NT - 23.04.1985, Qupperneq 4
Tveir fórust og
þrír slösuðust
Flugmaðurvélarinnarleitaðiaðstoðar á Reykjavíkurflugvelli
Innbrotið í Gelli:
Sökudólgarnir og
verðmætin fundin
■ Tveir menn eru nú í
vörslu Rannsóknarlögreglu
ríkisins vegna innbrots sem
framið var í versluninni Gelli
nú fyrir nokkru. í fórum
mannanna fundust tæki þau
sem stolið var í innbrotinu
og var verðmæti þeirra svo
skipti hundruðum þúsunda
króna. í samtali við rann-
sóknarlögreglumann kom í
ljós að tækin voru ekki
skemmd við fyrstu athugun,
en ein myndavél og flass með
henni hefur enn ekki komið
í leitirnar. Mennirnir sem
eru 27 ára og 30 ára gamlir
hafa áður komið við sögu
rannsóknarlögreglunnar.
Málið er enn í rannsókn og
eru ekki öll kurl komin til
grafar.
■ Tveir menn fórust og þrír
slösuöust þegar Fokker flugvél
nauðlenti á Grænlandsjökli á
laugardagskvöld. Vélin inilli-
lenti á Reykjavíkurflugvelli og
aö sögn Péturs Einarssonar
flugmálastjóra leitaöi ilugmaö-
ur vélarinnar eftir aöstoð llug-
virkja hjá Flugleiðum, þar sem
ferjutankar vélarinnar voru í
einhverju ólagi. „Við fengum
SSseturekki
2. fl. í búðir
■ Matthías Gíslason hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands hafði samband við
NT vegna ummæla í viötali við
Jóhannes Kristjánsson formann
undirhúningsfélags að stofnun
Landssamtaka sauðfjárbænda.
í viðtalinu er óbein tilvitnun í
Jóhannes þar sem segir; . að
sölumál sauðfjárafurða væru í al-
gjörum ólestri þar sem fyrsta og
annars flokks kjöti væri hrært sam-
an cg þarna væri nánast um að
ræða svikna vöru hvort sem væri
frá Sláturfélaginu eða Samband-
inu.“ Benti MatthíasáaðSláturfé-
lagið seldi aldrei annars flokks
kjöt til verslana heldur færi það
allt í vinnslu.
Við þetta vill blaðamaður gera
þá athugasemd að í nefndu viðtali
við Jóhannes er verið að tala um
þann vanda að þegar neytandi
kaupir kjöt í verslun veit hann
ekkert hvaða flokki það tilheyrir
og breytir þar engu þó rétt sé að
Sláturfélagið sendi allan sinn ann-
an flokk í vinnslu, flokkar kinda-
kjöts eru mun fleiri.
Athugasemd við orð
Inga Tryggvasonar:
Tíðarfarið var
ekkigott1984
■ Björgvin Guðmundsson bóndi
í Vorsahæ, Landeyjum sneri sér til
NT vegna viðtals sem birtist í NT
föstudaginn 12. apríl við lnga
Tryggvason formann Stéttarsam-
bands bænda þar sem Ingi segir að
tíðarfar hafi verið gott 1984.
„Annaðhvort er hann þarna al-,
farið fyrir norðan og austan eða á
við sprettuna eingöngu. En það
þýðir lítiö fyrir bændur að það sé
nægileg spretta þegar ekki eru
þurrkar. Heyið verður þá bara
óþverri," sagði Björgvin en lét
þess jafnframt getið að honum
pæiti viðtálið við Inga að öðru
leyti mjög gott.
Útgerðarfélag
Hafnfirðinga hf.:
Útboðí
vikunni
■ Hafnflrðingum verður í
vikunni boðið að gerast hlut-
hafar í Útgerðarfélagi Hafn-
firðinga hf., að sögn Einars
I. Ilalldórssonar, bæjar-
stjóra. Einnig verður lána-
drottnum og viðskiptavinum
B.Ú.H. boðið að gerast
hluthafar í félaginu svo og
ýmsum félagasamtökum.
Langur aðdragandi hefur
verið að stofnun hlutafélags-
ins og er Hafnarfjarðarbær
reiðubúinn til að kaupa 51%
hlutabréfa, að sögn Árna
Grétars Finnssonar, forseta
bæjarstjórnar.
