NT - 03.05.1985, Blaðsíða 20

NT - 03.05.1985, Blaðsíða 20
tæ Föstudagur 3. maí 1985 28 ökukennsla Ökukennsla og æfingatímar Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi. Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör. Lærið þar sem reynslan er mest. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. tilkynningar Málflutningsskrifstofa Málflutningsskrifstofa Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns, sem verið hefur í Austur- stræti 17, er flutt í Borgartún 24, 3. hæð. Símanúmer er óbreytt 27611. Jafnframt hefur sú breyting orðið á eignar- og rekstraraðild skrifstof- unar, sem lýst er hér að neðan. Frá og meö 2. maí 1985 rekum við sameigin- lega málflutningsskrifstofu að Borgartúni 24, 3. hæð, og annast skrifstofan öll almenn lögfræði- störf. Málflutningsskrifstofa Ragnar Aðalsteinsson hrl. Lilja Ólafsdóttir lögfr. Sigurður Helgi Guðjónsson hdl. Viðar Már Matthíasson hdl. Borgartún 24 - Pósthólf 399 - 121 Reykjavík. Sími27611 IV1 Félagsstarf aldraðra Reykjavík Yfirlits og sölusýningar Eins og undanfarin ár verða yfirlits og sölusýningar á þeim handavinnumunum sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur. Sýningarnar verða nú að Norðurbrún 1 og Lönguhlíð 3 laugardaginn 11. maí, sunnu- daginn 12. maí og mánudaginn 13. maí frá kl. 13-18 alla dagana. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Ef þú ætlar að selja eða kaupa fasteign, þá auglýsir þú auðvitað í Fasteignamarkaði NT. Auglýsingasími fasteigna mt300 Kínverjar óttast of öran hagvöxt ■ Kínverskir leiðtogar hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum yfir því hvað hagvöxtur í Kína er ör um þessar mundir. Hag- vöxturinn hefur orðið allt að því þrefalt meiri en stjórnvöld stefndu að. Á seinasta ári stefndu Kín- verjar að því að auka iðnaðar- framleiðslu sína um 5% og landbúnaðarframleiðsluna um 4%. En þegar til kom jókst iðnaðarframleiðslan árið 1984 um hvorki meira né minna en 14,5% og landbúnaðarfram- leiðslan um 14% að verðmæti til á föstu verðlagi. Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang, sagði á fundi kínverska alþýðuþingsins fyrir skömmu að þótt það væru vissulega góðar fréttir hvað hagvöxturinn væri ör en á sumum sviðum væri hagvöxturinn samt í rauninni allt of hraður og óskipulegur sem aftur skapaði misræmi í hagkerfinu. Mikill orkuskortur væri á sumum stöðum þannig að ekki væri hægt að fullnýta fram- leiðslutæki og bæta þyrfti flutn- ingakerfi landsins. Mörg dæmi væru um óþarfa sóun sem yrði að leiðrétta. Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að stefna að um 8% aukningu iðnaðarframleiðsl- Franskir grafarræningjar: Sögðu líkin sýna skilning París-Reutcr ■ Franskir lögreglu- menn urðu meira en lítið undrandi þegar þeir komu í eftirlitsferð í kirkjugarð Pere I.achaise í París nótt eina fyrir skömmu. Til eyrna þeirra bárust dular- fuli högg og dægurlaga- tónlist úr einu fjölskyldu- grafhýsinu. Við nánari athugun fundu þeir tvo bræður inni í grafhýsinu þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í grafhvelfingu sem þar var undir. Piltar þessir höfðu með sér rafljós, áfengi og útvarpstæki til að lífga upp á andrúms- loftið. Bræðurnir Patrice og Alain Coppet viðurkenndu að hafa ætlað að losa hina látnu við skartgripi og gullfyllingar sem þeir ætl- uðu að selja. Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta skipti sern bræðurnir heimsóttu kirkjugarða í þessum til- gangi. Þegar mál þeirra kom fyrir rétt nú fyrir helgi viðurkenndu þeir að hafa samtals haft um 3000 franka (tæpl. 15 þús. ísl.kr.) upp úr krafsinu. Patrice bar fyrir réttin- um að það væri ekki eins slæmt að stela frá hinum dauðu eins og að stela frá þeim sem væru lifandi. Peir dauðu þjáðust minna vegna þjófnaðarins. Alain bróðir hans hélt því meira að segja fram að hann hefði talað við hina framliðnu sem hefðu svar- að honum og sýnt honum skilning á sama hátt og hann skildi þá. ■ Framleiðsla ýmissa neysluvara hefur margfaldast á undanförn- um árum í Kína. Stór hluti borgarbúa hefur nú þegar keypt sér sjónvarpstæki