NT - 30.04.1985, Blaðsíða 25

NT - 30.04.1985, Blaðsíða 25
í 5000 m karla og 3000 m kvenna ■ Besti tími í heiminum á árinu náðist unt helgina í bæði 5000 mctra hlaupi karla og 300 metra klaupi kverina. Mexíkan- inn Mauricio Gonzales hijóp 5000 metra á 13:22,37 ntín, sem er einnig mexíkanskt met, á San Antonio háskólaleikunum í frjálsíþróttum í Bandaríkjun- um. Bandaríska stúlkan Ruth Wysocki Itljóp 3000 metra á sömu leikum á 8:59,75 mín. Marcus O'Sullivan frá írlandi hljóp 5000 metrana á 13:33,0 mínútum í síðustu viku. Það var þá besti tími ársins í heiminum. Það var á móti í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Þar hljóp Bandaríkjamaðurinn Keith Brantlcy á 28:14,0 mínútum í 10 krn hlaupi, sem er besti árangur ársins. ■ Tahamata skoraði. Staða efstu liða: Ajax ........... 28 21 5 2 77-31 47 PSV ............ 29 16 12 1 78-28 44 Feyenoord....... 27 18 5 4 73-37 41 Groningen ...... 28 14 7 7 48-33 35 Sparta ......... 28 13 6 9 47-49 32 Searing í úrslit I rá Reyni Þór Finnboj;asyni frctta- manni M í Holiandi: ■ Seraing sigraði CS Brugge í síðari leik lið- anna í undanúrslitum bclgísku bikarkeppninn- ar í knattspyrnu unt helg- ina 1-0 á heimavelli. Þar með er CS Brugge komið í úrslit. vann samanlagt 3-2. CS Brugge mætir Be- veren í úrslitum, leikið verður 7. júní. CS Brugge hefur kont- ið á óvart í vetur. Margir spáðu liðinu falli í haust. Liðinu hefur gengið vei í síðari liluta meistara- mótsins, og er komið í úrslit bikarkeppninnar. Sérstaklega hefur Ástral- íuntaðurinn Krnecvic komið á óvart og átt góða leiki. Kabongo skoraði fyrir Seraing. CS Brugge sótti stíft í lokin og úrslit- in því örugg. Belgía-Pólland Frá Rcyni l»ór Finnbo}>asyni frclla- manni M í Hollandi: ■ Belgíska landsliðið leikur gegn Póllandi á miövikudag, 1. maí. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Belga, þeir þurfa að vinna til að vera öruggir nteð sæti í úrslita- keppni HM í Mexikó. Thijs landsliðsþjálfari Belga segir að ekkert annað en sigur komi til greina. Mest kemur á óvart, að markahæsti leikmaður bclgísku 1. deildarinnar, Alex Cherniatynski, er ekki í náðinni hjá Thijs. Munaron, markvörður Anderlecht, stendur í markinu, en Jean Marie Pfaff leikur ekki vegna nteiðsla. Þetta er sjöundi landsleikur Munaron. Stenmark á fullri ferð. Við fáum sennilcga að fylgjast með honuni eitthvað áfram. Holland: Ajax enn efst Ekkert óvænt í deildinni Frá Rcyni Þór Finnbogasyni frcttainanni M í Hollandi: ■ 29. untferð hollensku 1. deildarinnar í knattspyrnu var leikin um helgina og í síðustu viku. Vegna leiks hollenska landsliðsins gegn Austurríki léku þau lið sem eiga landsliðs- menn í vikunni, en önnur léku unt helgina. Efstu þrjú liðin áttu slaka leiki. Utrecht-Ajax ............ 0-1 Ajax átti einn góðan mann í leiknum, Rijkaard. Hann skor- aði fyrir Ajax í síðari háltleik. Utrecht átti öll bestu færin, en tókst ekki að skora. PSV-Twente...............2-2 PSV átti slakan leik. Þeir tóku forskotið með marki Thor- Góðir tímar esen, 1-0, og Hysen bætti öðru við áður en hálftími var liðinn. Twente sætti sig' ekki við þetta, og Carbo skoraði tvisvar, eitt í hvorunt hálfleik. PSV er að mestu úr leik varðandi meistara- titilinn. Feyenoord-Excelsior ..........2-1 Feyenoord rétt marði sigur fyrir tóma heppni. Excelsior var betra liðið og átti fjölda góðra tækifæra. í hálfleik var staðan 2-0, eftir mörk Bein og Taha- mata. Van Goozen minnkaöi muninn í síðari hálfleik úr víti. Volendam, lið Leo Been- hakker, þjálfara hollenska landsliðsins, er í fallbaráttu. Liðið er í fjórða neðsta sæti, einu stigi ofar Excelsior. Önnur úrlsit: Haarlem-Zwolle .............. 