NT


NT - 15.04.1985, Síða 21

NT - 15.04.1985, Síða 21
Ætlarþú tíl útlanda ísumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI Holland: Ajax efst Frá Reyni Þór Finnbogasyni, fréttaritara NT í Hollandi: ■ Forysta Ajax í hollensku 1. deildinni er enn fjögur stig eftir leiki 26. umferðar, sem leiknir voru í gær. PSV, sem er í öðru sæti, hefur 40 stig og hefur auk þess leikið einum leik fleira en Ajax. Go Ahead Eagles-Ajax 0-2 Ajax átti ekki í neinum vandræð- um með að vinna Go Ahead, þótt svo liðið væri langt frá sínu besta og fjóra fastamenn vantaði í liðið. Fyrstu fimm mínútur leiksins átti heimaliðið fjölda tækifæra, en síð- an ekkert hinar 85 mínúturnar. Strax á 11. mínútu skoraði Bosma fyrra mark Ajax og de Wid skoraði hið síðara á 71. mínútu. PSV-Haarlem 7-1 PSV var búið að búa sig undir öfluga mótspyrnu, en í hálfleik var staðan orðin 4-0. Bhomemer skor- aði tvö, en van der Kerkhof og van der Pejp eitt. í seinni hálfleik skoraði Valke og Brylle skoraði tvívegis fyrir PSV. Inn á milli læddi Kheu inn marki fyrir Flaarlem. Önnur úrslit urðu þessi: Sittard-Nac.....................7-2 Roda JC-Twente .................5-1 Volendam-Zwolle ................2-1 Utrecht-Sparta..................1-0 Groningen-Excelsior.............2-0 Leikjum Feyenoord og Maastricht og den Bosch og AZ ‘67 var frestað. Staðan er þá þessi: Ajax 25 20 4 1 73-26 44 PSV Eindhoven 26 15 10 1 68-23 40 Feyenoord 24 16 5 3 69-33 37 Groningen 25 13 7 5 43-24 33 Sparta 25 11 6 8 35-42 28 ■ Atli Eðvaldsson ncfbrotnaði á fyrstu mínútunum í leiknum gegn Stuttgart. Atli var þó gallharður eins og hann er vanur, og lauk leiknum sem ekkert væri. Verst með þetta netta nef... Staðan: Bayern ... 27 16 7 4 63 34 39 Bremen ... 26 14 8 4 69 40 36 Gladbach . .. 26 13 6 7 64 38 32 Hamborg ... 25 11 8 6 46 36 30 Bochum ,... 26 10 9 7 43 37 29 Köln 13 3 10 49 44 29 Úrdingen .... 26 11 6 9 47 41 28 Stuttgart .... 27 12 4 11 39 47 28 Mannheim .... 25 9 9 7 35 38 27 Schalke . ... 26 10 6 10 49 51 26 Leverkusen ....... .... 27 8 7 10 41 40 25 Frankfurt 27 8 9 10 51 56 25 Kaiserslautern ... .... 24 7 8 8 30 43 23 Dortmund .... 25 10 2 13 39 48 22 Diisseldorf . ... 26 6 7 13 42 57 19 Bielefeld .... 27 4 11 12 32 53 19 Brunschweig .... .... 26 7 2 17 30 61 16 Karlsruher .... 26 3 9 14 34 69 15 Mánudagur 15. apríl 1985 21 íþrattir V-þýska knattspyrnan: Bremen í uppsveif lu Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í Þýska- landi: ■ 27. leikdagurinn var leikinn hér í V. Þýskalandi um helgina. Tveir leikir féllu niður, Dortmund gegn Mannheim og Urdingen gegn Hamb- urger, þannig að Lárus fékk frí um helgina. Atli Eðvaldsson og félagar færðust nær botninum og mega nú taka sig á ef ekki á illa að fara. Bremen-Gladbach 2-0: Rudi Völler sem varð 25 ára á laugardaginn, stóð upp í búnings- klefanum eftir leikinn, lagði íþrótta- töskuna á góflið og sagði: „Nú verð- um við að ná í þrjú stig gegn Köln og Bochum, þá eigum við möguleika á titlinum.“ Skömmu áður hafði Brem- en lagt Gladbach með tveimur mörk- um gegn engu. Besti maður vallarins: Rudi Völler. 40.800 áhorfendur sáu spennandi og skemmtilegan leik. Fyrsta háiftímann var Gladbach sterkara liðið en Bremen varðist vel og sneri síðan leiknum sér í hag. 44. mínúta: Fyrirgjöf frá Hermann á Völler sem skallaði boltann óvaldað- ur í netið, lfkmark kappans á tímabil- inu. Úrslitin réðust síðan í seinni hálfleik er Bremen fékk tvö víti. Pað var þó sýnd veiði en ekki gefin því markvörður Gladbach varði þau bæði. Eftir seinna vítið náði Meyer hinsvegar frákastinu og skoraði. 