NT - 23.04.1985, Blaðsíða 1
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins:
Róttækar tillögur um
nýsköpun atvinnulífs
- og lausná
■ Niðurfelling aðflutnings-
gjalda og söluskatts af stofn-
kostnaði, tekjuskatts í 5 ár
og uppbygging útflutnings-
lánakerfis eru meðal tillagna
Framsóknarflokksins um
áframhaldandi sókn á sviði
nýsköpunar atvinnulífsins,
en miðstjórnarfundurflokks-
ins var haldinn í Reykjavík
um helgina.
Nýsköpun atvinnulífsins,
húsnæðismál og stjórnarsam-
starfið voru meðal helstu um-
ræðuefna á fundinum um
helgina og er stjórnmála-
ályktun fundarins birt á bls.
12 í NT í dag.
„Parna komu fram mjög
athyglisverðar tillögur um
lausn á húsnæðisvandanum,“
sagði Steingrímur Her-
mannsson, formaður flokks-
ins og forsætisráðherra, á
blaðamannafundi í gær. Til-
lögur flokksins í húsnæðis-
málum eru birtar í heild á
bls. 13 í NT í dag.
Stjórn flokksins varendur-
kjörin á fundinum. Stein-
grímur Hermannsson sem
formaður, Guðmundur
Bjarnason, sem ritari hlaut
mjög glæsilega kosningu, og
GuðmundurG. Þórarinsson,
gjalderi. Varastjórnin var
einnig endurkjörin.
í framkvæmdastjórn
flokksins var ein breyting.
Valur Arnþórsson, kaupfé-
lagsstjóri, var kosinn í stað
Þorsteins Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra.
Sjá nánar bls. 12-13.
Heiti lækurinn:
til lögreglu
■ Fjórir ungir menn komu í ar á sunnudagsmorgun fremur
húsnæði rannsóknarlögreglunn- illa til reika. Þrír drengjanna
voru svo til allsnaktir og sá
fjórði var íklæddur gallabuxum
einum fata.
Þegar farið var að grafast
fyrir um aumlegt ástand drengj-
anna kom í ljós að þeir höfðu
farið í næturbað í heita læknum
í Nauthólsvík. Föt sín læstu þeir
inni í bílnum til varðveislu á
meðan þeir tóku sér baðið. Að
afloknu baðinu hugðust þeir
fara í fötin aftur en þá hafði
afturrúða bifreiðarinnar verið
brotin upp og flest allur fatnað-
urinn horfið ásamt sambyggðu
útvarps- og sterío-tæki. Dreng-
irnir lögu því leið sína til lög-
reglunnar og sögðu sínar farir
ekki sléttar. Eitthvað var meira
um þjófaði við heita lækinn um
helgina og hurfu veski og annað
lauslegt.
Togarinn KlakkurVE-103:
Fimm tilboð í
togarannJúní
■ Borist hafa flmm tilboð
í togarann Júní frá Hafnar-
firði að sögn Einars I. Hall-
dórssonar, bæjarstjóra í
Hafnarfirði. „Viðræður eru
nú í fullum gangi við tilboðs-
aðila og óvist er hvenær
endanleg ákvörðun verður
tekin um söluna“ sagði Ein-
ar.
Ekki vildi bæjarstjóri tjá
sig um uppá hvað tilboðin
hljóðuðu eða hvort þau
þættu „góð" eða ekki. „Mál-
in eru á viðkvæmu stigi,“
sagði Einar I. Halldórsson.
■ 11.000 Volta spennan var „þeim gráa fress“ ofraun.
NT-invnd: Kirhallur
■ ■ ■ U ■
kattar sem var heldur spenntur
Staðinn að ólöglegum
veiðum á Selvogsbanka
Vestmannaeyjatogarinn
Klakkur VE-103 var staðinn að
meintum ólöglegum togveiðum á
lokuðu svæði á Seivogsbanka í
gærmorgun. „Ég stóð í þeirri trú
að ég væri ekki að ólöglegum
veiðum og stend á því enn,“ sagði
Haraldur Benediktsson skipstjóri
Kollafjarðarstöðin:
Skera niður seiði
fyrir 8 milljónir
■ Hafinn er niðurskurður á
tveimur milljónum seiða sem
klakið var í laxeldisstöðinni í
Kollafirði fyrir áramót. Verð-
mæti seiðanna er í kringum
átta milljónir að sögn stöðvar-
stjórans Sigurðar Þórðarsonar.
