NT - 03.05.1985, Side 12

NT - 03.05.1985, Side 12
Föstudagur 3. maí 1985 12 Aumingja Anna prinsessa ■ Aumingja Anna Breta- prinsessa fær yfirleitt heldur óblíða meðhöndlun í fjölmiðl- um. Þar er sífellt klifað á því, sem miður þykir fara í fari hennar, en vinir hennar segja hana hina Ijúfustu manneskju sem sinni skyldum sínum óað- finnanlega og af miklum áhuga. Þar á meðal eigi mann- úðarmál margs konar athygli hennar óskipta. En á góð störf prinsessunnar sé aldrei minnst opinberlega. Meðal annarrarógæfu prins- essunnar sem fjölmiðlar velta sér upp úr er hjónabandsgæfu- leysi hennar, að þeirra sögn. Alltaf öðru hverju gjósa upp raddir sem fullyrða að nú sé úti um hjónaband Önnu og Marks Phillips, það sé eiginlega bara fyrir orð Elísabetar drottning- ar að þau hangi enn saman, en drottning er búin að fá nóg af hneykslum í fjölskyldunni. Til sönnunar því að eitthvað sé ekki í lagi í hjónabandinu er það nefnt að iðulega fari Anna einsömul í opinberar ferðir. að fá fyrir ósmekkiegan klæða- burð og þá gjama borin saman við mágkonuna, Diönu. En Anna hefur margoft sýnt að hún get- ur líka borið glæsilegan fatnað vel. ■ Eins og kemur fyrir marga góða átti Art Malik erfitt með að lc hlutverki sem hann hafði lifað sig sv inn í, enda var margt líkt með hoi persónunni Hari Kumar, sem hann leika. Art Mali inn í hlu - að lokum gat ha ■ Þegar leikarinn Art Malik lék Indverjann Hari Kumar í sjón- varpsþáttunum „Dýrasta djásnið“ varð hann með það sama stór- stjarna í Englandi, þar sem hann bjó, og síðan frægur í hverju því landi sem Dýrasta djásnið var sýnt í. í fimm ár lifði hann sig svo inn í hlutverkið Hari Kumar, að hann ■ Aðalsögusugnirnar snúast um Önnu og Anthony Andrews. Mark stendur á milli þeirra og satt er það að hann er ekkert sérlega glaðlegur á svipinn. sem hún verður stöðu sinnar vegna að fara í. Mark er þá heima til að gæta bús og barn- anna Peterog Zara. Ensumum finnst þetta ekki fullnægjandi skýring og þá er leitað annað eftir einhverju meira krass- andi. Hvað eftir annað hcfur komið upp kvittur um að bæði séu þau hjónin farin að leita út fyrir hjónabandið eftir félags- skap. Hvað Önnu varðar er þá hvað oftast tilnefndur leikar- inn Anthony Andrews, þeirn sem lék hinn veiklundaða Se- bastian í bresku framhalds- myndaþáttunum Ættaróðalið (Brideshead Revisited), sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir u.þ.b. 2 árum. Þá vill gleymast að Anthony er þegar giftur en kona hans, Georgia, er mikil vinkona Önnu! Og áfram er haldið. Því er haldið fram að Mark sé mjög óánægður með framferði konu sinnar og hafi gefið henni ofaní- gjöf, en þá hafi hún svarað honum fullum hálsi og minnt hann á að til sé kona að nafni Linda Cooper og hann muni kannast eitthvað við! Það er sem sagt ekkert lát á sögusögnunum, enda geta meðlimir konungsfjölskyld- unnar í Bretlandi ekki svarað fyrir sig, það leyfir prótókoll- urinn ekki. ■ Anna prinsessa var ein á ferð í Þýskalandi fyrir skemmstu og er heldur umkomulaus þarna í rigningunni. Hvar er Mark, spyrja fjölmiðlarnir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.