NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 23.04.1985, Qupperneq 23

NT - 23.04.1985, Qupperneq 23
Þriðjudagur 23. apríl 1985 23 íslendingar stóðu sig vel á NM í Finnlandi: lar í „ All-star “ -liðid Einar Bollason landsliðsþjálfari: „Mjög ánægður“ einn af fimm bestu á Norðurlöndum-Webster tók flest fráköst - Valur þriðji stigahæstur Frá Gylfa Þorkelssyni fréttamanni NT á Norðurlandamótinu í körfuknattlcik í Finn- landi ■ Pálmar Sigurðsson körfu- knattleiksmaður með íslenska landsliðinu hér og Haukum heima, varð þess mikla heiðurs aðnjótandi í lokahófi Norður- landamótsins hér í Finnlandi að vera valinn í úrvalslið mótsins, lið fimm bestu leikmannanna sem valdir voru úr öllum hópn- um sem lék á mótinu. Pálmar fékk, eins og aðrir leikmenn sem valdir voru í „All-star“ liðið glæsilegan verðlaunabikar. í „All-star“-liðið voru valdir eftirtaldir leikmenn, auk Pálmars: Haakan Österfjörd Noregi, Joukko Heikkinen fyrirliði finnska liðsins, Leif Ytt- ergren Svíþjóð og Georg Posti Noregi. Norðmenn voru því eina þjóðin sern átti tvo leik- menn í liðinu, og Danir sú eina sem átti engan. Besti leikmaður mótsins var einnig kjörinn, og var það Haakan Österfjord frá Noregi. Hann fékk stóran bikar að launum. Besti leikmaður hverrar þjóð- ar var einnig kjörinn. Þeir voru: Pálmar Sigurðsson íslandi, Öst- erfjörd Noregi, Heikkinen Finnlandi, YttergrenSvíþjóðog Henrik Nörre Nielsen Dan- mörku. - - Fleiri heiðursverðlaun féllu íslendingum f skaut ívar We- bster var sá leikntaður mótsins sem tók flest fráköst. ívar tók alls 44 fráköst í fjórum leikjum, eða að jafnaði 11 í leik sem þykirntjög gott. - Valur Ingimundarson varð þriðji stigahæsti leikmaður mótsins. hann skoraði 81 stig. Norðmaðurinn Österfjörd var stigahæstur. Aðbúnaður á Norðurlanda- mótinu í körfuknattleik hér í Finnlandi var frábær, og til fyrirmyndar í alla staði. Leik- menn dvöldu á fyrsta flokks hóteli, fengu fyrsta flokks mat, og allt skipulag var til eftir- breytni. Var þetta almennt mál leikmanna, bæði íslenska liðsins og annarra liða. sérstaklega með leikinn við Dani ■ Páimar Sigurðsson, einn af fimm bestu körfuknattieiksmönnum Norðurlanda. Hann fékk bikar að launum á NM, sem hann hefur væntanlega hampað. Hér hampar hann bikarnum fyrir Bikarkeppni KKI á dögunum. NT-mynd: Sverrir Norðurlandamótið í körfuknattleik í Finnlandi: Gott gegn Dönum islendingar í f jórða sæti eftir 84-68 sigur Frá Gylfa Þorkelssyni fréttamanni NT á Norðurlandamótinu í körfuknattleik í Finnl- andi ■ íslendingar tryggðu sér fjórða sætið á Norðurlandamót- inu í körfuknattleik hér í Finn- landi með glæsisigri á Dönum í næstsíðasta leik mótsins í gær. Með frábærum lokakafia vannst góður sigur, 84-68, eftir afar jafnan og spennandi leik. Stað- an var 46-43 íslandi í hag í hálfleik. Leikurinn fór jafnt af stað, og liðin skiptust á um að hafa forystu allan fyrri hálfleikinn. Barátta var í hámarki hjá báð- um liðum, og varnirnar leiknar grimmt. Danir bættu enn við keyrsluna í vörninni í síðari hálfleiknum, og náðu heldur undirtökum framan af. íslenska liðið lét þó alls ekki brjóta sig niður, heldur hélt vel haus og missti Danina aldrei meira en 2-3 stig framúr. í síðari hluta síðari hálfleiks náði svo íslenska liðið að jafna og komast yfir. Þegar þrjár til fjórar mínútur voru til leiksloka hófu Danir að leika mjög róttæka „maður á, mann“-vörn á öllum vellinum. Þannig réðu Danir þó ekki við íslenska liðið sem snéri þá af sér einn af öðrum. íslendingarskor- uðu þá grimmt á meðan Dönum gekk lítt eða ekki, og lokatölur urðu 84-68. íslenska liðið lék allt mjög vel. Vörnin var til fyrirmyndar. Aðaldriffjöðrin í sókninni var Pálmar Sigurðsson, sem átti stórleik. Pálmar skoraði 29 stig. Honum gekk mjög vel að fara upp með boltann, setja upp og ógna þrátt fyrir gífurlega pressu. