NT - 10.05.1985, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. maí 1985 12 ÍTF Föstudagur 10. maí 1985 21
LlL ji Spegill
Heilsuvörur fyrir húðina kynntar
undir kjörorðinu:
r M ■
■ „Er sjampóið virkilega ætt?“ Ingibjörg G. Pálsdóttir er viss
í sinni sök.
■ Ungur sýningargestur
fær snuðið sitt eftir að
hafa sopið á hollum
drykk hjá mömmu.
■ Ragnheiður Anna Georgsdóttir upplýsir viðskiptavin. Bryndís Valbjörnsdóttir t.v.
■ Pegar talað er um vörur
fyrir húð og hár er vanalega
talað um snyrtivörur, - en á
áhugaverðri sýningu sem ný-
lega var haldin á veitingahús-
inu Gaukur á Stöng voru
sýndar „heilsuvörur fyrir
húðina". Aðsókn var mikil
og vörurnar vöktu athygli.
Pessar vörur eru undir vöru-
merkinu ME, en það stendur
fyrir nafn ivfarju Entrich, sem
hóf framleiðsluna fyrir 50
árum. Hún hafði að kjör-
orði: „Ekkert á húðina sem
ekki má borða“. Hún hóf að
framleiða heilsuvörur fyrir
húðina, hreinsi- og næringar-
krem, húðvötn og sápur, og
allt uppfyllir þessi skilyrði.
Marja Entrich sagði líka:
„Fegurð kemur innan frá“,
og lagði því áherslu á rétt
mataræði og hreinsun líkam-
ans sem frumatriði, en síðan
mætti bæta um betur með
snyrtivörum. Vítamín, snefil-
efni og steinefni sagði Marja
að væru ekki síöur fegrunar-
lyf en snyrtivörur. Samkvæmt
því framleiddi hú þéssi efni í
töfluformi úr lífrænum hrá-
efnum jafnhliða ytri snyrti-
vörum.
Fyrir þessari vörusýningu
stóð fyrirtækið NUNA, en
eigandi þess er Guðný Guðm-
undsdóttir. Gestur sýningar-
innar var Elisabeth Carlde,
heilsuráðgjafi frá Stokk-
hólmi.
■ Guðný Guðmundsdóttir,
eigandi NUNA, en það fyrir-
tæki stóð að sýningunni.
NT-myndir Arni Bjarna
Alias Tina Turner
■ Elisabeth Carlde
heilsuráðgjafi frá Stokk-
hólmi ræðir við Maríu
Ölversdóttur.
■ Tina Turner er 46 ára gömul og eftir
afhendingu Grammy verðlaunanna í
lok febrúar er hún orðin guðmóðir
rokksins.
Á sjöunda áratugnum sveifst hún
einskis í klæðaburði og framgöngu með
manni sínum Ike og hljómsveit þeirra
„The Ikettes".
Nú, tuttugu árum síðar, hefur lítið
breyst, nema að nú er Tina ein á
ferðinni og stendur sig frábærlega.
Hún hét Anna Mae Bullock og fædd-
ist í Nutbush, Tennessee. Fjölskyldan
var bláfátæk og ekki batnaði ástandið
þegar foreldrarnir slitu sambúð og Anna
þurfti að fara á flakk milli ættingja.
Þegar hún var 17 ára fór hún að
syngja á börum og þar sá Ike hana í
fyrsta sinn. Frægðarferill Tinu var um
það bil að hefjast.
En skilnaður þeirra hjónakorna kost-
aði Tinu mikið. Hún varð fátæk á nýjan
leik, missti umboðsmann sinn og
mannorð. Nú vildi hana enginn.
nýjan leik. En nú er ég hér.
Þegar ég heyri tónlistina þá get ég alls
ekki á mér setið, ég verð að hreyfa mig.
Annars tel ég mig vera í miklu sálarlegu
jafnvægi. Ég er ekki mikið fyrir áfengi
og brjáluð partý eins og margir halda.
Svo er ég á föstu...“
^\CH 3/a
*
QS
■ Siguriljóð Skúladóttir kynnir það nýjasta í
■ Silja Kristjánsdóttir kynnir
baðvörur.
M-íBH