
rann upp hér um slóðir.
Frameftir aldri var hann létt-
ur til gangs og engan sntala-
mann þekki ég honum fremri
við að yfirvinna fjallafálur í
fjárleitum. En eftir langa véla-
vinnu og bílaakstur fóru honum
að bila fætur auk þess að hann
gerðist feitlaginn með aldrinum
og þyngdi fyrir brjósti. Gekk þó
til allrar vinnu þótt hann hlífði
sér nokkuð í vetur.
Sem ungur maður var hann
með bestu sundmönnum hér
um slóðir og tvímælalaust aðal
hvatamaður skíðaíþrótta um
langan tíma. Var í byrjun árs
1944 á Skíðaskólanum á ísa-
firði. Kenndi svo á skíðum og
þjálfaði keppendur um áratuga
skeið. Var ávallt fararstjóri
Strandamanna á skíðamót utan
héraðs. Þeir frændur og vinir,
Jóhann Jónsson „Strandamað-
ur" voru kcppnisfélagar í sundi
og á skíðum.
Einhver mesta gleðistund
lians við íþróttir var þegar hann
fór á Skíðalandsmótið á Kolvið-
arhóli áriö 1947 er hófst 22.
mars með aöeins tvo göngu-
keppendur.
I 16 km. skíöagöngu hafði
Jóhann „Strandamaður" rás-
númer 13, en kom langfyrstur í
rhark og sigraði auðveídlcga.
Ingibjörn Hallbertsson gerði
það heldur ekki endasleppt í
dagblöðum: „Strandamenn áttu
daginn". Síðar á mótinu stóðu
þessir tvímenningar sig vel í
öðrum keppnisgreinum.
Þar syðra voru þeir á vegurn
þingmanns Strandamanna,
Hermanns Jónassonar, er
gladdist yfir árangri þeirra fé-
laga og veitti þeim ýmissa fyrir-
greiðslu eins og t.d. að láta aka
þeim upp að Heklu, sem var þá
að taka eina léttasóttina.
Þessu stórfenglega undri eld-
drottningarinnar sagðist Addi
aldrei gíeyrna. Við bræðurnir
unnum lengi saman við margvís-
leg landbúnaðarstörf og í félags-
rnálum. Hann var um tíma suð-
ur í Kjósasýslu til að læra rneð-
ferð jarðvinnslu á fyrstu árum
jarðýtu-innflutnings. Enda var
hann einka laginn við véltæki og
fyrsti jarðýtustjórinn hér um
slóðir og starfaði iengi við slíkt
auk þess að aka vörubíl allt
fram á liðið sumar. Það var ekki
ónýtt að geta leitað til hans
þegar heimilisdráttarvélaöldin
rann upp.
Hann kvæntist 30. des. 1944
Þórdísi Loftsdóttur frá Skarði,
en foreldrarhennarvoru Loftur
Bjarnason á Hólmavík og seinni
kona hans, Helga Jónsdóttir. í
fyrstu voru þau á Svanshóli, en
1946 stofnuðu þau úr Svans-
hólslandi nýbýliö Odda, þar
sem þau hafa búið síðan . Hey-
skap hefur fjölskyldan sótt víða
t.d. alla leið norðan úr Kald-
baksvík og hefur slíkt kostað
mikinn aksturogárvekni meðan
taðan var þurrkuð. Annars er
votheysverkun orðin alls ráð-
andi hér um slóðir og þar með
nokkuð leikið á þurrklevsis
veðurfar. Börn Odda hjóna
urðu sex, eða: Erna fædd 11.5
’45, maður Baldur Sigurðsson.
Baldurshaga. Jón fæddur 30.9
'46, kona Þorsteinsína G.
Gestsdóttir, Hólmavík. Jóhann
Björn fæddur 23.5 '54,
sambýliskona Sólveig H. Hall-
dórsdóttir, Framnesi. lngi-
mundur fæddur 8.10’57, sam-
býliskona Þorbjörg H. Haralds-
dóttir Garði. Guðjón Hjörtur
fæddur 1.8 '63, sambýliskona
Signý Hermannsdóttir, Garði.