Kísilmálmverksmiðjan:
Lifnar yfir
viðræðunum
- tveir fundir
í næsta mánuði
■ Fulltrúar úr samninganefnd
um stóriðju halda til Austurríkis
í næsta mánuði til þriðja fundar-
ins við austurríska fyrirtækið
Voest Alpine um hugsanlega
þátttöku þess í byggingu kísil-
málmverksmiðju á Reyðarflrði.
Á þeim fundi verða væntanlega
einnig fulltrúar annars fyrirtæk-
is, sem Austurríkismennirnir
hefðu áhuga á að fá með sér í
stóriðjufyrirtækið.
Austurríkismennirnir voru á
fundum í Reykjavík fyrir helg-
ina.þarsemskipst varáupplýs-
ingum um áætlanir og fleira. Áð
sögn Birgis ísleifs Gunnarsson-
ar formanns stóriðjunefndar,
eru Austurríkismennirnir já-
kvæðir og þeir vilja að sá mögu-
leiki verði ræddur, að þeir verði
meirihlutaeigendur í fyrirhug-
aðri kísilmálmverksmiðju.
Ákveðin viljayfirlýsing um það
liggur þó ekki fyrir.
Þá hefur verið ákveðinn fund-
ur með norska fyrirtækinu Elk-
em þann 9. maí næstkomandi,
en Elkem, sem er meðeigandi í
járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga hefur lýst áhuga
sínum á að kannaður verði mis-
munur kostnaðar við að reisa
kísilmálmverksmiðjuna á
Grundartanga annars vegar og
austur á Reyðarfirði hins vegar.
Það hefur komið fram hjá Norð-
mönnunum, að verði byggt á
Reyðarfirði, þrátt fyrir mikinn
kostnaðarmun, verði einhverjir
aðrir en þeir til að bera þann
kostnað.
Birgir ísleifur sagði, að sá
munur, sem kynni að verða á
byggingarkostnaði á Grundar-
tanga og Reyðarfirði ætti fyrst
og fremst við Elkem, ef þeir
kæmu inn í kísilmálmverk-
smiðjuna, þar sem hægt væri að
samnýta ýmsar eignir, sem fyrir
eru á Grundartanga. Slíkt kæmi
óháðum 3. aðila ekki til góða.
Lífeyris- og launakjör bankastjóra:
Heildarúttekt gerð og til-
lögur um framtíðarskipan
Bankastjórar greiða ekki í lífeyrissjóð en fá eftirlaun
■ Viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur
fengið Baldur Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, til að
gera greinargerð um launakjör bankastjóra í heild og
semja tillögur um hvernig þeim málum verði háttað í
framtíðinni. Þetta kom fram hjá viðskiptaráðherra í
umræðum á Alþingi í gær um frumvarp um viðskiptabanka
og umræður um launaauka og lífeyrissjóðskjör banka-
stjóra, sem NT og Heigarpósturin hafa haft forgöngu um
að fletta ofan af.
Sagði viðskiptaráðherra í
svari sínu til Guðmundar Ein-
arssonar og Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um lífeyrismál banka-
stjóra að gilt hefðu reglur allt
fram að síðustu áramótum sern
hefðu verið grundvallaðar á eld-
gömlum forsendum þar sem
ekki hefði verið talið eðlilegt að
bankastjórar væru aðilar að líf-
eyrissjóði bankamanna. Sú
ákvörðun hefði hins vegar verið
tekin á síðasta ári af bankaráði
Seðlabankans að nýir banka-
stjórar sem ráðnir væru yrðu
aðilar að lífeyrissjóði starfs-
manna Seðlabanka íslands.
Kvaðst viðskiptaráðherra fús að
veita Alþingi allar upplýsingar
um þetta mál þegar Baldur
Möller hefði skilað greinargerð ,
sinni um launakjör bankastjóra.
Kvað hann málið þess eðlis að
Alþingi ætti að taka afstöðu til
þess og væri eðlilegt að sú um-
fjöllun yrði samhliða untræðu
um frumvarp um viðskipta- í
banka.
í ræðu Guðmundar Einars-
sonar kom fram að það tæki
ekki nema 12 ár að ná fullum
eftirlaunaréttindum sem banka-
stjóri Seðlabankans á meðan að
það tæki 15 ár í öðrunt bönkum.
