NT - 23.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 23.04.1985, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 23. apríl 1985 8 uppgjöf, engin forherðing; heldur eru bæði Bandaríkjamaðurinn og sá innfæddi knúðir áfram af viljanum til að miðla sannleikanum út um víða veröld og um leið af viljanum til að koma heilir út úr eldhríðinni. Og þó - það er ekki bara sannleikurinn sem hangir á spýtunni. Keppikefli Schan- bergs og kollega hans, sem súpa kokkteila á sundlaugarbarmi á meðan Khmerarnir rauðu ausa sprengjum yfir Phnom Pehn, er náttúrlega líka að vera fyrstir, bestir, nákvæmastir í kapphlaupinu um lesendurna heima fyrir. Þeirrar spurningar er líka spurt hvort þessi miskunnarlausi cltinga- leikur við fréttaefni geti ekki gengið- út í öfgar. Eftirsókn Schanbergs eftir fréttum verður þess beinlínis valdandi að Dith Pran situr eftir í klóm morð- ingja og böðla og má teljast heppinn að sleppa lifandi að lokum en Schan- bcrg kemst undan með þá nagandi spurn hvort hann hafi brugðist þess- Það er kannski ekki síst að þær renni á mann þessar tvær grímur þegar maður hefur spurnir af æsilegu líli og starfi érlendra fréttamanna sem leggja ;í sig ómælda hrakninga og harðræði til að þcfa uppi einhverja Iréftina, sem síðan skekur liinn læsa heim; bcrjast við skáeygöa óbóta- menn, sighi í cintrjánungi upp Mek- ongfljót eða Amazon, múta sér leiö inn í forboðin guðshús einhvers ofsa- trúarflokksins, ríða í kjölfár sigrandi hcrjii inn í fallnar borgir og cru jafn heimavanir hvort heltlur er í bakher- bergjum Hvíta hússins eða á börun- um illræmdu í Bankok. Þessi lysing gæti reyndar átt viö um þann mikla kappa lndiana Jones, en hún gæti líka - allávega svona hér- umbil - átt við um aðra vinsæla söguhetju í nýlegum llollywood- myndum, neftiilega téðan blaðamann sem lil'ir og hrærist í hringiöu téöra heimsviðburða. Ilollywood á sér reyndar gamla steríótýpu sem reynst hefur býsna lífseig; blaöamanninn sem situr í þykku reykskýi, með kamclinn laf- andi í munnvikinu. óblandaö viskí í skítugu vatnsglasi, órakaður og ósof- inn í krumpuðum jakkafötum, bindiö útá lilið og kærastan síkvartandi yfir því aö hann Itafi aldrci tíma. Og þaö þarf varla að taka það fram að hún er rétt í burðarliðnum fréttin sfóra sem hann ætlar að skjóta á loft þra'ft fyrir mótblástur og þvinganir linkulegs rit- stjóra og gerspilltra stjórnmála- manna, sem heita öllum hugsanlegum óþverrabrögðum til að gera hann óskaðlegan; þarna situr hann á dimm- um kontór og lemur glóðheit orð í gamlan Remington-ræfil, helst með tveimur puttum; músíkin svellur Ltpp.... Hver þekkir ckki kvikmyndablaöa- menn af þessu tagi, líklega leikiia af gömlum Hollywood-nöglum á borð við Humphrey Bogart eða Jimmy Stewart. Víst er þetta gömul klisja og líkast til að einhverju leyti sköpuð af blaðamönnum í því skyni að gylla starfið. I einhverjum rassi heimsins Dáðlaus og flatneskjulegur sam- tími lýsir eftir hreinlyndum hetjurn sem hann finnur ekki lengur í licrs- höfðingjum, stfiðsmönnum, stjórn- málaieiðtqgupt og varla í löggunni hcldur.JQg nú er það blaðantaðurinn sem ef .áTt.ur kominn á krcik á hvíta tjaldijiúé.kannski svolítið öðruvísi en göfnJu syarthvítu töffararnir, cn þó í gruníjvjijlaratriðuni santur við sig: þ'rautséigurj næstum fletiiaus, áræð- inn-og ódeigur í sókn sinni eftir sanriíeíkanum. I hinum nýja búningi er þetta yfirleitt blaðamaður, sjón- varpstréttaritafí eða Ijósmyndari í ein- hverjum rasSi heimsins þar sem allt er ,í háalofti og géngur á með byltingum og styrjöldum. Oft er þetta fegruð og rómantísernð niynd, en stundum kemst.hún býsna nálægt raunveru- leikanum Nýlégf dæriii um slíkt er kvikmynd- un The Killing Fields sem nú er sýnd í Háskólabíói. Hún gerist í Kamb- ■ Uppsláttarfréttir um morð, kynlíf og ofbeldi; Edward G. Robinson í hlutverki sorpblaðsritstjóra. um: dygga vini sínum. Pran er hins vegar fyrirgefningin og umburðar-' lyndið uppmálað og skiíur að Schan- bérg er maður sem leggur allt undir til að ná árangri í sínu starfi. Alheimssamviskan Þörf kvikmyndanna fyrir hetjur er óseðjandi og blaðamaðurinn hæfir að mÖfgu leyti tíðarandanum einsog kjaftur skel. Samanborið við flesta meðbræður sína er hann tiltölulega frjáls og óháður, líklega heldur eirð- tirlaus sál, og það er honum ekki síst tiljjtekna að hann getur tekið að sér hltitverk eins konaralheimssamvisku, sem vinnur ósleitilega að því að aðjjúpa hverslags valdníðslu, spill- ingu og