NT - 03.05.1985, Side 8

NT - 03.05.1985, Side 8
 Föstudagur 3. maí 1985 8 Leourblakan ■ Leðurblaka JóhannsStrauss er komin á fjalir i Reykjavík eina ferðina enn - nú í íslensku óperunni, en var áður flutt í Þjóðleikhúsinu veturna 1952-53 og 1973-74. Þetta er farsastykki, með mörgum vinsælum söngv- um og fjörlegri músík, skraut- legu fólki, margvíslegu ásta- bralli og mikilli kampavíns- og brennivínsdrykkju. Undir ör- uggri hljómsveitarstjórn Vínar- mannsins Gerhards Deckert gengur flest það hratt og örugg- lega fyrir sig sem undir tónlist heyrir, og hljómsveitin virtist mér yfirleitt spila ágætlega. Leikstjórinn Þórhildur Þorleifs- dóttir kemur hlutum sem fyrr furðu haganlega fyrir á hinu þrönga sviði, því Leðurblakan er æði mannmörg sýning á köflum, og talsverð hreyfing á fólkinu. Sömuleiðis eru leik- tjöld Unu Collins mjög hagan- leg, og skrautlegir búningar hennar. íslenska þýðingu gerði Jakob Jóhannesson Smári, en Þorsteinn Gylfason og Flosi Ólafsson sömdu einhverja við- auka. Undirritaður sá 2. sýningu Leðurblökunnar; þá söng Sig- urður Björnsson hlutverk von Eisensteins í 191. sinn, réttur maður á réttum stað, prýðilegur leikari og söngvari, hoppandi urn eins og geithafur í kvensemi sinni. Frú hans Rósalindu syng- ur Ólöf Harðardóttir, sömuleið- is prýðilega á alla lund. Adele skipta með sér Ásrún Davíðs- dóttir og Sigríður Gröndal - Ásrún veldur því alls ekki að syngja þetta hlutverk en leikur er ágætur. Guðmundur Jónsson og Halldór Vilhelmsson skipta með sér hlutverki Faikes - Guð- mundur hefur sungið Falke í öllum þremur uppfærslum þess- arar óperettu hér á landi og þrátt fyrir góðan söng og kank- víslegan leik gerist hann all ótrúverðugur elskhugi frú Eis- ■ John Speight og Ásrún Davíðsdóttir í hlutverkum sín- um í Leðurblökunni. enstein. Ekki minnkaefasemdir mínar um sönglist Júlíusar Víf- ils Ingvarssonar, en vel passar hann þó í hlutverk Alfredos tenórsöngvara. John Speight er bæði ljómandi söngvari og leik- ari - hann er Frank fangelsis- stjóri. Elísabet Waage og Hrönn Hafliðadóttir leika til skiptist hið undarlega hlutverk Orlofskí fursta; Elísabet lék og söng þetta hlutverk af talsverð- um myndugleik, en minnti í gervi sínu á karakter úr Bugsie Malone. Eggert Þorleifsson leikur Frosch fangavörð, Guð- mundur Ólafsson ágætlega lítið hlutverk Blind lögfræðings, og Sigríður Gröndal/Ásrún Davíðsdóttir dansmeyna ídu. Kór íslensku óperunnar er sem fyrr mjög góður og Sigurður Þórðarson reffilegur með sinn gerska hatt. Þegar grannt er skoðað hefur okkur ekki fleygt svo mjög fram síðan 1952, ef marka má þessa uppfærslu, því af hinum stærri hlutverkum voru aðeins þau Sig- urður Björnsson, Ólöf Kolbrún og John Speight nákvæmlega á réttum stað, vegna útlits, aldurs, leikkunnáttu og söng- getu. Eggert Þorleifsson mun vera talinn mjög upprennandi gamanleikari, en enginn - ekki einu sinni Charlie Chaplin - hefði getað klárað svo óumræði- lega langa brennivínssenu sem Eggert tekur sér þarna fyrir hendur. Með slíku tiltæki er aðeins stílað upp á allra yngstu kynslóðina og þá sem fátækir inega kallast í andanum. Því miður voru ofmargir hnökrar á þessari sýningu til að hún væri verulega skemmtileg, og leiðinlegt að þurfa að segja svoleiðis um jafnágætt fyrirtæki og íslenska óperan er. S. St. Hetjutenór sy ngur Schubert ■ Wagner-söngvarinn Walter Raffeiner hélt söngskemmtun í íslensku óperunni sunnudaginn 28. apríl, en hálfbróðir hans, Vasa Weber, sem verið hefur æfingastjóri hjá óperunni, lék með á píanó. Heldur voru tón- leikarnir illa sóttir, en þó mátti kenna þarna ýmsa söngvara, fáeina vini Wagners, og aðra söngunnendur. Efnisskráin kom nokkuð á óvart, því Raff- einer hafði verið kynntur í fjöl- miðlurn sem hetjutenór og Wagnersöngvari, en ætlaði nú að syngja 15 söngljóð eftir Schubert, tvær aríúr Sigmunds úrValkyrjunni, og aríu Max úr Freischútz. Á tónleikunum blandaðist tvennt saman: óhefðbundin og óhefluð framkoma söngvarans, og óvenjuleg túlkun á Schubert. Raffeiner lét eins og hann væri á æfingu, óforntlegur í klæða- burði og framkomu, snýtti sér iðulega í bréf-vasaklút meðan Vasa lék forspilið, gerði mikið úr því að leita að lögunum í