NT - 23.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 23.04.1985, Blaðsíða 7
r.V a ) i $ Rósmundur G. Ingvarsson: Hvers vegna alltaf prósentuhækkun? ■ S.l. haust sömdu fulltrúar launþega unr kaup og kjör á okkar landi íslandi. Ekki er það nýtt í sögunni því segja má að slíkt hafi skeð á næstum hverju ári að undanförnu og reyndarstundumoftar. Próun- in er orðin í þá áttina að sífellt er verið að semja við einhverja hópa sem teljast ti| launþega og fylgir jafnan hótun um verkfall. Að þessu sinni var grunnskólakennurum beitt fyr- ir og voru þeir í verkfalli mánaðartíma og kennsla lá niðri. Enn var það prósentuhækkun Enn einu sinni var samið um prósentuhækkun. Það sem var afbrigðilegt viö þetta samningaþóf, miðað við hin fyrri, var að ríkisstjórnin bauð upp á skattalækkun gegn því að kauphækkanir yrðu þá innan ramma verðbólgu- hömlunarstefnu hennar. Þcssu boði var hafnað, þrátt fyrir að Ijóst hlaut að vera að mikil hækkun á kaupi mundi orsaka gengisfellingu. Það hefur gengið þannig til í allmörg ár, að verkalýðsforyst- an og þeir stjórnmálaflokkar, sem öðrunt fremur telja sig vinna fyrir alþýðu landsins, klifa sífellt á því að það verði að „bæta kjör þeirra lægst launuðu". En svo semja þeir alltaf um prósentuhækkun, þannig að þeir hálaunuðu fá mun meiri hækkun en þeir láglaunuðu - og bilið milli þeirra breikkar. Mismunur á kjörum launafólks eykst þann- ig við hverja kjarasamninga og er orðinn hróplegt ranglæti. Það undarlega er að það er ekki - eða virðist ekki vera ríkisvaldið sem stuðlar að þess- ari óheillaþróun í kjaramálum og það virðast heldur ekki vera atvinnurekendur. Þessvegna er eðlilegt að spyrja: Eru það verkalýðsforingjarnir sjálfir og forysta verkalýðsflokkanna svokölluðu, sem standa svo rótfastir á prósentuhækkunar- stefnunni. Það hefur gengið þannig til í allmörg ár að verkalýðsforystan og þeir stjómmálaflokkar sem öðmm frem- ur telja sig vinna fyrir alþýðu lands- ins klifa sífellt á því að það verði að „bæta kjör þeirra lægst launuðu“. En svo semja þeir alltaf um prósentuhækkun, þannig að þeir há- launuðu fá mun meiri hækkun en þeir iáglaunuðu. Þeir háiaunuðu græða Það kom fram í fjölmiðlunr að við áðurnefnda kjarasamn- inga hefði láglaunamaðurinn fengið kauphækkun upp á l .000 krónur, en hálaunaði maöurinn 4.000 króna hækkun. Það munar um minni mismun. Kannske er þetta eitthvað ýktur mismunur, en þótt svo væri þá sýnir það hvert stefnir og gefur vísbend- ingu um hversu gífurlegur mis- munur á fjárráðum þegnanná er orðinn. Ef við gefum okkur að verðbólgan éti kauphækkun láglaunamannsins alla, þá stendur hann alveg í sömu sporum og fyrir verkfallið, meðan hinn hefur náð veruleg- um kjarabótum. spilla þeirn árangri sem ríkis- stjórnin hafði náð í baráttunni við verðbólgudrauginn, þ.e.a.s. að koma verðbólgu- skriðunni af stað aftur? Eða var tilgangurinn með verkfall- inu aðeins að auka við frelsi hinna fáu til að knésetja hina mörgu? Er ekki láglaunafólk notað eins og beita til að heimta hækkað kaup, sem svo allt lendir hjá þeim er höfðu meira en nóg fyrir? Er ekki eitthvað brogað við íslenska verkalýðsforystu og þá stjórn- málaflokka sem sjálfir kalla sig verkalýðsflokka? Varekki nær að hækka kaupið um ákveðna krónutölu heldur en prósentu- tölu? Þessar og tleiri spurning- ar hljóta að vakna. En það sem gera