NT - 03.05.1985, Side 1

NT - 03.05.1985, Side 1
4 Stungumaðurinn: Gæslu- varð- haldið framlengt ■ Sakadómur hefur framlengt til 1. júní gæslu- varðhaldsvist yfir unga manninum, sem stakk pilt í magann með hnífi fyrir utan skemmtistaðinn Traffic fyrir skömmu. Helgin framundan bls. 13-16 Dagblaðið hf.:____________ Þarf að borga umboðs- manni sínum skaðabætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar þegar DV varð til ■ Þó þrjú og hálft áru séu liðin síðan Dagblaðið og Vísir sam- einuðust, er eftirmálum ekki lokið, og nú í vikunni féll dómur í Hæstarétti þar sem Dagblað- inu hf. var gert að greiða um- boðsmanni sínum á Selfossi j skaðabætur, en honum var sagt uppfyrirvaralaust, þegarblöðin tvö sameinuðust, eins og raunar mun hafa gerst víðast sem blöð- in höfðu sitt hvorn umboðs- manninn. Umboðsmaðurinn vann mál- ið í undirrétti en Dagblaðið hf. áfrýjaði til Hæstaréttar og krafðist sýknu af kröfum eða að kröfurnar yrðu lækkaðar veru- lega. Umboðsmaðurinnkrafðist þess að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur með þeirri breyt- ingu að bætur yrðu hækkaðar. í dómi Hæstaréttar segir að við sameiningu Dagblaðsins og Vísis hafi umboðsmanninum vcrið fyrirvaralaust sagt upp umboðsstarfinu og við þá upp- sögn hefði hann, sem ráðinn var ótímabundið til umboðs- mennskustarfsins, orðið fyrir tjóni sem sé skaðabótaskylt. Við ákvörðun bótanna var miðað við hvað umboðsmaður- inn hefði samkvæmt fyrri reynslu borið úr býtum næstu þrjá heilu mánuðina eftir uppsögn, og nema þær að rnati Hæstaréttar 30.000 krónum auk vaxta. Dagblaðinu hf. vareinnig gert að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti kr. 21.000. ■ Eðlilegt að Steingrímur brosi breitt þar sem hann er að sigra stórknattspyrnu- kempuna Albert 1-0 í fyrsta leik Islandsmeistaramótsins í tölvuknattspyrnu sem fram mun fara á Borgarnesdögum ’85 í Laugardalshöllinni nú um hclgina. Meðal fjölda brosandi áhorfenda er fylgd- ust spenntir með viðureign ráðherranna sjáum við hér forseta okkar, Vigdísi Finn- bogadóttur. NT-mynd Ari Eftir samráðsf undi formanna stjórnarf lokkanna: Útvarpslögin til umræðu eftir helgi Smygl á Neskaupstað: Kjúklingar og bjór- kassar ■ Níu af tólf manna áhöfn togarans Beitis frá Neskaupstað hafa viður- kennt að eiga smyglvarn- ing, sem tollverðir frá Reykjavík fundu þar um borð síðastliðinn mánu- dag, þegar skipið kom til heimahafnar úr söluferð til Grimsby. Tollverðirnir fundu 35 kassa af bjór, 55 kg af skinku, 140 kg af kjúk- lingakjöti, 50 kg afnauta- kjöti og 8 myndbandsspól- Myrti kýr með vír í fóðrinu Strasbourg-Reuter ■ Franskur bóndi var í gær dæmdur til hálfs árs fangelsis fyrir að drepa hundrað kýr með því að blanda stuttum vírspott- um saman við fóður þeirra þannig að innyfli þeirra sprungu. Bændur í nágrenni við frönsku borgina Strasbourg ótt- uðust að Kúaveikifaraldur hefði brotist út 1983 þegar kýr þeirra létust skyndilega hver á fætur annarri. Eftir að orsök kúa- dauðans kom í Ijós gripu bænd- ur til þess ráðs að gefa kúnum segulstál með fóðrinu til að reyna að safna vírspottunum saman í innyflum þeirra og koma þeim í gegnum melting- arveginn. 