Helga Lovísa fædd 11.1 ’66
unnusti, HaraldurV. Ingólfsson
Bæ. Barnabörn Adda og Dísu
eru orðin 12. Raunar hafa Erna
og Baldur verið í sambýli með
Odda-hjónum þótt þau byggðu
íbúðarhúsið Baldurshaga í túp-
inu í Odda.
Addi var um lengri tíma um-
sjónar- og afgreiðslumaður við
útibú K.S.H. að Kaldrananesi,
og einnig hafði hann á liendi
mjög lengi umboðssölu í Odda
á olíu og bensíni fyrir BP. Við
þcssi störf kynntist hann fólki
um land allt, sem þarna fór urn
til að brynna fararskjótunum,
rétta úr bakinu og draga að sér
ferskt sveitarloftið. Segja mátti,
að heimilið í Odda væri um
þjóðbraut þvcra. Þaðan var
veitt ýmis þjónusta og t'yrir-
greiðsla, auk ríkulegra veitinga
án þess að um greiðslu væri að
ræða eins og tíðkast ennþá, sem
betur fer, víða í hinum af-
skekktari sveitum. Er gömul
hefð og sterkur menningarþátt-
ur.
Ekki mun bróöir minn hafa
saínað að sér „klinki" né banka-
auð. Trúlcga munu þó æðimarg-
ir telja sig eiga honuni skuld að
gjalda vegna ýmissrar hjálpar
og Ijúflegrar fyrirgreiðslu.
Hann var íhugull og virtist
kotna fátt á óvart. Mjög eftir-
tektarsamur og sjóngóður, þaö
er að segja fjarsýnn, þótt hann
væri farinn að nota gleraugu við
skriftir og lestur.
Lokadægri sínu skildist
manni að hann byggist við innan
tíðar, og sterkasta þrá hans var,
að slíkt yrði heirna, en ekki á
sjúkrahúsi, eða fjarri heimilinu.
Þeirrar náðar naut hann eins og
upphaflega var greint frá.
Hann var mikill félagsmála-
maður. Duldi ekki skoðanir
sínar, en allra manna sáttfúsast-
ur. Ungur gekk hann í Sundfé-
lagið Gretti og var í stjórn þess
á fjórða áratug og í stjórn
H.S.S. um nokkurt skeið. í
stjórn K.S.H. í 8 ár, deildar-
stjórn og fulltrúi á aðalfundum.
Þá var hann all lengi í stjórnum
Lestrarfélags Bjarnarfjarðar og
Bala og Veiðifélags ' Bjarnar-
fjarðarár. Einnig í sóknarnet'nd
Kaldrananeskirkju.
Um langa hríð og til dauða-
dags var hann í stjórnum eftir-
greindra samtaka:
Búnaðarfélags og Ræktunar-
svæðis Kaldrananeshrepps.
Sauðfjárræktarfélags Kaldrana-
neshrepps. Bílstjórafélags
Strandasýslu. Skólanefnd
Klúkuskóla og formaður frá
1970. Hann var ávallt fljótur að
tileinka sér ýmsar tækninýjung-
ar, stundum urn efni fram. Það
var aldrei nein lognmolla í
kringum hann Arngrím í Odda.
Kæri bróðir. Við Inga getum
aldrei fullþakkað þér og ykkur
margvíslega aðstoð og gott ná-
býli. Það var ekki ósjaldan að
hringt var uppeftir og spurt
hvort við vissum hvað væri á
bæjarburstinni. En þar sátu
klofvega tveir smásnáðar bað-
andi út örmum af stolti yfir að
hafa getað skriðið upp bratt
járnþakið.
Eða þá þegar þú snaraðist í
veg fyrir þessa sömu tvíbura,
sem ætluðu að sjá hestana hans
Jóa á Bakka cr hann var að
hýsa, cn Bjarnarfjarðará var í
vexti af vorleysingum.
Já, svona atvik, og önnur
hliðstæð, voru ótal mörg. En
verða ekki frekar rakin hér.
Við óskum þér Guðs blessun-
ar og öllu þínu fólki vottum við
innilega samúð.
Mundi á Ilóli.
Þann 8. mars síðastliðinn fór
ég í heimsókn niður í Odda.
