NT - 30.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 30.04.1985, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 30. apríl 1985 6 ■ Framfarir á sviði gervifrjóvgunar hafa orðið mjög örar undanfarinn áratug og í dag stöndum við frammi fyrir nýjum og óvæntum möguleikum á því sviði. Möguleikum sem bæði kalla á siðfræðilega og lagalega umræðu. Það er til dæmis alveg innan marka læknisfræðinnar í dag að skapa venjulegt heilbrigt barn sem að standa hvorki meira né minna en fímm einstaklingar, og eru þá læknarnir ekki taldir með. Eitt foreldrið er konan sem gengur með barnið, v tveir aðrir einstaklingar eru hinir erfðafræðilegu foreldrar þess, leggja til sæðið og eggið, sem læknar frjóvga og koma síðan fyrir í legi móðurinnar, og að lokum má svo teija hina raunverulegu foreldra barnsins, þá sem það ala upp. Fólk sem getur ekki eignast barn með venjulegum hætti, skipulagði allan þennan feril, tekur barnið til sín og kallar sitt. Þetta hugsanlega barn, sem e.t.v. er þegar til, í skjóli leyndar, væri afrakstur þeirrar byltingar í sköpun mannlegs lífs, sem nú er í burðarliðn- um. Með hraða sem skelfir marga en vekur aðdáun ann- arra eru læknar og rannsóknar- menn víðsvegar um jarðar- kringluna að ná valdi á þessu viðfangsefni sem brýtur öll venjuleg lögmál og gengur á skjön við allt hefðbundið sið- ferði. Nú eru sjö ár síðan fyrsta tilraunaglasabarnið leit dags- ins Ijós á breskum spítala. Viðbrögð manna voru misjöfn og sumir þóttust kenna að tími Stóra Bróður væri að ganga í garð. Og ef við berum þetta saman við það sem hægt er að framkvæma í dag, bæði egg og sæði utanaðkomandi, frosin fóstur og jafnvel hægt að stjórna erfðum er litla stúlkan sem fæddist fyrir sjö árum mjög saklaust fyrirbrigði. Yfir eitt þúsund tilrauna-glasabörn eru á lífi núna og að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu þúsund börn um allan heim eiga tilveru sína gervifrjóvgun að þakka, þar sem sæði er fengið úr öðrum karlmanni en félagslegum föður. Þetta er orðið daglegt brauð ef svo má segja og eftir því sem fnögu- leikum fjölgar hafa lögfræði- legar, siðfræðilegar og læknis- fræðilegar spurningar hrannast upp, spurningar sem engum datt í hug fyrir áratug síðan hvað þá meir. Skynsamlegt í heimi sem þegar er yf irfullur af fólki? Hver er grundvöllur lífsins og hvar byrjar það er aldagöm- ul spurning sem mótar alla umræðu um getnaðarvarnir og fóstureyðingar, en eðli málsins samkvæmt rekur hver spurning aðra þegar um er að ræða framleiðslu á mannverum og vísindin eru mjög að opna þar Gervifrjóvgun - vekur upp læknis fræðilegar, lagalegar, siðfræði- legar og trúarlegar spurningar allar gáttir möguleika. Og spurningar vakna. Er barn sem frjóvgað er í glasi eitthvað öðruvísi en barn sem er búið til í hjónasæng. Á að leyfa að ein kona gangi með fyrir aðra? Hvað gerist ef barnið fæðist vanheilt andlega eða líkam- lega? Hefur sæðisgjafi ein- hverjar skyldur eða réttindi gagnvart hugsanlegu afkvæmi? Eiga öll hjón- kynhverfir menn eða einstaklingar að hafa rétt til þess að framleiða börn með öllum ráðum? Er einhver skynsamleg ástæða til þess að eyða milljónum í að skapa börn í heimi sem er þegar yfirfullur af fólki? Ættu ríkis- stjórnir að koma skipan á hina nýju tækni og ef svo er, hvernig? Ætti að setja takmörk á stöðugt umfangsmeiri til- raunir á þessu sviði? Hvað sem líður svörum við þessum flóknu spurningum er það víst að tæknifrjóvgun á eftir að fara vaxandi. Rómversk kaþólska kirkjan er andsnúin. Hún hefur ekki bætt mann- fjölgunarkenningu án kynlífs við hina gömlu reglu sína að vera á móti kynlífi ef tilgangur- inn er ekki mannfjölgun. Engu að síður er krafan um þessa Á Atvinnuleysi - hrikalegt mannlegt vandamál ■ Þeir íslendingar sem eru fæddir eftir kreppu eru svo gæfusamir að þekkja aðeins vofu atvinnuleysisins af afspurn. Að vísu eru frá þessu undantekningar staðbundnar og tímabundnar einkum um landsbyggðina og um land allt á síðustu árum viðreisnar, en óhætt er að segja að við höfum verið lausir við varanlegt at- vinnuleysi. Það er mjög dýr- mætt einkum í ljósi þess að allt í kringum okkur, víðast hvar í hinni gömlu Evrópu, er at- vinnuleysi orðið varanlegt ástand. Helstu stórveldi þess- arar hnignandi álfu standa nú frammi fyrir því að atvinnu- leysi er orðið óaðskiljanlegur þáttur hagkerfisins og þeir sem atvinnulausir eru árum saman eru orðnir að sérstökum þjóð- félagshóp. Þannig