vasa-partitúrpésum, sem hann var með hrúgu af, og las hvert cinasta lag upp úr bók. En hann flutti þessi söngljóð líka á mjög ferskan og óvenjulegan hátt: hér var enginn raulari með texta sem hann skildi ekki, heldur kraftmikill og ferskur söngvari, með túlkunarsvið frá alfa til ómega - og gersamlega óbund- inn af, og án þess að bera minnstu virðingu fyrir, þeim postulíns-Schubert sern honum finnst Fischer-Diskauog aðrir „borgaralegir" ljóðasöngvarar hafa búið til. Hvort þessi túlkun eða einhver önnur er „réttari" skal ósagt látið, en við vorum þarna mörg sern þótti þetta dæmalaust skemmtilegt. En þeir voru líka nokkrir sem gengu út, og sumir skelltu hurðurn, sögðust ekki vilja láta misþyrma Schubert. Málið er auðvitað það, að stórsöngvari eins og Raffeiner getur leyft sér sitthvað bæði í framkomu og túlkun. Og það er miklu dóna- legra að syngja Schubert án þess að geta það og hafa neitt listrænt til málanna að leggja, heldur en að snýta sér undir forspilinu og þykjast lesa text- ann úr bók. Því Raffeiner kann þessa texta sjálfsagt - hann gerir í því að hrekkja „borgar- ana“ og hælir sér af því að 300 liafi gengið út af konsert scm hann hélt nýlega í París - en 600 sátu eftir. Wagner-aríurnar söng hann af dæmalausum krafti, og von Weber iíka, og duldist þá eng- um sem heyra vildi að Raffeiner er stórsöngvari. Sig.St. Guðrún Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja að Þóroddssöðum í Ólafsfirði Þann 10. apríl, var til moldar borin, í Ólafsfirði, sæmdar kon- an Guðrún Sigurðardóttir. Hún var fædd í Flatey á Breiðafirði 17/9 1895, en ólst upp á Hval- látrum. Ung giftist Guðrún Þórði Jónssyni frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, og flutti hún þangað með elskhuga sínum, 1920. Þau hófu þar búskap, með mesta myndarbrag, enda voru þau samhent í öllu. Það kom líka að sjálfu sér, að upp til þeirra var litið, sem höfðingja sinnar sveitar, sem þau og líka voru. Ég var ekki gömul, þegar ég man fyrst eftir Guðrúnu, og varð hún mér þegar sú fyrir- nrynd, sem mig sjálfa langaði að vprða, myndarleg og dugleg sveitakona. Guðrún var stórbrotin, höfð- ingsleg, hlý og famúrskar- andi gestrisin, og mætti öllum með sama hlýleik og vinsemd, sem að hennar bæjardyrum komu. Þau lijón voru bæði elskuleg, og vöktu öryggi og traust allra þeirra, sem til þeirra Ieituðu. og í þeim erindagjörð- um bar margan að garði. Þóroddsstaðir eru í miðsveit sett, og við þjóðbraut og oft leitaði þangað þreyttur og svangur vegfarandi, á leið sinni um sveitina. Og það var gott að koma að Þóroddssöðum, og njóta gestrisni Guðrúnar hús- freyju, margur fór þaðan aftur hress og endurnærður. Árið 1953, eftirlétu þau börn- um sínum, og tengdabörnum jörðina, og fluttu til Reykjavík- ur. Það var mikils virði, að mega eiga vináttu þessara hjóna, og ég gat eiginlega aldrei sætt mig við það, að þau færu úr s'veitinni sinni. En örlögin höndla okkur oft eftir eigin geðþótta, og spyrja ekki um kostnað tilfinn- ingalega, ég veit, að taug sína áttu þau bæði í Ólafsfjörð. Guðrún og Þórður eignuðust 6 mannvænleg börn, eina dóttur og 5 syni, sem öll urðu nýtir og þekktir þjóðfélagsþegn- ar. Guðrún fékk að ljúka löngu og góðu æfistarfi, og að sjá börn sín í fleiri ættliði. Heimilið var hennar starfs- akur, og rneð sama rnyndar- brag, stóð hún þar til hinnar hinstu stundar. Hún andaðist að heimili sínu, Ljósheimum 6 Reykjavík, 28. mars síðastlið- inn. Guðrúnu verður ekki reistur stærri bautasteinn, en hún gerði sjálf, með lífi sínu. Hún leitaðist ávallt við að hlúa að því, sem hún áleit einhvers virði, í fari annarra. Og það fundu allir, sem henni kynntust, hvers virði það var, að eiga hana að vini. Minningin um þessa mætu sæmdarkonu mun lifa í hugum allra þeirra, sem henni kynntust á lífsleiðinni. Oft var komið á þinn fund, og öðlast þrek að nýju. Pú áttir hreina höfðingslund, hjartagæsku og hlýju. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég kveðja Guðrúnu, og ég veit, að ég tek undir með ástvinum hennar, vinum og vandamönnum, þegar ég segi: „Þakka þér Drottinn, fyrir minninguna um hana" ísól Karlsdóttir Ólafsfirði

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.