Skólavikan var liðin oggottsem
■ Margir telja, að heilbrigð-
iskerfið verði til þess að ríða
velferðarþjóðfélögum Vestur-
landa á slig. Sumir sjá þann
grænstan, til að sporna við
óheillaþróun undangenginna
áratuga, að taka upp kerfi
einkaspítala og einka-sjtikra-
samlaga við hlið ríkiskcrfisins,
og muni blessun samkeppninnar
þá leiða til ráðdeildar í rekstri
án þess að þjónustu Itraki. Þeir
hinir sömu gleyma því þá
gjarnan, svo sem háttur er ósk-
hyggjumanna, að tilraun af
þessu tagi hefur verið og er „í
gangi" í Bandaríkjunum: Þar
lifir einkakerfið á því að ræna
hið opinbera; fyrir bjargálna-
fólk getur það verið allt að því
fjárhagslegur banabiti að fá
botnlangakast, eða jafnvel eign-
ast barn, og hvergi í veröldinni
(nema kannski hér á landi) er
gert jafnmikið af sjálfkrafa
óþörfum „rannsóknum” á sjúkl-
ingum sem leggjast inn á sjúkra-
hús með vel-skilgreinda niein-
semd sem ekki kallar á annað
en staðlaða aðgerð. Sóunin, í
þágu læknastéttarinnar, er sem-
sagt hvergi meiri en einmitt þar
sem samkeppnin er sögð vera
mest.
Heilsuhringurinn. sem gefur
út tímaritið Hollefni og heilsu-
rækt, fylgir annarri stefnu: Að
gera heilbrigðiskerfið ódýrara
með því að fyrirbyggja sjúk-
dóma með heilbrigðu lífi og
„náttúrlegum" læknisráðum. 1
tímaritinu hafa á undanförnum
árum birst margar athyglisverð-
ar greinar, sem a.m.k. sumar
hverjar hafa vafalaust haft mikil
sannindi fram að færa, þótt
aðrar kunni að vera vafasamari.
Enda um flókin mál að ræða,
svo flókin, að læknar og tann-
læknar eru yfirleitt engu færari
um að ræða þau en leikmenn,
nema sérstakir sérfræðingar séu
á einstökum sviðum. Enda
stendur það enn, sem Vilmund-
ur Jónsson landlæknir sagði í
frægri grein fyrir 50 árum: „Með
allri hógværð verðum við læknar
að játa, að gagnvart níu tíundu
sjúkdóma stöndum við eins og
veðurfræðingar gagnvart veðr-
inu,” og „læknar eru á kafi í
sjúkdómum, trúa á sjúkdóma,
spekúlera í sjúkdómum, rækta
jafnvel sjúkdóma og lifa á sjúk-
dómum- og hvar stæðu lækn-
endranær að setjast niður á
þessu gestrisna og veitula heim-
ili. Arngrímur var tiltölulega
nýkominn af Vífilsstaðaspítala
og hann virtist hress og ræðinn.
Talið barst að liðnum tíma og
hann sagði mér frá frægri för á
bílum þvert yfir Trékyllisheiði
síðla hausts árið 1961. Þar var
fjallagarpurinn Guðmundur
Jónasson í fararbroddi en Arn-
grímur og fleiri Bjarnfirðingar
voru með í för. Hann rifjaði
líka upp skíðaferðir um
óbyggðir sem hann hafði farið
fyrr á árum t.d. niður í Veiði-
leysufjörð um svokallað Strýtu-
skarð. Það leyndi sér ekki að
Arngrími var Ijúft að rifja upp
þessa liðnu tíma ekki síst þegar
skíðamennskuna bar á góma en
á skíðum hefur hann eflaust átt
margar sínar bestu stundir.
Um hádegisbil daginn eftir
var Arngrímur allur. Minning-
arnar hrannast upp hjá okkur
sem eftir lifum. Ég minnist
þessa síðasta fundar okkar. Ég
man líka vel þegar hann tók á
móti okkur hjónunum hér á
hlaðinu í Klúkuskóla fyrir hálfu
öðru ári síðan. Þá fannst mér
ar og lyfjafyrirtæki ef obbinn af
sjúkdómum aðrirenellihrörnun
hyrfu af sjónarsviðinu? Að vísu
ekki svo illa, því bandarískar
kannanir sýna að helmingur
sjúkrakostnaðar einstaklings
verður að meðaltali á síðustu 3
mánuðum ævi hans.