þurfti var að bæta kjör þeirra lægst launuðu án þess að auka við þá hálauriuðu. Ber enginn ábyrgð á neinu? Einhverjir segja e.t.v. að mér, sem þetta rita, komi þessi mál ekki við, enda tilheyri ég stétt sem aldrei hefur í verkfall farið. En það er nú svo að kjarabaTátta og verkföll eru ekki einkamál þeirra sem stríð- ið heyja. Fjölmargir aðrir verða fyrir óþægindum og tjóni og oftast hefur það einmitt komið hart niður á mínurn stéttarbræðrum, svo sem þegar- hefur orðið að hella niður mjólk. Enginn aðili bætir slíkt tjón. Enginn virðist bera neina ábyrgð. Þar að auki eru þessi kjara-stríð þjóðfélagsvanda- mál - eitt hið alvarlegasta. Þegar miklar fórnir hafa ver- ið færðar hljóta vonbrigðin að verða mikil þegar útkoman er núll fyrir láglaunafólkið, en hálaunaðir mata krókinn og auka við auðæfi sín á kostnað annara og þjóðarinnar í heild. Ætli það sé ekki mál til komið, fyrir þá senr telja sig til láglaunafólks, að gera upp við sig hvort verkalýðsforingjarnir eru verðir trausts - hvort nú- verandi verkalýðsforysta og þeir flokkar sem kalla sig verkalýðsflokka eru líklegir til að vinna með heilindum að bættum lífskjörum fyrir lág- launastéttirnar og almenning þessa lands. Af verkunum skuluð þið þekkja þá. 12. febrúar 1985 Rósmundur G. Ingvarsson Hver var tilgangurinn? Farið var út í kjarabótabar- áttu og langt verkfall til að „bæta kjör láglaunafólksins“ og árangurinn varð einungis til góða fyrir þá hálaunuðu, þegar frá er talin nokkur tilfærsla í launaflokkum o.þ.h. Þetta er einskonar fastur liður eins og venja er til. Er ekki verið að hafa almenning að fíflum og þá kannske fyrst og fremst það fólk sem telst til hinna láglaun- uðu? Var tilgangurinn sá að Eða var tilgangurinn með verkfall- inu aðeins að auka við ffrelsi hinna fáu til að knésetja Hina mörgu? Er ekki láglaunafólk notað eins og beita til að heimta hækkað kaup, sem svo allt lendir hjá þeim sem höfðu meira en nóg ffyrir? þessir bændur á hausinn og þá erum við að tala um að þau bú sem hvað bestar fjárfestingar hafa heltst úr lestinni en him þar sem húsakostur er eldri og búskapur allur óhagkvæmari halda velli. Framleiðslan verð- ur dýrari og neytendur borga brúsann. Stöðvum f járfestingar Það fyrsta sem þarf að gera í þessarri stöðu er að stöðva frekari offjárfestingu í þeim greinum landbúnaðar þar sem offjárfesting er þegar orðin. Bændur sem vilja húsa upp illa hýstar jarðir verða að sætta sig við það að fara út í aðrar búgreinar og er loðdýra- rækt og fiskeldi það sem sjálf- sagt flestir ættu að geta snúið sér að. Með því síðan að hjálpa fleiri bændum í þess- um greinum sem ekki hafa lagt í stórfelldar tæknilegar fjár- festingar við mjólkur-eða kjöt- framleiðsluna, til þess að breyta fjósum sínum og fjár- húsum í skemmur fyrir minka eða refi má gefa hinum sern eftir verða kost á því að auka framleiðni sinnarfjárfestingar. Hækka nyt kúnna og hafa hvern bás skipaðan. En aðgerða er þörf strax í dag. Það er langtímamarkmið að koma þannig fótunum undir íslenskan landbúnað að styrkja og millifærslukerfi tilheyri vondri fortíð og áður verður að bjarga þeim bændum sem hvað verst eru settir í dag. Það er réttmæt krafa að stjórnvöld aðstoði bændur, sem aðra, við að mæta vondri vaxtastefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka og dýrkeypt fyrir íslenskt