52 ára gamall bóndi, Eugene Schönfelder, var handtekinn eftir að menn tóku eftir því að gripir hans voru þeir einu sem sluppu við banvænan vírinn. Hrekur Reagan Nicaragua til Sovétblokkarinnar? -samkomulagum au9lýsingar segir Þorsteinn; ekkert samkomu/ag segir Steingrímur - sjá erlendar fréttir bls. 29 ■ Útvarpslagafrumvarpið verður tekið til þriðju umræðu og atkvæðagreiðslu í neðri deild Alþingis strax eftir helgina, en það hefur að undanförnu verið til umfjöllunar á samráðsfund- um formanna stjórnarflokk- anna, Steingríms Hermanns- sonar og Þorsteins Pálssonar, nú síðast í gær, án þess að neitt nýtt hafl komið út úr þeim viðræðum. Upplýstu þeir í sam- tali við NT í gær að málið kæmi fyrir Alþingi eftir helgi. Steingrímur Hermannsson neitaði því að hafa gert sérstakt samkomulag við Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráð- herra um að þingmenn flokk- anna stæðu frjálsir í afstöðu sinni hvað varðaði auglýsinga- þáttinn og sagði að það væri mikil áhersla lögð á það hjá framsóknarmönnum að greinin um auglýsingar stæði eins og um var samið í upphafi, þ.e. að auglýsingar verði því aðeins frjálsar að útvarps- og sjón- varpsstöðvar geti ekki innheimt afnotagjöld, eins og lagt er til í frumvarpinu og samningar voru um milli flokkanna. Sagði Steingrímur að það væri einhver misskilningur að samkomulag hefði orðið um þetta atriði milli hans og Ragnhildar og það hefði aldrei verið rætt um það hjá framsóknarmönnum að láta það afskiptalaust ef auglýsingar yrðu leyfðar algerlega frjálsar. ■ Sagði hann enn fremur að ef breytingartillaga Friðriks Sophussonar um frjálsar auglýs- ingar yrði lögð fram og næði fram að ganga þá myndi það breyta afstöðu margra fram- sóknarmanna til frumvarpsins. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist eiga von á því að frumvarpið kæmi til afgreiðslu eftir helgi og þá yrði látið reyna á samkomulag Ragnhildar og Steingríms um auglýsingaþáttinn. Kvaðst hann eiga von á því að málið færi í gegn á þessu vori og hann tryði því ekki að Framsóknarflokkur- inn eða aðrir flokkar létu það um sig spyrjast að þeir hindruðu framgang málsins. Sagði Þor- steinn enn fremur að það væri í þessu frumvarpi atriði sem væru þeim sjálfstæðismönnum óskap- felld, Menningarsjóðurinn þar á meðal, sem þeir hefðu haft á annan veg ef þeir hefðu ráðið gerð þess einir, en hins vegar teldu þeir svo brýnt að útvarps- lagafrumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi að þeir væru tilbúnir að standa að samkomu- lagi um málið. Skákmótið í Borgamesi: Hansen og Jansa berjast um efsta sætið ■ Úrslit fengust aðeins úr tveimur skákum í fyrstu setu í 9. umferð alþjóðlega skákmótsins í Borgarnesi sem tefld var í gær. Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Magnús Sólmundarson og Karl Þorsteins gerði jafntefli við Jansa. Karl þarf því aðeins Vi vinning til við- bótar til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Skákir Margeirs og Sævars, Hansen og Lein, Mokry og Hauks og Lombardys og Dan fóru allar í bið. Úrslit lágu ekki fyrir um miðnætti í gær. Að óloknum biðskákum er Jansa einn efstur með 6V5 vinning en á hæla hon- um kemur Kurt Hansen með 6 vinninga og hag- stæðari biðskák gegn Lein. Karl Þorsteins og Guðmundur Sigurjónsson voru báðir með 5V5 vinning. 10. umferð mótsins verður tefld í dag en mót- inu lýkur á morgun.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.