í nýjasta hefti Hollefna og
heilsuræktar, sem er nýkomið
út, er „bornban" grein Ævars
Jóhannessonar um ný viðhorf
til sveppasýkingar, sem mjög
hefur magnast í kjölfar notkun-
ar fúkalyfja. Efni greinarinnar
er í stuttu máli það, að fúkalyf
drepa allan gerlagróður í melt-
ingarfærum manna, bæði góða
gerla og slæma, og í kjölfar
slíkra lyfjakúra siglir oftar en
ekki gersveppurinn Candida al-
bicans sem lifir næstum því alls
staðar í náttúrunni þar sem
hæfilegur raki og hiti er, en
uppáhaldsviðurværi hansersyk-
ur og sterkja. C. albicans mynd-
ar eiturefni í þörmunum, sem
berast út í blóðið og geta valdið
margvíslegum kvillum - sumir
fræðimenn hafa jafnvel leitt að
því getum, að eiturefni þessi
52 luku
■ í upphafi haustmisseris hafa
eftirtaldir 52 stúdentar lokið
prófum við Háskóla íslands.
Embættispróf í guðfræði (1)
Guðmundur Guðmundsson
Embættispróf í lögfræði (4)
Bergsteinn Georgsson
Georg Kr. Lárusson
Gunnar Jónsson
Una Þóra Magnúsdóttir
Kandidatspróf í viðskiptafræð-
um
Baldur Pétursson
Benóní T. Eggertsson
Eyþór Tómas Heiðberg
Hallgrímur Tómas Ragnarsson
Hjalti H. Hjaltason
Jón Grímsson
Jón Þorkelsson
Margrét Guðjónsdóttir
Ólafur Ólafsson
Óskar Þórðarson
Ottó Leifsson
Pétur Vilhjálmsson
Sigurður Ingi Margeirsson
Skúli Bergmann Garðarsson
Þóra Þorvarðardóttir
hann strax vera traustvekjandi,
hlýlegur og hjálpfús og sú skoð-
un mín breyttist ekki á þeim
tíma sem okkar leiöir lágu
saman.
Hann var fæddur á Svanshóli
25. júlí 1920 og þar ólst hann
upp. Árið 1944 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Þórdísi
Loftsdóttur. Þau stofnuðu ný-
býli úr landi Svanshóls sem þau
nefndu Odda. Alla tíð hefur
verið gestkvæmt í Odda og
margir dvalið þar í lengri cða
skcmmri tíma ekki síst börn og
unglingar. Samheldni fjölskyld-
unnar hefur ætíð verið mikil og
þar átti Arngrímur ekki minnst-
an þáttinn. Þau hjónin eignuð-
ust sex börn, sem eru: Erna f.
Kandídatspróf í sagnfræði (1)
Valdimar Unnar Valdimarsson
Kandídatspróf í ensku (1)
Neil McMahon
B.A.-próf í heimspekideild (7)
Anna Soffía Svavarsdóttir
Edda Möller
Friðný Guðrún Pétursdóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Sigríður G. Björnsdóttir
Sigríður Birna Guðjónsdóttir
Veturliði Óskarsson
Verkfræði- oe raunvísindadeild
(14)
Lokapróf í rafmagnsverkfræði
(3)
Óskar B. Hauksson
Valur Knútsson
Vignir Bjarnason
B.S.-próf í tölvunarfræði (3)
Björgvin L. Gunnlaugsson
Gunnar Halldórsson
Trausti Leifsson
B.S.-próf í eðlisfræði (1)
Birgir Jóhannesson
B.S.-próf í jarðeðlisfræði (1)
Sigurður Erlingsson
1945, Jón f. 1946, Jóhann Björn
f. 1954, Ingimundur f. 1957,
Guðjón Hjörtur f. 1963, Helga
Lovísa f. 1966.