4-2 Roda-Sparta ................. 5-3 Den Bosch-NAC................ 4-1 MVV-Go Ahead ............... 0-0 Sittard-Twente............... 2-0 Parahlaup í New York: „Eg er heppnasti maður í New York“ Speedy til vandræða Frá Hcimi Bcrgssyni frctlamanni NT í Englandi: ■ David Speedy framherji Chelsea er oft illur og ómögu- legur í skapi á leikvelli. Honum tókst í fyrradag að fá sitt fjórða leikbann, að þessu sinni tveggja leikja bann, á þessu tímabili. Þar að auki fékk hann 200 punda sekt fyrir að ná 41 refsi- stigi. Speedy hefur því misst af 8 leikjum vegna agabrota og er hann líklega með hærri ntönn- um í þeirri keppni. ■ David Speedy er erfiöur. Lloyd og McEnroe ■ Chris Evert-Lloyd tapaði fyrir Zinu Garrison í úrslitaleik á miklu tennismóti í Florida, Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þessi sigur Garrison kom nokkuð á óvart. Önnur stjarna í tennisnum tapaði líka um helgina. John Mc Enroe tapaði fyrir Ivan Lendl á sýningarmóti í Tókýó f Japan. ■ „Ég er heppnasti maðurinn í New York um þessar mundir," sagöi Bandaríkjamaðurinn Cra- ig Virgin, þegar honum var tilkynnt að hann ætti að hlaupa nteð Grétu Waitz frá Noregi í 10 mílna parahlaupi í New York unt helgina. Það reyndist rétt hjá Virgin, því hann og Waitz báru sigur úr býtum. Þetta parahlaup cr hið sjö- unda í röðinni. og hcfur verið haldið árlega í New York frá upphafi. Virgin og Waitz fengu samanlagðan tíma 1:40.52 klst. Virgin, sem varð fyrsti Banda- ríkjamaðurinn sent náði að vinna sigur í heimsmeistara- keppni í víðavangshlaupi á sín- um tírna, lenti í liði meö Waitz, eftir að írinn Eantonn Goghlan, heimsmethafi f míluhlaupi innanhúss, tognaði á ökkla dag- inn fyrir hlaupiö og gat því ekki tckið þátt í parahlaupi f fyrsta sinn. Virgin hljóp á næst bestum tíma allra karlmanna í hlaupinu 47,18 mín, en Bretinn David Murphy náði bestum tíma, 47,03 mín. Waitz náði lengbestum tíma kvenfólksins, og það meira en vann upp muninn á milli Virgin og Murphy. Murphy og Regina Joyce frá Irlandi urðu í öðru sæti á 1:42,50 mín. Waitz, sem sex sinnum hefur sigrað í New York maraþon- hhiupinu, var aöcins einni sck- úndu frá heimsmeti kvenna í 10 mílna götuhlaupi, scnt gullvcrö- launahafinn í maraþonhlaupi í Los Angeles í fyrra. Joan Bc- noit frá Bandaríkjununt, setti árið 1982. Minnibolti ■ Reykjavíkurmótið i minni- bolta verður haldið í Hagaskóla dagana 1. mai og 4. maí. Sex lið taka þátt í mótinu, tvö frá KR, ÍR og Val. öll liðin leika gegn öllum og verða því 15 leikir á dagskrá. Fróttatilkynning frá KKRR Þriðjudagur 30. apríl 1985 25 Ingemar Stenmark: Hann ætlar að halda áfram eftir því sem efnahagsfulltrúi hans segir ■ Sænski skíðakóngurinn Ingemar Stemnark heldur áfr- ani keppni á skíðum, að því er Keutersfréttastol'an hefur el'tir sænsku fréttastofunni TETE. TETE hefur eftir Bjcirn Wagnsson, efnahagsráðgjafa Stenmarks, að ástæðan fyrir þessu sé sú að reglum heimsbik- arkeppninnar í