lesum við í nýjustu Evrópuútgáfu af Newsweek að störfum hafi ekkert fjölgað í Evrópu síðan 1975 og að í álfunni séu nú 18 milljónir atvinnulausar eða 12% af vinnuaflinu. Búist er við að tala þessi verði komin upp í 20 milljónir í lok næsta árs. At- vinnuleysi er þannig greinilega orðið varanlegt ástand og farið er að bera á nýjum lausnum eins og þeim að stytta vinnu- vikuna og að neyða fólk á eftirlaun miklu fyrr en nú tíðkast. Hrikalegt mannlegt vandamál Það er freistandi að skoða nokkrar frekari staðreyndir um þennan mikla vágest sem sest hefur að í þeirri Evrópu sem svo vonglöð horfði fram á veginn á 6. og 7. áratugnum. Það má ekki líta á atvinnu- leysi eingöngu sem efnahagslegt vandamál, það er fyrst og fremst hrikalegt mannlegt vandamál. Þeim atvinnulausa líður líkt og þeim útskúfaða. Hann fær ekki að vera fullgild- ur þátttakandi í samfélagi manna. Það er ekki þörf fyrir hann og því má líkja atvinnu- leysi við hina þyngstu refsingu sem beitt er í ýmsum frum- stæðum samfélögum. Þriðjungur af atvinnulausum í Bretlandi er undir 25 ára aldri og margir hafa aldrei fengið vinnu. I Frakklandi lifir hálf milljón, og fjölskyldur þeirra á fjórum dollurum á dag. Súpu- eldhús hafa opnað aftur í fyrsta sinn síðan á 6. áratugnum og áætlað er að heimilislausir séu um 22. þúsundir. Eftirlaunaaldur fer lækkandi Eitt það alvarlegasta í þessu dæmi er það að þrátt fyrir betri heilsu og meira þrek fólks upp eftir öllum aldri, þá fer eftir- launaaldur stöðugt lækkandi. Ráðstafanir ríkisstjórnar hafa beinst að því að bjarga málum ungra atvinnuleysingja og sá sem verður atvinnulaus á sex- tugsaldri getur ekki búist við að fá vinnu upp frá því. í Hollandi t.d. er hver sá sem náð hefur fimmtíu og átta og hálfs árs aldri strikaður út af listum yfir atvinnulausa og settur á eftirlaun. Við höfum ekki enn þurft að horfa upp á þessi ósköp, en við skyldum hafa það í huga að „hóflegt" atvinnuleysi er talinn nauðsynlegur fylgifiskur hins frjálsa markaðssamfélags sem frjálshyggjan stefnir að, enda segja postular hennar að á íslandi sé dulið atvinnuleysi þ.e. að svo og svo margir séu við störf sem ekki séu þjóð- hagslega hagkvæm. Það þýðir að sjálfsögðu að í hámarks- afraksturssamfélaginu yrðu slík störf lögð niður og þeir sem hafa gegnt þeim sæu opn- ast framtíð sem fælist í því að sækja atvinnuleysisbætur viku- eða mánaðarlega. Það illgresi sem að lokum fellir Við höfum á undanförnum misserum horft upp á versn- andi lífskjör, erfiðleika í at- vinnulífi o.s.frv. Við ættum að vera vel á verði við að hafna öllum lausnum sem byggja á því að einhverjir meðal okkar verði atvinnulausir, því að það er eitt hið versta böl sem gengið getur yfir mannlegt samfélag. Þjóðfélagið á að gæta hagsmuna allra í þessu tilliti, má ekki hugsa út frá meðaltalstölum. í atvinnuleysi leynist það illgresi sem að lok- um fellir hvert samfélag sið- aðra manna. Sænskir biskupar um kynhverfa Sjónvarpið flutti okkur í fyrrakvöld fréttir af því að flestir biskupa sænsku kirkj- unnar teldu hátterni kyn- hverfra manna ekki samræm- ast því sem kristnum mönnum væri leyfilegt. Að vísu hafði Stokkhólmsbiskup haldið hinu gagnstæða fram og talið að umbyrðarlyndi og kærleikur væri aðall kristninnar og allir væru þar jafn verðugir án tillits til þeirra kynlífslangana sem náttúran hefði úthlutað þeim. En um hvað snýst málið? Mál- ið snýst um það að í lögbók ísraelsþjóðarinnar, og það er einkum þriðja Mósebók, er útlistað í ítarlegu máli hvað má og hvað ekki í hinu forna samfélagi ísraela. Lögin eru mjög misgömul, flest af þeim þó væntanlega skráð fljótlega eftir 1000f. Krist. Þarnakennir svo sannarlega ýmissa grasa, morðingja skal grýta, frum- burðum skal fórna, blóðs skal ei neyta, konur sem alið hafa barn skulu settar í einangrun mikla og færa presti sínum sauðkind að henni lokinni, ákvæði eru um brennifórnir, matfórnir, heillafórnir, synda- fórnir. Ströng refsiákvæði eru og við hverskonar kynlífi utan og jafnvel innan hjónabands og þannig mætti æra óstöðugan með því að tíunda öll þau lög sem til urðu á árþúsunda veg- ferð ísraelsþjóðar og Biblían geymir. Tvennskonar lög Niðurstaða guðfræðinga hefur í gegnum aldirnar fyrst og fremst verið sú að lögum þessum mætti skipt í tvennt. Annars vegar þau lög sem væru fyrst og fremst miðuð við ísraelsþjóðina á tilteknum tíma og stund. Hins vegar lög

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.