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem vann þennan leik, með mjög samstilltum varnarleik, og féll vel saman í sóknarleiknum sem drifinn var áfram af Pálmari, og svo Val Ingimundarsyni sem einnig skoraði grimmt. Stig íslenska liðsins skoruðu Pálmar 29, Valur 24. ívar We- bster 10, Guðni Guðnason 6, Jón Kr. Gíslason 6, Birgir Mik- aelsson 4, Tómas Holton 3, og Gylfi Þorkelsson 2. Frá Gylfa Þorkclssyni fréltamanni NT í Finnlandi: ■ „Eg er mjög ánægður með þétta mót, og þá sérstaklega síðasta leikinn gegn Dönum. Þegar liðið nær upp slíkri stemmningu sem í dag þá getur maður ekki annað en trúað því að hlutirnir séu á réttri leið. Þetta datt vissulega niður gegn Finnum, og á kafla gegn Norð- mönnum, en það að liðið lék svo vel í dag bætir það upp,“ sagði Einar Bollason landsliðs- þjálfari eftir leikinn gegn Dön- um á Norðurlandamótinu í körfuknattleik hér í Finnlandi. „Það hefur alltof oft viljað brenna við þegar íslensk lið í körfuknattleik eiga í hlut, að þegar þau eru pressuð stíft fer allt í vitleysu. Það gerðist ekki hér í dag þrátt fyrir að íslenska liðið væri pressað eins og mögu- legt var, hélt það alltaf haus. Leikmenn náðu að vera rólegir og setja upp, og þá geta hlutirnir gengið,“ sagði Einar Bollason. Frá Gylfu Þorkelssyni fréttamanni NT á Norðurlandamótinu í körfuknattleik í Finnlandi: ■ Eftir stífa dagskrá á Norður- landamótinu hér í Finnlandi, þar sem íslenska landsliðið í körfuknattleik hefur leikið fjóra landsleiki á jafnmörgum dögum. er ekki afslöppun fram- ■ ívar Webster, tók flest frá- köst allra í NM. undan. Viku eftir síðasta leik- inn hér í Finnlandi mun liðið hafa leikið fjóra landsleiki í viðbót. Liðið átti að fara heim til íslands á mánudag (í gær), æfa á þriðjudag og miðvikudag, og leika síðan landsleiki gegn Lúx- emborg á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Norðmenn geta nagað sig í handabökin eftir NM: Svíar Norðurlandameistarar Frá Gylfa Þorkclssyni fréttamanni NT á Norðurlandamótinu í körfuknattleik í Finn- landi ■ Norðmenn geta nagað sig í handabökin eftir Norðurlanda- mótið í körfuknattleik hér í Finnlandi. Þeir áttu einn leik mjög slakan, töpuðu þá fyrir Svíum með 19 stigum. Þeir lögðu svo Finna örugglega að velli á laugardag, og erkivóvinir þeirra, Svíar töpuðu með aðeins tveimur stigum fyrir Finnum. Þeir urðu þar með Norður- landameistarar, með hagstæð- ast stigahlutfall úr innbyrðis- leikjum þriggja efstu liðanna. Þökk sé 19 stigunum sem þeir höfðu fram yfir Norðmenn. Finnar lögðu Svía að velli í miklum spennuleik á drama- tískan hátt hér á sunnudag, 76-74. Sigurkarfan var skoruð á lokasekúndum leiksins. Leikur- inn var mjög jafn frá upphafi. Með þessum sigri stungu Finnar sér upp í annað sætið, og Norðmenn, sem af mörgum voru taldir með besta liðið á mótinu, duttu niður í þriðja sæti. Eins og sagt hefur verið frá í NT, sigruðu Svíar Norðmenn 95-75 á fimmtudag. Þeir lentu svo í basli með bæði íslendinga, sem þeir sigruðu 74-69, og Dani sem þeir unnu á laugardag 88- 81. Norðmenn lögðu Finna að velli 85-76 á laugardag, en síðan sigruðu Finnar Svía 76-74. Úrslit urdu þessi ó laugardag og sunnudag: Svíþjód-Danmörk............... 88-81 Finnland-Noregur............... 76-85 Ísland-Danmörk................. 84-68 Finnland-Svíþjód............... 76-74 Lokastaðan varð þessi: Svíþjóð............. 4 3 1 330-301 7 Finnland............ 4 3 1 340-293 7 Noregur............. 4 3 1 353-313 7 ísland ............. 4 1 3 279-293 5 Danmörk............. 4 0 4 300-372 4 Eins og sjá má fengu Finnar, gestgjaf- arnir, besta stigahlutfall þriggja efstu liðanna. En það dugði ekki til, reglurnar eru á þann veg að það lið sem hefur besta stigahlutfall þeirra liða sem eru efst og jöfn að stigum úr innbyrðis leikjum þeirra skuli sigra. Engin afslöppun - framundan hjá körfuknattleikslandsliðinu

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.