Spurðist hann fyrir um hvað
kæmu miklar launagreiðslur
fram í dagsljósið ef farið yrði
ofan í saumana á risnureikning-
um bankanna og varpaði fram
þeirri spurningu hvort Alþingi
væri að búa til sérhagsmunapot
með lögunum um viðskipta-
banka.
Jóhanna Sigurðardóttir gerði
að umtalsefni að nema ætti úr
gildi með þessum nýju lögum
ákvæði um upplýsingaskyldu
um bílakostnað bankastjóra,
risnu og ýmis hlunnindi en Ijóst
væri í Ijósi nýliðinna atburða að
full þörf væri á að hafa eftirlit
með þessum málum.
Páll Pétursson lagði áherslu á
að frumvarp um viðskiptabanka
yrði ekki afgreitt frá fjárhags-
og hagsýslunefnd fyrr en nefnd-
in hefði fengið til umfjöllunar
væntanlegt frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um Seðlabanka
íslands.
síöan skeyti frá flugmanninum
þegar hann var farinn héðan þar
sem hann sagði að ferjutankarn-
ir virkuöu ágætlega.“
Þá sagði Pétur að flug-
umferðarstjórn vissi ekki mikið
um ntálið þar sem slysið átti sér
stað á ööru yfirráðasvæði. Hins
vegar mun þó vera Ijóst að vélin
nauðlenti á Grænlandsjökli eftir
vélarbilun. Vélin var í eigu
samgöngumálaráðuneytisins í
Nicaragua. Fimm menn voru í
vélinni. Bandaríkjamaður, Ind-
verji, Filipseyingur og tveir Jór-
danir. Vélin var að koma frá
Yemen á leið til Nicaragua.
■ Fokker vélin frá Nicaragua
sem nauðlenti á Grænlandsjökli
um helgina. Pétur Johnson tók
þessa mynd þegar leitað var
aðstoðar flugvirkja vegna bilun-
ar í ferjutönkum vélarinnar.
Ritstjóri NT sigurvegari
- á fjölmennasta bridgemóti sögunnar á íslandi
■ Hluti spilaranna 220 sem
tóku þátt í undankeppni ís-
landsmótsins í tvímenning
um helgina.
NT-mynd: Róbcrt.
■ Fjölmennasta bridgemót sem sögur
fara af á íslandi, var haldiö í Tónabæ
um helgina þegar 110 pör kepptu um
þátttökurétt í úrslitum Islandsmótsins í
tvímenning sem fram fara eftir hálfan
mánuð.
Alls komust 24 efstu pör úr undan-
keppninni áfram í úrslitin, og af þeim
voru 22 pör af Reykjavíkursvæðinu, eitt
frá Akrueyri og eitt frá Selfossi. Sigur-
vegarar í undankeppninni urðu Magnús
Ólafsson ritstjóri NT og Jónas P. Erl-
ingsson. í öðru sæti urðu Guðlaugur R.
Jóhannsson og Örn Arnþórsson og í því
þriðja Jón Baldursson og Sigurður
Sverrisson.
Þó undankeppnin væri svona fjöl-
menn röðuðust pörin í úrslitin nokkurn
veginn „eftir bókinni". Þó vakti athygli
að nýbakaðir íslandsmeistarar í sveita-
keppni, Guðmundur Pétursson og
Hörður Blöndal, komust ekki áfram, en
Hörður er jafnframt núverandi íslands-
meistari í tvímenning ásamt Jóni Bald-
urssyni.
Hurðin af TF-Rán:
Rannsókn
bíður fram
yfir helgi
■ Rannsókn á hurð þyrl-
unnar TF-Rán sem fannst
síðastliðinn föstudag, fer
ekki fram fyrr en eftir
næstu helgi, þar sem þeir
menn sem eru kunnastir
þyrlunni eru ekki staddir á
landinu. í samtali við
Skúla Sigurðsson hjá Loft-
ferðaeftirlitinu sagði hann
að við fyrstu skoðun virtist
sem ekkert nýtt hefði
komið fram, en hann tók
fram að endanleg rann-
sókn yrði ekki framkvæmd
fyrr en eftir næstu helgi.
Skúli benti einnig á að
ekki væri nein ástæða til
þess að flýta rannsókn eins
og málin hefðu þróast
fram til þessa.