NT - 23.04.1985, Blaðsíða 13
■ Stjórn Framsóknarflokksins var öll cndurkjörin: Halldór Ásgrímsson, varaformaður. Guðmundur Bjarnason, sem
var endurkjörinn ritari með glæsilegu atkvæðahlutfalli, er hér á myndinni í þungum þönkum undir ræðu formannsins.
Ályktun miðstjórnarfundarins um húsnæðismál:
Áhersla lögð á ný við-
horf í húsnæðismálum
■ Aðalfundur miðstjórnar Framsókn-
arflokksins haldinn 19.-21. apríl 1985
leggur áherslu á eftirfarandi í húsnæðis-
málum:
1.0. Umbætur í tíð núverandi
ríkisstjórnar
Sérstök athygli er vakin á nokkrum
mikilvægustu umbótum sem fram-
kvæmdar hafa verið í húsnæðismálum í
tíð núverandi félagsmálaráðherra, Alex-
anders Stefánssonar:
1.1. Samþykkt hefur verið ný hús-
næðislöggjöf sem felur í sér marg-
þættar endurbætur á eldri löggjöf
og ýmsar nýjungar í húsnæðismál-
um.
1.2. Ríkissjóði er nú skylt að leggja
fram eigi lægri fjárhæð en 40% af
samþykktri útlánaáætlun Bygg-
ingasjóðs ríkisins viðkomandi ár.
1.3. Lánstími húsnæðislána hefur ver-
ið lengdur verulega. Lánstími ný-
byggingalána var lengdur úr 26 í
31 ár. Lán til kaupa á eldra
húsnæði voru lengd úr 15 í 21 ár.
1.4. Húsnæðislánin hækkuðu um 50%
frá ársbyrjun 1984.
1.5. Veitt voru 50% viðbótarlán til
þeirra sem fengu lán árin 1982 og
1983.
1.6. Biðtími útborgunar á lánum til
þeirra sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð hefur verið styttur um
helming.
1.7. Lán til þeirra sem eru að byggja í
fyrsta sinn eru nú greidd út í
tvennu lagi en voru áður greidd í
þremur áföngum.
1.8. Á árinu 1983 fór fram skuld-
breyting á lánum þeirra sem áttu
í erfiðleikum vegna skammtímal-
ána í bönkum og sparisjóðum.
Lánstíminn var lengdur og mörg
smærri lán voru sameinuð í eitt.
1.9. Á árinu 1983 var fólki gefinn
kostur á 25% frestun á greiðslum
af húsnæðislánum ársins 1983.
1.10. Komið hefur verið á ráðgjafar-
þjónustu fyrir húsbyggjendur í
grciðsluerfiðleikum. Ráðgjafar-
þjónustan hefur veitt viðbótarlán
og skuldbreytt lánum.
1.11. Utborguð lán úr Byggingarsjóði
ríkisins hækkuðu milli áranna
1983-84 um rúmlega 124% eða
84% hækkun miðað við fast
verðlag.
2.0. Brýnustu verkefni í
húsnæðismálum
Framsóknarflokkurinn telur
brýnt að leggja nú þegar áherslu
á eftirfarandi:
2.1. Til viðbótar þeirri ráðgjöf sem nú
er fyrir hendi, skal veita fyrir-
byggjandi ráðgjöf. Áður en fólk
kaupir eða byggir íbúð geti það
fengið upplýsingar og ráðgjöf til
að auðvelda rétta ákvörðunar-
töku. Ráðgjafaþjónustan verði
veitt um allt land.
2.2. Tryggja þarf að greiðslubyrði af
lánum aukist ekki frá því sem hún
er þegar lán eru tekin. I því skyni
ber tafarlaust að samþykkja frum-
varp félagsmálaráðherra um
greiðslujöfnun vegna misgengis
lánskjara og launa.
2.3. Tekinn verði upp fastur skatta
frádráttur fyrir húsbyggjendur og
kaupendur.
2.4. Lán til þeirra sem kaupa húsnæði
í fyrsta sinn hækki verulega frá
því sem nú er. Veitt verði tvisvar
sinnum fullt lán til öflunar eigin
húsnæðis. Lýst er stuðningi við
reglur um stærðarmörk íbúða sem
félagsmálaráðherra hefur nýlega
samþykkt.
2.5 Almenningi verði gefinn kostur á
að stofna sérstaka bundna sparir-
eikninga með skattaafslætti við
innlánsstofnanir, í þeim tilgangi
að það fé sem þannig sparast,
verði notað til öflunar eigin íbúð-
arhúsnæðis. Innlánsstofnunum
verði gert skylt að ráðstafa hluta
af því fé sem þannig sparast til
Byggingasjóðs ríkisins.
2.6 Fjármögnun hins opinbera hús-
næðiskerfis verði tekin til endur-
skoðunar. M.a. verði lögðu
áhersla á að tryggja hæfilegt fjár-
streymi frá lífeyrissjóðum og inn-
lánsstofnunum með reglubundn-
um verðbréfakaupum þeirra af
byggingasjóðnum.