og margir bændur geta nú líka leyft sér þann munað sem fólginn er í sjónvarpsglápi. Þessi mynd er af samsetningarverk- stæði fyrir sjónvarpstæki í kínversku þorpi. unnar á þessu ári og um 6% aukningu í landbúnaði. Af reynslu undanfarinna ára er hins vegar ómögulegt að spá fyrir um það að hvað miklu leyti Kínverjum tekst að standa við þessi framleiðslumarkmið. Yao Yilin varaforsætisráð- herra Kínverja segir að þeir muni stefna að því að halda um sjö prósent stöðugum hagvexti út þessa öld. Slíkur hagvöxtur væri ekki of ör og myndi tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Verðlækk- un á tei London-Reutcr ■ Heimsmarkaösverö á tei hefur lækkaðtnikið að undanförnu. Á teuppboð- um í London nú í síðustu viku fengust aðeins 170,84 pence fyrir kílóið sem er lægsta verð frá því í okt- óber 1983. Þetta er mikil lækkun frá því fyrir hálfum mán- uði, þegar te seldist á 193,44 pence kílóið. Al- mennt er búist við því að te haldi áfram að lækka í verði og fari jafnvel niður í um 1,5 pund kílóið (um 75 ísl.kr.). Verðlækkunin núna stafar af auknu framboði tes en á síðasta ári fékkst tiltölulega hátt verð fyrir það á alþjóðantörkuðum. Þrátt fyrir verðlækkunina á alþjóðamörkuðum nú nrunu stærstu bresku te- framleiðendurnir ekki hafa neinar áætlanir um að lækka útsöluverð á te- pökkum til almennings. Verðlækkun tes kemur sér iila fyrir þróunarlönd sem byggja tekjursínarað miklu leyti á teútflutningi. Sérstaklega kemur hún sér illa fyrir íbúa á Sri Lanka og Indlandi og gerir það að verkum að teræktun er á mörkum þess að borga sig. Vinnum of mikið - japanskir launþegar óánægðir með fríin sín Tokyo-Reuter ■ Japanskir hvítflibha klæddir verkamenn - sem þekktir eru fyrir það að una sér lengi dags á skrifstofunum - gengu ineð kröfuspjöld og kröfðust styttri vinnuviku og fleiri frídaga í 1. maí göngunum um gjörvallt Japan. Þrír fjórðu þeirra 880 manna sem tóku þátt í könnun á vegum ríkisstjórnarinnar sögðu að Jap- anir ynnu of rnargar klukku- stundir á ári og 82% sögðust vilja fá lengri samfelld leyfi. Nýlegar tölur vinnumála- ráðuneytisins sýna að japanskir verkamenn tóku að meðaltali éinungis 8,7 af hinum 15,1 laun- aða frídegi sem þeir öðluðust árið 1982. París: Slegist um aðild að frönsku kapalkerfi París-Reuter ■ Um 45 fyrirtæki hafa sótt um aðild að nýju sjónvarpskup- alkerfí sem verður tekið í notk- un í París í október næstkoin- andi. Til að byrja með verður sjónvarpað á 15 rásum í einu en flestar geta rásirnar orðið 30. Borgarstjóri Parísar. Jacques Chirac, segir að búist sé við því að um 1,2 milljón heimili hafi tengst kapalkerfinu árið 1992. Askriftargjald fyrir hvert heim- ili er 120 frankar (rúml. 500 ísl.kr.).__________________ Ljógrisdýr étur mann Jóhannesarborg-Reuter ■ Suður-afrísk sjónvarpsstöð segir að starfsmaður dýragarðs nokkurs í Suður-Afríku hafí lát- ið lífíð þegar „Ijógrisdýr“ réðst á hann. Ljógrisdýr er afkvæmi ljóns og kventígurs. Dýragarðurinn, þar sem þetta Ieiða atvik átti sér stað er í Blömfontein um 400 kílómetra fyrir sunnan Jóhannesarborg. Fyrirtækin sem hafa sótt um aðild að kerfinu eru meðal ann- ars dagblöð, einkaútvarpsstöðv- ar og auglýsingafyrirtæki. Breskar. svissneskar og brasil- ískar sjónvarpsstöðvar hafa einnig boðið frarn efni fyrir kapalkerfið. Tyrkland: 8 ára fangelsi fyrir maoista Ankuru-Rcutcr ■ Fyrrverandi leiðtogi tyrkncskra maoista, Dogu Perincek, og 14 félagar í Flokki tyrkneskra verka- manna og bænda (TIKP) voru nú í vikunni dæmdir í allt að átta ára fangelsi fyrir að reka áróður fyrir kommúnisma. Flestir hinna dæmdu losna samt við frekari fangelsisvist þar sem þeir hafa þegar verið árum saman í gæsluvarðhaldi í tyrkneskum fangelsum. Aðeins þrír verða áfram í fangelsi. Perincek var dæmd- ur í átta ára fangelsi, þar af á hann eftir að afplána átta mánuði. En hann hefur áfrýj- að dómnum og fær því að ganga laus a.m.k. í einhvern tíma. Með réttarhöldunum var eldri dómum yfir maoistun- um hnekkt en þá voru þeir dæmdir í allt að 12 ára fang- elsi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.