heimsku. Heimurinn verður allfitf flóknari og flóknari. tilgangur- inu • helgar ýmis óvönduð meðul, mörkin milli þess sem menn telja rétt og:-rangt verða stöðugt óskýrari - þaqferu sumsé ekki til neinir góðir gai|ar lengur og varla neinir vondir hcltíur. En grundvallarreglur bíó- bláðamannsins eru tiltölulega einfald- ar: og vekja góðar kenndir; hann heldur með réttlætinu og er á móti rariglætinu... Það eitt að söguhetjan er blaða- máður er svosem engin trygging fyrir góðqm kvikmyndum. Eftilvill var fullþykkt smurt á hetjuskapinn þegar bók þeirra Woodwards og Bern- steins. All thc Presidents Men, var kvikmynduð með Robert Redford og Dustin Hoffmann í aðalhlutverkum. Þessum tveimur hetjum hinnar ..nýju" blaðamennsku gekk auðvitað gott- eitt til, það var sjálft siðgæði bandarískra stjórnmála sem var í ■ „Þrautseigur, næstuni flekklaus, áræðinn og ódeigur í sókninni eftir sannleikanum“; Sam Waterston í hlutverki Schanbergs fréttamanns í The Killing Fields. ■ „Bláeygir heiðursmenn, sem ein- settu sér að veita siðgæðinu uppreisn æru“; Redford og Hoffinann sem Woodward og Bernstein. ódíu á miklum hörmungartímum og segir söguna af Sidney Schanberg, fréttamamii New York Times, og innfæddum túlki hans og hjálpar- kokki, Ditli Pran. Auk þeirra kemur við sögu hópur blaðamanna víðs vegar að úr heiminum - allir talsvert kaídhamraðir kappar. Kvikmyndin byggir á frægri grein Schanbérgs um vináttu og dapurlegan aðskilnað þeirra Dotlis Pran. en Schanberg slapp naumlega frá Kambódíu áður en Rauöu Khmerarnir dundu yfir eins og englar hefndarinnar á meðan Ditli Pran mafti sæta rniklu harðræði í fjögur ár og var talinn af. Þessari miklu, og að mestu leyti sönnu, örlagasögu er lýst á mjög sannferðug- an hátt og áhorfandanum hvergi hlíft við Ijótri ásýnd stríðsins og kúgunar- innar. Þeir félagarnir láta einskis ófreistað til að ná í frambærilega frétt, helst forsíðuuppslátt; þeir brjóta sér leið á vettvang með fortölum og mútum, standa í stappi við herfor- ingja sem vilja heyja sitt stríð í felunr og hifa ekki hugfallast þótt sprengj- urnar bókstaflega dynji á hausa- mótunum á þeim. Uppgjöf eða forherðing Þær eru fleiri myndirnar sem fjalla um stríðsfréttaritara við svipaðar kringumstæður. Fyrir fáeinum árum gerði Ástralíumaðurinn Peter Weir kvikmyndina The Year of Living Dangerously, scni fjallar um það hvernig ungur blaðamaður upplifir valdarán Sukarnos í Indónesíu árið 1965. í The Killing Fields eru það heimsviðburðirnir sem reyna á þanþol vináttu tveggja ólíkra mana, en í The Year of Living Dangerously er grunn- tónninn hugsjónir og fagrar væntingar sem stangast á við napran og fláttsam- an raunveruleika. Svipað er uppi á teningnum í kvikmynd sem þýski leikstjórinn Volker Schlöndorff gerði um svipað leyti urn vígvöllinn í Beir- út, sem þáyjíktist helst viti á jörðu. Þar erþaðsjónvarpsfréttamaður sem lætur hugfallast andspænis: ógnum illskiljanlegs borgarastríðs. Þetta þema er reyndar algengt í nýlegum myndum sem hafa blaða- mennsku í brennidepli; uppgjöfin frammi fyrir grimmum og hérumbil óskiljanlegum raunveruleika. Vistin í hringiðu atburðanna er keypt dýru veröi og tekið veð í sálarheill þolend- anna; afborgunin er svo annað hvort uppgjöf og örvænting ellegar kald- lyndi og forherðing, kýnísismi. í The Killing Fields er reyndar sleginn annar tónn. Þar er engin ■ Þaö er kannski engin furða að okkur blaðamönnunum íslensku þyki hlutskipti okkar á köflum dálítið dauflegt; oftast nær er starf okkar fólgið í eilífum slímusetum við símann eða ritvélina, eltingaleik við lítilsiglda stjórnmálamenn og hrokafulla embættismenn eða baráttu við að verjast ágangi umtalsþyrstra sveitastjóra, menningarfrömuða eða kaupahéðna. Já, fréttaefnin eru stundum smá og afraksturinn tómur tittlingaskítur, finnst manni. Það gerist aldrei neitt á þessu guðsvolaða landi, er viðkvæðið, þetta er agúrkutíð sem engan endi tekur. En vitaskuld eru þessi smámál, sem ég svo kalla, stórmál sem brenna á einhverju broti eða brotabroti þjóðarinnar - hvort sem verið er að reisa v'^hyggingu við elliheimilið á Dritvík, leika Ævintýri á gönguför austur í Hreppum eða opna árlegan kökubasar kvenfélagsins Ein sit ég og sauma. En samt - þetta er ekki það sem okkur blaðamennina dreymir um í okkar villtustu hetju- og heimsfrægðarórum. Bakherbergi Hvíta hússins og barirnir í Bangkok — nú er það blaðamaðurinn sem er orðinn hetja I Hollywood

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.