3.0 Framtíðarmarkmið
- Ný viðhorf
Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á ný viðhorf í hús-
næðismálum. í framtíðarstefnu-
mörkun verði áhersla lögð á eftir-
talin atriði:
3.1 Lagður verði meiri þungi á „húsn-
ýtingastefnu" meðal annars með
hærri lánum til kaupa á eldra
húsnæði.
3.2. Könnuð verði hagkvæmni í stofn-
un sérstaks húsnæðisbanka, er
taki yfir sem flesta þætti húsnæðis-
mála, þ.á.m. Byggingasjóð ríkis-
ins, Byggingasjóð verkamanna og
Veðdeild Landsbanka íslands.
3.3. Framsóknarflokkurinn vill stuðla
að því að sem flcstir geti búið í
eigin húsnæði af hæfilegri stærð.
Húsnæðismálum þeirra sem ekki
vilja eða hafa fjármagnslegt bol-
magn til þess að byggja eða kaupa
húsnæði, þarf að sinna betur.
Gera þarf öflugt átak í byggingu
ódýrra leiguíbúða. Bygging fé-
lagslegra íbúða hefur ekki náð að
fylgja eftir örum breytingum
þjóðfélagsins. Því þarf að auka
verulega byggingu félagslegra
íbúða fyrir aldraða, fólk í lang-
skólanámi, öryrkja o.fl.
3.4. Styðja þarf betur bygginga-
samvinnufélögin sem eru í raun
tengiliður milli almennra íbúða-
bygginga og félagslegra bygginga.
Byggingasamvinnufélög byggja
ódýrustu íbúðirnar á markaðnum
í dag. Auka þarf verulega lánveit-
ingar til þeirra sem þannig vilja
leysa húsnæðismál sín.
3.5. Sveitarfélögum ber að taka tillit
til mikillar eftirspurnar eftir minni
íbúðum strax á skipulagsstigi.
Minni íbúðir henta mjög vel ungu
fólki sem er að hefja búskap, svo
og öldruðum. Leysa þarf þá þörf
sem skapast hefur fyrir íbúðir af
þessari stærð.
3.6. Byggingasjóði verkamanna þarf
að styðja en æskilegt væri að fara
þar inn á nýjar brautir m.a. með
því að kaupa eldri íbúðir á al-
mennum fasteignamarkaði inn í
félagslega íbúðakerfið.
3.7. Staðið verði myndarlega að bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða með
þjónustuaðstöðu og þannig reynt
að leysa vanda þess stóra hóps
sem nú býr í óhagstæðu húsnæði.
3.8. Vinna þarf markvisst að því að
útborgun í fasteignaviðskiptum
lækki verulega frá því sem nú er.
Er greiðslujöfnunarleiðin álitleg-
ur kostur í þessu efni og mun án
efa stuðla að slíku.
3.9. Endurskoða verður reglur um
veðhæfni eigna. Sú viðmiðun við
brunabótamat, sem notuð er al-
mennt í dag tekur ekki mið af
markaðsástæðum og er því vafa-
söm.
3.10. Endurskoða þarflög um fasteigna-
sölu með það fyrir augum að bæta
þjónustu fastaeignasala, auka
ábyrgð þeirra, bæta upplýsinga-
miðlun þeirra og veita viðskipta-
ntönnum þeirra rneira öryggi.
3.11. Viðskiptabankar veiti byggingar-
iðnaði aukin framkvæmdalán.
3.12. Lögð verði áhersla á nýjungar í
byggingariðnaði er gætu leitt til
aukinnar hagkvæmni og lækkunar
byggingarkostnaðar. Aðilum sem
vinna að slíku verði veittur styrk-
ur eða hagkvæm lán úr húsnæðis-
kerfinu. Aukin áhersla verði lögð
á lciðir til þess að lækka bygginga-
kostnað, meðal annars með lækk-
un aðflutningsgjalda á bygginga-
refni og lækkun launaskatts og
aðstöðugjalds.
Þriðjudagur 23. apríl 1985 13
JOKER
u ng I i ngaskrif boröin
Tilvalin fermingargjöf
Verð kr. 4.450.-
Ennfremur vandaðir
skrifborðsstólar
Verðfrákr. 1.780.-
HÚSGÖGN OG '**
bA. INNRÉTTINGAR eo cq OH
^■^JI^^SUÐURLANDSBRAUT 18 Oö Oí7 UU
HenWaM m
Það er ekkert gamanmál ef hemlabúnaður
bílsins svíkur þegar á reynir.
Gegn slíkri skelfingu, er aðeins ein vörn:
Láta yfirfara hemlakerfi bílsins reglulega,
svo það sé ávallt í fullkomnu lagi.
Hjá okkur fást original hemlahlutir
í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði.
Sérverslun með hemlahluti
OBtilling