2-0 og þar við sat þrátt fyrir góðar tilraunir Gladbach. Uli Súde mark- vörður Gladbach var að vonum svekktur eftir leikinn. Hann hefur áður varið tvö víti, þá gegn Köln. Hann sagðist nú vona að Bremen yrðu meistarar því hann væri orðinn leiður á geislabaugnum á „Lattek- klíkunni". Þjálfari Gladbach hefur hótað að láta sekta markvörðinn fyrir þessi ummæli. Stuttgart-Dússeldorf 5-2: Frá sjónarhorni Atla Eðvaldssonar hófst leikurinn vægast sagt illa. Á fyrstu mínútunum lamdi Maurer með olnboganum ofaná nefið á Atla svo það brotnaði. Atli harkaði þó af sér og lék með allan tímann. Buchwald náði forystunni fyrir Stuttgart eftir 23 mínútur en Bernd Förster jafnaði með sjálfsmarki. Bommer átti svo fjögur dauðafæri fyrir leikhlé en þrjú þeirra varði Roleder og einu sinm skaut hann framhjá fyrir opnu marki. Staðan var 1-1 í hálfleik en sanngjarnt hefði verið 4-1 fyrir Dússeldorf. í upphafi seinni hálfleiks átti Dusend tvö góð færi en Roleder varði vel. Bernd Förster bætti svo fyrir mistökin og skoraði með þrumuskoti af 25 metra færi. Buchwald og Reichert bættu mörkum við og staðan orðin 4-1. Bommer náði að minnka muninn 4-2 en Allgöwer setti punktinn yfir i-ið með fimmta markinu. Það er erfitt að segja að úrslitin hafi ekki verið sanngjörn, með svona miklum markamun, en ég ætla samt að segja það með tilliti til fyrri hálfleiksins. í samtali við NT sagði Atli að hann væri bara hress þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og mikilvægast væri að halda haus í næstu tveimur leikj- um, sem báðir eru heimaleikir og ná þremur stigum út úr þeim. Aðspurður um næsta leiktímabil sagðist hann vera opinn og jákvæður fyrir öllum boðum en línurnar í þessum málum myndu skýrast um mánaðamótin. Bayern-Schalke 3-0: Eftir slakan leik í vikunni gegn Everton sýndu Bayarar hvað í þeim býr gegn slöku liði Schalke. Þrátt fyrir mýgrút af færum voru aðeins skoruð þrjú mörk en þeir Nachtwih, Wilmer ogWohlfarthsáuum þau. Köln-Frankfurt 2-0: í mjög slökum leik sigruðu Kölnar- búar gegn áhugalausum leikmönnum Frankfurt. Mörk Kölnar skoruðu Bein og Engles. Braunschweig-Leverkusen 0-2: Þetta var fyrsti útisigur Leverkusen á tímabilinu og hann kom á réttum tíma. Mörkin skoruðu Schlegen og Waas. Kaiserslautern-Karlsruher 3-1: Með mörkum frá Thomas Allofs, Brehme og Trunk í fyrri hálfleik gerði Kaiserslautern út um leikinn. Gúnter skoraði mark Karlsruher. Bielefeld-Bochum 2-3: Bielefeld tapaði þarna mikilvægum stigum í fallbaráttuninni. Mörk Biel- efeld skoruðu Rautiainen og Foda en mörk Bochum gerðu Woelk, Beletelli og Fischer sem nú hefur gert 14 mörk í deildinni. Markahæstu menn í Þýskalandi eru nú þessir: Rudi Völler, Bremen................... 19 Karl Allgöwer, Stuttgart............ 17 Klaus Allofs, Köln.................... 16 Táuber, Schalke ...................... 15 Urslitin í vestur-þýsku 1. deildinni urðu þessi: Brunschweig-Leverkusen................0-2 Bielefeld-Bochum......................2-3 Bayern M-Schalke......................3-0 Köln-Frankfurt........................2-0 Kaiserslautern-Karlsruhe..............3-1 Stuttgart-Diisseldorf.................5-2 Bremen-Gladbach ......................2-0

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.