Sigurður sagði ennfremur að
markaðsverðmæti þeirra seiða
sem eftir væru í stöðinni væri í
kringum 11.5 milljónir.
í samtali við Sigurð Helga-
son gerlafræðing, sem hefur
yfirumsjón með sjúkdómum í
stöðinni kom fram að göngu-
seiði þau sem eftir verða í
stöðinni verða þar fram á vor.
„Það verður fylgst með seiðun-
um, og verður mjög forvitnilegt
að fylgjast með þróun sjúk-
dómsins. Á þessu stigi hafa
Klakks í samtali við NT í gær eftir mannaeyjum sagði að rannsókn
að rannsókn og yfirheyrslum var væri lokið í málinu og búið væri að
lokið í málinu. Jón Ragnar Þor- gefa út kæru á skipstjórann. „Mál-
steinsson héraðsdómari í Vest- ið verður formlega tekið fyrir á
ákærustigi klukkan tíu í dag.“
Það var Fokker vél Landhelgis-
gæslunnar sem stóð togarann að
meintum ólöglegum veiðum í
gæsluflugi sínu í gærmorgun um
sjöleytið. Skipstjóra Klakks var
síðan skipað að halda til hafnar í
Vestmannaeyjum þar sem mál
hans var tekið fyrir klukkan 15 í
gær.
Samkvæmt heimildum NT hafði
Klakkur fiskað um 120 tonn af
blönduðum fiski. Fari svo að skip-
stjórinn verði fundinn sekur verð-
ur afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Einnig eru háar sektir þar sem
skipið er af stærri gerðinni.
Klausa birtist í Morgunblaðinu
27. mars þar sem sagt er frá lokun
á svæðinu og sagði Haraldur að
hann hefði lagt fram úrklippu sem
sýndi fram á að veiði væri leyfi-
leg. Þá sagði Haraldur að staðfest
hefði verið í sjávarútvegsráðu-
neytinu að veiði væri leyfð í hólf-
ekki fundist seiði með sjúkleg
einkenni þó að smits hafi orðið
vart,“ sagði Sigurður.
Sveinbjörn Dagfinnsson
ráðuneytisstjóri sagði í samtali
við NT í gær að tekin hefði
verið ákvörðun um að ítarlegri
rannsókn færi fram á göngu-
seiðunum 230 þúsund sem eftir
eru í stöðinni.
Frá frcUuritara NT á Egikstuftum, Fúrhatii FáLvsyoi
■ Austfjarðakottur varö valdur að tveggja tíma rafmagns-
leysi á Stöðvarfirði s.l. fimmtudag og kostnaðarsamri ieif að
bilun.
Rafmagn fór af um kl. 18:00 og við fyrstu umferð fannst
engin bilun í aðveitustöð bæjarins og var því flogið með
línunni og hún skoðuð, en án árangurs.
Grétar Jónsson, rafveitustjóri staðarins, fann hins vegar
hilunina við nánari eftirgrennslan og kom í Ijós að köttur
hafði komist ofan í aðalspenni og látist þar sviplcga.
Grétar flutti samstarfsmönnum sínum fréttina með eftirfar-
andi orðum:
Brostnum augum horfir himni mót
högni grár, sem oftar mun ei brehna.
Menn syrgj’ann ekki nokkurt hætishót
og honunt munu sjálfsagt flestir gleyma.
En dreymdi glæsta tíma dárann þann,
sem dró fram lífið fjarri heimsins glaumi.
Ævi sinni lauk þó aumur hann
í ellefu þúsund volta rafmagnsstraumi.
Kveikti í sumar-
bústað með sinu
■ Sumarbústaður í Önguls-
staðahreppi í grennd við Akur-
eyri brann til kaldra kola í
gærdag. Lögreglu og slökkviliði
barst tilkynning um eldinn frá
bænum Leifsstöðum klukkan
16. Slökkvistarf gekk vel fyrir
sig. Eldsupptök urðu þegar eig-
andi sumarbústaðarins var að
kveikja í sinu t' nágrenni bústað-
arins. Síðar þegar eldurinn
hafði náð nokkurri útbreiðslu
fór að gola af suðri, og skipti þá
engum togum að eldurinn
magnaðist með fyrrgreindum
afleiðingum. Að sögn lögreglu
er þetta dæmi til þess að vara
við hversu mikil hætta er því
samfara að kveikja í sinu í ná-
grenni bygginga og annarra
verðmæta.