NT


NT - 15.04.1985, Side 22

NT - 15.04.1985, Side 22
1 !E Mánudagur 15. apríl 1985 22 L í þrótt i r Franska knattspyrnan: Nantes dró á ■ Nantes dró heldur á Borde- aux í baráttunni um franska 1. deildar meistaratitilinn í knatt- spyrnu um helgina. Þá sigraði Nantes Strassborg á útivelli 3-1, en Bordeaux gerði 1-1 jafntefli við Sochaux á útivelli. Jose Toure gerði tvö marka Nantes og Pierre Morice hið þriðja en Eric Pecout skoraði fyrir heimamenn. Önnur úrslit í 1. deild urðu þessi: Laval-Toulon ................... 1-0 Marseilles-Auxerre.............. 1-1 Metz-Tours...................... 1-1 Monako-Lille ... 6-1 Racing-Paris-Brest 3-0 Lens-Bastia 3-0 Toulouse-Nancy . 1-0 Rouen-Paris-S.G. 0-1 Franski landsliðsmaðurinn Bruno Bellone skoraði þrennu í sigri Mónakó liðsins, en Daniel Bravo, Philippe Anziani og Abdallan Liegeon gerðu eitt mark hver. Staða efstu liða er nú þessi: Bordeaux 32 22 8 3 62-23 61 Nantes 32 20 6 6 52-27 46 Auxerre 32 16 9 8 47-36 39 Toulon 32 17 6 10 39-30 39 Monaco 32 14 10 8 53-26 38 Metz 32 15 8 9 41-40 38 Forskoðun kynbótahrossa á Suðurlandi, vorið 1985 6. maí Vík í Mýrdal kl. 16. 7. maíKlausturkl. 10 Álftavere.h. Eyjafjöll s.p. 8. maí Hrunamannahreppur kl. 10 Gnúp- verjahreppur kl. 18. 9. maí Biskupstungur kl. 10 Skeiða- hreppur kl. 16. 10. maí Bjarnastaðir kl. 10 Laugardalur kl. 15. 17. maí Gunnarsholt kl. 14 20. maí Rangárvallasýsla austanverð. 21. maí Rangárvallasýsla utanverð Lands- sveit. 22. maí Stokkseyri, Eyrarbakki frá kl. 10 f.h. Þorlákshöfn kl. 17. 23. maí Selfoss kl. 09 Hveragerði kl.18 24. maí Kjós kl. 10 Varmá kl. 14. 28. maí Víðidalur kl. 10 Stóðhestar og afkvæma- hross kl. 17 hryssur 4.v. 29. maí Víðidalur kl. 10 hryssur 5 vetra og eldri. 30. maí Hafnarfjörður og Garðabær kl. 09. Keflavík kl. 17. 31. maí Kópavogur kl. 10. Skráningareyðublöð fylgi hverju hrossi, sem til forskoðunar kemur, ítarlega og rétt útfyllt og nafnnúmer séu rituð með mannanöfnum vegna tölvufærslu. Þau fást hjá formönnum hestamanna- félaga og á skrifstofum búnaðarsambanda. Hart verður gengið eftir að þau plögg séu vandlega færð. Lágmarkseinkunnir til þátttöku kynbótahrossa á fjórðungsmót (sama gildir fyrir stóðhesta og hryssur) eru: 6. vetra og eldri aðaleinkunn 7.90 5 vetra aðaleinkunn 7.80 4 vetra aðaleinkunn 7.70 Afkvæmahross aðaleinkunn 7.70. Atriði er varða hópsýningu ræktunarbúa: 1. Hver hópur telji 8-10 hross 2. Þau séu öll iðjar sama forföður eða formóður 3. Þau hafi öll fæðst á sama búi, sem telji minnst 30 hross þar af 10 hryssur tamdar og góður hluti af kynbótahrossum hafi verið ættbókarfærður. Hrossin þurfa síðan ekki að vera öll í eigu sama ræktunarmanns þegar þau eru sýnd. Hafið hrossin rétt og eðlilega járnuð og hófhlífar notist ekki nema þegar leggja skal til skeiðs. Búnaðarfélag íslands. Hrossaræktarráðunautur. ■ Atli Erlendsson, sigurvegari í kata karla og kumite karla í 73 kg flokki ábúðarmikill í keppninni um helgina. Menn þurfa líka að taka hlutina alvarlega til að vinna tvenn gullverðlaun á íslandsmóti. NT-mynd: Róbcrt Fyrsta íslandsmótið í karate: Atli sigraði tvöfalt ■ Fyrsta íslandsmeistaramótið í kar- ate var haldið á laugardag í íþróttahús- inu Ásgarði í Garðabæ. Atta félög sendu keppendur til mótsins, þar af tvö í fyrsta skipti. Karatedeildin á Hvols- velli og á Álftanesi. Keppendur voru um 60 og var þetta því stærsta og veglegasta karatemót, sem haldið hefur verið á Islandi. Fjöldi áhorfenda fylgd- ist með mótinu, eða vel á þriðja hundrað. í karate er keppt í tveimur flokkum, kata og kumite. Kata eru skylduæfing- ar, þar sem keppendur keppa ekki hvor við annan heldur sýna æfingar. í kumite er aftur á móti um keppni í bardaga að ræða. Úrslit mótsins urðu þessi: Kata unglinga 1. Narfi Stefánsson, Þórshamar 18,8 2. Móris Jochumsson, Þórshamar 18,0 3. Kristjana Sigurðardóttir, Gerpla 16,2 Kata kvenna 1. Jónína Olesen, KFR 22,6 2. Krístín Einarsdóttir, Gerpia 21,4 3. María Stefánsdóttir, Stjarnan 18,9 Kata karla 1. Atli Erlendsson, KFR 24,6 2. Árni Einarsson, KFR 24,4 3. Karl Gauti Hjaltason, Þórshamar 23,4 Kumite kvenna 1. Jónína Olesen, KFR 2. Elín Eva Grímsdóttir, Þórshamar 3. Sigrún Guðmundsdóttir, Þórshamar Jónina