NT - 15.04.1985, Page 12
DRÁTTARVÉLA
DEKK
ÝMSAR STÆRÐIR 9
HAGSTÆTT VERD
Mánudagur 15. apríl 1985 12
■ Aðfaranótt laugardags gjöreyðilagðist veitingahús í Madrid í mikilli sprengingu, sem fjöldi hryðjuverkasamtaka hefur
lýst sig ábyrgan fyrir. 18 manns létust í sprengingunni sem varð til þess að stór hluti veitingahússins hrundi saman. Það tók
lögregluna heilan sólarhring að kanna rústirnar nægjanlega vel til að geta fullyrt um orsök sprengingarinnar en þá staðfestist
að hún varð vegna heimatilbúinnar sprengju sem hafði verið komið fyrir á salerni. Símamynd-POLFOTO
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
G/obusf
(^ém)
Áburðardreifarar
Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segír:
Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi).|
Öflugur hrærari'í botni.
Hverjum dreifara fylgir reiknistokkurtil nákvæmra
útreikninga á áburðarmagni pr. ha.
’Hleðsluhæð er ótrúlega lág, aðeins 90-100 cm.
Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við.
áburðinn eru úr ryðfríu efni.
Verð:
PS 302 300 lítra kr. 17.700,-
PS 602 600 lítra kr. 31.100,-
PS 802 800 lítra kr. 34.100.-
Hafið samband við sölumenn okkar og
tryggið ykkur VICON kastdreifara fyrir
vorið.
LÁGMCLI 5, SIMI 81555
18 f arast og 82 særast
í sprengjuárás á Spáni
Hryðjuverkasamtök rífast um ábyrgðina
Madrid-Reuter
■ Átján manns fórust og 82 særðust á
föstudagskvöld þegar sprengja sprakk í
veitingahúsi í Madrid á Spáni. Fjöldi
hryðjuvcrkasamtaka hefur lýst ábyrgð á
hendur sér vegna tilræðisins en spænska
lögreglan telur að líklegustu tilræðis-
mennirnir séu samtök öfgasinnaðra mú-
hameðstrúarmanna sem kalla sig Jihad
(Heilagt stríð) og hafa höfuðbækistöðv-
ar í Beirut.
Veitingahúsið, sem varð fyrir árás-
inni, er vinsælt meðal bandarískra
hermanna á Spáni en samtals eru um
12.000 bandarískir hermenn í fjórum
herstöðvum á Spáni. Ein þessara her-
stöðva er í Torrejon sem er skammt frá
veitingastaðnum. Fimmtán Bandaríkja-
menn voru meðal þeirra sem særðust en
enginn Bandaríkjamaður lést.
I yfirlýsingu frá Jihad-samtökunum
segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna
sprengjutilræðis 8. mars síðastliðinn í
útborg múhameðstrúarmanna í Beirut
Loreío-Reuter.
■ Jóhannes Páll páfi lýsti þeirri skoð-
un sinni nú fyrir helgi, einum mánuði
fyrir mikilvægar kosningar, að ítalskir
kaþólikkar ættu að standa sameinaðir
um pólitíska afstöðu sína.
Páfinn tilgreindi ekki neinn sérstakan
pólitískan fíokk, í þessu ávarpi sínu á
fundi með leiðtogum ítölsku kirkjunn-
ar, en minntist pólitískrar samstöðu
| kaþólikka fyrrum - vísandi til kosning-
anna 1948 þegar kristilegir demókratar
unnu sigur á kommúnistum og urðu um
leið leiðandi afl í ítölskum stjórnmálum.
Sagði páfi að kaþólikkum bæri að
læra af sögunni og kristnir ítalir yrðu að
gera sér Ijósa alvöru þess að þeir tækju
ábyrga afstöðu eins og málum væri
háttað á Ítalíu í dag.
Þessi ummæli páfans fylgja í kjölfar
! deilna innan ítölsku kirkjunnar um það
hvort kirkjan eigi að bendla sig opinber-
lega við einhvern ákveðinn stjórnmála-
flokk.
en þá létust að minnsta kosti 92. Lög-
reglan einbeitir sér nú að því að rekja
símtal talsmanns samtakanna sem
hringdi til alþjóðlegrar fréttastofu í
Beirut.
Áður höfðu spænsk yfirvöld látið í
ljós grunsemdir um að sprengjutilræðið
kynni að tengjast herferð evrópskra
hryðjuverkamanna gegn Nato sem hef-
ur komið fram í sprengjutilræðum
þeirra í mörgum evrópskum borgum.
einingu
Þetta eru fyrstu beinu afskipti páfans
af ítölskum stjórnmálum síðan kirkjan
háði árangurslausa baráttu gegn ítölsku
fóstureyðingarlöggjöfinni árið 1981.
Eftir að yfirgnæfandi meirihluti ítala
kaus að halda fóstureyðingum löglegum
hafa páfinn og Vatíkanið haft hljótt um
sig á vettvangi ítalskra stjórnmála.
Kristilegir demókratar gera sér vonir
um að vinna fylgi af vinstri mönnum í
væntanlegum borgar- og sveitarstjórn-
arkosningum í næsta mánuði og hafa
nokkrir kardínálar þegar lagt þeim lið í
baráttunni með yfirlýsingum um vanda-
mál Rómar og Bologna sem kommúnist-
ar ráða.
Páfinn sagði að kristin viðhorf hefðu
alltaf gegnt miklu hlutverki í ítalskri
sögu á Ítalíu nútímans væru ýmsir
„af-kristnandi“ þættir orðnir ríkjandi,
svo sem fóstureyðingar, skilnaðir og
hnignun hinnar hefðbundnu fjölskyldu
en breyting á þeirri þróun gæti á hinn
bóginn haft kristileg áhrif á pólitíkina.
Bangladesh:
Froskaútflutningur bannaður
Dhaka-Reuter
■ Stjórnvöld í Bangladesh hafa
bannað tímabundið allar veiðar og
útflutning á froskum í von um að slíkt
verði til þess að þeim fjölgi.
Froskarnir eru sagðir mikilvægir
fyrir landbúnað í Bangladesh þar sem
þeir háma í sig skordýr sem leggjast á
uppskeru bænda og eyðileggja hana.
Náttúruverndarmenn hafa áhyggjur
af því að mikill útflutningur á froska-
löppum raski náttúrujafnvæginu í
Bangladesh.
Bangladeshmenn hafa að undan-
förnu flutt út froskalappir af um 70
milljón froskum, en nú mun mikil og
sívaxandi eftirspurn eftir froskalöpp-
um á sælkeramörkuðum heimsins. Ef
froskarnir hefðu verið látnir í friði
segja náttúrufræðingar að þeir hefðu
étið yfir 100 tonn af skordýrum á
hverjum einasta degi og þá sérstak-
lega moskítóflugum sem froskum
finnst einstakt lostæti.
Froskaveiðibannið mun gilda í
fjóra mánuði og er því ætlað að gefa
froskunum frið til að eðla sig og
tímgast í friði fyrir veiðimönnum.
Páfastóll boðar