Arngrímur hafði mikil af-
skipti af félagsmálum en þau
verða ekki öll tíunduð hér. Ég
get þess þó að hann var um
lengri tíma í stjórn Búnaðarfé-
lagsins og Ræktunarsambands-
ins hér í hreppnum. Hann var
gjaldkeri í Sundfélaginu Gretti
um árabil. Hann sat lengi í
skólanefnd Klúkuskóla og var
formaður nefndarinnar sam-
fleytt frá 1970. I skólanefndinni
lá hann ekki á liði sínu enda var
honum sérlega annt um
skólann.
Nú er komið að leiðarlokum.
Ættingjar og vinir kveðja og
syrgja tryggan förunaut. En vor-
ið er framundan og „vorið kem-
ur að hugga":
Blessað veri grasið
sem grær kríngum húsin
bóndans og les mér
Ijóð hans.
þrá og sigur
hins þögula manns.
Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin.
felur hina dánu
friði og von.
S.H.
Við hjónin vottum öllum að-
standendum sarnúð okkar.
Bjarki og Þóra
B.S.-próf í matvælafræði (1)
Elín Guðmundsdóttir
B.S.-próf í líffræði (1)
Steingrímur P. Stefánsson
B.S.-próf í jarðfræði (2)
Guðmundur H. Guðfinnsson
Viðar Karlsson
B.S.-próf í landafræði (2)
Elín Erlingsdóttir
Kristján M. Baldursson
Kandídatspróf í tannlækningum
(1)
Ingimundur Kr. Guðjónsson
B.A.-próf í félagsvísindadeild
(8)
B.A.-próf í bókasafnsfræði (2)
Auðbjörg Guðjónsdóttir
Ragna Hafdís Stefánsdóttir
B.A.-próf í sálarfræði (2)
Reynir Harðarson
Valgerður Magnúsdóttir
B.A.-próf í uppeldisfræði (1)
Hrafnhildur Skúladóttir
B.A.-próf í félagsfræði (2)
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir
SveinbjörgJ. Svavarsdóttir
B.A.-prófístjórnmálafræði (1)
Friðrik Þór Guðmundsson
Hollefni og heilsurækt
geti ruglað ónæmiskerfi líkam-1
ans, en afleiðing slíks er skari
alvarlegra sjúkdóma sem menn
vita lítil skil á ennþá, jafnvel
AIDS og krabbamein. I grein-
inni er ítarlega gerð grein fyrir
mörgum þáttum þessa máls, þar
er skrá yfir einkenni, sem
benda til sveppasýkingar, skrá
um sjúkdóma, sem læknast hafa
við meðferð gegn sveppasýk-
ingu, og fáeinar sjúkdómasögur.
Mér er persónulega kunnugt
um það, að margir læknar van-
rækja fullkomlega að mæla með
sérstöku mataræði í framhaldi
af fúkalyfjakúrum, og einn
læknir hefur sagt við mig að það
sé „helvítis bábilja" að gagn sé
í því eða ástæða til að huga að
slíku. Ennfremur þekki ég
dæmi. í framhaldi af þessari
Hollefna- og heilsuræktargrein.
um fólk sem fengið hefur bata
af krónískri vanheilsu, astma,
harðlífi, exemi, o.fl. eftir að
hafa tekið nystatín eða önnur
sveppalyf - ég efast því ekki eitt
augnablik urn réttmæti margs
þess, sem í greininni segir frá.
í þessu hefti Hollefna og
■ Vilmundur Jónsson: „Með
allri hógværð verðum við lækn-
ar að játa, að gagnvart níu
tíundu sjúkdóma stöndum við
eins og veðurfræðingar gagn-
vart veðrinu.“
heilsuræktar (3.-4. tbl. 1984) er
margt annað efni, t.d. hring-
borðsumræða um lífræna fæðu
(makróbíótík), sögur um
dásamlegar lækningar með holl-
efnum, hnykklækningum og
þátttöku í Dale Carnegie-
námskeiði, og verður ekki rakið
hér. Ritstjóri Hollefna og
heilsuræktar er Sigurður
Herlufsen, en sími blaðsins er
51775.
Sigurður Steinþórsson
háskólaprófi