Alpagreinum skíöaíþrótta verði ekki breytt. Aðalráðgjafi heimsbikar- nefndarinnar á síðasta keppnis- tíniabili. Serge Lang, lagði til fyrr á árinu að þeir 30 fyrstu í fyrri ferð á heimshikarmóti skyldu fara í öfugri þeirri röð í seinni ferð. Þessu var kröftug- lega mótmælt af skíðamönnum. og var því ekki framkvæmt. Björn Wagnsson sagði einnig í samtali við TETE. aö Sten- ntark íhugaði nú að keppa ein- ungis í svigi, þar senvstórsvigið höfðaði ekki nægilega til hans lengur. Síðasta keppnistímabil var hiö fyrsta frá því að Ingemar Stenmark hóf kcppni, að hann vami ekki sigur í neinni keppni. Hann á metið í aö vinna flest heimsbikarmót á einu ári. 13. og hann hefur unnið flest heims- bikarmót allra, 79 alls. ÓL í London 1992? ■ Alan Traill, borgar- stjóri Lundúna, lagði frani í fyrradag beiðni til bresku ólympíunefndarinuar þess cfnis að hún færi þess á leit við Alþjóða Ólympíu- nefndina að ÓL áriö 1992 yrðu haldnir í London. Alþjóða Ólympíu- nefndin verður aö ákveða hvaða borg fær að halda leikana árið 1992 fyrir okt- óbcrlok 1986. Frá FIFA. Viðvörun vegna mikilla óláta ■ FIFA, Alþjóöaknatt- spyrnusambándiö. hótaöi fimm þjóðurn heimaleikjabanni í leikjum í undankeppni HM keppninnar í knattaspyrnu á fundi sínum í Zúrieh í Sviss um helgina. Að auki sektaði FIFA fjögur landanna, um lcið og þ;iö var gefið út að frckari hrot mundu þýða heimaleikjabann tafarlaust. Skipulagsnefnd FIEA. undii forsæti V-þjóðvérjans Her- mann Neuberger, gaf út viövar- anir til knattspyrnusambanda fimm landa, Spánar, Chile, Ur- ugay, Saudi-Arabíu og Quatar. Spánska sambandið fékk við- vörun vegna óláta og þess að kastað var inn á l.ci.kvanginn í leiknunt við Skota 27. febrúar. Chilc fékk santskonar viðvörun, og 6 þúsund dollara sekt (246 þús. ísl. kr.) vcgna þess að santkonar skeyti Itæfðu dómar- ann og trufluöu leik gegn Urug- uay 24. ntars. Uruguay fékk 4 þúsund döllara sekt (164 þús. ísl. kr.) og viðvörun t'yrir svipuö atvik í síöari leik þjóðanna 7. apríl í Montevideo. Saudi Ar- abía fékk 4 þúsund dollara sekt og aðvörun fyrir ólæti áltorf- cnda, og árás þcirra á dómarann í leik gegn Sameinuðn Araba- ríkjunum 12. apríl í Riydiah. Og Quatar fckk 4 þúsund doll- ara sckt fyrirólæti áhorfcnda og vegna þess að skeyti hitti leik- mann og truflaði leik í lengri tíma í leik gegn Jórdaníu í Doha 12. apríl. ■ Jean Marie Pfaff, markvörður Bayern Miinchen og belgíska landsliðsins gekkst undir uppskurð í gær. Pfall' verður frá keppni í minnst sex vikur og missir því al' kapphlaupi liðsins gegn Bremen um v-þýska meistaratitilinn. Bólivía: AÍIt í háaloft ■ Allt fór í háa loft í Bólívíu þegar tilkynnt var að landsleikir í undankeppni HM, gegn Brasi- líu og Paraguay, yrðu leiknir í Santa Cruz en ekki í höfuðborg- inni La Paz. Sex lið frá höfuðborgarsvæð- inu sem er hærra yfir sjávarmáli en Santa Cruz hóta að draga leikmenn sína útúr landsliðs- hópnum verði þessu ekki breytt. Þeir vilja notfæra sér aðstæð- urnar og leika í þunna loftinu. Þcir í Santa Cruz segja hins- vegar að 16 leikmenn í lands- liðshópnum séu frá Santa Cruz og því sé eðlilegt að leikirnir fari fram þar. Þetta ntál hefur þegar leitt til þess að tveir varaforsetar bólivíska knatt- spyrnusambandsins hafa sagt af sér.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.