efna- hagslíf ef við látum nýbyggð fjós og traktorsgeng fjárhús standa auð og tóm en yrkjum jörðina með fjártestingum Irá því rétt eftir stríð. Bjarni Harðarson. Þriðjudagur 23. apríl 1985 7 Málsvari Irjálslyndis, samvinnu og lélagshyggju Útgefandi: Nútímmn h.f Ritstj.: Magnus Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglysingastj.: Steingrimur Gislason Innblaösstj: Oddur Ólalsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjornssoo Skrilstolur: Siöumuli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskriít og dreiling 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Btaðaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Ný sókn í atvinnumálum ■ Nýsköpun atvinnulífsins var rauði þráðurinn í umræðum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokks- ins, sem var haldinn í Reykjavík nú um helgina. Með ákvörðunum sínum á fundinum, staðfesti flokkurinn svo ekki verður um villst, hver hafi og muni eiga frumkvæði að nýsköpun atvinnulífsins. Eins og margoft hefur verið bent á, var pólitískur grunnur að nýsköpunarbylgjunni lagður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akur- eyri fyrir einu ári. Á þeirn fundi bar hæst tillögu um að 500 milljónum króna af ríkisfé skyldi varið til nýsköpunar á næstu árum. Á því ári, sem er nú liðið frá fundinum á Akureyri, hefur mjög rniklu fjármagni verið veitt til nýsköpunar atvinnulífsins. Á s.l. hausti var 150 milljónum króna varið til lána, sem að miklu leyti snerta margvíslega nýsköpunarstarfsemi að stór- um hluta. Um þessar mundir er verið að ganga frá 50 milljóna króna ríkisframlagi til rannsóknastarf- semi, sem mun koma allri nýsköpun til góða, s.s. lífefnaiðnaði. Þá er alþjóð kunnugt um 100 milljóna króna framlag ríkisins til Þróunarfélags íslands, sem verður væntanlega stofnað á næstunni. Þannig er ljóst, að á þessu eina ári hefur verið unnið ötullega að framkvæmd þeirra tillagna, sem samþykktar voru á miðstjórnarfundinum fyrir ári. Þar sem þær hugmyndir eru að koma fram í raunveruleikanum, þótti eðlilegt að nýyfirstaðinn miðstjórnarfundur myndi marka stefnuna í öðrum áfanga nýsköpunar atvinnuveganna. Þessi áfangi er engu minni að stærð og að mörgu leyti er lagður með tillögunum grunnur að tímamótabreytingum á íslensku atvinnulífi. Tillögurnar fela m.a. í sér: Aðflutningsgjöld og söluskattur af stofnkostn- aði verðí felld niður. Tekjuskattur verði felldur niður í fimm ár. Söluskattur og verðjöfnunargjald af raforku verði sömuleiðis felld niður. Með beinum skattafrádrætti og/eða mótframlagi úr ríkissjóði verði hvatt til aukinnar rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækja. Leitað verði nýrra leiða til að örva samvinnu innlendra og erlendra fyrirtækja í nýjum atvinnu- greinum þar sem íslendingar geta öðlast reynslu og þekkingu á sviði háþróaðrar tækni og markaðs- mála. Komið verði á fót samkeppnis- og útflutnings- lánakerfi sambærilegu því sem erlendir samkeppn- isaðilar njóta. Lög um ríkisábyrgð verði endurskoðuð þannig að ríksiábyrgðakerfinu megi beita til að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. í ljósi þeirrar reynslu, að hugmyndirnar frá fundinum á Akureyri hafa verið framkvæmdar, er ljóst að landsmenn eiga von á miklum breytingum á næstu misserum hvað atvinnumál varðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.