sigraði með yfirburðum, en að öðru leyti var barátta jöfn og tvísýn í þessum flokki. Þurfti að framlengja tvær keppnir vegna jafnteflis. Kumite karla, þyngdarflokkar. Undir 65 kg. 1. Árni Einarsson, KFR 2. Karl Sigurjónsson, Þórshamar 3. Vincente Carrasco, KFR Undir 73 kg. 1. Atli Erlendsson, KFR 2. Sigurjón Gunnarsson, KFR 3. Bjarni Kristjánsson, KFR Undir 80 kg. 1. Jóhannes Karlsson, KFR 2. Víkingur Sigiu-ðsson, Þórshamar 3. Gísli Klemensson, Þórshamar Sigur Jóhannesar kom allmjög á óvart. Yfir 80 kg. 1. Ævar Þorsteinsson, Breiðablik 2. Karl Gauti Hjaltason, Þórshamar 3. Magnús Blöndal, Þórshamar Opinn flokkur (óháð þyngd). 1. Ævar Þorsteinsson 2. Atli Erlendsson 3. Árni Einarsson Þessir þrír, ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, eru keppnisreyndastir og kom frammistaða þeirra á mótinu þvi ekki á óvart. Dómarar á mótinu voru Stefán Al- freðsson, Helgi B. Magnússon. Sigþór Markússon og Andrés Hafliðason. Reynsluleysi háði dómurunum nokkuð og hlýtur það að vera eitt af forgangs- verkefnum Karatesambands íslands að þjálfa upp dómara. Argentína ÖLLU FRESTAÐ - vegna morðs á áhorfendapöllum Lattek gegn Beckenbauer Frá Guðmundi Karlssyni, fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Eftir leik Bayern gegn Everton í Evrópukeppni bikar- hafa um daginn sagði Franz „keisari“ Beckenbauer lands- liðsþjálfari Vestur-Þjóðverja að þaö hefðu verið rnistök að leika með aðeins tvo menn á miðj- unni, það hefði einfaldlega ver- ið of lítið gegn Everton. Þegar Lattek var spurður um þessi ummæli landsliðsþjálfarans, sagði hann: „Beckenbauer hlýt- ur að hafa verið á öðrum leik, því við lékum með þrjá menn á miðjunni. Þó v-þýska landsliðið hafi unnið Möltu 6-0 þá þarf hann ekki að vera svona stór uppá sig. Hann gerir okkur þjálfurum í deildinni erfitt fyrir með sífelldum yfirlýsingum sínum. Hann ætti að hugsa fyrst hvað hann segir því fólk trúir honum eins og nýju neti. Kanada lagði Haiti ■ Kanada sigraöi Haiti 2-0 í milliriöli undankeppni HM í knattspyrnu á laug- ardag. Igor Vrablic skoraði fyrra mark- ið á 30. mínútu, hans sjötta mark í níu landsleikjum. Rótt fyrir hálfleik bætti Ken Garroway síöara markinu við. Brighton vann County ■ Tveir lcikir fóru fram í ensku dcildakcppninni í gær. Noits Cuunty tapaði 1-2 fyrir llrighlon á hcimavclli í 2. dcild, og í þcirri 3. sigraöi Doncastcr York 3-0. ■ Öllum knattspyrnuleikjum í fyrstu deildinni í Argentínu var frestað um helgina vegna mikilla átaka milli áhang- cnda tveggja liða fyrir viku. 14 ára gamall drengur var þá skotinn til bana er hann var að yfirgefa leikvöll Inde- pendiente og 20 særðust í átökunum. Um 500 manns voru handteknir. Nágrannaliöin Independiente og Boca Juniors áttust þá við og var heimaliðið yfir 1-0 er knettinum var spyrnt upp í áhorfendastæðin. Ungur áhangandi Boca neitaði að kasta knett- ■ Heimsmethafinn Calvin Smith frá Bandaríkjunum varð að láta sér lynda annað sæti í 100 m hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Port of Spain í Trínidad á laugardag. Smith hlaut tímann 10.29 sek., og var þremur hundruðustu úr sekúndu á eftir Kanadamanninum Ben Johnson. Desai Williams, landi John- sons varð þriðji á 10.34 sek. Joaquim Cruz frá Brasilíu sigraði í 1500 m hlaupi á 3:36,81 mín. Steve inum aftur inn á völlinn og trylltist þá lýðurinn. Leiknum var aflýst er sex mínútur voru til loka hans. Öðrunt leik í deildinni var frestað þennan sama dag vegna óláta fyrir leikimi. Dómari aflýsti leiknum er í ljós kom að girðingar í kringum völlinn höfðu sums staðar verið brotnar niður. Áhorfendur undu úrskurði dómarans illa og grýttu hann, en dómarinn meidd- ist ekki. Þar skarst einnig í odda milli áhorfenda, en enginn meiddist né var handtekinn. Scott, Bandaríkjunum varð annar og Mike Boit frá Kenya þriðji. Bandaríski grindahlauparinn Edwin Moses hætti við þátttöku á síðustu stundu og bar við að hann væri í svo lélegri þjálfun. „Ég þori ekki að keppa svona illa á mig kominn, þar sem ég hefði auðveldlega getað meiðst,“ sagði Moses. „Væri ég tvítugur en ekki 29 ára hefði ég hins vegar eflaust verið með.“ Frjálsar íþróttir: Smith aðeins annar

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.